Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 8

Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 Stærðir XS-XXL Verð 16.995 kr. Ný glæsileg sending frà InWear Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt Trausti Valsson, prófessor em-erítus í skipulagi við HÍ, skrif- aði á dögunum um borgarlínu- hugmynd meirihlutans í borginni, sem gangi út á að „meðfram lín- unum komi 400 m þéttbýlisbelti á hvora hönd. Á þessi belti á að koma nær öll byggða- aukning til ársins 2040“.    Trausti sagðihugmyndina að stutt væri í nýja strætóinn og að með því að auka byggð nærri honum ykjust líkurnar á að fólk vildi nota hann.    Svo sagði hann: „Það er alþekktað skipulagsmenn teikna alls- konar þjónustu á uppdrætti sína, þjónustu sem oft kemur alls ekki, eins og var t.d. í Bryggjuhverfinu við Grafarvog. Sama núna: Skipu- leggjendur borgarlínu gera ráð fyrir mikilli þjónustustarfsemi á hinum þéttu „þróunarsvæðum“ … sem er alger veruleikafirring. Sagt er jafnvel að þarna meðfram þessum 57 km borgarlínum eigi að myndast „þorpsstemning“!“    Í greininni sagði Trausti einnig aðlínubyggð „byði vissulega upp á nálægð við borgarlínuna en mundi, að áliti undirritaðs, verða dauð, ljót og leiðinleg. Þessi byggð mundi að auki stinga í stúf við byggð- armynstur sveitarfélaganna.“    Hann klykkti út með því aðbenda á að stjórnmálamenn ættu frekar að gefa fólki kost á að búa þar sem fallegt væri. „Við eig- um að láta annað móta byggðina en það eitt að stutt sé í borgarlínu- strætó … sem kemur svo kannski aldrei,“ sagði Trausti.    Það er heilmikið til í því. Trausti Valsson Veruleikafirringin og leiðindi línunnar STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.4., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 6 skýjað Akureyri 8 léttskýjað Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 25 heiðskírt Brussel 27 heiðskírt Dublin 18 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað London 26 heiðskírt París 27 heiðskírt Amsterdam 26 heiðskírt Hamborg 25 heiðskírt Berlín 23 heiðskírt Vín 23 heiðskírt Moskva 13 heiðskírt Algarve 21 heiðskírt Madríd 22 heiðskírt Barcelona 19 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 22 heiðskírt Aþena 21 heiðskírt Winnipeg 8 léttskýjað Montreal 4 snjóél New York 5 rigning Chicago 5 léttskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:38 21:17 ÍSAFJÖRÐUR 5:32 21:32 SIGLUFJÖRÐUR 5:14 21:16 DJÚPIVOGUR 5:05 20:49 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra veitti styrki til fjögurra gæðaverkefna í heilbrigðis- þjónustu í vikunni. Gæðastyrkirnir hafa verið veittir frá 2001 og eru hugsaðir til þess að stuðla að umbótastarfi, nýbreytni og auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar. Um styrkina bárust 45 umsóknir vegna fjöl- breyttra verkefna og var úthlutunarnefnd skipuð þremur fulltrúum velferðarráðuneytisins. Þau verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni voru eftirfarandi: Flæðisvið Landspítala hlaut styrk til verkefnis um styttingu meðferðartíma á bráða- og göngudeild, veittur var styrkur til verkefnis um fjarþjónustu á vegum Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands í samstarfi við Heil- brigðisstofnun Vestfjarða, innkirtladeild Land- spítalans hlaut styrk til að skima fyrir sjón- kvillum hjá sjúklingum með sykursýki af tegund 1 og menntadeild Landspítalans hlaut styrk vegna gerðar fræðsluefnis fyrir sjúklinga um örugga dvöl á sjúkrahúsum. Hvert um sig fengu verkefnin fimm hundruð þúsund krónur í styrk. Fjögur gæðaverkefni hlutu styrk  Stuðla að umbótastarfi í heilbrigðisþjónustu Ljósmynd/Velferðarráðuneytið Gæðastyrkir Heilbrigðisráðherra, Svandís Svav- arsdóttir, ásamt styrkþegum við úthlutunina. Kristján Þór Magnússon, sveitar- stjóri Norðurþings, mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í sveitarfé- laginu í sveitarstjórnarkosning- unum í lok maí. Kristján varð sveit- arstjóri meirihlutastjórnar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir síðustu kosningar. Hann hefur áður starfað hjá Há- skóla Íslands og hjá Embætti land- læknis. Hann er með doktorspróf í íþrótta- og heilsufræðum frá Há- skóla Íslands. Í öðru sæti á listanum er Helena Eydís Ingólfsdóttir, sem er verkefnastjóri hjá Þekkingar- neti Þingeyinga. Framboðslisti sjálfstæðismanna í Norðurþingi var samþykktur á félagsfundi sjálf- stæðisfélaganna í Norðurþingi á miðvikudagskvöldið. Í þriðja sæti á listanum er Örlygur Hnefill Örlygs- son, hótelhaldari á Húsavík. Kristján leiðir í Norðurþingi Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Bæjarstjóri Kristján Þór Magn- ússon, sveitarstjóri Norðurþings.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.