Morgunblaðið - 18.04.2018, Page 24

Morgunblaðið - 18.04.2018, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018 ✝ HeiðbjörtBjörnsdóttir fæddist 16. sept- ember 1930 á Syðra-Laugalandi í Eyjafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Sundabúð á Vopnafirði 10. apr- íl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Emma Elíasdóttir húsmóðir, f. 1906, d. 1994, frá Helgárseli í Eyjafirði, og Björn Jóhannsson bóndi, f. 1893, d. 1980, frá Garðsá í Eyjafirði. Systkini Heiðbjartar eru Þóra, f. 1926, Hjördís, f. 1928, Ragna, f. 1928, d. 2014, Óttar, f. 1929, d. 2016, Brynja, f. 1932, Jó- hannes, f. 1932, d. 2009, Broddi, f. 1938, d. 2008, Björn, f. 1943, og Gunnvör, f. 1947. Heiðbjört giftist 15. febrúar 1953 Tryggva Gunnarssyni skipstjóra, f. 24. júlí 1927, d. 14. júlí 2015, frá Brettingsstöðum á Flateyjardal. Foreldrar hans voru hjónin Emilía Sigurðar- dóttir húsmóðir og Gunnar Tryggvason bóndi. Heiðbjört átti fyrir dótturina Þorgerði sem Tryggvi gekk í föðurstað og ættleiddi. Afkomendur Tryggva og Heiðbjartar eru 31 talsins. Börn þeirra eru: 1) Þor- eru Tryggvi, Bjartur og Heið- ar. Heiðbjört ólst upp á Syðra-- Laugalandi og brautskráðist frá Gagnfræðaskóla Akureyrar 1947. Eftir það vann hún sem talsímakona á símstöðinni á Ak- ureyri til 1953. Heiðbjört og Tryggvi stofn- uðu sitt fyrsta heimili á Akur- eyri það ár. Árið 1964 flutti fjölskyldan til Hafnarfjarðar og 1969 til Vopnafjarðar, þar sem Tryggvi hafði stofnað útgerð með Vopnfirðingum. Þar bjuggu þau til æviloka. Heið- björt var lengst af húsmóðir og sá um heimilið meðan Tryggvi var langtímum saman á sjó, en eftir að yngstu börnin komust á legg vann hún við fiskvinnslu og síðar sem matráðskona við Vopnafjarðarskóla. Heiðbjört starfaði í Slysavarnadeildinni Sjöfn á Vopnafirði í nærri hálfa öld, gekk í félagið 1969 og sat í stjórn 1972-1993, þar af sem formaður 1976-1993. Hún var sæmd þjónustumerki Slysa- varnafélags Íslands úr gulli 1991. Heiðbjört sat sinn síðasta slysavarnafund haustið 2017. Hún söng í kór Vopnafjarðar- kirkju í um 40 ár og var um tíma kirkjuvörður. Hin síðari ár voru þau hjónin langdvölum á sumrin á æskuheimili Tryggva á Flateyjardal, gjarnan með börnum sínum og barnabörn- um. Heiðbjört verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 18. apríl 2018, klukkan 14. gerður hár- greiðslumeistari, f. 12. september 1949, búsett í Kópavogi, maki Gylfi Ingimundar- son, dætur þeirra eru Heiðbjört, sem á tvo syni og eitt barnabarn, og Margrét Elísa sem á þrjú börn. 2) Hulda, hjúkrunar- fræðingur og ljósmóðir, f. 17. apríl 1953, búsett í Reykjavík, maki Jóhann Einar Jakobsson, börn þeirra eru Örvar, Matt- hildur, sem á þrjú börn, og Adda Rún. 3) Gunnar Björn skipstjóri, f. 10. október 1955, búsettur á Vopnafirði, maki Birna Halldóra Einarsdóttir, dætur þeirra eru Vala Karen og Arna Eir. Dóttir Gunnars er Kristjana Ingibjörg sem á þrjá syni. Dóttir Birnu og stjúpdótt- ir Gunnars er Hildur sem á einn son. 4) Emma, hjúkrunarfræð- ingur og ljósmóðir, f. 22. októ- ber 1959, búsett á Vopnafirði, maki Steindór Sveinsson, dætur þeirra eru Berglind, sem á einn son, og Dagný. 5) Adda hjúkr- unarfræðingur, f. 19. mars 1961, d. 20. nóvember 2002, var búsett á Vopnafirði, maki Aðal- björn Björnsson, synir þeirra Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Heiðbjört eða Heiða, amma, hefur kvatt okkur á 88. aldursári. Hún vildi verða gömul og átti mörg líf síðustu árin, harkaði af sér og hélt áfram eins lengi og hún gat en að lokum var hún farin að þrá að komast til annarra til- verustiga. En eins og hún orðaði það þegar ég spurði hana í síðasta spjalli okkar hvað tæki við: „Eitt- hvað gott, það er ég viss um“. Ég var að hugsa um að spyrja hana hvort ástvinir biðu hennar en lét það vera. Hún hefði viljað lifa lengur hvað andann snerti en lík- amleg heilsa gaf ekki tilefni til þess. Heiða var mikil félagsvera og félagsmálamanneskja enda í ára- raðir formaður