Morgunblaðið - 20.04.2018, Blaðsíða 23
✝ ÞorsteinnHjartarson
fæddist 27.4.1935 í
Reykjavík. Hann
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
8. apríl 2018.
Foreldrar hans
voru Sigrún Ein-
arsdóttir, fædd í
Flatey á Breiðafirði
29.10. 1905, látin
1939 í Reykjavík,
og Hjörtur Þorsteinsson, fædd-
ur í Eyvindartungu Laugardal
28.10. 1902, látinn 1991 á Eyri í
Kjós. Seinni kona Hjartar og
stjúpmóðir Þorsteins var
1. september 1904, dáinn 1996,
og Guðrún Ingimarsdóttir frá
Efri-Reykjum í Biskupstungum,
fædd 4. ágúst 1905 og dáin 1981.
Systkini Guðrúnar eru Ingi-
björg, f. 1931, Gísli f. 1932, hann
er látinn, Ingimar, f.1935, El-
ínborg, f. 1939, Þóra, f. 1945, og
Magnús, f.1949.
Þorsteinn og Guðrún eign-
uðust dótturina Rúnu Björk
Þorsteinsdóttur, f. 27.6. 1964.
Barnarnabörnin eru tvö. Þor-
finnur Guttormsson, fæddur
28.8. 1990, faðir hans er Gutt-
ormur Þorfinnsson. Guðrún
Embla Eiríksdóttir, fædd 11.12.
1998, faðir hennar er Eiríkur
Sæmundsson.
Þorsteinn vann mest sem bíl-
stjóri en einnig önnur störf
seinni hluta starfsævinnar.
Þorsteinn verður jarðsunginn
frá Lindakirkju í dag, 20. apríl
2018, klukkan 13.
Kristín Jónsdóttir,
f. 20.6. 1913 Þúfu í
Kjós, látin 1999.
Systkini hans eru:
Arnheiður, f.1928,
hún er látin, Har-
aldur, f. 1942, Sig-
rún, f. 1944, og Jón,
f. 1946.
Þorsteinn ólst
upp að Eyri í Kjós
en fluttist ungur til
Reykjavíkur.
Þorsteinn giftist Guðrúnu
Einarsdóttur, f. 16.2. 1937, frá
Kjarnholtum í Biskupstungum.
Foreldrar hennar voru Einar
Gíslason, fæddur í Kjarnholtum
Nú er Steini mágur minn fall-
inn frá, laus úr viðjum sjúkdóma
og erfiðleika og kominn í sum-
arlandið.
Líf Steina hefur ekki alltaf
verið dans á rósum og mótaðist
æska hans örugglega mikið af
því að hann missir móður sína á
barnsaldri einungis fjögurra ára
gamall og hefur það örugglega
reynt mikið á barnssálina.
Þegar ég var ung og ógift
hjálpaði hann mér mjög mikið og
er ég honum þakklát fyrir það.
Á þessum árum vann ég ekki í
Reykjavík en var oft að koma í
bæinn og var heimagangur hjá
Dúnu systur og Steina.
Þau tóku mér ávallt vel og átti
ég visst athvarf hjá þeim á þess-
um árum . Þarna var Rúna Björk
ung stelpa, mjög skemmtileg.
Steini var góður dansari og
var afar gaman að taka sporið
með honum.
Hann dansaði til dæmis vel
djæf og fleiri dansa.
Þegar kom að því að ég vildi
kaupa mér bíl var Steini mér
mikil stoð og stytta og aðstoðaði
mig við bílakaupin á allan máta.
Steini keyrði sendibíl til fjölda
ára og var einn af fyrstu bílstjór-
um
Nýju sendibílastöðvarinnar og
var mjög ötull við þá vinnu og fór
hann stundum með hljómsveitir
út á land um helgar.
Nú á síðari árum átti Steini
við heilsufarsvanda að stríða og
fór hann meðal annars í mjög
erfiða aðgerð fyrir um 15 árum.
Þá var honum haldið sofandi svo
vikum skipti og varla hugað líf
um tíma.
Mér fannst hann aldrei ná
fyrri styrk eftir þetta.
Á undanförnum árum hafa
Steini og Dúna haft mikið yndi af
því að ferðast til sólarlanda og
hafa oft farið tvisvar sinnum á
ári sér til eflingar og heilsubótar.
Ég er viss um að Steini fær
góðar móttökur frá móður sinni
og fleirum á æðra tilverustigi.
