Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 32
32 MESSURá morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 ✝ Anna Atladóttirfæddist í Reykjavík 11. febr- úar 1959. Hún lést á Heilbrigðisstofn- un Suðurlands 7. apríl 2018. Foreldrar Önnu voru Atli Hall- dórsson, vélstjóri, f. 3. júlí 1924, d. 16. febrúar 2007, og Aðalbjörg Ágústs- dóttir, verslunarkona, f. 3. sept- ember 1920, d. 7. febrúar 2003. Systkini Önnu eru Kristinn, f. 17. júlí 1948, Ída, f. 7. október 1951, og Auður, f. 10. maí 1957. Anna giftist Sveini Sigur- mundssyni 29. desember 1979. Þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Soffía, f. 17. apríl 1977, maki Elmar Viðarsson, f. 20. nóv- ember 1973, dætur þeirra eru Erna Huld, f. 2015, og Vigdís Anna, f. 2017. 2) Knútur, f. 5. ágúst 1987, maki Signý Eva Auðunsdóttir, f. 2. maí 1990. Synir Knúts og Höllu Maríu Guð- mundsdóttur eru Jóel Breki, f. 2011, og Jökull Gauti, f. 2013. 3) Bjarni, f. 29. nóvember 1990. 4) Sölvi, f. 26. október 1995. Anna ólst upp í Garðabæ og lauk gagnfræðaprófi árið 1974. Hún vann ýmis störf um ævina, meðal annars hjá innflutnings- deild Sambandsins, á nautaupp- eldisstöð Búnaðarfélags Íslands og á skrifstofu Kaupfélags Ár- nesinga. Lengstan hluta starfs- ævi sinnar vann Anna banka- störf, fyrst hjá Samvinnubank- anum en síðan Landsbanka Íslands á Selfossi, fyrst sem gjaldkeri en síðan sem hús- vörður. Útför Önnu fer fram frá Sel- fosskirkju í dag, 14. apríl 2018, klukkan 11. Elsku mamma mín. Þetta er svo ósanngjarnt að þú farir svona ung. Það er sérstök til- finning að geta ekki tekið upp sím- ann og heyrt í þér. Sárt er að hugsa til þess að geta ekki farið með barnabörnin til ömmu sinnar í kaffi. Það er svo margt sem er erfitt. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þér, þú ert svo mikill jaxl, alltaf hélst þú ótrauð áfram og fram á síðustu stundu varst þú að hugsa um verkefni eins og að koma öllu í stand, kaupa þér annan bíl og halda öllu snyrtilegu og fínu. Þú hefur reynst mér svo vel í gegnum tíðina, þegar ég var að byrja að búa þá varst þú með nefið ofan í öllum skúffum og skápum hjá þér að finna eitthvað til að færa mér, fara í nytjamarkaði og varst með putt- ann á púlsinum. Þetta voru hlutir sem að mig grunaði aldrei að mig vantaði. Þú passaðir vel upp á þitt, þegar ég var ungur þá áttir þú allt- af sælgæti sem nammigrísinn litli ég var að stelast í, eftir því sem birgðirnar minnkuðu fannst þú aðra felustaði, ég þefaði þá samt alla uppi. Þegar ég lít til baka er ég á sama tíma ægilega þakklátur fyrir stundir okkar síðustu ár, öll símtöl- in, samverustundirnar og jólin síð- ustu með okkur Signýju og barna- börnunum þrjú. Það eru erfiðir og krefjandi tímar framundan og þú verður alltaf í hjarta mínu, elsku mamma mín. Þinn sonur, Knútur. Elsku mamma, þó að við vissum í hvað stefndi er þetta svo óraun- verulegt. Greiningin fyrir rúmu ári var þungt högg og þér var kippt úr vinnu og tómstundum mjög snögg- lega. Þú tókst á við veikindi þín af svo miklum krafti og æðruleysi. Þú vissir að sjúkdómurinn myndi sigra en varst samt staðráðin í að nota tímann sem eftir var vel. Heilsa þín í veikindunum var ótrú- leg og náðir þú að njóta tímans með fjölskyldu og vinum. Jólagjöfin sem við systkinin gáf- um þér sló í gegn hjá þér, en það var utanlandsferð með mér og Bjarna bróður. Þú fékkst að velja borgina og valdir Edinborg. Þar rættist gamall draumur þinn að heimsækja þá borg. Við skipulögð- um ferðina með nær engum fyr- irvara og vorum farin um tveimur vikum eftir jól. Það var ekki í þín- um anda að skipuleggja eitthvað svona með jafn stuttum fyrirvara, en eftir á að hyggja fannst þér það mjög skemmtilegt ævintýri. Við gistum á flottu hóteli miðsvæðis í borginni og þú