Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 Eyesland . Grandagarði 13 og Glæsibæ, 5. hæð . sími 510 0110 . www.eyesland.is RayBan 3016 sólgleraugu kr. 24.900,- Sumarið er hér Frábært verð á glerjum Einfókus gler Verð frá kr. 16.900,- Margskipt gler Verð frá kr. 41.900,- Gleraugnaverslunin Eyesland býður mikið úrval af umgjörðum á góðu verði – og þú færð frábæra þjónustu. Verið velkomin! Baldur Arnarson baldura@mbl.is Vinnumálastofnun áætlar að at- vinnuleysi hafi verið 2,4% að jafnaði í mars. Það mældist til samanburðar 2,2% í sama mánuði í fyrra og meðal- talið í mars frá 1980 er 3,2%. Jón Bjarki Bentsson, aðalhag- fræðingur Greiningar Íslandsbanka, telur aðspurður útlit fyrir lítið at- vinnuleysi næstu ár. Vinnumarkað- urinn sé orðinn sveigjanlegri en áður, þá m.a. vegna aukins framboðs af erlendu vinnuafli. Þegar atvinnuleysistölur Vinnu- málastofnunar í mars eru skoðaðar aftur til ársins 1980 koma í ljós tveir afgerandi kúfar um miðjan tíunda áratuginn og í kjölfar hrunsins. Jón Bjarki, sem hefur rannsakað atvinnuleysi á lýðveldistímanum, segir þessi tvö tímabil skera sig úr í hagsögunni. Það sé á þessu stigi ekk- ert sem bendi til að næsta niður- sveifla verði svo djúp. Þó sé ekki hægt að útiloka það. Markaðurinn hefur breyst Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir vinnu- markaðinn hafa breyst mikið. „Eðli atvinnuleysis á árunum 1980-1990 var öðruvísi. Vinnumark- aðurinn var mun einsleitari. Margir störfuðu við frumframleiðslu eða í iðnaði og stóriðju. Mun færri há- skólamenntaðir voru á vinnumark- aði. Atvinnuleysi var mestmegnis bundið við verkafólk og í meira mæli úti á landi og mjög árstíðabundið. Þá var atvinnuþátttaka kvenna minni. Þegar störfum fækkaði kunna sumar konur að hafa stigið til baka og unnið heima við,“ segir Karl sem leiðir lík- ur að því að neikvæð viðhorf til at- vinnuleysis hafi latt fólk til að skrá sig atvinnulaust. Meginskýringin á lægri atvinnuleysistölum á 9. ára- tugnum sé þó líklega gott atvinnu- ástand og efnahagsstjórn sem mið- aði að því að halda uppi atvinnustigi í landinu. Markaðurinn nú fjölþættari „Það var ekki fyrr en á samdrátt- arskeiðinu á 10. áratugnum sem at- vinnuleysi fór að verða fjölþættara. Fólki fór að fjölga mikið í ýmsum greinum þjónustu og verslunar, há- skólamenntuðum fór fjölgandi og at- vinnuþátttaka kvenna varð álíka mikil og nú. Á vissan hátt er því erf- itt að bera saman þessi tímabil.“ Varðandi atvinnuleysið í síðasta mánuði segir Karl vísbendingar um að atvinnuleysi muni ekki minnka mikið umfram það sem orðið er. Atvinnuleysið sé hætt að minnka milli ára. Atvinnuleysi í marsmánuði 1980-2018 10% 8% 6% 4% 2% 1980 1885 1990 1995 2000 2005 2010 2015 ’18 Karlar Konur Alls Heimild: Vinnumálastofnun 10,2% 2,4% 0,4% 0,9% 9,3% 2,4% 0,3% 1,0% 6,5% 8,1% 2,5% 0,4% 1,3% 6,0% 7,1% Atvinnuleysi lítið í sögulegu tilliti  Er 0,8% minna en að jafnaði frá 1980 Jón Bjarki Bentsson Karl Sigurðsson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sala á mjólkurafurðum á innan- landsmarkaði er svipuð fyrstu þrjá mánuði ársins og hún var á sama tímabili á síðasta ári. Salan nær því ekki að mæta þeirri aukningu sem orðið hefur á mjólkurframleiðslu þessa fyrstu mánuði ársins. Breyt- ingar eru í skyrsölu þar sem Ísey selst betur, á kostnað KEA-skyrs. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- stjóri Mjólkursamsölunnar, segir að sala á viðbiti og ostum sé svipuð og fyrstu þrjá mánuði síðasta árs og aukning í rjómasölu. Hins vegar haldi mjólkursala áfram að minnka og er það sama þróun og mörg undanfarin ár. Aðalsteinn tekur fram að þetta tímabil sé illa samanburðarhæft þar sem páskarnir voru í mars í ár en í apríl á síðasta ári. Mikil sala fylgir páskunum og því má alveg eins búast við að salan dali í apríl. Breytingar í skyrsölu Sala á skyri hefur minnkað aðeins. Það er einkum vegna þess að sala á KEA-skyri dróst saman um 50 tonn. Á sama tíma jókst sala á Ísey-skyri um rúm 40 tonn. Skyr undir Ísey- vörumerkinu selst nú mun betur en KEA-skyrið en ekki er langt síðan MS-skyr