Morgunblaðið - 18.04.2018, Side 2

Morgunblaðið - 18.04.2018, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Flaug ekki úr landi án aðstoðar  Sindri Þór Stefánsson strauk úr fangelsinu á Sogni  Flúði land með flugmiða bókaðan á nafni ann- ars manns  Ekki talin þörf á að spyrja um skilríki á vellinum  Lögregla telur hann hafa fengið aðstoð Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögregl- unni á Suðurnesjum, telur fremur augljóst að Sindri Þór Stefánsson, sem setið hefur í gæslu- varðhaldi vegna umfangsmikils þjófnaðar á tölvubúnaði úr gagnaverum, hafi fengið aðstoð við að komast úr landi. „Það liggur í hlutarins eðli að hann hefur ekki náð þessu einn á báti, þetta byggist fyrst og fremst á því,“ segir Gunn- ar í samtali við Morgunblaðið. „Það eru alls kon- ar svona atriði sem eru skoðunarverð, allar bók- unarupplýsingar og hver er á bak við greiðsluna á flugmiðanum. En þetta skoðum við allt.“ Sindri flaug með vél Icelandair á Arlanda- flugvöllinn í Svíþjóð en ekki er vitað af hverju sá áfangastaður varð fyrir valinu. „Við vitum ekki af hverju hann velur flug til Arlanda. Kannski var það tímalega besta landið til að fljúga til inn- an Schengen en það er allt á huldu.“ Bókunin sem Sindri flaug undir var í nafni annars einstaklings og telur lögreglan líklegt að Sindri hafi aldrei verið spurður um skilríki á flugvellinum. „Þú bókar bara á netinu í dag og færð svo brottfararspjald úr vélinni. Það er mis- munandi milli flugfélaga hvort spurt er um skil- ríki úti við vélarnar. Það er allur gangur á því hvort fólk þarf að sýna vegabréf eða ekki og það er eini staðurinn þar sem þú hugsanlega þarft að sýna vegabréf enda á ferðalag innan Schengen að vera eins og ferðalag innanlands,“ segir Gunnar. Morgunblaðið hafði samband við Isavia og Icelandair sem segja að ekki sé þörf á að spyrja um vegabréf, hvorki við vél eða við ör- yggisleit, þegar ferðast er innan Schengen- svæðisins. Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra sér nú um samskipti við erlendar stofnanir eins og Interpol en að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglu- stjóra, er búið að lýsa eftir Sindra hjá Interpol. „Við höfum náttúrlega verið í sambandi við lög- regluyfirvöld í öðrum löndum,“ segir Ólafur sem telur líklegt að Sindri hafi haft eigið vegabréf með sér til að geta ferðast áfram eftir komuna til Svíþjóðar. Hins vegar ætti að vera búið að flagga vegabréfi hans núna þar sem búið er að lýsa eftir honum að sögn Ólafs. Morgunblaðið/Ómar Keflavíkurflugvöllur Strokufanginn fór að því er virðist óáreittur í gegnum flugvöllinn. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Þetta var alvöru vestfirskur fundur þar sem ýmislegt var látið flakka. Fundargestir, sem voru milli 250 og 300, voru beinskeyttir og harðir en ekki dónalegir að mínu mati,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, eftir tveggja og hálfs tíma íbúafund sem Kristján Þór Júl- íusson boðaði til í Bolungarvík í gær- kvöldi. „Það var lagt hart að forstjóra Hafrannsóknastofnunar (Hafró) sem sótti fundinn ásamt sviðstjóra fiskeldis- og fiskiræktarsviðs Hafró, að koma með tímasetningu á það hvenær niðurstaða í nýju áhættu- mati varðandi fiskeldi í Ísafjarðar- djúpi lægi fyrir,“ segir Jón Páll. Hann segir að Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafró, hafi lýst því yfir að í sumar liti nýtt áhættumat dagsins ljós þar sem tillit yrði tekið til þeirra mótvægisaðgerða sem fiskeldisfyrir- tækin hafa þróað og breytt frá því að núgildandi áhættumat var gert. En það mat kemur í veg fyrir að fiskeldi sé leyft í Ísafjarðardjúpi. Jón Páll segir að Bolvíkingar séu langþreyttir á að bíða eftir nýju áhættumati og orð forstjóra Hafró um nýtt áhættumat í sumar séu gleðileg. Láta verkin tala og ekkert væl „Hafró hefur alltaf sagt að áhættumatið sé lifandi plagg og hægt að gera á því