Morgunblaðið - 18.04.2018, Síða 36
MIÐVIKUDAGUR 18. APRÍL 108. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Lögregluaðgerð vegna …
2. Lýst eftir strokufanga
3. Var næstum búin að gleyma …
4. Flúði út um glugga á Sogni
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hljómsveit Rósu Guðrúnar Sveins-
dóttur, söngkonu og saxófónleikara,
kemur fram á tónleikum Jazzklúbbs-
ins Múlans á Björtuloftum í Hörpu í
kvöld kl. 21. Hljómsveitin mun flytja
lög eftir bandaríska bassaleikarann
og söngkonuna Esperönzu Spalding.
Hljómsveitina skipa, auk Rósu, þau
Sunna Gunnlaugs á píanó, Matthías
Hemstock á trommur, Jóel Pálsson á
saxófón og bassaleikarinn Þorgrímur
Jónsson.
Ljósmynd/Daníel Starrason
Spalding í Múlanum
Sinfóníuhljóm-
sveit Tónlistar-
skóla Hafnar-
fjarðar frumflytur
í kvöld kl. 19.30
nýtt ævintýri eftir
Þorbjörgu Roach
Gunnarsdóttur
sem byggt er á
sögunni Tindátinn
staðfasti eftir H.C. Andersen. Tón-
leikarnir eru hluti af dagskrá Bjartra
daga í Hafnarfirði og fara fram í
Hafnarborg.
Tónverk byggt á
Tindátanum staðfasta
Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn
Baldursson fjallar um Tinna-
bækurnar í Bókasafni Reykjanes-
bæjar í kvöld kl. 20. Gísli Marteinn er
höfundur útvarpsþátta um
Tinna sem fluttir voru fyrr
á árinu á Rás 1 og nefnd-
ust Ævintýri Tinna. Í þeim
voru bækurnar um Tinna
skoðaðar ofan í kjölinn
og frá og ýmsum
hliðum og rætt við
aðdáendur bók-
anna.
Tinni í Reykjanesbæ
Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti) Austlæg átt, 3-8 og skýj-
að um landið vestanvert, en hægari suðlæg átt austanvert.
Á föstudag Hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað og lítilsháttar
skúrir norðantil en bjart með köflum sunnan jökla.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-15 m/s, rigning með köflum á
vestanverðu landinu, áfram talsverð rigning suðaustanlands.
VEÐUR
KA varð í gærkvöld Íslands-
meistari karla í blaki og
rauf með því sex ára einok-
un HK á meistaratitlinum
með því að vinna öruggan
sigur, 3:0, í þriðja úrslita-
leik liðanna á Akureyri. KA
hefur þar með unnið stóru
titlana þrjá í vetur og tap-
aði aðeins fjórum leikjum
allt tímabilið. Þjálfarinn
Filip Szewczyk gerði nán-
ast óvinnandi virki úr
mannskapnum. »1, 2
KA rauf sex ára
einokun HK
„Vegna þess að strákar byrja fyrr, eru
meira í fótbolta og ná að vera betri
þegar þeir komast á sinn „gullaldur“
þá eru líkur á að færni strákanna
verði meiri en stelpnanna. Þetta er í
raun kerfisvilla. Í raun gætu stelpur í
6. flokki kunnað meira en strákar, og
það er enn mikilvægara að þjálfun
þeirra sé með besta móti
á þessum aldri vegna
mikilvægis þessa ald-
ursskeiðs,“ segir Þor-
lákur Már Árnason,
yfirmaður hæfi-
leikamótunar
KSÍ. » 4
Kerfisvilla að færni
stráka sé meiri
Deildarmeistarar Vals hófu úrslita-
rimmu sína við Fram um Íslands-
meistaratitilinn í handknattleik
kvenna af krafti. Valur vann sannfær-
andi sigur, 25:22, á heimavelli í gær-
kvöldi í leik þar sem liðið hafði yfir-
höndina frá upphafi. Fram lánaðist
aldrei að komast yfir og virtist liðið
slegið út af laginu frá upphafi. Liðin
mæta á ný á morgun. »3
Valur gaf tóninn í fyrstu
viðureigninni við Fram
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Áður fyrr tengdist listsköpun Ís-
lendinga, byggð á fyrirmyndum úr
landslaginu, gjarnan sjálfstæðisbar-
áttunni, en nú er erindið annað. Þeim
fjölgar sem afneita allri guðstrú
enda þótt manneskjunni sé sennilega
eðlislægt að trúa á eitthvað sér æðra.
