Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 14.04.2018, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2018 Mikið hefur verið kvartað undan því að höfuðborgarsvæðið hafi ekki eignast miðbæ. Orsakirnar eru m.a. að svæðið skiptist í mörg sveitarfélög, sem reynt hafa að byggja upp sína „miðbæi“. Reykjavík er svo óheppin að hinn gamli miðbær er mjög vest- anrlega á nesinu, þannig að hann gat einungis vaxið sem lína inn eftir Laugavegi, og síðan Suðurlands- braut. Eftir að Hlemmi er náð minn- ir byggðin lítið á miðbæjarsvæði, er sundurslitin og lítt ánægjuleg. Vegna þess að nýju hverfin í Reykjavík byggðust langt frá mið- bænum, varð að byggja þar mið- kjarna; Glæsibæ og Mjódd. Í þess- um tilfellum tókst svo illa til að „mið“kjarnarnir voru staðsettir í út- jaðri hverfanna. Þjónusta hefur aukist í seinni tíð. Vegna þess hafa miðbæir víða styrkst. Í Reykjavík hefur þetta ekki verið nýtt til að skapa einn stóran, öflugan miðbæ. Í stað þess er þessari starfsemi dreift út um alla borg. Líklega hefði besta svæð- ið fyrir nýjan miðbæ verið við Elliðavog og á Ártúnshöfða, en við vogana er núna búið að skipuleggja íbúðarbyggð. Dreifing byggðar á sér gamla rót Stór náttúrusvæði dreifa byggð- inni og skilja að byggðareiningar. Dæmi: Úlfarsfell skilur Mosfellsbæ frá Reykjavík, og Garðahraun skilur Garðabæ og Hafnarfjörð að. Einhverjir snillingar fundu það út fyrir þremur árum að ekki mætti taka hraunasvæði undir vegi og byggð. Samt hefur Hafnarfjörður nær allur verið byggður á hraunum, og er fyrir bragðið svo sérstakur að hann mætti setja á heimsminjaskrá. Önnur orsök skipulagsvandamál- anna í dag, er erlend skipulags- stefna; „sóning“. Hún varð til í skít- ugum iðnborgum og íbúarnir voru á kafi í menguninni. Ráðið við vand- anum var að skipta borgum í „són- ur“, annars vegar fyrir iðnað og svo – fjarri þeim – íbúðarsónur. Þessi stefna var tekin upp hérna, og urðu þá til hin leiðinlegu svefnhverfi. Meðal vondra áhrifa af svona skipu- lagi er svo líka að atvinnustaðir voru fáir, og þarf því að leggja dýrar stofnbrautir til atvinnusvæðanna, sem eru aðallega í vesturhluta Reykjavíkur. Hin rétta aðferð í skipulagi – til að lagfæra þennan vanda – er að auka fjölda atvinnutækifæra og þjónustu í svefnhverfunum. Við það minnkar umferðin á stofnbraut- unum. Einmitt þetta hefur verið gert í hinum gömlu „svefnhverfum Reykjavíkur“, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Niðurstaðan er sú að umferð, t.d. á Hafnar- fjarðarvegi, hefur furðu lítið aukist, þrátt fyrir mjög aukinn íbúafjölda. Um leið hefur flest þjónusta færst nær íbúunum. Í Reykjavík hefur hinsvegar umbótum á úthverfunum verið lít- ið sinnt. Þau eru enn, að mestu, sömu leiðin- legu svefnhverfin. Reykjavík býr af ýmsum ástæðum yfir miklum fjölda stofnana, sem fluttar hafa verið til, innan borgarinnar í seinni tíð, … en hvert? Ekki í aust- ur, sem komið hefði á meira jafn- vægi atvinnusvæða og íbúða í borg- armyndinni. Nei! Stórar stofnanir hafa verið fluttar til vesturs, þannig að nú verða enn fleiri að fara eftir Miklubrautinni til vinnu … og það á enn eftir að versna. Dæmi um stofnanir sem