breytingar ef nýj- ar upplýsingar komi fram. Ég er mjög ánægður með að ráðherra og stofnanir hans komi til Bolungarvík- ur og haldi fund. Það er best að fá réttar upplýsingar og geta spurt for- svarsmenn stofnana beint hvað sé að gerast,“ segir Jón Páll sem hrósar fundarboðendum fyrir að þeir skuli hafa keyrt vestur þegar ekki viðraði til flugs. „Þetta gerum við þegar við þurf- um að funda í Reykjavík og menn fá alltaf aukaprik ef þeir mæta og láta verkin tala án þess að vera með eitt- hvert væl,“ segir Jón Páll og bætir við að hann hafi fulla trú á því að hægt sé að ala fisk í sjó í Ísafjarð- ardjúpi án þess að það sé óviðunandi áhætta fyrir villta stofna á Íslandi. Stefnt að nýju áhættumati „Það vilja allir ná sátt um fiskeld- ið. Við sem búum hérna í sátt og samlyndi við náttúruna, embættis- menn og stjórnvöld. Það var ýmis- legt sem kom fram á fundinum í fyr- irspurnum og umræðum. Við höfum pressað á að fá svör og mín tilfinning er sú að í fyrsta skipti í mörg ár sjái fyrir endann á þessu máli,“ segir Jón Páll sem bendir á að það séu liðin nokkur ár síðan Arnarlax tilkynnti um uppbyggingu fiskeldis í Bolung- arvík. Einnig hafi Háafell og Arctic Fish sýnt áhuga á fiskeldi á svæðinu. Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, var ánægður með fundinn og sagðist hafa fengið gagnlegar upplýsingar frá fundarmönnum og úr framsögum Sigurðar Guðjónssonar og Ragnars Jóhannssonar, sviðstjóra fiskeldis- og fiskræktarsviðs. Það séu upplýs- ingar sem hann eigi eftir að vinna úr. Kristján Þór tekur undir þá túlk- un Jóns Páls að forstjóri Hafró hafi lýst því yfir að nýtt áhættumat liti dagsins ljós í sumar. „Alvöru vestfirskur fundur“  Sjávarútvegsráðherra hélt íbúafund í Bolungarvík  Endurskoðað áhættumat vegna fiskeldis í Ísafjarðardjúpi í sumar  Vilja fiskeldi í sátt og samlyndi við alla Ljósmynd/Jón Páll Hreinsson Íbúafundur Fjölmennt á fundi sjávarútvegsráðherra um áhættumat í fiskeldi. „Það sem við erum að finna eru eyrnapinnar og mikið af blautklút- um,“ segir Sigurrós Friðriksdóttir, teymisstjóri í haf- og vatnsteymi Umhverfisstofnunar, en starfsmenn stofnunarinnar gengu fjöruna í Bakkavík á Seltjarnarnesi í gær og tíndu rusl. Í fjörunni mældist 200% aukning á sorpi úr skólpi á milli áranna 2016 og 2017 sem má rekja til bilunar í skólphreinsistöð í Faxaskjóli. 100 metra strandlína er tekin og hreins- uð fjórum sinnum á ári með þessum hætti þar sem ruslið er flokkað og skrásett. Verkefnið er hluti af OSPAR-samningnum um verndun NA-Atlantshafs. Árið 2016 mældist rusl úr skólpi 19% á þessum stað en árið 2017 var það orðið 57%. Ýmislegt fleira fannst í fjörunni t.a.m. rafgeymir, golfkúlur og mik- ið af plasti. „Það hefur verið talið að um það bil 80% af því rusli sem finnst í fjörunni komi frá landi. En afgangurinn frá hafsækinni starf- semi,“ segir Sigurrós. Eyrna- pinnar og blautklútar Morgunblaðið/Hallur Már Ársreikningur samstæðu Reykja- nesbæjar var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar í gær. Í honum kemur fram að útsvarstekjur Reykjanesbæjar hafi aukist verulega og skuldir lækkað árið 2017 auk þess sem afgangur af reglubundnum rekstri hafi aldrei verið meiri. Afgangur af rekstarreikningi A- hluta bæjarsjóðs var 1,2 milljarðar króna og rekstrarafgangur sam- stæðu A- og B-hluta af rekstri voru 1,3 milljarðar. Skuldir og skuldbindingar A-hluta bæjarsjóðs voru í árslok kr. 28,9 milljarðar króna. Rekstrarreikning- ur samstæðu A- og B-hluta sýna að samanlagðar skuldir og skuldbind- ingar voru við árslok 2017 tæpir 44 milljarðar króna. Skuldaviðmið Reykjanesbæjar hefur lækkað úr 208,5% niður í 189,55%. Gert ráð fyrir því í aðlög- unaráætlun fyrir árin 2017 til 2022 að Reykjanesbær nái 150% skulda- viðmiði árið 2022. ge@mbl.is Skuldavið- miðið nú 189,55%  Tekjur hækkað og skuldir lækkað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.