Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.04.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. APRÍL 2018 » Wadada Leo Smith, frumkvöðull í bandarískridjass- og nútímatónlist og einn af helstu trompetleikurum samtímans, heimsótti Ísland til tónleikahalds í liðinni viku og lék í Mengi 13. og 14. apríl. Undanfarin tvö ár hefur hann skipulagt tón- listarhátíðina Create Festival í Bandaríkjunum sem tileinkuð er hans eigin tónsmíðum og flutningi þeirra og var nú haldin, í fyrsta sinn í Evrópu, tveggja daga Create hátíð í Mengi. Íslenskir tón- listarmenn komu fram með Smith, m.a. Skúli Sverrisson bassaleikari. Wadada Leo Smith, einn fremsti djass- og spunatrompetleikari samtímans, lék í Mengi Morgunblaðið/Árni Sæberg Gleði Tónlistin getur snert hjartastrengi, ekki síst í Mengi. Dulúð Tvíróma söngur liðaðist um salarkynnin. Innlifun Áheyrendur gleymdu stað og stund. Rámur Sjaldan eru djasstónleikar án tenórsaxófóns. Tækni Að baki list- sköpuninni er stafræn tækni sem endranær. Sjötugasta og fyrsta kvikmyndahá- tíðin í Cannes hefst 8. maí og hefur nú verið tilkynnt um nokkrar þeirra kvikmynda sem frumsýndar verða á hátíðinni að þessu sinni en hún er ein sú virtasta í heiminum. Af þeim kvikmyndum sem keppa munu um aðalverðlaun hátíðarinnar hafa verið kynntar nýjasta mynd Jean-Luc Godards, Le livre d’images, kvik- mynd Lee Chang-dong, Burning og kvikmynd Spike Lee, BlackKk- Klansman. Þá frumsýnir Jafar Panahi Three Faces, David Robert Mitchell Under the Silver Lake og Pawel Pawlikowski Cold War. Vefurinn The Film Stage segir að orðrómur sé uppi um nokkrar kvik- myndir eftir heimskunna leikstjóra sem hafi ekki komist í aðalkeppn- isflokkinn, keppnina um Gull- pálmann og að þeirra á meðal sé ný kvikmynd Brian De Palma, Domino, kvikmynd Olivier Assayas Non Fict- ion, The House That Jack Built eftir Lars von Trier, Peterloo eftir Mike Leigh, Loro eftir Paolo Sorrentino og Radegund eftir Terrence Malick. Sigurstranglegur? Spike Lee frumsýnir kvikmyndina BlackKkKlansman á kvikmyndahátíðinni í Cannes í næsta mánuði. Godard og Spike Lee í aðalkeppni Cannes Hólshraun 3 · 220Hafnarfjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Skútan Sjá verð og verðdæmi á heimasíðu okkar www.veislulist.is Fagnaðir Næst þegar þið þurfið pinnamat, smurt brauð eða tertur fyrir útskriftina eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í sal okkar og veitingarnar þínar. PINNAMATUR Veislur eru okkar list! Bjóðum uppá fjölda tegundapinnamats og tapasrétta Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.