Ég vil að endingu þakka
Steina mági mínum samfylgdina
í gegnum árin og bið guð að
geyma hann.
Þóra Einarsdóttir.
Nú þögn er yfir þinni önd
og þrotinn lífsins kraftur
í samvistum á sæluströnd
við sjáumst bráðum aftur.
(Ingvar N. Pálsson.)
Nú er hann Steini hennar
Dúnu farinn í sumarlandið sadd-
ur lífdaga. Annan í páskum fékk
Steini heilablæðingu og lést í
kjölfarið sex dögum seinna.
Mér finnst ég hafa þekkt hann
Steina alla mína ævi og mjög vel
frá því ég fluttist að heiman þá
16 ára og eru því liðin 45 ár. Ég
hef í 45 ár verið mikið viðloðandi
heimili Steina og Dúnu, fyrst
sem unglingur og síðan móðir og
að lokum amma.
Alltaf þegar Steini og Dúna
fóru til sólarlanda, sem þau
gerðu einu sinni til tvisvar á ári,
var ég beðin um að líta eftir
Rúnu og vera henni innan hand-
ar, þ.e.a.s. ef hún fór ekki með
þeim og þá var alltaf farið yfir
sömu rulluna um bankahólfið og
hvar það væri ef flugvélin færist
nú.
Ég tók nú ekki betur eftir því
öll þessi ár, en að ég hefði örugg-
lega aldrei fundið hólfið ef eitt-
hvað hefði komið fyrir, mér
fannst alltaf svo fyndið þegar
rullan um bankahólfið hófst hjá
þeim, enda þekkti ég ekki nokk-
urn mann sem var með banka-
hólf.
Steini, Dúna, Rúna og fjöl-
skylda hennar voru alltaf kölluð
til ef eitthvað var um að vera í
fjölskyldunni okkar og gagn-
kvæmt.
Skírn, ferming, útskrift, skírn
barnabarnanna, jólaboðin og svo
í áramótaboðin, alltaf voru þau
talin með og gaman að hafa þau
með okkur.
Eins og gengur og gerist hjá
öllum með hækkandi aldri þá
fer heilsan að bila og að lokum
kveðjum við og höldum í sum-
arlandið og þangað er hann
Steini kominn núna og orðinn
heill heilsu, eða því vil ég trúa
og búinn að hitta þá sem voru
þar fyrir.
Alla tíð tók Steini mér vel, og
aldrei varð okkur sundurorða.
Steini var ekki maður margra
orða, sérstaklega hin síðari ár,
en alltaf tókst mér þó að fá
hann til að brosa svolítið að
bullinu í mér. Síðustu þrjú árin
höfum við Krissi búið í nágrenni
við Steina og Dúnu og notið
þess að fá þau í kaffibolla við og
við.
Himneskt
er að vera
með vorið
vistað í sálinni,
sólina
og eilíft sumar
í hjarta.
Því hamingjan
felst í því
að vera með
himininn
í hjartanu.
Lifi lífið!
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Ég er þakklát fyrir þá gæfu
að hafa átt vegferð með Steina í
öll þessi ár.
Ég og fjölskylda mín þökkum
og blessum minningu góðs
manns.
Guðrún B. Ketilsdóttir
(Lilla).
Þorsteinn
Hjartarson
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 2018
✝ GuðmundurReynir Guð-
mundsson fæddist í
Kolviðarnesi í Eyja-
hreppi 22. mars
1941. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands, Akra-
nesi, 8. apríl 2018.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Guðmundsson, f.
15. sept. 1902, d.
24. jan. 1993, og Margrét Guð-
jónsdóttir, f. 3. mars 1923, d. 2.
maí 2013, bændur í Dalsmynni,
Eyjahreppi.
Systkini Guðmundar Reynis
eru Eygló, f. 13. apríl 1940,
Ágúst Guðjón, f. 6. júlí 1943,
Ástdís, f. 18. sept. 1944, Svava
Svandís, f. 4. okt. 1946, Margrét
Svanheiður, f. 18. ágúst 1948,
Svanur Heiðar, f. 29. nóv. 1950,
maí 1999, og Reynir, f. 4. okt.
2007. 3) Guðmundur, f. 4. ágúst
1978, eiginkona Nína Rún Hösk-
uldsdóttir, f. 10. ágúst 1978,
börn þeirra eru Emma, f. 10.
nóv. 2006, og Guðmundur Tóm-
as, f. 1. júlí 2010. 4) Hrönn, f. 1.
