Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi
Sími 535 4300 · axis.is
Vandaðar íslenskar innréttingar
Ólöf Ragnarsdóttir
Guðrún Hálfdánardóttir
Donald Trump Bandaríkjaforseti
segir loftárásir Bandaríkjamanna,
Breta og Frakka á Sýrland aðfara-
nótt laugardags hafa verið „fullkom-
lega framkvæmdar.“ Þá segir Nikki
Haley, sendiherra Bandaríkjanna
hjá Sameinuðu þjóðunum, Trump
tilbúinn að beita aftur hervaldi „ef
sýrlensk stjórnvöld noti eiturgas
aftur.“ Einnig verða í dag kynntar
nýjar viðskiptaþvinganir vegna
málsins.
Loftárásirnar hæfðu skotmörk ná-
lægt borgunum Damaskus og Homs
sem Bandaríkjamenn og bandamenn
segja að hafi haft að geyma efnavopn
og tæki og tól til framleiðslu þeirra.
Engar fréttir hafa borist af mannfalli
í árásunum, sem koma í kjölfar ásak-
ana um notkun efnavopna í borginni
Douma í austurhluta Ghouta-héraðs
í útjaðri höfuðborgar Sýrlands.
Stjórnvöld ríkjanna þriggja full-
yrða að árásirnar hafi hvorki verið til
þess fallnar að steypa Bashar
al-Assad Sýrlandsforseta af stóli né
hlutast til um átökin í Sýrlandi. Evr-
ópusambandið lýsti yfir stuðningi
sínum við árásirnar og kallaði eftir
því að Íranir og Rússar, aðalbanda-
menn Sýrlandsstjórnar, beiti sér
gegn frekari notkun efnavopna í Sýr-
landi.
Varar við frekari árásum
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
varar við því að frekari árásir vestur-
veldanna á Sýrland muni valda „upp-
lausn“ í alþjóðamálum. Í dag hyggj-
ast stjórnvöld í Bandaríkjunum
kynna nýjar viðskiptaþvinganir gegn
fyrirtækjum sem eiga að hafa komið
að efnavopnaframleiðslu Assads, að
því er kom fram í máli Nikki Haley í
viðtali við CBS. Þá varaði Evrópu-
sambandið við að það væri reiðubúið
að beita frekari viðskiptaþvingunum
gegn Sýrlandi. Í yfirlýsingu frá rúss-
neskum stjórnvöldum kom fram að
Pútín og Hassan Rouhani, forseti Ír-
ans, væru sammála um að loftárásir
Bandaríkjamanna, Breta og Frakka
drægju úr möguleikanum á pólitískri
lausn sem byndi enda á stríðið í Sýr-
landi. Stríð sem í síðasta mánuði hóf
sitt áttunda ár.
Tillögu Rússa um að Sameinuðu
þjóðirnar fordæmi árásina var hafn-
að af öryggisráðinu á laugardag. Auk
Rússlands studdu Kína og Bólivía til-
löguna en átta þjóðir greiddu at-
kvæði gegn henni og fjórar sátu hjá.
Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki sent
frá sér yfirlýsingu vegna meintrar
efnavopnaárásar í Douma. Engin
ályktun hefur verið samþykkt vegna
málsins en Rússar og Bandaríkja-
menn hafa komið í veg fyrir að til-
lögur hvorir annarra nái fram að
ganga. Rússar hafa nú beitt neitun-
arvaldi í öryggisráðinu í tólf skipti til
þess að koma í veg fyrir aðgerðir
sem tengjast bandamönnum þeirra í
Sýrlandi. Fréttastofa Reuters hefur
eftir Nikki Haley að bandarískir her-
menn muni ekki yfirgefa Sýrland
fyrr en takmarki þeirra þar verði
náð. Það segir hún þrískipt: Ganga
úr skugga um að efnavopn séu ekki
notuð á neinn hátt sem ógnað geti
hagsmunum Bandaríkjanna, að ráð-
ið verði niðurlögum hins svokallaða
Ríkis íslam og Bandaríkin verði í
góðri stöðu til að fylgjast með fram-
ferði Írana.
Teymi á vegum OPCW, alþjóð-
legrar stofnunar um bann gegn efna-
vopnum, kom til Sýrlands á laugar-
dag og hóf störf við rannsókn á
meintri efnavopnaárás í Douma í
gær. Rússnesk stjórnvöld hafa hafn-
að efnavopnaárásinni alfarið og sagt
hana tilbúning. Einnig hefur Assad
neitað allri aðild að meintri árás og
sagt fréttir af henni tilbúning. Þá
sagði Sýrlandforseti loftárásir
Bandaríkjamanna, Breta og Frakka
til þess fallnar að sýrlensk stjórnvöld
væru nú „enn ákveðnari“ í fram-
göngu sinni í stríðinu í Sýrlandi.
Hann hefur heitið því að ná til baka
öllu því landsvæði sem hann hefur
misst og hinn 18. febrúar sl. hófst
grimmilegt áhlaup stjórnarhersins
og Rússa í austurhluta Ghouta-
héraðs.
