Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
eldu á milli fimm girnilegra tegunda
f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru
ægilegir, ljúffengir og fljótlegir.
ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS
V
a
þ
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í dag fer best á því að þú reynir að
vinna sem mest í einrúmi. Leggðu þig fram
um að sinna smáatriðunum um leið og þú
reynir að afkasta sem mestu.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú finnur fyrir ófullnægju og gætir
brugðist við með því að forðast samneyti við
aðra. Ef þér finnst hluti lífs þíns hafa haldið
þér föngnum muntu losna úr þeirri prísund.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Vandamál heima fyrir gætu haft
truflandi áhrif á þig í dag. Samskipti manna
eru tvístefna og er hver með sínu sniði. Dag-
urinn er góður til þess að fá aðra á sitt band.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú mætir nýjungum á vinnustað og
átt mikið undir því að þær gangi snurðulaust
fyrir sig. Vanmettu ekki þá lífsfyllingu sem
það veitir að hjálpa öðrum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Vinir sem gengur vel geta verið ansi
hvetjandi, en þú verður samt að komast
áfram á þínum eigin forsendum. Dagurinn
færir þér dýpri skilning á sjálfum þér.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þess að leyndarmál þín liggi
ekki á borðum þeirra sem kunna ekki með
þau að fara. Hvaðeina sem þér tekst að ljúka í
dag mun veita þér ánægju sem varir lengi.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í
góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigj-
anlegur þegar það á við. Þú skalt ígrunda vel
ráðleggingar þeirra sem standa þér næst.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú hefur mikla frelsisþörf í dag
og neitar að láta aðra ráða því hvernig þú lifir
þínu lífi. Farðu þér hægt í erfiðum málum því
flas er ekki til fagnaðar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Það er alltaf best að horfast í
augu við raunveruleikann og haga orðum og
gerðum í samræmi við hann. Gáfurnar skína
af þér og það fer ekki framhjá neinum í dag.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Til þess að koma þeim verkefnum
áleiðis sem þú berð fyrir brjósti verðurðu að
leita þér aðstoðar. Gættu þess að gera alls
ekkert að óathuguðu máli á peningasviðinu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það getur verið erfitt að hafa aug-
að stöðugt á framtíðinni en mundu að störf
þín í dag leggja grunninn að morgundeginum.
Láttu ekki samstarfsmann ergja þig.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gættu tungu þinnar því aðrir kunna
að vera mjög auðsærðir. Gættu því vel að því
hvað þú segir og reyndu að haga gerðum þín-
um þannig að þær verði þér til góðs.
Ég mætti karlinum á Laugaveg-inum í dumbungnum á fimmtu-
daginn þar sem hann rölti upp Skóla-
vörðustíginn og raulaði fyrir munni
sér.
Það var á einu kveldi,
að Lobba kom með loðna skó
úr Lundúnaveldi,
úr Lundúnaveldi.
Ég vék mér að honum og spurði al-
mættra tíðinda, hvað hann segði um
borgarstjórann og hver þessi Lobba
væri. Þá teygði hann höfuðið á ská
aftur á bak til vinstri og sönglaði:
Ansar Lobba í Lundúnaveldi:
„Hvort loforðin sín hann héldi?
Engan sé ég þess stað.
Já, svona’ er nú það.
Og Dagur er kominn að kveldi.“
Síðan rauk hann af stað upp Skóla-
vörðustíginn og sönglaði:
Það er annríki mikið á önninni
þótt enginn sé fiskur á pönnunni –
en mín kerling er frísk
og á kaffi ekki nísk
og ég held það sé heitt á könnunni!
Ingólfur Ómar yrkir um „hinstu
förina“:
Er ég legg í langa ferð
laus úr jarðlífs þófi,
Drottni mínum dyggur verð
og drekk þá bara í hófi.
Friðrik Steingrímsson bætti við:
Þegar lífs míns tæmist trog
til þess hlakka’ í anda,
með Sankti-Pétri’ að sitja og
súpa góðan landa.