ágúst 1983, sambýlismaður
Gunnar Máni Hermannsson, f.
16. júlí 1985, sonur hans er Óm-
ar Freyr, f. 25. okt. 2007, sonur
þeirra er Frosti, f. 15. jan. 2018.
Guðmundur Reynir ólst upp í
Kolviðarnesi til sjö ára aldurs en
flutti þá í Dalsmynni í Eyja-
hreppi þar sem hann bjó öll sín
uppvaxtarár. Hann hóf búskap í
Borgarnesi árið 1967 ásamt
Herdísi konu sinni.
Guðmundur Reynir lauk vél-
stjóraprófi frá Vélskóla Íslands
1962. Hann stundaði nám við
Iðnskólann í Borgarnesi, lauk
sveinsprófi þaðan í múrsmíði
1971 og hlaut meistararéttindi
1974. Hann starfaði við múrverk
alla tíð, fyrst sjálfstætt en í Loft-
orku frá 1981.
Útför Guðmundar Reynis fer
fram frá Borgarneskirkju í dag,
20. apríl 2018, klukkan 14.
Kristján Guðni, f. 2.
sept. 1952, Tryggvi
Gunnar, f. 23. júní
1956, Sigrún Haf-
dís, f. 9. apríl 1960,
og Skarphéðinn
Pálmi, f. 11. apríl
1962.
Þann 6. júlí 1968
kvæntist Guð-
mundur Reynir
Herdísi Jónas-
dóttur, f. á Innra-
Leiti 15. júní 1950. Foreldrar
hennar voru Jónas Guðmunds-
son, f. 27. apríl 1905, d. 27. júlí
1978, og Lára Jóelsdóttir, f. 11.
mars 1909, d. 23. mars 1969,
bændur á Læk, Skógarströnd.
Börn þeirra eru: 1) Jónas, f.
24. apríl 1970, 2) Fjóla, f. 11. feb.
1972, börn hennar og fyrrv. eig-
inmanns, Ólafs Árnasonar, eru
Saga, f. 27. sept. 1997, Hugi, f. 6.
Í dag berum við til grafar elsku-
legan föður minn.
Elsku pabbi, ég trúi ekki að þú
sért dáinn – það trúir því enginn!
Þú, manna hressastur og hraust-
astur. Það var nú bara fyrir rétt
rúmu ári sem þú hjálpaðir mér að
bera níðþungan eikarskáp upp
fjórar hæðir til mín. Þú varst síst
þreyttari en ég. Og bara fyrir
þremur vikum náðu barnabörnin
að plata þig út í fótbolta á Kveld-
úlfsgötunni góðu.
Þú varst alltaf svo hjálpsamur
og áhugasamur um það sem gekk á
í mínu lífi, en oftar en ekki fór spjall
okkar út í vinnutengd efni. Það er
kannski ekki skrítið þar sem við
vorum vinnufélagar til margra ára.
Þú kenndir mér ótalmargt, en það
var kannski ekki alltaf auðveldast í
heimi að vinna með pabba sínum.
Í dag hugsa ég um þessa daga
með hlýju og þykir mjög vænt um
þessi ár. Þeir eru fáir sérvitrari en
þú varst, en vandvirkari er enginn.
Þú gerðir allt eftir þínu höfði, gafst
ekki mikið fyrir það sem „hvít-
hjálmarnir“ sögðu. Þú sagðir alltaf:
„Bara hlusta á þá og segja já og
amen, en gera síðan eitthvað gáfu-
legt.“ Þau voru líka fá verkfærin
sem ekki mátti betrumbæta eitt-
hvað aðeins og síðan var líka bara
hægt að finna eitthvað stórkostlegt
upp. Uppfinningarnar eru margar
hverjar alveg kostulegar: sigti og
flísasög knúin þvottavélamótorum,
„skódarnir“ og allir færanlegu tor-
færuvinnupallarnir með hjólböru-
dekkjunum.