naust þín í botn í búðum með okkur bræðurna í eft- irdragi. Eina eftirsjá þín af þeirri ferð var að þú hefðir viljað versla meira, en það var eitt af því skemmtilegasta sem þú gerðir. Það er mér ofarlega í huga hvernig þú nenntir aldrei að standa í neinum deilum eða leiðindum. Þú varst fljót að fyrirgefa og eyddir ekki tíma þínum í fýlu. Þegar þú tókst að þér verkefni laukst þú alltaf við það. Sama hversu langdregið eða leiðinlegt verkefnið var, þú hljópst aldrei frá hálfkláruðu verki. Eftir að þú laukst við eitt verkefni hafðir þú annað á prjónunum, hvort sem það var eitthvert handverk, viðhald í íbúðinni, að skipuleggja og raða í skápa eða lesa góða bók. Það var svo gaman að sjá hvað þú hafðir komið þér vel fyrir í nýju íbúðinni þinni. Þú hafðir lokið við að taka allt í gegn, mála veggi, loft og glugga, skipta um parket og setja nýjar innréttingar. Næst á dagskrá hjá þér var að endurnýja bílinn þinn. Því miður vannst þér ekki tími til að ná því. Samband okkar var á margan hátt óvenjulegt. Áður en ég varð unglingur eyddum við miklum tíma saman og vorum mjög samtaka í því sem við gerðum. Ég fékk oft hugmyndir að einhverju sem við gætum gert, yfirleitt leist þér vel á þær hugmyndir og við fram- kvæmdum það saman. Það var þér erfitt þegar ég óx úr grasi og tengsl okkar breyttust. Mér þykir svo vænt um þann tíma undanfarið ár þar sem bönd okkar styrktust á nýjan leik og áttum við góðar stundir saman. Ég finn það alltaf betur hvað ég líkist þér, við vorum sammála um svo margt. Samband þitt við barnabörnin þín var svo fallegt, þau gáfu þér svo mikla fyllingu. Hvernig augu þín ljómuðu, röddin varð silkimjúk og þú beygðir þig niður til þess að taka þau upp og knúsa. Fyrir stuttu síðan sagðir þú við mig: veistu Sölvi, ég er orðin svo mikil barnakerling. Það er sárt að standa á þessum tímamótum sem ungur maður. Það eru svo margar stundir í lífi mínu sem ég á eftir að sakna þess að geta ekki deilt með þér. Takk fyrir allt, mamma mín. Þinn, Sölvi. Anna var yngsta barn foreldra minna og það fyrsta sem fellur frá. Hún var aðeins 18 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn og eign- aðist hún fjögur börn með manni sínum, Sveini Sigurmundssyni. Henni fórst móðurhlutverkið vel úr hendi og var alla tíð mjög mynd- arleg húsmóðir. Anna gerði sér mjög vel grein fyrir þýðingu þess að börn hennar lærðu að elda, baka og taka til. Hún var mjög snyrtileg, nákvæm og tiltektarsöm. Þessir eiginleikar hennar komu sér mjög vel í starfi sem bankastarfsmaður og húsvörður í Landsbankanum á Selfossi. Ef Anna skuldaði mér eitthvað var það borgað til baka upp á krónu. Anna gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og til annarra um að ganga frá öllu og fór hún aldrei frá heimili sínu ef óhreinn bolli var á borði eða í vaskinum. Önnu fannst mjög skemmtilegt og hana klæjaði í fingurna að fá að taka til í skápunum hjá mér. Því meira drasl þess betra. Við skipt- um með okkur verkum, hún sá um tiltektina, en ég um matseld fyrir okkur. Við systur náðum sérlega vel saman um að vera duglegar að versla og eyða peningum. Við átt- um töluverð viðskipti við „Ali frænda í Kína“ og um það var rætt á kvöldin í síma eða þegar við hitt- umst hvað við vorum að kaupa. Síð- astliðin ár eftir að þau Sveinn skildu vorum við mikið saman, fór- um í útilegur með tjaldvagn, vorum í sumarbústöðum og ferðuðumst saman til útlanda. Eftir að Anna greindist með krabbamein í janúar 2017 töluðum við saman í síma á hverju kvöldi. Þau samtöl voru góð og mjög verð- mæt fyrir okkur báðar. Í maí á síð- asta ári fórum við í mjög góða ferð til Spánar og skemmtum okkur konunglega. Við fórum í seinustu utanlandsferð okkar um miðjan mars sl., en þá fórum við til Berl- ínar. Sú ferð var mjög