Morgunblaðið - 14.04.2018, Side 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018
Almannaheillafélög
í landinu með tugþús-
undir félagsmanna
kalla eftir lagalegri
umgjörð um félaga-
form sitt. Nauðsyn-
legt er að samþykkja
slík lög sem fyrst.
Þegar við, almenn-
ingur, fyrirtæki og
yfirvöld, styðjum fé-
lagasamtök til góðra
verka viljum við geta treyst þeim.
Við viljum að fólkið eða málefnið
sem félagasamtökin starfa fyrir
njóti faglegrar hjálpar, að félaga-
samtökin taki vandaðar ákvarðanir,
fari vel með fjármagn og komi í veg
fyrir hagsmunaárekstra. Við viljum
ekki að fjármálaóreiða eða eigin-
hagsmunapot í félagasamtökunum
skaði málstaðinn sem við styðjum.
Því miður er alltaf hætta á að það
gerist í félagasamtökum eins og
annars staðar þar sem peningar og
hagsmunir eru í húfi.
Í frumvarpi til laga um almanna-
heillafélög sem ekki náðist að ljúka
fyrir þingslit haustið 2016 og nú
liggur aftur á borði ferðamála-, ný-
sköpunar- og iðnaðarráðherra eru
skýrar tillögur um lágmarkskröfur
til slíkra félaga um lýðræðisleg
vinnubrögð og faglega meðferð
fjár.
Almannaheill eru landssamtök
félagasamtaka og sjálfseignarstofn-
ana sem vinna að málefnum til al-
mannaheilla. Aðildarfélögin eru
mörg af stærstu almannaheilla-
samtökum landsins, með tugþús-
undir félaga. Þessi félög hafa allt
frá árinu 2008 kallað eftir því að
starfsumhverfi almannaheilla-
samtaka verði styrkt og þau fái
ívilnanir í samræmi við þann ávinn-
ing sem þau skapa samfélaginu og
yfirvöldum. Almannaheillafélögin
styðja umrætt lagafrumvarp og
þykir eðlilegt að gera þær lág-
markskröfur um fagmennsku og
lýðræðisleg vinnubrögð sem þar er
kveðið á um. Það skaðar nefnilega
öll almannaheillafélög þegar óvönd-
uð vinnubrögð eða óreiða koma upp
í einum samtökum. Fagleg félög
hafa ekkert að fela og vilja geta
sýnt fram á það svart á hvítu.
Ráðherra taldi í svari sínu við
fyrirspurn á Alþingi um frumvarpið
þann 9. apríl að frum-
varpið gæti verið
„íþyngjandi“ og „haml-
andi“ fyrir almanna-
heillafélög og því gæti
hún ekki lagt það
fram. En um hvað
snýst þetta frumvarp?
Í stuttu máli er gert
ráð fyrir að félög sem
starfa í almannaþágu
og þiggja styrki og al-
mannafé geti skráð sig
hjá fyrirtækjaskrá sem
félög til almannaheilla.
Mjög mikilvægt atriði í frumvarp-
inu er að slík skráning yrði val-
kvæð, þannig að lítil félög sem ekki
höndla með fjármuni eða eru undir-
félög í regnhlífasamtökum þurfa
ekki að skrá sig og þá eiga þessi
lög ekki við um þau. Í frumvarpinu
eru tvö efnisleg atriði. Í fyrsta lagi
eru sett fram nokkuð ítarleg viðmið
um lýðræðislega stjórnarhætti, t.d.
um að félag þurfi að hafa sam-
þykktir og stjórn en líka um hvern-
ig tryggja megi lýðræðislegar kosn-
ingar og ákvarðanir stjórnar. Í
öðru lagi er í frumvarpinu gerð
krafa um að ef valið er að skrá sig
sem félag til almannaheilla þá þurfi
félagið að halda bókhald og skila
inn ársreikningi. Þetta eru nú allar
hömlurnar. Hindranirnar eru sára-
litlar og engar fyrir lítil félög því
þau ráða sjálf hvort þau teljist
formleg félög til almannaheilla.
Óþarfi er að óttast að skilyrði,
sem almannaheillasamtökin sjálf
telja almenna skynsemi og muni
auka fagmennsku og trúverðug-
leika greinarinnar gagnvart al-
menningi og yfirvöldum, og sem
þar að auki eru valkvæð, muni
koma til með að hindra og íþyngja
starfi þessara sömu félaga.