Þú varst yndislegur afi. Það sem
barnabörnin gátu platað þig út í og
alltaf varst þú til. Ég man ekki eftir
því að hafa spilað við þig fótbolta í
æsku, en það sem þú gast leikið við
afabörnin: Fótbolti, kubb, hið
heimatilbúna krolf og svo ekki sé
minnst á að tjalda úti á túni um
miðjan apríl! Þú gerðir líka margt
fyrir okkur systkinin: hentir upp
steyptri sundlaug í bakgarðinum
og leyfðir mér að sigla litlu skút-
unni þinni eins og ég nennti þegar
ég var gutti. Þú varst fljótur að
fara, pabbi. Enginn var tilbúinn að
kveðja, enginn nema þú. Þú varst
tilbúinn og sterkur fyrir okkur hin.
Úr því sem komið var varst þú ekk-
ert að tvínóna við hlutina. Þú laukst
þessari stuttu baráttu hratt og
örugglega. … og fyrirgefðu, pabbi,
þú vildir víst engan lofsöng eftir
þína daga – það er bara ekki annað
hægt! Vertu sæll og blessaður,
besti pabbi í heimi.
Þinn sonur,
Guðmundur.
Ég sit í stofunni á Kveldúlfsgöt-
unni og horfi út um gluggann, út á
sjóinn, og rifja upp minningar um
pabba. Það var einmitt í þessari
stofu sem við Gummi bróðir vorum
að fljúgast á yfir fréttunum og
pabbi skammaði okkur (enda vor-
um við frekar óþolandi). Þetta er
eina skiptið sem ég minnist þess að
pabbi hafi skammað mig, og þegar
ég hugsa til baka þá held ég að
hann hafi nú bara aðeins hækkað
róminn og sagt: „Óttaleg læti eru
þetta í ykkur, krakkar.“ Pabbi var
með einstakt jafnaðargeð og ef-
laust of mikið, svona uppeldislega
séð. Ég get rifjað upp alveg
ógrynni af ljúfum minningum úr
barnæsku, til dæmis kofasmíði í
garðinum, skútusiglingar úr fjör-
unni heima, öll ferðalögin um land-
ið (með mig bílveika) og ýmislegt
bras með pabba. Einhverra hluta
vegna var honum mikið í mun að ég
yrði ekki öðrum háð og gæti bjarg-
að mér sjálf. Þegar ég var yngri lét
hann mig gera allskonar, til dæmis
mála, sparsla, negla, bora og síðast
en ekki síst skipta um dekk á bíln-
um mínum. Ekki vildi hann vita af
litlu stelpunni sinni bjargarlausri
uppi á heiði með sprungið á bílnum!
Já, hann pabbi minn var ein-
stakur karl og ég er viss um að
margir taka undir það. Einmitt
þess vegna gerði sér enginn grein
fyrir því að krabbameinið myndi
leggja hann að velli og hvað þá
svona snögglega. Pabbi var alltaf
svo hraustur og jákvæður að hann
myndi nú sigra þennan fjanda jafn
auðveldlega og að drekka vatn. Svo
var ekki. Það er ólýsanlega sárt að
kveðja pabba sinn. Pabbi var líka
einstakur afi og mesta eftirsjáin er
að Frosti minn fái ekki að kynnast
honum betur. Ég veit að þegar
pabbi á lausa stund þá fylgist hann
með okkur úr fjarlægð, en ef ég
þekki karlinn rétt þá situr hann
ekki auðum höndum þar sem hann
er staddur núna.
Hrönn.
Heilsteyptur, traustur, rólynd-
ur, góður, pælari, iðinn, brosmild-
ur, sérvitur, hjálpsamur … þetta
eru orðin sem koma upp í hugann
þegar ég minnist elsku pabba.
Meira jafnaðargeð er vart hægt að
ímynda sér. Það var sko ekki verið
að æsa sig yfir hlutunum. Ég man
t.d. aðeins eftir því að hann hafi
skammað mig einu sinni. Einu
sinni. Og þá var ég orðin tólf ára.
Samt var ég ekkert sérstaklega
stillt barn.
Það var svo gaman að spá og
spekúlera með pabba og hann kom
oft með sniðugar hugmyndir þegar
maður var að pæla eitthvað. Og
þau eru ófá handtökin sem liggja
eftir hann á heimili mínu. Það
þurfti varla að biðja, hann var
mættur með kerruna fulla af múr-
græjum ef einhverjar framkvæmd-
ir voru fyrirhugaðar.
