Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 22

Morgunblaðið - 20.04.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018 ✝ Fjóla Páls-dóttir fæddist 25. maí 1928 í Hjallanesi í Land- sveit. Hún lést á Landspítalanum 10. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru hjónin Halldóra Odds- dóttir frá Lunans- holti f. 29. janúar 1891, d. 10. júlí 1971, og Páll Þórarinn Jónsson frá Holtsmúla, f. 1. september 1893, d. 2. febrúar 1951. Halldóra og Páll eignuðust sex börn: a) Oddrún Inga, f. 22. ágúst 1922, d. 22. mars 2004, b) Elsa Dóróthea, f. 19. ágúst 1924, d. 10. maí 2007, c) Ing- ólfur, f. 2. september 1925, d. 29. október 1984, d) Jón Her- mann, f. 27. nóvember 1926, d. 13. maí 2006, e) Auðbjörg Fjóla, f. 25. maí 1928, d. 10. apríl 2018, f) Oddur Ármann, f. 28. desember 1932. Hann er einn eftirlifandi þeirra systkina. Fjóla giftist 1. ágúst 1947 Kristni Ingólfi Jónssyni frá Björnskoti undir Eyjafjöllum. Foreldrar hans voru hjónin Steinunn, f. 27. júlí 1985. Maður hennar er Valdimar Baldvins- son. Þau eiga börnin Evu Lauf- eyju, Gunnar Bjarka og Baldvin Kristin. Maki Gunnars er Gréta Vigfúsdóttir, f. 19. nóvember 1952. d) Sævar, f. 8. ágúst 1960, viðskiptafræðingur. Fyrri kona hans var Eygló Jónsdóttir, f. 1961. Sonur þeirra er Halldór Ingi, f. 15. september 1989. Sonur hennar og fóstursonur Sævars er Gísli Álfgeirsson, f. 8. apríl 1980. Maki Sævars er Ólöf Kristín Sívertsen, f. 5. september 1970. Synir þeirra eru Kristinn Þór og Ólafur Haukur, tvíburar f. 25. ágúst 2008. Fjóla og Kristinn leigðu sér húsnæði fyrstu búskaparár sín í Einholti og Granaskjóli en fóru fljótt að byggja og fluttu í hús sitt Heiðargerði 42 árið 1955. Þar hefur Fjóla átt heimili sitt til hinstu stundar. Kristinn var rafvirki og starfaði við iðn sína þar til hann lést 17. febrúar 1979. Eft- ir lát hans réð Fjóla sig í vinnu til Íslensk-Ameríska verslunar- félagsins og vann þar þangað til hún þurfti að fara í stóra hjartaaðgerð haustið 1991. Útför hennar verður gerð frá Grensáskirkju í dag, 20. apríl 2018, klukkan 13. Ingigerður Sigurð- ardóttir, f. 16. maí 1890, d. 31. desem- ber 1952, og Jón Gunnlaugur Jóns- son, f. 23. mars 1884, d. 12. maí 1945. Fjóla og Kristinn eignuðust fjóra syni. a) Pálmar Sigurður, f. 14. nóvember 1946, kennari og síðar trésmiður. Maki hans er Hallfríður Frí- mannsdóttir f. 22. janúar 1945. Þeirra sonur er Hörður, f. 16. október 1967. Kona hans er Sóldís Björk Traustadóttir. Eiga þau börnin Jóhann Pálm- ar, Jón Trausta, Ástrós Höllu og Sóllilju. c) Halldór, f. 2. apríl 1950, rafvirki, ókvæntur. c) Gunnar Sveinn, f. 17. apríl 1951, múrari. Fyrri kona hans var Kristín Hannesdóttir, f. 1953. Börn þeirra: 1) Kristinn Arnar f. 19. maí 1973. Hann á dótturina Rebekku Rut. Kona Kristins er Harpa Kristjáns- dóttir. 2) Jónína Fjóla, f. 10. október 1980. Hún á dótturina Kristínu Emilíu. 3) Brynja Elsku mamma. Það er erfitt að kveðja þig sem hefur alltaf verið til staðar fyrir fjölskylduna svo ótrúlega sterk hvað sem á bjátaði. Það hefur verið svo dýrmætt fyrir drengina mína að eiga ömmu sem elskaði að knúsa þá, leika við þá, hlusta á hvað þeir væru læra og síðast en ekki síst gefa þeim að borða mat sem hún vissi að þá langaði í. Tvíburarnir mínir eiga eftir að sakna þess að fara til ömmu alltaf á miðviku- dögum eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Þar naust þú þess að fylgjast með og styðja við þroska þeirra. Þú varst svo dugleg að fylgjast með allri fjölskyldunni, bæði með því að hringja í fólk og ekki hvað síst eftir að þú fórst að nota