Fagmennska
til almannaheilla
Eftir Ketil Berg
Magnússon
Ketill B. Magnússon
» Almannaheilla-
félögin styðja um-
rætt lagafrumvarp og
þykir eðlilegt að gera
þær lágmarkskröfur um
fagmennsku og lýðræð-
isleg vinnubrögð sem
þar er kveðið á um.
Höfundur er formaður Almanna-
heilla, samtaka þriðja geirans.
Ég var á heimleið 11.
apríl sl. eftir þriggja
daga dvöl á Akureyri.
Ég var staddur á
Keflavíkurflugvelli,
ánægður eftir frábæra
fundi í Norðurlanda-
ráði og góðar samræð-
ur við starfssystkini
mín frá öllum þjóðþing-
um Norðurlanda. Á
flugvellinum virtist
ekki vera mikið að
gera. Engu að síður var löng röð
ungra og hressra Íslendinga við ör-
yggisleitina. Biðin var löng því aðeins
eitt hlið var opið og töskur og yf-
irhafnir runnu gegnum skanna á
einu færibandi.
Ég hafði nýlega verið í aðgerð
vegna slæmsku í hægra hné og feng-
ið málmstykki lagt þar inn. Ég var
spenntur að sjá hvort skanninn
myndi bregðast við þessu, en þegar
ég fór frá Kaupmannahöfn hafði það
ekki gerst.
Fyrir framan mig var drengur
sem ég held að hafi verið um fjórtán
ára gamall. Hann varð mjög tauga-
óstyrkur þegar rauður lampi lýsti við
eftirlitið. Ég hafði tekið eftir því að
eftirlitsmaðurinn, sem var karl-
maður, líklega á fimmtugsaldri og sá
eini af því kyni sem starfaði við ör-
yggishliðið kl. 09:45 um morgun, var
óþægilega afskiptasamur og tók sér
góðan tíma til að rannsaka fórnar-
lömbin, bæði með því að fara höndum
um allan líkama þeirra og með hand-
skanna.
Eftirlitsmaðurinn bað unga mann-
inn að taka sér stöðu á upphækkun
til að auðvelda leitina
og bað mig um leið um
að ganga í gengum
skannann. Skanninn
sendi frá sér hljóð og þá
var ljóst að meira var
að gera fyrir eftirlits-
manninn, sem mér virt-
ist fyrirfram vera nokk-
uð afundinn. Ég reyndi
að útskýra að ég væri
með gervihné úr málmi,
en það virtist bara gera
hann enn ónotalegri í
framkomu. Hann skip-
aði mér að fara til hliðar
og taka af mér skóna.
Drengurinn áðurnefndi virtist afar
leiður yfir þeirri meðferð sem hann
hafði fengið. Og nú var komið að mér
að stíga upp á pallinn.
Ég sýndi eftirlitsmanninum vega-
bréfið mitt og sagði frá því að ég væri
danskur þingmaður, ekki til að losna
við eftirlitið heldur í von um eitthvað
vægari og liprari meðferð. Þetta virt-
ist ofbjóða eftirlitsmanninum og nú
varð hann reiður. Hann leit á mig
eins og grunaðan glæpamann og hóf
mjög nákvæma rannsókn á fatnaði
mínum og líkama. Þar sem leitin var
óþægileg sagði ég aftur að það væri
hnéð sem væri vandamálið. Ég hef
aldrei áður upplifað jafn óþægilega
manneskju. Hann fór um buxna-
strenginn og leitaði í buxunum inn-
anverðum. Allt var skoðað. Já, allt!
Ég varð mjög leiður yfir þessari
hegðun starfsmannsins og sagði að
mér fyndist hann ekki sýna nægan
samstarfsvilja og ganga of langt.
Hann steig þá eitt skref til baka og
spurði mig hvort ég hefði eitthvað
meira að segja? Hvort ég vildi vera
áfram á Íslandi, því að ef ég héldi
áfram að þvæla þá færi ég hreinlega
ekki með því flugi sem ég ætlaði.
Ég varð mjög miður mín, upplifði
þetta sem hótun glæpamanns, en
baðst samt afsökunar. Hann hélt þá
áfram sinni rannsókn með hand-
skannanum og kom eftir langan tíma
að hnénu. Þar lét tækið frá sér hátt
hljóð.