erfið vegna veikinda Önnu sem höfðu undir það síðasta áhrif á vitræna getu hennar og líkamlegt þrek. Anna var samt mjög bjartsýn og dugleg enda tók hún ákvörðun strax og henni var ljóst í hvað stefndi að þannig ætlaði hún að takast á við veikindin. Anna systir mín var vel gefin og umfram allt vel gerð manneskja sem ég var heppin að eiga. Ída Atladóttir. Anna frænka okkar er dáin á besta aldri og veröldin er fátækari á eftir. Einstök kona fallin í valinn. Við þrjár vorum systkinabörn og vor- um í nánu samneyti, þegar við ól- umst upp. Það gerði fyrst og fremst að amma okkar Lilja og afi okkar Ágúst héldu fjölskyldunni vel sam- an og heimilið þeirra var eins og fé- lagsheimili, þangað sem við kom- um í tíma og ótíma og yfirleitt hitti maður einhvern sem var þar á fleti fyrir, þar sem skipst var á upplýs- ingum um líðan og hagi. Anna varð strax bráðger, mjög dugleg og föst fyrir. Fljótlega bar líka á þeirri kímnigáfu, sem ein- kenndi hana alla tíð. Síðar meir þroskuðust með Önnu þeir eigin- leikar sem gerðu hana að frábærri manneskju í alla staði. Þeim eig- inleikum kynntumst við nöfnurnar best þegar við tókum okkur langan tíma og marga fundi til að undirbúa ættarmót afkomenda ömmu okkar og afa. Við hittumst oft, enda alltaf gaman og umræður fjörugar og fróðlegar. Einu sinni gleymdum við okkur við spjall hjá Önnu á Sel- fossi, veður hafði skipast í lofti og var við það að verða ófært, við kom- umst heim til Reykjavíkur við illan leik, en ferðin var vel þess virði. Þetta voru dýrmætar stundir og Anna var óhemju skipulögð, allt sem hún sagði stóð eins og stafur á bók, úrræðagóð og hugsaði í lausn- um. Einstaklega góðhjörtuð, mikill mannasættir og vildi öllum vel. Hallaði aldrei réttu máli. Ást Önnu á landinu og íslenskri náttúru var mikil, hún var raunar fædd sveita- kona, var lengi í sveit og hafði yndi af dýrum og átti hesta og sinnti þeim af kostgæfni. Hún fékk eins og flestir sinn skerf af mótlæti en meðfæddur dugnaður, umburðarlyndi og seigla fleyttu henni í gegnum boðaföllin og alltaf var land fyrir stafni. Hún reyndist börnunum sínum fjórum vel og eru þau vel af guði gerð og Anna Atladóttir HINSTA KVEÐJA Ég vil gjarnan lítið ljóð láta af hendi rakna Eftir kynni afargóð ég alltaf mun þín sakna (Guðrún V. Gísladóttir) Hvíldu í friði, kæra vin- kona. Sóley. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrar- kirkju syngja. Organisti Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safn- aðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sindri Geir Óskarsson og Hjalti Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Samkoma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í safn- aðarheimilinu í umsjá Önnu Sigríðar Helgadóttur og Aðalheiðar Þor- steinsdóttur. Molasopi og spjall eft- ir messuna. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon guð- fræðinemar leiða samverustund sunnudagskólans. Séra Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari við messuna. Kór Áskirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar 2018 verður haldinn í Ási, efri safnaðarsal kirkjunnar, og hefst strax að messu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffiveitingar. ÁSTJARNARKIRKJA | Laugar- dagur 14. apríl. Fermingarmessur kl. 11 og 14. Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 á sunnudag. Báðir kórar kirkjunnar syngja undir stjórn Keiths Reed tónlistarstjóra. Hólmfríður S. Jónsdóttir annast fræðsluna. Prest- ur er Kjartan Jónsson. Hressing og samfélag á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Hans Guðberg þjónar ásamt Margréti djákna. Álftaneskórinn syngur undir stjórn Ástvaldar Traustasonar. Á sama tíma er sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu. Umsjón hafa Sigrún Ósk og Guð- mundur Jens. Að athöfnum loknum verður haldinn aðalfundur sókn- arinnar í safnaðarheimilinu Brekku- skógum. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnu- dagaskóli kl. 11 í umsjá Steinunnar Þorbergsdóttur og Steinunnar Leifs- dóttur. Fermingarguðsþjónusta kl. 13.30. Séra Magnús Björn Björns- son þjónar fyrir altari. Kór Breið- holtskirkju syngur undir stjórn Arnar Magnússonar. Ensk bænastund kl. 15.30. Sr. Magnús Björn Björnsson leiðir stundina. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11, Hreiðar Örn, Jónas Þórir og séra Arnaldur Bárðarson. Guðsþjón- usta kl. 14. Séra Arnaldur Bárð- arson þjónar og predikar, félagar úr kór Bústaðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Kaffi í safnaðarsal eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur Bára Friðriksdóttir. Ávextir andans og Vinir Digra- neskirkju leiða söng. Sunnudaga- skóli í kapellu á neðri hæð. Veit- ingar í safnaðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á ís- lensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorg- anista. Æðruleysismessa kl. 20. Séra Sveinn, séra Fritz og séra Díana Ósk þjóna og Kristján Hrann- ar leikur á flygilinn. FELLA- og Hólakirkja | Fermingar- messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson og sr. Jón Ómar Gunnarsson þjóna. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu og Reynir Þormar spilar á saxófón. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa kl. 14. Hjörtur Magni Jó- hannsson safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða sönginn ásamt Gunnari Gunnarssyni organista. GLERÁRKIRKJA | Laugardagur 14. apríl. Fermingarmessa kl. 13.30. Sr Gunnlaugur Garðarsson og sr. Stef- anía G. Steinsdóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots organista. Sunnudagur 15. apríl. Fermingar- messa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og Stefanía G. Steins- dóttir þjóna. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Ferming kl. 10.30. Prestar eru Arna Ýrr Sig- urðardóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agn- arsson. Ferming kl. 13.30. Prestar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir og Sig- urður Grétar Helgason. Vox Populi leiðir söng og organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leið- ir söng og organisti er Hákon Leifs- son. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli, Daníel Ágúst, Ásta og Sóley taka á móti börnunum í messunni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. Eva Björk Valdimarsdóttir ásamt messuþjónum. Samskot til langveikra barna. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og sönghópur frá Do- mus vox syngur. Kaffi á undan og eftir messu. Bænastund kl. 10.15. Æskulýðsmessa kl. 20. Sr. María Ágústsdóttir þjónar fyrir altari. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónustur kl. 10 og 12. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organisti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Sunnudagaskóli og fermingarmessa kl. 11. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu, umsjón Erla Björk og Hjördís Rós. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgríms- kirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barna- starfs Inga Harðardóttir. Bænastund mánud. kl. 12.10. Fyrirbænaguðs- þjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Háteigskirkju leiðir söng. Organ- isti Steinar Logi Helgason. Prestur Eiríkur Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA | Ferming- armessa kl. 10.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Samkoma á spænsku Kl. 13. Reuniónes en esp- añol. