Morgunblaðið - 18.04.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
GÆÐI OG ÞÆGINDI
SÍÐAN 1926
DUX 8008 – UNDRAVERÐUR SVEIGJANLEIKI
Háþróuð tækni, alvöru handverk, strangar prófanir og vandlega valin efni tryggja góðan nætursvefn
og passa upp á að líkaminn fái góða hvíld þegar þú þarf mest á því að halda.
Áhugamálin eru félagsstörf og íþróttir og ég er svo heppinn aðgeta sameinað þetta tvennt sem atvinnu. Að því leyti – ogkannski bara almennt talað í lífinu – er ég stálheppinn,“ segir
Gissur Jónsson, framkvæmdastóri Ungmennafélags Selfoss, sem er 42
ára í dag.
Gissur er Hornfirðingur, frá bænum Brunnhóli á Mýrum og ólst þar
upp. „Mig langaði alltaf til að starfa með ungu fólki og því lá beint við
að fara í kennaranám og taka þar samfélagsgreinar og stærðfræði
sem kjörsvið. Kennslan átti vel við mig,“ segir Gissur, sem starfaði í
nokkur ár á Hvolsvelli og bjó þar. Hann starfaði reyndar víðar á
Suðurlandi og sinnti þar kennslu en tók við núverandi starfi 2013.
„Ungmennafélag Selfoss er öflugt og starfsemin mikil. Níu deildir
eru starfandi innan félagsins og iðkendur eru í heild rúmlega 1.500
talsins. Velta félagsins á síðasta ári var ríflega 300 milljónir og launa-
greiðslur um 2/3 af þeirri upphæð. Þetta er því einn stærsti launa-
greiðandi sveitarfélagsins og einn sá mikilvægasti, enda skiptir hvert
samfélag miklu máli að þar sé öflugt ungmenna- og íþróttastarf,“ seg-
ir Gissur, sem er kvæntur Hafdísi Jónu Guðmundsdóttur viðskipta-
fræðingi og eiga þau þrjú börn, fjögurra til fimmtán ára.
„Frítíminn fer að mestu í að rúnta með börnin á milli íþróttamóta
sem haldin eru vítt og breitt um landið. Um helgina erum við hjónin
hins vegar á leiðinni í árshátíðarferð til Brighton með vinnufélögum
konunnar og ég hlakka mikið til,“ segir Gissur. sbs@mbl.is
Ljósm/Aðsend
Selfoss Rúntar með börnin á milli íþróttamóta, segir Gissur Jónsson.
Stýrir öflugu starfi
ungmennafélagsins
Gissur Jónsson er 42 ára í dag
H
jörtur Magni Jó-
hannsson fæddist í
Keflavík 18.4. 1958
og ólst þar upp.
Hann tók virkan
þátt í kristilegu starfi í Keflavík á
unglingsárum, var við nám í sam-
kirkjulegum skóla í Suður-
Englandi 1977-78, lauk stúdents-
prófi frá FS 1979 og lauk embætt-
isprófi í guðfræði frá HÍ 1986 eftir
að hafa dvalið með hléum við nám
í Jerúsalem.
Hjörtur hlaut námsstyrki frá
Svíþjóð og Ísrael samtímis námi
við HÍ, til náms í mið-austur-
landafræðum, gyðing-kristnum og
íslömskum fræðum, auk hebresku
við Hebreska háskólann og síðan
Sænsku guðfræðistofnunina, hvort
tveggja í Jerúsalem, 1982-84.
Hjörtur aðstoðaði við fermingar-
störf í Fríkirkjunni í Reykjavík,
einn vetur með námi, og vígðist til
prestsþjónustu til Útskála-
prestakalls á Suðurnesjum að
loknum prestskosningum 1986.
Hjörtur stundaði nám í hagnýtri
fjölmiðlun við HÍ með prests-
störfum 1993-94, var við fram-
haldsnám við Edinborgarháskóla
1994-97 og var við samanburðar-
rannsóknir á ímynd og samfélags-
stöðu þjóðkirkna í fjölmiðla-
samfélaginu en hlaut ORS-náms-
styrk 1995-97.
Hjörtur var formaður Bjarma,
samtaka um sorg og sorgar-
viðbrögð á Suðurnesjum, 1990-92
og stundakennari við Grunnskól-
ann í Garði 1986-91.
Hjörtur var kjörinn fríkirkju-
prestur í Reykjavík 1. maí 1998. Á
þeim 20 árum sem hann hefur ver-
ið prestur og síðan forstöðumaður
Fríkirkjunnar hefur félagatala
tvöfaldast og er nú heildarfjöldi
vel yfir 10.000 manns. Áhersla hef-
ur verið lögð á víðsýni, frjálslyndi,
umburðarlyndi og mannréttindi.
Hjörtur var ákærður af átta
þjóðkirkjuprestum árið 2007 til
siðanefndar fyrir evangelískt lút-
erskt athæfi; að gagnrýna ríkjandi
trúarstofnun og tala fyrir rétt-
indum samkynhneigðra. Sýknan
var honum veruleg vonbrigði.
Hjörtur Magni hefur verið við
Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur – 60 ára
Ferming Fjölskyldan samankomin í Fríkirkjunni í Reykjavík á fermingardegi Rutar Rebekku fyrir þremur dögum.
Sá yðar sem syndlaus er
Fararstjórinn Hjörtur Magni við fararstjórn í Jerúsalem í Landinu helga.
Guðný Baldvinsdóttir fæddist á Háa-
felli í Hvítársíðu 18.4. 1914, en var sex
vikna er fjölskyldan flutti að Grenjum í
Álftaneshreppi. Þar ólst Guðný upp,
þar bjuggu síðan foreldrar hennar
meðan þau lifðu og þar tók bróðir
Guðnýjar, Friðrik Baldvinsson, við búi.
Foreldrar Guðnýjar voru Baldvin Jóns-
son og Benónýja Friðriksdóttir, af Háa-
fellsætt. Guðný átti átta systkini en er
nú ein eftirlifandi.
Guðný sá um heimilishald á Leirulæk í
Álftaneshreppi í 38 ár. Hún flutti síðan
í Borgarnes og hefur búið þar í 30 ár:
„Ég var nú vel við aldur hér í Borgar-
nesi og því hætt að vinna, afrekaði lít-
ið annað en að ganga til frænda míns
sem var lamaður og lesa fyrir hann
nánast daglega.
Nú er ég komin hér á dvalarheimilið og
er við dágóða heilsu, nema orðin svo-
lítið nærsýn. Ég fer daglega út í
gönguferðir, þegar veður leyfir, les
svolítið og gríp í prjónana mína.“
En ætlarðu að gera þér dagamun á af-
mælisdaginn?
„Nei, ég sé enga ástæðu til að gera
veður út af því. Þetta er bara eins og
hver annar dagur sem kemur og fer.“
Árnað heilla
Guðný Baldvinsdóttir 104 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is