Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018
Markmið okkar er að spara
viðskiptavinum tíma,
fyrirhöfn og fjármuni.
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK
Handafl er traust og fagleg
starfsmannaveita með
margra ára reynslu á markaði
þar sem við þjónustum
stór og smá fyrirtæki.
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Suðurlandsbraut 6, Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is
Smám saman lærir maður vinnubrögð á Alþingi sem hafa fastantakt. Þingfundir í þrjár vikur og nefndavinna, kjördæmadagareða slíkt. Enginn dagur er öðrum líkur og andinn í þing-
flokknum góður. Og kannski gefa strákarnir, þingmenn flokksins,
mér köku með afmæliskaffinu,“ segir Anna Kolbrún Árnadóttir, þing-
maður Miðflokksins, sem er 48 ára í dag.
Anna Kolbrún er barnfæddur Akureyringur. Er sjúkraliði og leik-
skólakennari og með sérmenntuð á háskólastigi í stjórnun og sér-
kennslufræðum. „Ég var byrjuð í doktorsnámi en lagði það á hilluna
þegar ég veiktist af brjóstakrabbameini árið 2011. Ég hóf dokt-
orsnámið svo aftur og var í því fram á haust í fyrra þegar þurfti að
auka krabbameinslyfin að nýju. Núna er það gengið yfir sem ég vona
að vari sem lengst, því ég held í það að lifa lífinu og njóta hverrar
stundar,“ segir Anna Kolbrún sem hefur lengi tekið þátt í stjórn-
málum og ýmsu öðru félagsstarfi.
„Á Alþingi sit ég í allsherjar- og menntamála- og velferðarnefnd.
Þá er ég gjarnan fulltrúi flokksins við ýmsar samkomur, þannig að
mér gefast tækifæri víða til að kynna sjónarmið okkar og heyra hvað
aðrir hafa fram að færa. Svo er gott að fara heim á Akureyri um helg-
ar. Finna þar jarðtenginguna og þar á ég líka mitt líf og fjölskyldu,“
segir Anna Kolbrún sem er í sambúð með Jóni Braga Gunnarssyni og
eiga þau samtals fjögur uppkomin börn. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Alþingismaður Jarðtenging heima á Akureyri, segir Anna Kolbrún.
Enginn dagur öðr-
um líkur á Alþingi
Anna Kolbrún Árnadóttir er 48 ára í dag
E
lísatbet Kristín Jökuls-
dóttir fæddist við
Rauðarárstíginn í
Reykjavík hjá henni
Guðrúnu ljósmóður
16.4 1958, ólst upp á Hjarðarhag-
anum til tveggja ára aldurs, síðan við
Lindarbraut á Seltjarnarnesi til
1968, er foreldrar hennar skildu. Þá
flutti hún með móður sinni á Drafn-
arstíginn.
Elísabet starfaði hjá afa sínum og
ömmu við BSÍ í Vatnsmýrinni frá 14
ára aldri og af og til fram að tvítugs-
aldri, var þar fyrst sendill en starfaði
einnig við verslunar- og veitingastörf
á BSÍ.
Elísabet hleypti heimdraganum 16
ára, fór í MÍ en var rekin þaðan, fór
þá norður á Strandir til að verða
skáld og ráðskona að Seljanesi við
Ingólfsfjörð. Þar gekk hún nánast
daglega inn í Ófeigsfjörð með fjóra
hunda og haglabyssu að leita að ís-
björnum. Hún var viðloðandi Strand-
irnar næstu árin, fór í framhaldsdeild
gagnfræðaskóla í Neskaupstað og
var þar ráðskona hjá Gvendi Stalín.
Elísabet fór á puttanum um þvera
og endilanga Evrópu 1981, var háseti
á bátnum Gullfaxa frá Sandgerði og
síðan blaðamaður við Tímann, var
gæslumaður á Kleppi um hríð, versl-
unarmaður í Reykjavík, módel, var í
byggingavinnu við B-álmu Borgar-
spítalans og vann í frystihúsi í Hnífs-
dal 1983-84.
Elísabet lauk stúdentspófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík 1988
stundaði nám í heimspeki í nokkrar
vikur, stundaði söngnám hjá Guð-
mundu Elíasdóttur 1986-92 og lauk
BA-prófi í leiklist sem sviðshöfundur
frá LHÍ árið 2008.
Elísabet var blaðamaður á Þjóð-
viljanum 1988 og hefur síðan helgað
sig skáldskap, ritstörfum og útgáfu
og verið lausamaður við Morgun-
Elísabet K. Jökulsdóttir, skáldkona og dansari – 60 ára
Morgunblaðið/Jim Smart
Elísabet og synirnir Jökull, Garpur, Kristjón Kormákur og Elísabet á frumsýningu Íslands þúsund tár, árið 2002.
Vesturbæjargimsteinn
Morgunblaðið/Golli
Á heimavelli Elísabet í stofunni
heima á Framnesvegi.
Matthildur H. Kristjánsdóttir og Guðmundur Kr. Kristjánsson eiga gullbrúðkaup
í dag. Þau voru gefin saman í Neskirkju í Reykjavík hinn 16. apríl 1968, af séra
Frank M. Halldórssyni. Matthildur og Guðmundur eiga fjögur börn, níu barna-
börn og eitt barnabarnabarn.
Árnað heilla
Gullbrúðkaup
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is