Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
Óvenjumargir flækingsfuglar þreyðu veturinn í
görðum á Seyðisfirði en sýna á sér fararsnið
núna þegar varpfuglarnir streyma til landsins. Á
meðal þeirra er hettusöngvari, fjallafinka og
gráþröstur sem voru í garði einum á Garðars-
vegi í vikunni. Nokkrum dögum áður voru gló-
brystingur, svartþröstur, tvær silkitoppur og
annar gráþröstur í sama garði. Eigendur hans,
hjónin Þorsteinn Rúnar Eiríksson og Sólveig
Sigurðardóttir, gefa fuglunum á hverjum degi
yfir veturinn. Þau segja að óvenjumargir flæk-
ingar hafi verið í garðinum í vetur og haldið sig
þar óvenjulengi. T.a.m. hafi hettusöngvarinn
sést um haustið og horfið en snúið aftur í garð-
inn í janúar. Um tíma voru alls fimm gráþrestir í
garðinum, allt að fimm svartþrestir og auk fyrr-
nefndra fugla sást hringdúfa þar og víðar í bæn-
um. Í öðrum garði höfðu sést tveir glóbrystingar
og í vikunni var þar mistilþröstur en hann var
vant við látinn og gaf ekki kost á myndatöku.
bogi@mbl.is
Morgunblaðið/Bogi Þór Arason
Kærkomnir vetrargestir á Seyðisfirði
Hettusöngvari Karlfugl-
inn er grár að lit og með
svarta hettu. Kvenfuglar
og ungfuglar eru með ryð-
brúna hettu.
„Ég hafna því að fiskarnir séu svo fá-
ir að við höfum ekki rétta mynd af
ástandi og stærð hgrásleppustofns-
ins,“ segir Þorsteinn Sigurðsson,
sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrann-
sóknastofnunar. Hann segir að sam-
ræmið á milli vísitölu grásleppu og
aflabragða á sóknareiningu sé
þokkalega gott.
Axel Helgason, formaður Lands-
sambands smábátaeigenda, sagði í
samtali við mbl.is á þriðjudag, að
skoða þyrfti þá aðferðafræði Haf-
rannsóknastofnunar, að nota þá grá-
sleppu sem veiðist í vorrallinu sem
grundvöll veiðiráðgjafar. Grásleppa
væri uppsjávarfiskur og í rallinu
væri togað á 600 stöðvum í landhelg-
inni, sem í ár hefði skilað tæplega
1.000 grásleppum. Til að setja þá
tölu í samhengi mætti geta þess að
þessar þúsund grásleppur væru um
það bil þrjú tonn. Út frá þeim væri
reiknuð ráðgjöf upp á tæp 5.500 t.
Þorsteinn segir að þetta sé ekki
einungis spurning um fjölda fiska,
heldur hversu góður mælikvarði
fengist á stofninn. Byggt væri á yfir
30 ára reynslu af togararalli í mars
og í ýmsum öðrum tegundum hefðu
færri fiskar gefið góða mynd af þró-
un stofnanna. Nefndi Þorsteinn
keilu, löngu, blálöngu og tegundir
flatfiska. Rannsóknir á þessum teg-
undum hefðu eins og varðandi grá-
sleppu tvímælalaust spágildi þó þeim
hefði upphaflega verið safnað í öðr-
um tilgangi.
Fer upp og niður í sjónum
„Svo er það spurning hvort grá-
sleppan sé eingöngu uppsjávarfisk-
ur,“ segir Þorsteinn. „Talsverðar
rannsóknir hafa verið stundaðar hjá
okkur síðustu ár og merkingar með
rafeindamerkjum hafa sýnt að fisk-
urinn fer upp og niður í sjónum nán-
ast á hverjum sólarhring. Gráslepp-
an er því mjög aðgengileg í botntroll
á ákveðnum tímum sólarhrings og í
yfirborðinu á öðrum tímum, í það
minnsta þegar hann er að ganga inn
á hrygningarsvæðið.“
Rannsóknir og síðan ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunar um rúmlega
fimm þúsund tonna grásleppuafla
hafi bent til meðalvertíðar. Skoðun á
löndun grásleppubáta fyrstu 20 daga
vertíðar hafi bent til sömu niður-
stöðu. aij@mbl.is
Ekki bara spurn-
ing um fjölda fiska
Þokkalega gott samræmi á milli vísi-
tölu grásleppu og afla á sóknareiningu
Breiðumörk 1c, 810Hveragerði / www.hotelork.is / booking@hotelork.is / sími: +354 4834700 / fax: +354 4834775
Fallegt umhverfi og fjölmargir möguleikar
til afþreyingar tryggja betri fundarhlé.
Fundarfriður áHótelÖrk
ÁHótel Örk er öll aðstaða til fundahalda til fyrirmyndar. Starfsfólk okkar býr
yfir mikilli reynslu og metnaði til að aðstoða stóra og litla hópa, fyrirtæki og
félagasamtök við skipulagningu og undirbúning á fundum og ráðstefnum.