Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 9

Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Samstarfsaðilar Alþjóðleg ráðstefna um verndarsvæði og þróun byggðar Föstudaginn 27. apríl í Veröld, húsi Vigdísar. Við getum lært heilmikið af reynslu annarra þjóða um samspil verndarsvæða og byggðaþróunar. Annað þarf ekki að útiloka hitt. Á ráðstefnunni fjalla sex erlendir fyrirlesarar um áhugaverð fordæmi og fjölbreyttar leiðir sem farnar eru í þessum efnum. Ráðstefnan stendur frá kl. 10.00-15.30. Hádegisverður innifalinn. Nánari upplýsingar og skráning: Fyrirlesarar Peter Crane Head of Visitor Services for Cairngorms National Park Authority (CNPA) Skotlandi Jukka Siltanen M.Sc., Computer Science University of Tampere, M.Sc. Environment and Natural Resources, University of Iceland Elliott Lorimer Principal officer for Forest of Bowland Area of Outstanding Natural beauty, Englandi Salvör Jónsdóttir Skipulagsfræðingur Ráðstefnustjóri Sigurður Gísli Pálmason Stofnandi Hrífanda, félags um náttúrumenningu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Umhverfis- og auðlindaráðherra Rita Johansen World Heritage Coordinator Vega Archipelago World Heritage, Noregi Carol Ritchie Executive director EUROPARC Federation Dr. Miguel Clüsener-Godt Director, Ecological and Earth Sciences Man and the Biosphere, UNESCO Hvernig getur vernd umhverfisins stutt við blómlega búsetu? hrifandi.is Velferðarráðuneytið hefur ritað Reykjavíkurborg bréf og óskað eft- ir viðræðum um hentugar lóðir fyr- ir ný hjúkrunarheimili. Segir ráðu- neytið að mikil þörf sé fyrir fjölgun hjúkrunarrýma á höfuðborgar- svæðinu. Borgarráð tók vel í erindið og sagði það fagnaðarefni að brugðist væri við ítrekuðum áskorunum Reykjavíkurborgar og velferðar- ráðs borgarinnar um fjölgun hjúkr- unarrýma í Reykjavík. Borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra um að fela skrifstofu eigna og at- vinnuþróunar og velferðarsviði Reykjavíkurborgar að hefja við- ræður við velferðarráðuneytið um hentugar lóðir fyrir ný hjúkrunar- heimili. „Sem fyrr er hvatt til þess að hafðar verði hraðar hendur við að mæta þeim mikla skorti sem er staðreynd þegar hjúkrunarrými eru annars vegar,“ segir í sam- þykkt borgarráðs. Í haust var tekin fyrsta skóflu- stunga að nýju hjúkrunarheimili fyrir 100 íbúa við Sléttuveg í Foss- vogi. Ríki og Reykjavíkurborg reisa og eiga heimilið en Hrafnista mun reka það. sisi@mbl.is Borgin og ríkið munu leita lóða  Mikil þörf fyrir hjúkrunarheimili Morgunblaðið/Golli Sóltún Eitt þeirra hjúkrunarheim- ila sem nú eru starfrækt í borginni. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur óskað heimildar borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir við endurbætur á gönguleiðum og þátttöku við smíði göngubryggju við Hústjörn við Norræna húsið. Að loknum þessum fram- kvæmdum getur almenningur bet- ur fylgst með villtu fuglalífi og not- ið náttúrunnar í friðlandinu í Vatnsmýri. Kostnaðaráætlun fyrir verkið er um 50 milljónir króna. Stefnt er að því að bjóða verkið út alveg á næst- unni og vonir standa til þess að því verði lokið í sumar. Verkið er unnið í samstarfi við Norræna húsið sem sér um og kostar framkvæmdir við stíga og yfirborðsfrágang innan lóðar. Fram kemur í greinargerð með erindinu að Norræna húsið, Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg hafi á árinu 2012 efnt til samkeppni um heildarskipulag fyrir svæðið milli Sturlugötu, Sæmundargötu, Hring- brautar og Njarðargötu. Áhersla var lögð á að tengja svæðið betur við aðra borgarhluta og opna gátt milli Tjarnarinnar og Vatnsmýrar- innar. Einnig að skapa stærra sam- fellt grænt svæði innan borgar- landsins. „Ný göngubryggja við Hústjörn með tenginum við göngustíga borg- arinnar og Norræna hússins mun augljóslega bæta umferð gangandi, skapa rými fyrir dvöl á svæðinu og gera tjörnina við Norræna húsið aðgengilega,“ segir í greinargerð- inni. sisi@mbl.is Aukið aðgengi að fuglalífi Mynd/Reykjavíkurborg Vatnsmýrin Nýja göngubryggjan verður fyrir framan Norræna húsið.  Göngubryggja við Norræna húsið  Gönguleiðir bættar Borgarráð hefur falið umhverfis- og skipulagssviði og menningar- og ferðamálasviði að hefja viðræður við Regin hf. um samstarf og sam- vinnu við skipu- lagningu og upp- byggingu á nýju verslunar- og veitingasvæði á Hafnartorgi og við Austurbakka. Markmiðið er að efla og styrkja svæðið við Gömlu höfn- ina, en þar á sér stað mikil uppbygg- ing eins og alkunna er. Samstarf myndi m.a. tengjast umhverfis- listaverki og auðkenni svæðisins. Hugmynd Regins er sú að stuðla að því að ráðist verði í samkeppni um götumynd og arkitektúr svæðis- ins. Einnig um umhverfislistaverk sem tengi saman gamla miðbæinn við nýja borgarmynd á svæðinu frá Hafnartorgi að Hörpu. sisi@mbl.is Samstarf um götumynd við Gömlu höfnina

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.