Óttast hvað bíði íbúa Idlib
Sýrlendingurinn Khattab al-Mo-
hammad sagði, í samtali við blaða-
mann mbl.is, loftárásir Bandaríkja-
manna, Frakka og Breta vitleysu og
þeim ekki ætlað að koma sýrlensku
þjóðinni til aðstoðar. Khattab, sem
flúði Sýrland árið 2012, býr á Akur-
eyri ásamt fjölskyldu sinni en þau
komu hingað til lands í janúar 2016
úr flóttamannabúðum í Líbanon.
Hann segir heiminn fylgjast að-
gerðarlausan með slátrun sýrlensku
þjóðarinnar.
„Með þessu er verið að segja við
Bashar al-Assad, forseta Sýrlands,
að hann megi ekki nota efnavopn á
íbúa landsins en hann megi beita öðr-
um vopnum á þjóð sína, varpa
sprengjum og hverju sem er svo
lengi sem hann noti ekki efnavopn,“
segir Khattab, en um hálf milljón
Sýrlendinga, hið minnsta, hefur ver-
ið drepin á þeim árum sem liðin eru
frá því að almenningur í Sýrlandi tók
að mótmæla harðstjórn landsins
þegar arabíska vorið braust út.
Khattab sagði því yfirleitt þannig
farið, þegar glæpamaður væri hand-
samaður, að hann væri ákærður og
færður fyrir dómara. Ekki vopnið
sem hann beitti við að fremja glæp-
inn. „Þeir segja tilganginn með árás-
unum að eyða geymslum sem hýsa
efnavopn en glæpamaðurinn sjálfur
situr sem fastast. Stríðsglæpa-
maðurinn gengur laus,“ segir Khat-
tab. Hann sagðist óttast hvað biði
íbúa Idlib-héraðs og benti á hótanir
háttsetts íransks embættismanns í
Damaskus í síðustu viku um að næst
væri það Idlib-hérað sem ráðist yrði
til atlögu í. Það svæði er enn undir
stjórn uppreisnarmanna.
Línan dregin við efnavopn
Bandaríkjamenn tilbúnir að láta aftur til skarar skríða í Sýrlandi Rússar vara við frekari árásum
sem muni valda „upplausn“ Fregnir af notkun efnavopna í borginni Douma verða rannsakaðar
AFP
Rústir Sýrlenskur hermaður kannar aðstæður við eitt af skotmörkum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka.
Homs
DAMASKUS
Tomahawk stýri
aðrar sprengju
Storm Shadow Scalp og MdCN
Loftárásir á Sýrland
Bandaríkin Bretland Frakkland
Rússar segja að
Rafale og
Mirage
orrustuþotur
Tornado GR-4
SÝRLAND
B-1 langdrægar
sprengjuþotur
103
skotið 71 þeirra niður
Efnavopnafram-
leiðsla og -geymslur
Rannsóknarstofur
Freigátur
-
r
i
Hinn 11. apríl sl. varaði Donald
Trump Rússa við því að Banda-
ríkin myndu skjóta eldflaugum
á Sýrland í kjölfar fregna af
efnavopnaárás í Douma hinn 7.
apríl. Rússar vöruðu við því að
slíkar árasir gætu komið af
stað stríði á milli Bandríkjanna
og Rússlands. Að kvöldi 12.
apríl áttu Trump, Emmanuel
Macron Frakklandsforseti og
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, símafund þar sem
þau ræddu aðgerðir í Sýrlandi.
13. apríl segjast stjórnvöld í
Bandaríkjunum hafa nægar
sannanir til að sýna fram á að
efnavopnum hafi verið beitt í
Sýrlandi af sýrlenskum yfir-
völdum. Klukkan 1 aðfaranótt
laugardags 14. apríl flutti
Trump ávarp úr Hvíta húsinu
þar sem hann sagðist hafa
fyrirskipað Bandaríkjaher að
framkvæma „nákvæmar
árásir“ á skotmörk sem tengd-
ust efnavopnagetu Sýrlands-
forseta og sameiginlegar að-
gerðir væru yfirstandandi með
hersveitum Frakka og Breta.
Aðdragandi
árásanna
LOFTÁRÁSIRNAR
Heilsu Barböru
Bush, eiginkonu
George H.W.
Bush og móður
George W. Bush,
fyrrverandi
Bandaríkja-
forseta, fer hrak-
andi og hefur hún
ákveðið að þiggja
ekki frekari
læknismeðferð að
því er kemur fram í tilkynningu frá
skrifstofu forsetans fyrrverandi,
eiginmanns hennar. Hér eftir mun
hún fremur gangast undir líknandi
meðferð við veikindum sínum, en
hún er orðin 92 ára gömul. Ekki
kemur fram í tilkynningunni hvers
eðlis veikindi hennar eru en hún hafi
ítrekað þurft að leggjast inn á spít-
ala sökum þeirra. Barbara Bush var
forsetafrú Bandaríkjanna frá árinu
1989 til 1993 og var hún vinsæl og
þekkt fyrir hispursleysi og hnyttni í
máli sínu.
BANDARÍKIN
Heilsu Barböru
Bush hrakar ört
Barbara
Bush