Slysavarnardeild- arinnar á Vopnafirði og söng í kirkjukórnum og samkór meðan hún hafði heilsu til. Hún hafði ein- staklega gaman af að vera með fólki, skemmta sér, hlæja og grín- ast og alveg þangað til hún ekki gat vildi hún taka þátt í gleðskap og var alls ekki að fara fyrst heim þó að hún væri komin hátt á ní- ræðisaldur. Hún fylgdist vel með því sem var gerast í kringum hana og í fjölmiðlum, hafði skoð- un á flestu enda áttum við margt gott spjall um lífið og tilveruna og allt þar á milli. Hennar verður sárt saknað en góðar minningar lifa. Þau hjón voru okkur feðgum mikilvæg eins og allir vita sem þekkja til. Hjálp- uðu mér við uppeldi bræðranna frá 6, 8 og 16 ára aldri þeirra með einstakri nærgætni og tillitssemi. Fyrir það getum við ekki oftar þakkað en gerum það að síðustu hér. Þegar strákarnir náðu þroska var samband þeirra við Heiðu einstakt. Hún fékk flest að vita um hagi þeirra og hegðun, gott sem slæmt, og að sjálfsögðu ætl- uðust þeir til að hún segði sitt og hún lá ekkert á því. Alltaf tilbúin að ráðleggja þeim og rökræða við þá sem þroskaði þeirra hugsun. Elsku Heiða, ástarþakkir fyrir að vera okkur það sem þú varst og við feðgar biðjum að heilsa. Aðalbjörn Björnsson og synir. Þó svo að maður vissi að hverju liði þá er alltaf erfitt þegar tíminn kemur til að kveðja ástvin. Síð- ustu daga hafa ótal góðar minn- ingar leitað í huga minn og maður hefur hlegið og grátið enda ynd- islegar minningar sem ég á um ömmu. Ég var svo heppin að alast upp á Vopnafirði með ömmu og afa í nágrenninu og ófáar stundirnar sem ég eyddi með þeim hvort sem er á Miðbrautinni eða á Óðalinu okkar. Gleymi því seint að ömmu fannst nú nauðsynlegt að allir kynnu dönsku og hún kenndi mér að lesa dönsku í Hjemmet sem heillaði nú ekki mikið barn á ní- unda aldursári en áttum við skemmtilegar stundir saman við að finna út hvernig maður bæri orðin fram og tókum síðan léttar æfingar heima í stofunni með stöllunum í útvarpsleikfiminni. Eitt hlutverk fékk ég fyrir hver jól, en það var að pússa silfrið með ömmu. Tók ég það hlutverk mjög alvarlega en amma hefur ef- laust þurft að pússa það allt upp aftur því ekki var nú alltaf vand- virknin og einbeitingin við verkið en alltaf fékk maður hrós og þakkir fyrir að hjálpa til. Amma var alltaf til í að vera þar sem gleðin var við völd, skemmtilegt fólk kom saman og alltaf til í að taka þátt í smá fífla- skap. Í síðustu heimsókn minni til hennar nokkrum dögum áður en hún lést sagði hún að hún myndi nú ekki treysta sér á ættarmót, sem haldið verður í sumar, sem væri nú miður því það yrði örugg- lega svo gaman. Slysavarnamál áttu hug henn- ar og starfaði hún í Slysavarna- deildinni Sjöfn í mörg ár og eftir að hún hætti sem virkur félagi mætti hún í allar ferðir og skemmtikvöld sem hún mögulega gat tekið þátt í og var ætíð hrókur alls fagnaðar þar. Amma var stolt af okkur af- komendunum sem hún kallaði nú oft „afleggjara hennar og afa“. Alltaf vildi hún vita hvað við vær- um að taka okkur fyrir hendur og sýndi einlægan áhuga á verkum okkar. Í vegferðinni sem ég hef verið í að undanförnu var hún helsti stuðningsmaður minn og ítrekaði í síðustu heimsókn okkar hversu stolt hún væri af því hve vel gengi. Amma var trúuð kona og öll kvöld sem maður gisti hjá henni og afa signdi hún mann á brjóst og enni og bað bænirnar með manni. Er það hluti af bestu og kærustu minningunum sem ég á. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar okkar saman, allt sem þú kenndir mér og alla ástina. Hvíldu í friði, amma mín. Þú átt alltaf stað í hjarta mér. Þín Kristjana. Það voru mikil forréttindi fyrir litlar stúlkur úr höfuðborginni að fá að fara austur á Vopnafjörð til sumardvalar ár eftir ár. Þegar foreldrar okkar voru á kafi í vinnu við að koma sér upp þaki yfir höfuðið var gott að geta sent börnin í faðm ömmu og afa. Þetta nýttu foreldrar okkar sér í all- nokkur ár og er okkur sagt að eitt árið þótti víst móðursystrum okk- ar Emmu og Öddu, sem þá voru sennilega 14 og 16 ára, nóg um þegar dvölin var frá mars og út september, en aldrei kvartaði amma og umvafði hún okkur allt- af með alúð og ást. Alltaf höfðum við nóg fyrir stafni og minnumst við meðal annars ferða um sveit- irnar í kring við að tína kríuegg og dytta að slysavarnaskýlinu. Nóg var af krökkum til að leika við og ánægjustundirnar margar. Heiðbjört Björnsdóttir Það er skrítið að sitja hér og skrifa minningargrein til þín, elsku Breki, frændi og vinur okkar fjölskyldunnar frá fæð- ingu. Við gleymum seint þeim hörmungarfréttum hinn 20. mars Breki Johnsen ✝ Breki Johnsenfæddist 10. apríl 1977. Hann lést 20. mars 2018. Útför Breka fór fram 7. apríl 2018. síðastliðinn að þú værir farinn frá okkur. Við gistum oft hjá ykkur fjölskyld- unni í Rituhólum og eru minningarnar þaðan og frá Höfða- bóli alltaf um þenn- an káta, brosmilda og hlýja dreng sem sagði alltaf: „Eruð þið ekki svöng? Vilj- ið þið ekki smakka svona eða svona?“ Og alltaf að passa upp á alla. Þú varst alltaf svo stoltur af flotta stráknum þínum, honum Við þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BIRGIS KRISTINSSONAR símvirkja, Háaleitisbraut 47. Guðrún Margrét Jóhannsdóttir Matthildur Birgisdóttir Jóna Hanna Birgisdóttir Ása Birgisdóttir Páll Heiðar Högnason barnabörn og aðrir aðstandendur Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elsku eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GYLFA BALDVINSSONAR, Melasíðu 8, Akureyri, Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Akureyri fyrir styrk og kærleik við okkur á erfiðum tímum. Guð blessi ykkur öll. Hildur Marinósdóttir Valgerður Gylfadóttir Jóhann Baldvin Gylfason Birna Eiðsdóttir Ingibjörg María Gylfadóttir Hólmgrímur Jóhannsson Þóra Soffía Gylfadóttir Einar E. Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, afa og langafa, BJÖRNS ÞORKELSSONAR rafvirkjameistara, Lyngholti 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Hlíð. Oddný S. Óskarsdóttir Þorkell Björnsson Elísabet Sveinsdóttir Sigrún Ósk Björnsdóttir Pétur Ægir Hreiðarsson Björn Óskar Björnsson Ásta Einarsdóttir Ingvi Þór Björnsson Jónína Freydís Jóhannesdóttir Eidís Anna Björnsdóttir Jóhann Elvar Tryggvason afabörn og langafabörn Ástkær sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ERLING VIÐAR SIGURÐSSON, fyrrverandi sjómaður, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 10. apríl. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 20. apríl klukkan 14. Inga Magnúsdóttir Díana Erlingsdóttir Bjarki Friðbergsson Magnús Erlingsson Alda Björg Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar, REYNIR BERGSVEINSSON frá Gufudal, andaðist föstudaginn 6. apríl á Sjúkrahúsinu á Akranesi. Útför hans fer fram frá Gufudalskirkju laugardaginn 21. apríl klukkan 14. Þröstur, Svandís, Erla, Hrafnhildur, Bergsveinn, Sævar, Herdís, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ELÍN ÞÓRA FRIÐFINNSDÓTTIR sem lést mánudaginn 9. apríl, verður jarðsungin frá Háteigskirkju þriðjudaginn 24. apríl klukkan 13. Eva Bergþóra Guðbergsd. Eyjólfur Sveinsson Hildigunnur Thorsteinsson Ólafur Steinn Ingunnarson Salka Sól Styrmisdóttir Daníel Þór Magnússon og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÍSAK RANDVER VALDIMARSSON andaðist laugardaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Norðfjarðarkirkju mánudaginn 23. apríl klukkan 14. Jóhanna Axelsdóttir Helena Ísaksdóttir Erlingur Sigurðsson Axel Ísaksson Þuríður Jónsdóttir Hugrún Ísaksdóttir Ólafur Gunnar Guðnason Pálína Hildur Ísaksdóttir Þórhallur Helgason Guðrún Valdís Ísaksdóttir Magnús Baldur Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæra VIGDÍS GUNNARSDÓTTIR frá Skallabúðum lést fimmtudaginn 12. apríl að hjúkrunarheimilinu Fellaskjóli, Grundarfirði. Útför hennar fer fram frá Grundarfjarðar- kirkju laugardaginn 28. apríl og hefst athöfnin klukkan 11. Fjölskylda hinnar látnu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.