netið og sér í lagi Facebook þar sem þú gast skoðað myndir og fréttir af ættingjunum um allan heim. Þannig varst þú alltaf með á nótunum um hvað væri að gerast í lífi okkar og minnkaði það ekk- ert þótt árin bættust við. Þú hafðir ótrúlegt jafnlundar- geð og aldrei sá ég þig skipta skapi. Samt sem áður náðir þú alltaf því fram sem þú vildir með ákveðni en jafnframt ljúf- mennsku þannig að allir lögðu sig fram um að framfylgja þínum óskum. Við höfum verið í sam- bandi að heita má daglega allt mitt líf. Ef ég kíkti ekki við eða hringdi hafðir þú áhyggjur af því hvort það væri ekki allt í lagi. Það skipti engu máli þótt árin bættust við hjá okkur báðum, eða hvort ég væri erlendis, við heyrð- umst að heita má daglega. Það klárlega bætir og styrkir fjöl- skylduböndin og er nokkuð sem fleiri mættu taka upp. Kæra mamma. Þú ert af þeirri kynslóð sem hefur upplifað einna mestar breytingar í íslensku þjóðlífi. Þú fæddist í torfkofa, varst á Þingvöllum þegar Ísland varð sjálfstætt ríki 1944, upplifð- ir stríðsárin, hefur ferðast um allan heim, og nýttir þér tölvu- tæknina til að vera nettengd við alla ættingja og vini og það á ní- ræðisaldri. Þú skilur eftir þig fjölda listmuna sem þú bjóst til, hvort sem það var útsaumur, prjón, málverk eða glerlistaverk. Síðast en ekki síst hefur þú eign- ast fjölda afkomenda sem nú sakna þín og hjartahlýjunnar þinnar. Ég hef verið að ræða við ætt- ingjana í Bandaríkjunum og þau eru þess fullviss að þú sért nú loks búin að hitta aftur bæði pabba og Gunnu systur hans í Himnaríki. Það er klárlega gam- an þar hjá ykkur og ég veit að þið munið líta eftir okkur öllum. Við þökkum þér, elsku mamma, fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Guð blessi þig og varðveiti. Þinn Sævar og fjölskylda. Mér er hreinlega orða vant á kveðjustund, elsku Fjóla mín. Þakklæti er mér þó efst í huga, þakklæti fyrir umhyggju, hlýju og rækt við fjölskylduna. Þakk- læti fyrir allar samverustundirn- ar, afmælin, tónleikana og mat- arboðin. Fyrir vettlingana, ullarsokkana, pönnukökurnar og listaverkin. Síðast en ekki síst verð ég þér ævinlega þakklát fyr- ir þá einstöku ástúð og þann áhuga sem þú sýndir ömmust- rákunum þínum, Kristni Þór og Ólafi Hauki, þú varst æðst drottninga í þeirra augum. Þú varst einfaldlega órjúfan- legur hluti af lífi okkar fjölskyld- unnar og þín mun verða sárt saknað. Ég trúi því að þú sért nú á góðum stað með fólkinu þínu sem gengið er, fólkinu sem þér þótti líka svo vænt um. Hjartans þakkir fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Ólöf Kristín (Olla). Í dag kveðjum við okkur góðu afasystur Fjólu Pálsdóttur. Fjóla og hennar fjölskylda hafa fylgt fjölskyldunni okkar alla tíð. Hún var besta vinkona ömmu Gógóar og aldrei var neinn við- burður í okkar ætt þar sem Fjóla var ekki. Auk þess hafa Fjóla og afi verið mjög náin alla tíð og hef- ur hún verið sérstaklega góð við afa okkar eftir að amma dó. Hann hefur verið í mat hjá henni oft í viku og þau hafa skroppið saman í bíltúra og alls konar stúss, nauðsynjar eða bara bíl- túra. Fjóla var eins góð stóra systir og hægt var að hugsa sér. Hún fylgdist með okkur öllum og vissi allt um alla. Það er ótrúlegt að ímynda sér að hún hafi verið að verða níutíu ára. Svo ung var hún í hugsun. Fjóla var í sérstaklega miklu uppáhaldi hjá mömmu okkar, Hönnu, sem segir alltaf að Fjóla hafi verið sér önnur móðir. Hún hefur alltaf fært okkur öllum gjafir og var fyrst til að koma með gjöf handa Arnari Mána, litla barninu okkar, fyrsta lang- afabarninu hans afa, þegar hann fæddist. Hún færði honum fal- lega silfurskeið. Fjóla var alltaf svo blíðleg og fallega klædd. Hún var sérstakleg flink í öllum hann- yrðum og listsköpun. Margar glæsilegar vatnslitamyndir eftir hana prýða heimili afa. Við biðjum guð að styrkja Dóra, Gunna Sævar, Palla og fjölskyldurnar þeirra og líka afa okkar, Odd Ármann. Við munum sakna Fjólu og minnast hennar alla tíð. