Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
SVIÐSLJÓS
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Margir hafa haft þá ímynd af
Menntaskólanum við Hamrahlíð
(MH) að hann sé framhaldsskóli
„hippa og listaspíra“ en færri vita
að skólinn stendur fyrir metn-
aðarfullri heilsu- og íþróttakennslu
í nýlegri íþróttaaðstöðu skólans.
MH er þátttakandi í verkefninu
Heilsueflandi framhaldsskóli,
heildrænni stefnu í forvarna- og
heilsueflingarmálum í samvinnu
við stjórnvöld. Þar fer nú fram ein
fjölbreyttasta íþróttakennsla á
framhaldsskólastigi á landinu, und-
ir leiðsögn íþróttakennaranna
Loga Ólafssonar, Helgu Gunn-
arsdóttur og Bjarna Stefáns Kon-
ráðssonar.
„Við viljum reyndar kalla okkur
líkamsræktarkennara,“ segir Logi,
sem hefur kennt við MH síðan árið
1988.
Góð íþróttaðastaða
breytti öllu
„Áður vorum við í Valsheimilinu,
sem hentaði illa upp á stundatöflu-
gerð og það var langt að labba í
vondum veðrum fyrir nemendurna.
Allt viðhorf gagnvart íþrótta-
kennslu breyttist eftir að við feng-
um nýju aðstöðuna árið 2007 og
við fengum að vera hérna innan
um nemendur, aðra kennara og
stjórnendur. Kennslan hefur
breyst í samræmi við bætta að-
stöðu og nú bjóðum við upp á afar
fjölbreytt úrval áfanga,“ segir Logi
sem segir sér til efs að til séu aðr-
ir skólar sem bjóða upp á jafn
mikla fjölbreytni í líkamsrækt-
arkennslu. Bætir hann við að
áhugi og þátttaka nemenda hafi
aukist mjög verulega eftir breyt-
inguna.
„Það breytti líka miklu að við af-
lögðum öll líkamleg próf. Við vilj-
um heldur búa nemendur undir
sjálfstæða íþróttaiðkun heldur en
að láta þau reyna á sig þar til þau
eru með blóðbragð í munninum,“
segir Logi sem segir að ekki sé
markmið í kennslunni að búa til af-
reksíþróttamenn, heldur sé æft
heilsunnar vegna. Líkaminn þurfi
hreyfingu, annars líði fólki illa.
Á milli 20 og 25 greinar eru nú
kenndar á hverri önn; boltaí-
þróttir, lyftingar, skvass, blak,
jóga, þrælabúðir (e. boot camp) og
fjallgöngur ásamt lífsstíl og heilsu,
en sá áfangi inniheldur kennslu í
og/eða kynningu á allt frá súlud-
ansi og parkour til sjósunds og sí-
berískra aflrauna. Gestakennarar
koma eða farið er með nemend-
urna í heimsókn á þá staði sem
slíkt er kennt, að sögn Bjarna
Stefáns. Skólinn býður líka upp á
sér námsbraut þar sem áhersla er
m.a. lögð á einstaklingsmiðað nám.
Boðið er upp á heilsueflandi
áfanga og líkamsrækt þar sem
nemendur læra að tileinka sér
sjálfstæð vinnubrögð og heilsuefl-
andi lífsstíl, segir Helga, en hún
kennir jóga sem er vinsælt hjá
nemendum. „Jóga er ef til vill til-
breyting og nemendur í þessum
skóla eru tilbúnir að prófa eitthvað
nýtt eftir grunnskólann og hefð-
bundna leikfimi. Í jóga er hugsað
um líkama og sál, þeim finnst það
gott og verða tilbúnari í daginn
eftir áreynsluna. Við höfum líka
tekið nudd og hugleiðslu inn í
þennan áfanga.“
Helga segir kennsluna ekki eiga
að vera „bara púl“ heldur miða að
því að sá fræjum fyrir framtíðina
Fræjum sáð
Menntaskólinn við Hamrahlíð er
heilsueflandi framhaldsskóli Boðið
upp á fjölbreytt úrval íþróttagreina
Ásþór Loki Rúnarsson er þriðja
árs nemi í MH, á opinni braut.
„Ég valdi tónlist, sögu og
heimspeki. Ég er að læra á gítar,
söng og er kominn langt í tón-
heyrn og hljóðfræði,“ segir Ás-
þór Loki, en hann er í djass-
bandinu Café Groove og þunga-
rokkshljómsveitinni Meistarar
dauðans.