Ármann Þorgrímsson segir
„ekkert að marka skýrslu frá ein-
hverjum útlendingi“:
Ísland það er alltaf best
aldrei hér neitt svínarí
undrar mig það einna mest
að enginn skuli trúa því.
Karl Sigtryggson á Húsavík orti:
Þegar síðsta fjöðrin fer
og fjóshaugurinn hrynur
svo ekki er hægt að hreykja sér
þá hugsa ég til þín, vinur.
Grímur á Jökulsá í Fjörðum orti:
Ekki þekki ég þennan hól;
þetta er hríðin meiri.
Þarna fauk í þetta skjól;
þau eru töpuð fleiri.
Víst er það rétt sem Reir frá
Drangsnesi segir í stökunni þessari:
Hvað varðar mig um heimsins prjál
ef heilsan góða fer?
Ég er bara einföld sál,
einn með sjálfum mér.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Lobbu, borgar-
stjóranum og landa
„OF HÁTT?“ „ERTU KOMIN AFTUR, KAREN?!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að setja toppinn
bara niður á „slæmu
hárdögunum“ hennar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HEFÐI ALDREI ÁTT
AÐ TALA VIÐ HERMANN
ÓVINARINS FYRIR
ORRUSTUNA Í DAG!
HVÍ? VAR HANN
ÓGNANDI?
NEI, VERRA! VIÐ URÐUM VINIR!
Hugmyndir um að stytta vinnutímahverrar viku hafa að undanförnu
fengið meira vægi en áður var. Af
umræðunni að dæma er sennilegt að
einhver skref verði tekin í þá átt á
næstu árum, þó að fulltrúar atvinnu-
rekenda séu tregir í taumi enn sem
komið er. Skiljanlega. Líklega er vel
framkvæmanlegt til dæmis í færi-
bandafabrikkum að vinna skemur án
þess að afköstin falli niður. Munum
samt að aðstæður á vinnustöðum í
dag eru miklu betri en áður; margir
hafa til dæmis sveigjanlegan vinnu-
tíma, möguleika á fjarvinnslu, svig-
rúm til þess að skreppa frá til að
sinna tilfallandi prívatmálum og svo
framvegis. Í því ljósi hefur Víkverji
stundum spurt sig hvort 40 stunda
vinnuvika sé þá ekki bara hófleg og
þar gott viðmið þar sem launafólk og
vinnuveitendur mætast á miðri leið.
x x x
En eru vinnufúsir Íslendingar al-mennt á því að hægja ferðina og
vinna skemmri vinnudag? Duga dag-
vinnulaun og er ekki bara mjög lík-
legt að ef vinnudagurinn verður
kannski 6-7 tímar verði margt að
sitja á hakanum eða liggi óbætt hjá
garði? Og þegar fólk er búið að vinna
klukkan þrjú síðdegis er enn mikið
eftir af deginum og tilvalið að
stökkva í aukavinnu sem víða býðst.
Rétt er líka að hafa í huga að með
snjallsímavæðingunni eru skilin milli
frítíma og starfs oft óljós og þýðir að
sumir eru alltaf í vinnunni, svo sem
Víkverji sem situr heima á sunnu-
dagsmorgni og skrifar pistilinn sinn.
Stytting vinnutímans hefur margar
hliðar eins og sjá má.
x x x
Stundum er sagt að iðja sé auðnumóðir og lífsfylling margra felst í
vinnunni og því að sjá eitthvað liggja
eftir sig. Sjálfsmynd margra byggist
beinlínis á því. Víkverja verður í
þessu efni hugsað til góðs vinar sem
lést á besta aldri: manns sem var í
verktakastarfsemi og vann tíu til tólf
tíma á dag. Hann sagði í viðtali, sem
presturinn vitnaði til í útfararræðu,
að einu gilti hve lengi væri stritað og
hart lagt að sér, að dagurinn dygði
aldrei. Alltaf biði margt ógert til
morgundagsins sem hann hlakkaði
alltaf til. vikverji@mbl.is
Víkverji
Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan
kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur
frá Drottni, skapara himins og jarðar.
(Sálm: 121.1-2)