og KEA-skyr voru á pari. Aðalsteinn telur skýringuna vera þá að Ísey er orðið mun þekktara vöru- merki en KEA, ekki síst meðal er- lendra ferðamanna. Þá sé meira úr- val í Ísey-vörulínunni, m.a. fleiri bragðtegundir. Sala á jógúrti hefur dregist heldur saman hjá Mjólkursamsölunni. Að- alsteinn segir að einhver neyslu- breyting hafi orðið. Mikið úrval sé af öðrum vörum sem keppi við jógúrtið. Ný tegund af jógúrti þróuð MS er að bregðast við þessu með þróun nýrrar afurðar. Í nýja jógúrt- inu verður minna af sykri en í hefð- bundnum dósum en meira prótein. Vonast hann til að þessi nýja afurð komi á markað síðsumars. Á sama tíma og hægt hefur á sölu afurðanna heldur mjólkurframleiðsl- an áfram að aukast, samkvæmt upp- lýsingum frá Samtökum afurða- stöðva í mjólkuriðnaði. Framleiðslan jókst um tæpar tvær milljónir lítra fyrstu þrjá mánuði árins, miðað við sama tímabil í fyrra. Heldur hefur dregið úr aukningunni síðasta mán- uðinn. Gæti það verið vegna hækk- unar á innvigtunargjaldi sem Auð- humla, móðurfélag Mjólkursam- sölunnar, lagði á til að hægja á framleiðslunni. Ísey tekur markaðinn á kostnað KEA-skyrs  Mjólkurframleiðslan eykst en salan stendur í stað Morgunblaðið/Eggert Mjólk Íslenskir mjólkurframleiðendur bjóða mikið úrval afurða. Nú er með- al annars verið að þróa nýja gerð af jógúrti til að svara aukinni samkeppni. Boðið er til tónleika í íþrótta- húsi Vallaskóla á Selfossi í kvöld, síðasta vetrardag, í tilefni af bæjarhátíðinni Vor í Árborg. Tónleikar hefjast kl. 20 og þar kemur fram fjöldi tónlistar- manna af svæðinu. Má þar meðal annars nefna Labba í Glóru, Kristjönu Stefánsdóttur, Hjör- dísi Geirsdóttur, Veðurguð, hljómsveitina Skítamóral, Karit- as Hörpu, Magnús Kjartan og Valgeir Guðjónsson. Þetta árið er bæjarhátíðin, sem stendur fram til sunnudags, hluti af 20 ára afmæli sveitarfé- lagsins Árborgar og af einstaka atburðum, auk tónleikanna, má nefna ljósmyndasýningu þar sem má sjá 20 ára brot af mannlífs- sögu sveitarfélagsins. Einnig tónleika með Agli Ólafssyni í Stokkseyrarkirkju, opið hús í Konubókastofunni á Eyrarbakka og menningarverstöðinni á Stokkseyri, skátadagskrá á sum- ardaginn fyrsta og fuglatónleika með Valgeiri Guðjónssyni í gamla frystihúsinu á Eyrar- bakka. Fjölbreytt dagskrá á Vori í Árborg Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is „Það eru 179 pláss á leikskólum sem ekki hefur verið hægt að nýta í vetur vegna manneklu,“ segir Marta Guð- jónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, í samtali við Morgunblaðið, en hún gagnrýnir harðlega að Skúli Helgason, for- maður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborg- ar, hafi talað um að „einungis“ 150- 160 börn yrðu ekki komin með leikskólapláss í haust. Ummælin voru höfð eftir Skúla í frétt sem birtist í Morgunblaðinu á laugardaginn sl., þar sem hann svaraði gagnrýni vegna mikils fjölda barna á biðlista eftir leikskólaplássi. „Þarna erum við að tala um 150-160 fjölskyldur í borginni sem munu ekki fá leikskólapláss í haust, þrátt fyrir yfirlýsingar meirihlutans um að bæta við 750-800 nýjum leikskólarýmum,“ segir Marta og segir það frétt í sjálfu sér að Skúli viðurkenni að 150-160 börn verði ekki komin með leikskóla- pláss í haust. Fögur fyrirheit fyrir kosningar „Hann þarf líka að útskýra hvernig á að bjóða öllum þessum fjölda leik- skólapláss í haust þegar 179 pláss eru laus núna sem ekki er hægt að bjóða upp á,“ segir Marta og bætir við að biðlistinn lengist hratt og hafi aldrei áður verið svona langur. „Fyrir ára- mót voru um 900 börn á listanum, en skv. tölum sem voru birtar í mars sl. var sú tala komin upp í 1.629. Það er ekki eðlilegt, vandinn hefur aldrei verið svona gríðarlegur. Fólk er að flýja húsnæðisskort í borginni yfir í önnur sveitarfélög og nú einnig skort á leikskólaplássi fyrir börnin sín,“ segir Marta og gefur lítið fyrir fyr- irheit um 750-800 ný leikskólapláss rétt fyrir kosningar. Marta gefur lítið fyrir svör Skúla  Segir 179 leikskólarými vera ónýtt Marta Guðjónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.