Á margan hátt er óspillt náttúra
landsins nú hinn heilagi máttur, því
ef eitthvað ærir og særir þjóðina eru
það náttúruspjöll,“ segir Sigtryggur
Bjarni Baldvinsson listmálari.
Fókus á eitt fjall
Í næsta mánuði verður haldið á
vegum Myndlistaskólans í Reykja-
vík fjögurra daga námskeið í vatns-
litamálun þar sem viðfangsefnið er
fjallið Skjaldbreiður. Hinn fagur-
formaði hraunskjöldur setur einkar
sterkan svip á allt umhverfi sitt í ná-
grenni Þingvalla og í tímans rás hafa
margir listamenn spreytt sig á hon-
um.
„Ég hef oft kennt á sumarnám-
skeiðum skólans og viðfangsefnin
þar hafa verið fjölbreytt. Til þess að
hafa fókusinn alveg skýran ákváðum
við að taka nú fyrir þetta eina fjall og
ég held að þetta verði mjög spenn-
andi,“ segir Sigtryggur sem hefur
sinnt listmálun í áratugi.
Á vinnustofu Sigtryggs í húsinu
Englaborg við Flókagötu í Reykja-
vík, hvar hann býr með fjölskyldu
sinni, eru myndir úr íslenskri nátt-
úru áberandi eins og verið hefur á
fjölda sýninga listamannsins. Það er
því vanur maður sem ætlar að leið-
beina upprennandi vatnslistamál-
urum á væntanlegu námskeiði sem
verður undir lok maí.
„Guð gefi gott skyggni“
„Form Skjaldbreiðar eru sterk og
áberandi og gaman að glíma við þau,
en hver sér fjallið auðvitað með sín-
um augum,“ segir Sigtryggur. „Bæði
ætlum við að vinna í skólanum en svo
fara austur og sjá fjallið í návígi og
fjarska og guð gefi að það verði gott
skyggni. Úr fjarlægð litið verður
gaman að sjá og velta fyrir sér fjalla-
blámanum, sem við þekkjum úr ís-
lenska fánanum. Sú hugmynd að
nota jafn hverfult fyrirbrigði og
fjallablámann í þjóðfánann finnst
mér dásamlega ljóðræn og sú eðlis-
fræðilega staðreynd að hann hverfur
þegar nær fjöllunum er komið.“
Við litina og formin segir Sig-
tryggur að megi svo bæta ýmsum
víddum, svo sem úr sögum og ljóð-
um. Sennilega hafi enginn málað
fjallið betur en Jónas Hallgrímsson í
ljóðinu Fjallið Skjaldbreiður þar
sem hann yrkir um: „fjallið, allra
hæða val / hrauna veitir bárum
bláum /breiðan fram um heiðardal. “
Náttúra og núvitund
Þótt mikið liggi eftir Sigtrygg af
myndum úr náttúrunni segist hann
lítið hafa sinnt því að mála fjöll. „En
mér finnst gaman að glíma við þetta
fíngerða og smáa, straumvatn eða
strá í mýrlendi sem getur ýmist ver-
ið nýsprottið eða komið lengra í
hringrásinni. En ég fer sennilega að
færa mig upp á við og horfa til fjalla í
myndum sem ég geri. Ég á mér
mörg eftirlætisfjöll. Gamall Akur-
eyringur ann Vaðlaheiði, Kaldbaki
og Súlum og svo er ég líka spennur
fyrir Hlöðufelli, systkini Herðu-
breiðar sem er falið á hálendinu ofan
við Laugarvatn ekki langt frá
Skjaldbreið. Mörg af þessum fallegu
fjöllum eru sveipuð rómantík, sem
hefur verið nokkuð tortryggð í sam-
tímalist og fræðum sem andstæða
gagnrýninnar hugsunar. Ef til vill er
þetta að breytast þar sem náið sam-
band við villta og óspillta náttúru
tengist vaxandi áherslu á núvitund
og hverskyns hugleiðslu,“ segir Sig-
tryggur Bjarni, listmálari í Engla-
borg að síðustu.
Glímt við sjálfan Skjaldbreið
Fjallið fagra
verður viðfangs-
efni á námskeiði
Morgunblaðið/Hari
Listmálari Form Skjaldbreiðar eru sterk og áberandi og gaman að glíma við þau, segir Sigtryggur Bjarni.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Form Horft til fjallsins úr skógar-
lundi við Þingvallavatn.