er verið að flytja til vesturs, eru Kennara- háskólinn frá Stakkahlíð til háskóla- svæðisins. Háskólinn í Reykjavík var fluttur frá Kringlu vestur fyrir Öskjuhlíðina og Tækniskólinn gamli, sem var á Ártúnshöfða, hefur líka verið fluttur þangað. Loks stendur til að flytja Fossvogsspítala á Landspítalasvæðið. Samtals tengj- ast þessum stofnunum um 30 þús- und störf, sem leiða til mikils um- ferðarálags. Önnur ástæða mikils umferðarálags er bygging mikils fjölda hótela í vesturhluta Reykja- víkur. Ef pólitíkusar og skipulagsmenn hefðu stöðvað uppbyggingu atvinnu- staða í vesturhluta Reykjavíkur – og beint uppbyggingunni til austurs – væru umferðarvandamálin á Miklu- braut og Hringbraut lítil. Ofálag á stofnbrautum – Hvað á að gera? Nú vaknar spurningin: Hvað eig- um við að gera? Settar hafa verið fram ýmsar tillögur, svo sem göng undir Öskjuhlíð og Kópavogsháls, sem mundu kosta miljarðatugi. Mönnum líst heldur illa á það. Núna er svo komin fram ný tilaga um 70 miljarða borgarlínu, sem þó er lík- legt er að fólk vilji ekki nota í þeim mæli sem reksturinn krefst, nema með þvingunaraðgerðum. Undirritaður telur að leggja eigi ofangreind áform á hilluna og hefja í staðinn, mikinn flutning stofnana og atvinnutækifæra til austursvæð- anna. Kannski er réttast að búa til nýjan stjórnsýslu- og menningar- miðbæ í Elliðaárdal. Þar er mjög fagurt og stórt svæði, sem liggur meðfram Rafstöðinni, og á milli reiðvallarins og Breiðholts III. Reykjavík gæti byrjað á þessum nýja miðbæ með að reisa þarna Ráðhús úthverfanna. Hún gæti líka t.d. flutt Listasafnið úr Hafnarhús- inu, sem er illa aðgengilegt vegna umferðarhnúta og skorts á bílastæð- um. Ríkið gæti hjálpað til við að byggja Dalbæ með að byggja yfir einhver ráðuneyti og stofnanir á svæðinu. Þarna mætti líka koma fyrir þjónustu og íbúðabyggð, þann- ig að þessi nýi miðbær fylltist lífi. Við verðum að horfast í augu við það að við erum búin að missa af hinum gamla, fallega miðbæ, bæði vegna þess hve hann er langt í burtu frá fólkinu og umferðarlega aflok- aður, og eins vegna ljóts módern- isma, túrisma og ofþéttingar. Hvað um línubyggð meðfram borgarlínu? Lítum nú nánar á skipulagsafleið- ingar borgarlínunnar. Hluti af til- lögunum um hana felst í því að með- fram línunum komi 400 m þétt- býlisbelti á hvora hönd. Á þessi belti á að koma nær öll byggðaaukning til ársins 2040 og mundu þá búa þar álíka fólksfjöldi og í Kópavogi og Garðabæ. Þessi hugmynd um þétt byggðar- svæði upp við borgarlínurnar, hefur þann tilgang að stutt sé í hinn nýja strætó, en með því að láta fólk búa upp við línurnar, aukast líkurnar á að fólk vilji nota hann. Það er alþekkt að skipulagsmenn teikna allskonar þjónustu á upp- drætti sína, þjónustu sem oft kemur alls ekki, eins og var t.d. í Bryggju- hverfinu við Grafarvog. Sama núna: Skipuleggjendur borgarlínu gera ráð fyrir mikilli þjónustustarfsemi á hinum þéttu „þróunarsvæðum“… sem er alger veruleikafirring. Sagt er jafnvel að þarna meðfram þess- um 57 km borgarlínum eigi að myndast „þorpsstemning“! Skoðum nú hvernig þetta gæti lit- ið út við Hafnarfjarðarveg: Borgar- línan og biðstöðvar hennar