Morgunblaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Fjöldamótmæli hófust í gær í
Frakklandi gegn Emmanuel Mac-
ron forseta landsins. Frá þessu er
sagt á fréttasíðum Huffington Post
og AFP. Mótmælin voru skipulögð
að undirlagi verkalýðsfélaganna
Confédérate générale du travail
(CGT) og Union syndicale Solidai-
res í von um að sameina andstæð-
inga forsetans og skapa samheldna
mótspyrnu gegn efnahagsáætlun
hans. Slagorð mótmælanna eru
„Convergence des luttes!“ eða
„Samruni baráttanna!“. Macron
hefur látið sér fátt um finnast og
sagði á miðvikudag um mótmælend-
ur að „þau [væru] úti á götu vegna
þess að þau vilja ekki breytingar.“
Mótstaða úr mörgum áttum
Síðustu mótmælin af þessu tagi
fóru fram í nóvember á síðasta ári
og komu þar um 80.000 manns út á
götur Frakklands til að mótmæla
breytingum Macrons á vinnulögum
Frakklands. Frá því í byrjun apríl
hafa margir franskir járnbrauta-
verkamenn farið í verkfall tvo af
hverjum fimm dögum til að mót-
mæla fyrirhuguðum umbótum rík-
isstjórnarinnar á franska járn-
brautakerfinu af ótta við að hún
hyggist einkavæða það.
Háskólanemendur hafa einnig
reiðst Macron fyrir áætlanir um að
þrengja inngönguskilyrði í háskóla
svo menntaskólagráðan ein nægi
ekki til. Því hafa nemendurnir lokað
mörgum háskólum Frakklands
undanfarna daga en aðeins fjórir
þeirra eru enn lokaðir og skoðana-
könnun meðal nemenda Strass-
borgarháskóla gefur til kynna að
flestir vilji að kennsla hefjist að
nýju.
„Nauðsyn þess er ljós að samein-
ast í baráttunni,“ sagði Jean-Luc
Mélenchon, leiðtogi la France inso-
umise-hreyfingarinnar við stuðn-
ingsmenn sína í Marseille. „Í senn
verður að styðja kröfur hvers og
eins […] og skipuleggja sameigin-
legar aðgerðir okkar allra. […] Of-
stækisfull hegðun forsetans hefur
ýtt okkur öllum til samstöðu.“
Þrátt fyrir þessi fyrirheit er ekki
víst að allir andstæðingar Macrons
taki þátt í mótmælunum. Fulltrúar
stéttarfélaganna CFDT og Force
ouvrière ákváðu að taka ekki þátt.
„Ég veit ekki til hvers við ættum að
mæta,“ sagði Jean-Claude Mailly,
aðalritari Force ouvrière í byrjun
mars. „Þetta er pólitísk nálgun, sem
er ekki sú sem við kjósum okkur,“
sagði Laurent Berger, aðalritari
CFDT, og neitaði að sameinast hin-
um í baráttu sinni.
Fjöldamótmæli í Frakklandi
„Ofstækisfull hegðun forsetans hefur ýtt okkur öllum til samstöðu,“ segir
Jean-Luc Mélenchon um Emmanuel Macron Frakklandsforseta
AFP
Óeirðir Franskir nemendur í Marseille mótmæla fyrirhuguðum breytingum á inngönguskilyrðum í háskóla lands-
ins. Á skiltinu stendur „Neydd áfram“ (En marche forcée) sem vísar í nafn stjórnmálaflokks Macrons forseta.
Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu,
lýsti því yfir á fimmtudaginn að
hann myndi sækjast eftir friðarsátt-
mála til þess að binda formlega
enda á Kóreustríðið á væntanlegum
fundi sínum með Kim Jong-un, leið-
toga Norður-Kóreu hinn 27. apríl.
Frá þessu er greint á fréttasíðu
AFP. Formlega séð var aldrei
bundinn endi á Kóreustríðið sem
háð var milli ríkjanna frá 1950 til
1953 heldur einungis samið um
vopnahlé sem hefur nú dregist á
langinn í 65 ár. Ríkisstjórnir beggja
ríkjanna gera tilkall til yfirráða á
öllum Kóreuskaga en friðarsátt-
máli gæti leitt til þess að ríkin við-
urkenni hvort annað. Moon hefur
þó gefið til kynna að friðarsáttmáli
velti á því að Norður-Kóreumenn
samþykki að láta af hendi kjarna-
vopn sín. Fundur Moons og Kims
verður í aðdraganda fyrirhugaðs
fundar Kims og Donalds Trump
Bandaríkjaforseta og niðurstöður
fyrri fundarins munu að líkindum
hafa áhrif á hinn seinni.
KÓREA
AFP
Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-
Kóreu, mun hitta Kim Jong-un í lok apríl.
Moon sækist eftir
friðarsáttmála