Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 17

Morgunblaðið - 20.04.2018, Page 17
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Við vitum að HB Grandi er gott fyrir- tæki og vel rekið. Á síðustu árum hefur verið mikið fjárfest í innviðum félagsins, s.s. með nýjum skipum og uppsjáv- arvinnslu á Vopnafirði, og þess utan þekki ég persónulega marga starfsmenn og stjórnendur fyrirtækisins og veit að þar vinnur afbragðsfólk.“ Þetta segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf., en tilkynnt var seint á miðvikudagskvöld að Brim hefði keypt 34,1% hlut í HB Granda fyrir um 21,7 milljarða króna. Seljendur eru Vogun, dótturfélag Hvals hf. þar sem Kristján Jónsson er stærsti hluthafinn, og Fisk- veiðihlutafélagið Venus sem átti um hálft prósent í HB Granda. Guðmundur er aðaleigandi Brims en hann á félagið með bróður sínum Hjálmari og systur. Skapar yfirtökuskyldu Kaupverðið er 35 krónur á hlut sem er um 16% yfir markaðsverði bréfa HB Granda á miðvikudag. Guðmundur segir verðið sanngjarnt. „Kaupverðið er vel yfir markaðsverði enda erum við að eignast ráðandi hlut í félaginu. Er verð- ið þó mjög nálægt meðalverði HB Granda undanfarin 2-3 ár. Bæði kaup- andi og seljendur geta vel við unað.“ Kaupin fjármagnar Brim bæði með sölu eigna og með liðsinni fjár- málastofnana. Guðmundur játar að um stóran bita sé að ræða en segir Brim standa vel að vígi og bendir á að fyrir kaupin hafi eignir félagsins numið um 50 milljörðum króna. Fyrir á Brim stór- an hlut í Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum, og eignaðist árið 2016 út- gerðarfélagið Ögurvík hf. „Þó að kaupin á þriðjungshlut í HB Granda séu stór biti, þá voru kaup okkar á Útgerð- arfélagi Akureyringa árið 2004 hlutfalls- lega stærri fyrir okkur,“ útskýrir hann. Þar sem Brim eignast meira en 30% hlut í HB Granda skapa kaupin yf- irtökuskyldu en Guðmundur vonar að sem flestir núverandi hluthafa verði áfram eigendur í félaginu. „Það er einn af styrkleikum HB Granda að félagið skuli vera skráð á verðbréfamarkað og að eignarhaldið sé dreift,“ segir Guð- mundur og áætlar að ýmsir lífeyris- sjóðir og fjárfestingarsjóðir eigi samtals um helming allra hlutabréfa í HB Granda. Hann segir að það muni ekki valda vandræðum ef margir vilja nýta yfirtökuskylduna og verði þá einfaldlega fleiri nýir eigendur fengnir að borðinu. Kaupunum er þannig háttað að hvorki Brim né HB Grandi fara yfir við- mið um hámarks kvótaeign. Þá á Guð- mundur ekki von á að samkeppnisyfir- völd geri athugasemdir við kaupin enda lítil sem engin samkeppni á milli félag- anna á innanlandsmarkaði og selja þau nær allar afurðir sínar á erlendum mörkuðum. Gætu snúið bökum saman við sölu afurða erlendis Aðalfundur HB Granda verður hald- inn snemma í næsta mánuði. Er ekki að heyra á Guðmundi að hann telji þörf á miklum breytingafundi og segir hann starfsemi félagsins í góðum höndum. Guðmundur vonast til að með kaup- unum skapist grundvöllur fyrir náið samstarf Brims og HB Granda, og eyg- ir hann möguleika á mjög jákvæðum samlegðaráhrifum. Hann tiltekur að ólíkt Brimi reki HB Grandi landvinnslur sem Brim gæti hugsanlega nýtt, báðum fyrirtækjunum til hagsbóta. „Mest mun- ar samt um að með samstarfi gætum við staðið betur að vígi við sölu afurða erlendis. Úti á hinum stóra markaði eru íslensku fyrirtækin afskaplega lítil og yrðu félögin sterkari með því að vinna saman.“ Stór en viðráðanlegur biti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vöxtur „Úti á hinum stóra markaði eru íslensku fyrirtækin afskaplega lítil og yrðu félögin sterkari með því að vinna saman,“ segir Guðmundur. Hann hefur nú stóraukið umsvif sín í íslenskum sjávarútvegi.  Brim eignast 34,1% hlut í HB Granda fyrir 21,7 milljarða króna  Kaupverðið er um 16% yfir markaðsverði og hefur skapast yfirtökuskylda  Möguleg samlegðaráhrif t.d. í markaðsmálum FRÉTTIR 17Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir mánudaginn 23. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 27. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ Á þriðjudag fór verð Brent-hráolíu yfir 74 dali á fatið og hefur ekki verið hærra síðan 2014. Hefur Brent-hráolía hækkað um 8% það sem af er þessu ári og fór verðið hæst upp í 74,72 dali á þriðjudag. Er hækkun olíuverðs einkum tengd samkomulagi Opec-ríkjanna, Rússlands og annarra olíufram- leiðslulanda um að draga úr fram- boði. Þegar samstarf þeirra hófst fyrir 16 mánuðum var heimsmark- aðsverð hráolíu 55 dalir á fatið. Að sögn FT hefur það einnig ýtt verði olíu upp að hætta er talin á að olíuframleiðsla í Venesúela kunni að raskast vegna mikilla efnahagsörðugleika þar í landi, og sömuleiðis talið mögulegt að Bandaríkin beiti Íran frekari við- skiptaþvingunum sem myndi minnka framboð á olíu enn frekar. Hefur líka dregið úr áhyggjum markaðarins af að viðskiptadeilur Bandaríkjanna og Kína gætu hægt á alþjóðahagkerfinu, og þar með dregið úr eftirspurn eftir olíu. Deilur ríkjanna hafa ekki versnað í þessari viku og hefur verið stað- fest að viðræður eigi sér stað á milli hátt settra embættismanna. ai@mbl.is AFP Horfur Ástandið í Venesúela og Íran spilar m.a. inn í verðþróunina. Hráolíuverð yfir 74 dali á fatið Viðskiptin með hlutabréfin í HB Granda eru ekkert smáræði og eðlilegt að spyrja Guðmund hvort Brim hafi t.d. skoðað að fjárfesta frekar í öðrum greinum en sjávarútvegi. Hann segir kaupin ekki bara gerð til að ná fram jákvæðum samlegðar- áhrifum heldur sé Brim að fjárfesta í blómlegri at- vinnugrein með bjarta framtíð. „Ég hef unnið við sjávarútveg allt mitt líf og haft af því bæði yndi og ánægju. Ég hef fulla trú á greininni enda íslenskur sjávarútvegur einn sá best rekni í öllum heiminum og atvinnuvegur sem við getum öll verið stolt af. Á það sama við um þann iðnað og þjónustu sem hefur orðið til í kringum sjávarútveginn og þau öflugu tæknifyrirtæki sem greinin reiðir sig á,“ segir hann. „Fyrst og síðast lít ég samt á kaupin sem tækifæri til að vinna með því góða fólki sem starfar hjá HB Granda, og með öðrum hluthöfum félagsins.“ Með óbilandi trú á íslenskum sjávarútvegi SNÝST EKKI BARA UM SAMLEGÐARÁHRIF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.