Ég varð mjög skelkaður og hugs-
aði með mér að hingað til Íslands
kæmi ég aldrei aftur því hér hefði
verið gengið alltof langt. Eftirlits-
menn á flugvöllum hafa það verkefni
að finna sprengjur, hnífa og hryðju-
verkamenn. Það var augljóst að ekki
var hægt að setja mig í þann bás og
ég hafði strax látið vita af því hver ég
væri og af hverju skanninn hefði gef-
ið frá sér hljóð. Það verður að gera
þá kröfu til starfsmanna að þeir tali
og umgangist ferðamenn og flug-
farþega af virðingu og æsi sig ekki
upp. Og ég segi þetta sem 69 ára
gamall fulltrúi í varnarmálanefnd
danska þjóðþingsins.
Ég held að einmitt það að ég sagði
hver ég væri hafi vakið reiði eftirlits-
mannsins; hann varð bókstaflega
valdasjúkur. Hann ætlaði að sýna
mér að jafnvel þó að sjálfur danski
krónprinsinn hefði verið á ferð þá
væri það hann sem réði hér, að ég
ætti bara að bugta mig og hlýða.
Fætur mínir skulfu enn þegar ég
gekk að brottfararhliðinu og ég upp-
götvaði að ég hafði gleymt að kaupa
íslenskan lakkrís. Kollegi minn, sem
sá að ég átti erfitt um gang, ákvað að
hjálpa mér. Hún hljóp til baka en
kom aftur tómhent 10 mínútum síð-
ar. Hugsaðu þér, sagði hún, ég bað
um poka af lakkrís en fékk ekki af-
greiðslu þar sem ég gat ekki sýnt
brottfararspjald.
Ég veit vel að sýna verður
brottfararspjald við kaup á áfengi og
tóbaki, en að það þurfi að gera við
kaup á sælgæti furðar mig. Er það
ekki of langt gengið?
Á tímabilinu 2011 til 2017 hefur
fjöldi erlendra ferðamanna á Íslandi
rúmlega þrefaldast. Ég samgleðst
Íslendingum yfir þeim árangri. En
ferðamenn eiga skilið gott viðmót og
skikkanlega meðferð.
Óþægileg og ónauðsynleg lífs-
reynsla við brottför frá Íslandi
Jan Erik
Messmann » Það verður að gera
þá kröfu til starfs-
manna að þeir tali og
umgangist ferðamenn
og flugfarþega af virð-
ingu og æsi sig ekki upp.
Jan-Erik
Messmann
Höfundur er fulltrúi á þjóðþingi Dan-
merkur og í Norðurlandaráði.
Furðuleg staða er í
vinnudeilu ljósmæðra
við ríkið. Þess er kraf-
ist að ljósmæður leggi
á sig tveggja ára
launalaust nám eftir
hjúkrunarfræðinám
og taki svo á sig launa-
lækkun. Þá hafa þær
heldur ekki fengið
greidd laun fyrir
vinnu sem þær voru
neyddar til að inna af
hendi í verkfallsaðgerðum fyrir fá-
einum árum. Hvað er svona flókið
við þessa deilu? Mánuðum saman
hefur þessi lífsnauðsynlega stétt
staðið í störukeppni við samninga-
nefnd ríkisins án árangurs. Ég skil
ekki af hverju komið er fram við fólk
á þennan hátt og ekki aðeins stétt-
ina, heldur einnig skjólstæðinga
hennar. Afleiðingarnar eru þær að
fjöldi ljósmæðra hefur þegar sagt
upp störfum, aðrar íhuga uppsögn
og ekki fást nýliðar í starfið. Með
framkomu sinni hefur
samninganefndin í
nafni ríkisins hagað sér
þannig að lítið er eftir
af þolinmæði hjá ljós-
mæðrum. Þær virðast
þó vera seinþreyttar til
vandræða. Að mínum
dómi ættu ljósmæður
nú að hætta öllum við-
ræðum við samninga-
nefndina og krefjast
þess að ráðherrar fjár-
mála og heilbrigðismála
semji við þær milliliða-
laust. Þeir ágætu ráðherrar mættu
líka skilja að svona á ekki að koma
fram við starfsfólk sitt.
Óskiljanlegt
ranglæti
Eftir Tryggva P.
Friðriksson
Tryggvi P.
Friðriksson
ȃg skil ekki af
hverju komið er
fram við fólk á þennan
hátt.
Höfundur er listmunasali.
Tryggvi P. Friðriksson
Fasteignir