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna- kirkja og almenn samkoma kl. 13. Kristjana Guðbjartsdóttir prédikar. Eftir stundina verða vöfflur til sölu með kaffinu. KEFLAVÍKURKIRKJA | Heið- arskólabörn fermd í hátíðarmessu kl. 11 og 14 af sr. Erlu Guðmunds- dóttur og sr. Fritz Má Jörgenssyni. Kór Keflavíkurkirkju syngur undir stjórn Arnórs Vilbergssonar org- anista sem mun ekki aðeins spila á orgel heldur einnig taka fram úkú- lele. Messuþjónar verða Guðrún Há- konardóttir og Stefán Jónsson, Helga Jakobsdóttir og Linda Gunn- arsdóttir. KOTSTRANDARKIRKJA | Ferming- armessa kl. 13.30. KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Upp- skeruhátíð barnastarfsins. Sigurður Arnarson sóknarprestur leiðir stund- ina ásamt barna- og æskulýðs- leiðtogum. Börn úr þriðja bekk í skólakór Kársnesskóla syngja undir stjórn Þóru Marteinsdóttur. Hoppu- kastalar og grillaðar pylsur eftir guðsþjónustu. Bænastund þriðjudag kl. 13.45 í safnaðarheimilinu Borg- um. KVENNAKIRKJAN | Guðsþjónusta í safnaðarheimili Langholtskirkju klukkan 20. Setið verður við borð, lesið, sungið og beðið saman og spjallað yfir kaffi og kökusneiðum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir stýrir messunni, Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þor- steinsdóttir stjórnar söngnum. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir leiðir samveruna ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista. Yngri hópar Krúttakórs Langholts- kirkju taka lagið fyrir kirkjugesti und- ir stjórn Söru Grímsdóttur og Auðar Guðjohnsen. Aðalsteinn Guðmunds- son kirkjuvörður og messuþjónar aðstoða við helgihaldið. Kaffi, djús og ávextir eftir stundina. Starf aldr- aðra fer fram alla miðvikudaga kl. 12-15.30 þar til í maí. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir organisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari og préd- ikar. Sunnudagaskóli í safn- aðarheimilinu á meðan. Kaffi og samvera á eftir. Miðvikudagur 18. apríl. Helgistund kl. 14 Félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20. með séra Davíð Þór og El- ísabetu organista. Fimmtudagur, sumardagurinn fyrsti, 19. apríl. Fermingarmessa kl. 11. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Neskirkju syngur. Organisti Stein- grímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Umsjón Katrín, Yrja, Heba og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristni- boðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ræðumaður Daníel Stein- grímsson. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Bára og Perla leiða samveruna. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Jón Ómar Gunnarsson predikar, kór Seljakirkju leiðir söng. Organisti Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Vatnsleysu- strönd og Kálfatjarnarkirkja. Sr. Bjarni Þór Bjarnason talar. Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Una Margrét Jónsdóttir, dagskrárgerðarmaður á RÚV, fjallar um sálmaskáldið sr. Stefán Thor- arensen. Leiðtogar sjá um sunnu- dagaskólann. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Guðný Char- lotta, nemandi í Listaháskólanum, leikur á píanó. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar ásamt Jóhanni Baldvinssyni og félögum úr Kór Vídalínskirkju og messuþjónum. Kaffi, djús og spjall að messu lokinni. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Messa kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Kristínar Jóhann- esdóttur. Prestur Bragi J. Ingibergs- son. Sunnudagaskóli kl. 11. María og Bryndís leiða stundina. Aðalsafn- aðarfundur í safnaðarheimilinu að guðsþjónustu lokinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Orð dagsins: Ég er góði hirðirinn. (Jóh. 10) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Tálknafjarðarkirkja. Minningar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.