„Ég æfði júdó, en hef ekki
tíma lengur út af tónlistinni. En
ég féll fyrir badmintoni frá byrj-
un í MH og er enn í því ásamt
kraftlyftingum. Vinir mínir eru í
jóga sem mig langar að prófa og
kannski líka fjallgöngurnar,“
segir Ásþór Loki sem er ánægð-
ur í náminu og þakkar það m.a.
fjölbreyttum valmöguleikum.
Fjölbreytt val
skiptir miklu
NEMANDI VIÐ MH
Vor 2018
Opið virka daga frá 10-18, laugardag 11-15.
Faxafeni 14, 108 Reykjavík | Sími 551 6646 | Laura Ashley á Íslandi
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Togaratvíburarnir Breki og Páll
Pálsson komust í gær af hættu-
svæði sjórána í sundinu milli Sómal-
íu og Jemens. Siglingin um svæðið
var tíðindalaus með öllu og mann-
skapnum létti mjög þegar komið
var inn á Rauðahafið, að því er
fram kemur á vef Vinnslustöðv-
arinnar í Vestmannaeyjum.
Hermennirnir þrír, sem komu í
Breka á Srí Lanka, fara frá borði í
dag og taka vopnin með sér.
„Þeir þurftu blessunarlega aldrei
að hleypa af skoti til varnar skipi
og áhöfn nema í æfingaskyni.
Hermennirnir hafa bækistöð í
pramma á Rauðahafi og bíða þar
eftir næsta verkefni. Þá gæta þeir
öryggis um borð í einhverju skipi
sem er á suðurleið um Súesskurð og
Rauðahaf. Þannig er lífið hjá köpp-
unum,“ segir á vef VSV.
Haft er eftir Bergi Guðnasyni,
stýrimanni á Breka, að áhöfnin sé
ánægð með að hafa náð þessum
áfanga en nýju skipin eru á langri
siglingu frá Kína til Íslands.
„Að baki eru 6.400 sjómílur frá
Kína og núna eru nákvæmlega
4.878 sjómílur heim til Vest-
mannaeyja,“ segir Bergur við tíð-
indamann Vinnslustöðvarinnar.
Þegar rætt var símleiðis við Berg
var rjómablíða á Rauðahafi,
blankalogn og 35 stiga lofthiti.
Sjávarhiti var 28 gráður.
Skipin hafa tilkynnt komu sína að
Súesskurði að morgni 19. apríl nk.
Eitt olíuskip hefur fylgt Breka og
Páli um hættusvæðið og önnur skip
Breki og Páll af
hættusvæðinu
Hermennirnir farnir frá borði
Íbúar í Fjallabyggð kusu að fræðslu-
stefna bæjarins, sem samþykkt var
18. maí á síðasta ári, héldi sér í íbúa-
kosningu sem fram fór á laugardag.
600 manns skrifuðu undir undir-
skriftalista síðastliðið sumar þar sem
þeir mótmæltu stefnunni, en sú
breyting sem mætti hvað mestri and-
spyrnu er sú að börn í 1.-5. bekk fá
kennslu á Siglufirði en börn í 6.-10.
bekk á Ólafsfirði. Áður fengu öll börn
í 1. til 4. bekk kennslu í sínu byggð-
arlagi, en 5. til 7. bekk var kennt á
Ólafsfirði og 8. til 10. bekk á Siglu-
firði.
Í íbúakosningunni var spurt að því
hvort íbúar vildu að stefnan héldi gildi
sínu, en rúmlega 62% kjósenda sögðu
já. Tæp 37% kjósenda sögðu nei og
vildu að fræðslustefnan yrði felld úr
gildi og að fyrri stefna frá 2009 tæki
gildi. Kosningaþátttaka var 52,5%.
„Ég bjóst við því að þetta yrði sam-
þykkt,“ segir Ríkey Sigurbjörnsdótt-
ir, deildarstjóri fræðslu-, frístunda-
og menningarmála hjá Fjallabyggð,
og segir fulltrúa bæjarins sátta við
úrslit kosninganna þó að þeir hafi vilj-
að sjá betri kosningaþátttöku. „Ég lít
fyrst og fremst á þessa niðurstöðu
sem tækifæri til að gera enn betur.“
Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir er í hópi
þeirra foreldra sem undirrituðu
áskorunina í fyrrasumar. „Börnin í
Fjallabyggð töpuðu í þessari íbúa-
kosningu með því að það var kosið um
það að auka við þau akstursálagi.
En það er með þessa stefnu sem og
aðrar stefnur að hún er ekki meitluð í
stein og verður endurskoðuð í fram-
tíðinni.“ Hún segir stefnuna sem slíka
þó góða að mörgu leyti og að hún geti
haldið sér, hvort sem kennt sé á
Siglufirði eða Ólafsfirði.
thorgerdur@mbl.is
Fræðslustefnan heldur gildi