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. (Höf. ók.) Guðrún Eydís og Svandís María Ketilsdætur. Fjóla Pálsdóttir  Fleiri minningargreinar um Fjólu Pálsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Jón Ingi Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 9. júní 1943. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 9. apríl 2018. Foreldrar hans voru Ragnheiður Magnúsdóttir, kaup- maður og húsmóðir, f. 14.3. 1916, d. 29.4. 1969, og Kristinn Ragnar Jóhannesson kaup- maður, f. 28.12. 1913, d. 19.8. 1954. Bræður Jóns Inga eru Steinar Ragnarsson, f. 15.8. 1946, d. 31.5.2007, Jóhannes Ragnarsson, f. 30.12. 1949 og Ragnar Þór Bóasson, f. 13.8. 1958, d. 3.12. 2016. Jón Ingi kvæntist 1. júní 1963 Öldu Sveinsdóttur, f. 12.3. 1945, og eignuðust þau þrjú börn. 1) Erni Steinari Arnarsyni, f. 1974. Jón Ingi ólst fyrstu árin upp í Reykjavík en árið 1953 flutti fjölskyldan í Kópavog. Jón Ingi og Alda hafa lengst af búið í Kópavogi, fyrst á Þinghólsbraut í vesturbænum og síðustu árin í Álfkonuhvarfi. Jón Ingi lauk prófi í málaraiðn 1963 og meist- araprófi 1966 og stundaði sjálf- stæðan atvinnurekstur því tengdan allt til ársins 1991. Á árunum 1991-1993 sá hann um rekstur og framkvæmdir á fé- lagssvæði Breiðabliks og 1993- 2010 starfaði hann sem eftir- litsmaður hjá Kópavogsbæ. Jón Ingi sat í stjórn Málarameist- arafélags Reykjavíkur, var í Rótarýklúbbi Kópavogs, stjórn Parkinsonsamtakanna og sókn- arnefnd Kópavogskirkju. Hans helsta félagsstarf var þó hjá Breiðabliki, fyrst sem leikmaður og eftir ferilinn sem þjálfari, formaður knattspyrnudeildar til fjölda ára og varaformaður fé- lagsins. Útför Jóns Inga fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 20. apríl 2018, klukkan 13. Ragnar Jónsson, f. 26.2. 1963. Sam- býliskona hans fram til ársins 2005 var Eybjörg Bergljót Hans- dóttir, f. 1966, d. 2012. Börn þeirra eru Stefanía Sunna, f. 1990, gift Sverri Erni Einarssyni, f.1989. Þeirra barn er Eybjörg Lára, f. 2013, Sigrún Alda, f. 1993, sambýlis- maður hennar er Sindri Andr- ésson f. 1993, Kristján Ingi, f. 1997, og Brynjar Freyr, f. 1999. 2) Ingibjörg Hrönn Jónsdóttir, f. 6.3.1966, gift Per-Arne Svens- son, f. 1969. Börn þeirra eru Samúel Freyr, f. 1999, og Tinna Björk, f. 2002. 3) Linda Dröfn Jónsdóttir, f. 23.3. 1974, gift Elsku hjartans pabbi minn. Mig skortir orð … fyrirmynd- in mín í lífinu hefur kvatt eftir erfið en stutt veikindi. Við tvö sem ákváðum um sl. áramót að komandi ár, 2018, yrði gott ár, yrði árið okkar, þar sem við myndum verða hress, laus við veikindi og erfiðleika og ferðast og gera skemmtilega hluti saman. Ekki er þetta alveg sú uppskrift sem við ákváðum, ég og þú – að þú myndir ferðast einn og það í ferðalagið langa í sumarlandið. En ég er handviss um að núna sértu orðinn frískur, verkjalaus að veiða lax, spila brids og njóta nærverunnar við afa og ömmu og alla hina fallegu englana okk- ar. Ég kalla mig heppna að hafa eignast þig sem föður og haft hjá mér öll þessi ár því ég veit að það er alls ekki sjálfgefið. Ég er líka þakklát fyrir allar fallegu sam- verustundirnar og minningarnar sem við fjölskyldan höfum skap- að með þér og má þar nefna spilakvöldin okkar, samveruna í