væru í miðjunni. Að biðstöðvunum lægju göngustígar, þvert á umferðaræð- arnar, sem tefði umferðina. Húsin stæðu nokkuð þétt upp að Hafnar- fjarðarveginum, og ef gluggi væri opnaður bærist ryk og hávaði inn. Fljótlega kæmi því að því að íbú- arnir krefðust þess að dregið yrði úr umferðinni og umferðarhraðanum. Væri Hafnarfjarðarvegur því fljót- lega úr sögunni sem ásættanleg um- ferðartenging á milli Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Reykjavíkur. Svona línubyggð byði vissulega upp á nálægð við borgarlínuna en mundi, að áliti undirritaðs, verða dauð, ljót og leiðinleg. Þessi byggð mundi að auki stinga í stúf við byggðarmynstur sveitarfélaganna. Stjórnmálamenn ættu frekar að gefa fólki kost á að búa þar sem fal- legt er, t.d. við strendur, í austur- enda Viðeyjar og við vötnin ofan við byggðina. Við eigum að láta annað móta byggðina en það eitt að stutt sé í borgarlínustrætó … sem kemur svo kannski aldrei. Eftir Trausta Valsson »Leggja á ofangreind áform á hilluna og hefja í staðinn mikinn flutning stofnana og at- vinnutækifæra til aust- ursvæðanna. Kannski er réttast að búa til nýjan stjórnsýslu- og menning- armiðbæ í Elliðaárdal. Trausti Valsson Höfundur er prófessor emerítus í skipulagi við HÍ. Morgunblaðið/Eggert Skuggamyndun Með þéttingu byggðar í Reykjavík er að koma í ljós að hin þétta byggð hindrar aðgengi sólarljóss, skapar skugga og lokar fyrir útsýni. Myndin er frá Lindargötu í Skugga- hverfinu í Reykjavík. Heitið Skuggahverfi er nú aftur að verða að réttnefni. ja.is Hentugt íbúðasvæði Stórt óbyggt svæðið í Elliðaárdal, norðan Rafstöðvarinnar. Í vinstra horn- inu er Toppstöðin. Opinberar byggingar tækju sig vel út í hallanum. Nálægðin við útivistar- svæðið í dalnum er stórkostleg. Borgarlína: leiðinleg línubyggð Þéttbýlisbelti 400 metra þéttbýlisbelti á að koma til beggja handa við borg- arlínurnar. Á þeim á nær öll framtíðarbyggð á höfuðborgarsvæðinu til 2040 að rísa, alls um 40 til 50 þúsund manna byggð, til að sjá borgarlínunni fyrir nægilegum fjölda farþega. Sumstaðar er þéttleikinn þegar nógu mikill, en sumstaðar munu byggingaraðilar vilja kaupa upp gamlar eignir og reisa þá þéttu byggð sem borgarlínuskipulagið mun gefa leyfi fyrir. Fyrirsögn Meginmál Heimild: Hlemmur Harpa BSÍ Kringlan Borgarlínan – greining á bestu legu Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, mars 2015 Íris Hall lögg.fasteignasali Sími 695 4500 netfang: irishall@islenskafast.is Ármúla 4-6 Reykjavík. Eign í algjörum sérflokki við sjávarsíðuna. 190 m2. Hvert rými í íbúð vel skipulagt og rúmgott með vönduðum innréttingum og gólfefnum. Lofthæð 2.70 m, gluggar stórir, útsýni til sjávar, staðsetning einstök. Stórar stofur með einstöku sjávarútsýni. Eldhús í opnu rými, sérsmíðaðar innréttingar, tvö stór böð, stórar svalir, þakgarður. Eingöngu tvær íbúðir á hæðinni. Eigninni fylgir stæði í lokuðum bílakjallara. Viðhald byggingar og lóðar er á höndum húsvarðar. Öryggismyndavélar og kerfi eru í húsinu sem eykur enn frekar gæði búsetunnar. Verð: 145.000.000,- Vatnsstígur, Reykjavík – Penthouse íbúð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.