Morgunblaðið - 20.04.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 20.04.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 KOMDU OG REYNSLUAKTU NÝJUM NISSANMICRA NISSANMICRA VERÐ FRÁ: 2.190.000 KR. HUGVITSSAMLEG NEYÐARHEMLUN ELDSNEYTISNOTKUN FRÁ: DÍSIL 3,2 L/100 KM.* BENSÍN 4,4 L/100 KM.* AKGREINAVIÐVÖRUN OG LEIÐRÉTTING E N N E M M / S ÍA / N M 8 6 5 2 6 *M ið að vi ð up pg ef na rt öl ur fra m le ið an da um el ds ne yt is no tk un íb lö nd uð um ak st ri. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Iðnaðarmenn vinna þessa dagana að því að skipta um hlífðargler í gluggum Skáholtskirkju og er það hluti af umfangsmeiri viðgerðum á kirkjunni. Nokkuð er síðan ljóst varð að 43 steindir gluggar kirkj- unnar, sem eru eftir Gerði Helga- dóttur, væru illa farnir vegna raka og karmar þeirra fúnir. Menn frá Oidtmann-verkstæðinu í Linnich í Norður-Þýskalandi eru þegar búnir að gera við fimm af þessum list- gluggum, sem þeir fóru með utan og komu aftur með til baka. Þrettán gluggar eru í viðgerð þessa dagana. Þeir verða settir upp í júní. Verkinu öllu ætti svo að ljúka í haust. Betri birta Kostnaður vegna viðgerðanna á gluggunum er um 30 milljónir króna, að sögn séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, vígslubiskups í Skál- holti. Er það umtalsvert minni kostnaður en búist var við í fyrstu. „Við komumst nokkuð vel frá við- gerðum á gluggunum. Úr Húsafrið- unarsjóði fáum við níu milljóna króna framlag og auk átaks sem efnt var til undir merkjum Skál- holtsdómkirkju hafa safnast um 14 milljónir króna,“ segir Kristján Val- ur. Þá segir hann viðgerðir Þjóð- verjanna á þeim fimm gluggum sem lokið er hafa tekist vel; þannig að nú nær birta betur en nokkru sinni fyrr í gegnum litað glerið, sem skil- ar fallegum svip inn í sjálft kirkju- skipið. Mikil útgjöld fyrirsjáanleg Fyrir liggur úttekt verkfræðinga á ástandi kirkjunnar sem staðfestir bágt ástand hennar. Víða eru sprungur í veggjum, rakaskemmdir, svo og í turni, þar sem ein klukka úr klukkuverki kirkjunnar liggur en hún féll þar niður fyrir allmörgum árum. Þá þarf að endurbæta tröpp- ur við kirkjuna, sem var vígð árið 1963. Í jarðskjálftunum á Suður- landi árin 2000 og 2008 urðu tals- verðar skemmdir á Skálholtskirkju sem komu þó ekki allar í ljós fyrr en alllöngu síðar. Mikil útgjöld eru því fyrirsjáanleg á næstu misserum, að sögn Kristjáns Vals, þó svo við- gerðin á gluggunum hafi reynst ódýrari en ætlað var í fyrstu. Morgunblaðið/Stefán Einar Skálholt Viðgerðir hafa staðið yfir. Gluggaviðgerðum lýkur í Skálholti  Mikilla endurbóta var þörf Fráveitugjald Veitna í Borgar- byggð er 32% hærra en í Reykjavík og á Akranesi. Skýrist það af samningum sem sveitarstjórn Borgarbyggðar gerði þegar Orku- veita Reykjavíkur tók við uppbygg- ingu og rekstri fráveitunnar í Borgarnesi á sínum tíma. Mat á veitunum sýndi að þörf væri á meiri og kostnaðarsamari upp- byggingu í Borgarbyggð en hinum sveitarfélögunum. Gjaldskrá fráveitugjalds í Borg- arbyggð hækkaði um 4,5% um ára- mót, í samræmi við þróun bygg- ingavísitölu. Aftur á móti hafa orðið meiri hækkanir þar á síðustu árum en í hinum sveitarfélögunum. Hækkaði með framkvæmdum Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, rekur hana til aðgerðaráætlunarinnar Plansins sem gripið var til á árinu 2011 vegna fjárhagsvanda Orku- veitu Reykjavíkur. Gjaldskrá fyrir fráveitugjöld hafði dregist verulega aftur úr byggingavísitölu. Hluti af Planinu var að hækka fráveitugjöld á öllum gjaldskrársvæðum um 45%. Eftir gildistöku Plansins var vikið tíma- bundið frá þeim forsendum til að koma til móts við Borgarbyggð vegna frestunar fráveitufram- kvæmda í sveitarfélaginu. Gjaldskráin var sú sama og í Reykjavík og á Akranesi út árið 2015. Þá hófust fráveitufram- kvæmdir aftur af fullum krafti, samkvæmt upplýsingum Ólafar, og fyrri gjaldskrá tekin upp með til- heyrandi hækkun í Borgarbyggð. Ólöf segir að framkvæmdir við uppbyggingu fráveitukerfisins í Borgarbyggð séu á lokastigi. Nú hafi verið teknar í notkun hreinsi- stöðvar á Bifröst, í Reykholti og á Varmalandi og ný hreinsistöð gangsett í Brákarey í Borgarnesi. Í sumar verða fráveitumál í Borgarbyggð í fullu samræmi við lög og reglugerðir, samkvæmt upp- lýsingum hennar. helgi@mbl.is Fráveitugjaldið 32% hærra í Borgarbyggð  Skýrist af samningum við Orkuveitu Reykjavíkur Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Miklar framkvæmdir við uppbyggingu fráveitukerfis í Borg- arbyggð eru á lokastigi. Nýjar hreinsistöðvar hafa verið byggðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.