Sælingsdal, mörg ferðalög til út- landa og nú síðast rétt áður en þú veiktist þá fórum við saman til Barcelona, sem var draumur hjá þér að heimsækja, og ég gæti endalaust haldið áfram að telja upp. Mikið er tómlegt hérna án þín, elsku hjartans pabbi minn, og þurfum við hin nú að finna okkar leið að lifa lífinu án þín hérna með okkur. Við munum hugsa vel um elsku mömmu og ylja okkur við ynd- islegar minningar sem við sköp- uðum saman. Vil ég senda innilegt þakklæti til starfsfólksins á Líknardeild- inni í Kópavogi fyrir hlýhug og stuðning. Er hugur nemur harmafregn á hljóðri stund. Ég veit að gengur góður þegn á guðs síns fund. (Sveinn A. Sæmundsson) Með hjartans þökk fyrir allt, elsku pabbi minn, og þangað til við sjáumst næst, elska þig og sakna þín meira en orð geta lýst. Þín Linda. Elsku pabbi. Það er eitthvað svo fátæklegt að ætla sér að skrifa allt sem ég myndi vilja segja. Árið 2018 átti að vera árið sem þú yrðir betri. Við ætluðum að ferðast saman og þú ætlaðir að hjálpa okkur að mála gluggana i stofunni þegar þú kæmir út í stúdentsveisluna í vor. Sorgin er ólýsanleg og það er óraunverulegt að hugsa til þess að þú sért farinn. Minningarnar eru margar og við fjölskyldan munum eiga þær alltaf, að eilífu. Allar veiðiferðirnar, bústaðaferð- irnar, utanlandsferðirnar, spila- kvöldin og ekki síst allar ferðirn- ar ykkar mömmu út til okkar í Svíþjóð. Allar góðar minningar geymum við nú í huga okkar og við munum oft rifja upp og minn- ast þessara stunda. Það rifjast upp frá Kópavogsárunum þegar við vorum að alast upp að ég var jafnoft kölluð „dóttir hans Jóns Inga“ eins og mínu eigin nafni. Það sagði mikið um hver þú varst, pabbi, og hversu þekktur þú varst í bæjarfélaginu. Við er- um alin upp á Kópavogsvelli og Breiðablikslitirnir fara aldrei úr okkur. Það var mikið hlegið þeg- ar þú fórst á völlinn að horfa á barnabörnin þín keppa fyrir knattspyrnufélagið í heimabyggð okkar úti í Gautaborg. Búningar liðsins eru nánast eins og KR- búningurinn og þú þurftir heldur betur að hugsa einn hring áður þú gast farið að halda með liðinu. Sérstaklega var þetta skondið þegar „KR-barnabörnin“ spiluðu á móti liði í Breiðabliksgrænum búningum. Þú hefur alltaf verið ákveðinn, sumir myndu segja þrjóskur, og hvar sem þú komst við lentir þú í stjórnunarhlutverki. Að fólk seg- ir að við tvö séum lík er náttúru- lega hárrétt. Ég myndi vilja segja að það hafi nánast átt sér stað einræktun, þó svo að ég sé klár á því að mamma hafi átt hlut í mér. Það er sárt að kveðja þig. Við Per-Arne, Samúel og Tinna mun- um sakna þín óendanlega og ég geri ráð fyrir að þú munir nota þennan flugmiða sem búið var að panta fyrir þig út í vor og að þú munir sitja á veröndinni okkar í sólinni og minna mig á að það þarf að fara að setja olíu á pallinn. Ég elska þig. Inga Hrönn. Það var gæfuspor þegar ég játti því að prófa markvörslu í fótbolta með meistaraflokki Breiðabliks fyrir rúmlega hálfri öld. Böndin sem þá hnýttust hafa ekki slitnað síðan, sterkast bund- in af kærum vini, Jóni Inga Ragnarssyni. Hann var í fremstu víglínu í liðssveitinni þá, líkt og lengst af í því starfi sem hann hefur sinnt hverju sinni. Hann var afbragðs markaskorari, átti meðal annars fyrsta mark Blika á erlendri grund, en hann var ekki síður drifkraftur í starfinu, sá sem mætti til að merkja völlinn, mála búningsklefana, taka þátt í stjórnun og ekki síst styrkja og þjálfa liðið, unga sem eldri. Eiginlega var Jón Ingi fæddur hvetjandi og leiðbeinandi, það reyndi ég ekki síst þegar hann mörgum árum síðar leiðbeindi mér fyrstu skrefin í laxveiði. Það var enn eitt gæfuspor sem treysti vinaböndin. Við veiddum saman, stofnuðum veiðihóp, ræktuðum lax í ám vestur í Dölum, byggðum sameiginlegan sælukofa – áttum hreint stórkostlegan tíma með fjölskyldum og öðrum vinum. Allt á milli þess sem við lögðum upp- byggingu Breiðabliks lið eftir megni, hrópuðum á vellinum og glöddumst yfir vaxandi velgengni félagsins. Veiðimenn segja að óvíða reyni meira á félagsanda og vináttu en þegar þeir eru saman um stöng í á, þar komi innri maður vel í ljós. Jón var einstaklega nærgætinn við árnar og náttúruna. Líkt og á leikvellinum skyldu leikreglur hafðar í hávegum, drengskapar- lund, traust og vinarþel. Í samveru tengdri veiðinni var Jón Ingi, eins og í Breiðabliki, trausti, glaðlyndi og vandvirki fé- laginn, vakandi yfir því sem gera þurfti í viðhaldi, uppbyggingu og vellíðan en ekki síst yfir hag ung- viðisins, bæði laxanna og fjöl- skyldnanna. Þrátt fyrir allt það starf sem Jón Ingi vann fyrir aðra var fjöl- skyldan það mikilvægasta í lífinu. Kærleikurinn milli þeirra Öldu var einlægur, samstaðan sterk og einnig alúðin sem þau lögðu sam- an í velferð fjölskyldunnar. Hrygg kveðjum við Lóa kæran vin. Elsku Alda og afkomendur, megi minningarnar sefa sorgina, ylja ykkur og styrkja. Logi Kristjánsson. Með sanni má segja að hratt flýgur stund. Okkur sem stóðum að stofnun veiðihóps fyrir um þremur áratugum finnst ekki langt um liðið síðan við komum saman til að ræða stofnun hóps- ins til að veiða vestur í Dölum. Farið var vestur og aðstæður skoðaðar og leist mönnum harla vel á. Þar var allt til staðar sem slíkur félagsskapur gat óskað sér. Ekkert var verið að tvínóna við hlutina. Laxmenn skyldum við heita. Land var tryggt, leyfi til bygg- ingar bústaðar fengið, veiðiréttur tryggður og hafist handa. Glað- værð og eftirvænting ríkti. Í ár- anna rás hafa skörð verið höggv- in í hópinn og varpað skugga á glaðværðina en áfram hefur verið haldið. Jón Ingi Ragnarsson var einn af hvatamönnum að stofnun Lax- manna og lengst af formaður. Mikil vinna var lögð af hendi strax í upphafi við byggingu og frágang bústaðar hópsins að Laugum, vandað var til verksins og alltaf hægt að bæta við og dytta að, eins og gengur. Við öll þessi verk var Jón Ingi í fremsta flokki, orðlagt snyrtimenni, og sparaði sig hvergi – ekki heldur í vinnuskemmtiferðum. Ótalmargt mætti til tína til að minnast ógleymanlegra liðinna stunda. Við Laxmenn þökkum Jóni frábær kynni og ógleyman- lega samveru og vináttu. Eiginkonu hans, Öldu Sveins- dóttur og fjölskyldu, sendum við hugheilar samúðarkveðjur. Fyrir hönd félaganna, Ingvi Þorkelsson. Nú er elsku afi minn fallinn frá og er það með þungum söknuði sem ég rita þessi orð. Það var alltaf ljúft að koma heim til afa og ömmu og vildi ég helst eyða öllum mínum helgum þar sem barn. Afi var mikill fótboltaunnandi eins og flestum er kunnugt. Það setti mig því í mikla krísu þegar ég var lítil stúlka að pabbi minn og afi skyldu halda hvor með sínu liðinu. Pabbi með Leeds og afi með Liverpool. Til þess að gera ekki upp á milli þessara tveggja mikilvægu karla í lífi mínu sagð- ist ég sko halda bæði með Liver- pool og Leeds. Afi barðist hetjulega við þenn- an illvíga sjúkdóm, enda var það ekki að ástæðulausu sem hann fékk viðurnefnið afi nagli frá okk- ur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.(Úr Háva- málum) Minning þín mun varðveitast í hjörtum okkar, hvíl í friði, elsku afi minn. Sigrún Alda Ragnarsdóttir. Jón Ingi Ragnarsson  Fleiri minningargreinar um Jón Inga Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.