Dásamlegt var að fylgjast með
honum sinna barnabörnunum,
þeirra missir er ákaflega mikill. Afi
var alltaf til í að fara út að leika, nið-
ur í fjöru, út á róló, eða í fótbolta, en
á efri árum komu í ljós áður
óþekktir hæfileikar á því sviði! En
það var líka notalegt að sitja í ró-
legheitum hjá afa og lesa eða spila.
Það er hvergi betra að vera en á
Kveldúlfsgötunni. Gagnkvæmt
traust, virðing og ást ríkti alltaf
milli mömmu og pabba og fann
maður það sterkt á heimili þeirra,
þar er alltaf friður og ró.
Pabbi tók veikindum sínum af
miklu æðruleysi og skildi sáttur við
þessa tilvist. Það hentaði honum
svo sannarlega ekki að liggja veik-
ur og kláraði hann þetta síðasta
verkefni sitt af sömu drift og annað
sem hann tók sér fyrir hendur.
Söknuðurinn er sár, tómarúmið
er mikið en ljúfar minningar
streyma fram.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
pabbi, sofðu rótt. Þín
Fjóla.
Afi, þú gerðir líf mitt betra. Þú
varst alltaf svo glaður og góður.
Ef ég væri með nógu mikla
málningu myndi ég mála allan
heiminn fyrir þig, afi, fyrir þig.
Ég man þegar við fórum saman
í myllu og þú vannst mig eiginlega
alltaf.
Ég man eftir sumrunum þegar
við fórum saman í fótbolta – oh
hvað það var gaman. En nú er allt
breytt, nú mun ég ekki koma í
Borgarnes og fá knús frá þér. Þú
og amma voruð alveg einstök. Þú
og amma, þú og amma.
Nú kveð ég þig, afi, nú kveð ég
þig, nafni.
Reynir Ólafsson.
Í dag kveðjum við með söknuði
kæran bróður. Reynir var næst-
elstur ellefu barna Guðmundar og
Margrétar í Dalsmynni. Hann var
fæddur í Kolviðarnesi, við sjóinn
þar sem Snæfellsjökull og allur
fjallahringurinn skartar sínu feg-
ursta. Á þessum tíma fengu börn
snemma að taka þátt í bústörfun-
um og Eygló, elsta systirin, minnist
þess að í Kolviðarnesi, þar sem
Reynir ólst upp fyrstu árin, hafi
hann mjög snemma verið farinn að
gera gagn. Hann tók þátt í að gæta
yngri systkinanna, snúast í kring-
um skepnur o.fl. Þá kom fljótt í ljós
hve samviskusamur og ábyrgur
hann var, að gera vel og ljúka því
strax sem hann var beðinn um að
gera. Þegar hann var sjö ára flutti
fjölskyldan að Dalsmynni og þó að
búskapurinn hafi ekki heillað hann
vann hann öll sín verk af mikilli
samviskusemi og vandvirkni og
þannig var hann allt sitt líf, gegn-
heill maður með ljúfa lund og skipti
sjaldan skapi.
Þeir Gústi bróðir fóru saman á
samning hjá Stefáni Jónssyni og
lærðu múrverk. Þeir unnu mikið
saman fyrstu árin en svo hóf Reyn-
ir sitt ævistarf hjá Loftorku. Áður
hafði hann farið í Vélskólann og
vann um tíma á bílaverkstæði en
fór svo sem vélstjóri á sjó nokkrar
vertíðir. Eitt sinn hafði Gústi tekið
að sér of mikla vinnu og bað Reyni
að koma í land og vinna með sér
sem hann gerði, en stuttu seinna
fórst báturinn.
Lánið lék svo oft við Reyni, hann
hitti hana Heddý sína, yndislega
stúlku af Skógarströndinni. Þau
komu sér upp húsi á Kveldúlfsgöt-
unni í rólegheitum og gáfu sér góð-
an tíma til þess. Þar bjuggu þau sér
og börnunum notalegt heimili, fullt
af væntumþykju og hlýju. Þangað
var alltaf gott að koma og áttum við
öll margar góðar samverustundir
þar, bæði þegar stórfjölskyldan
kom saman í Borgarnesi og eins
dvöldumst við yngri systkinin hjá
þeim um tíma vegna vinnu. En
skjótt skipast veður í lofti. Við hitt-
um Reyni í lok mars kátan og
hressan eins og hann átti að sér að
vera, hálfum mánuði seinna kvaddi
hann þessa jarðvist eftir snarpa
baráttu við krabbamein. Það er erf-
itt að sætta sig við að Reynir, sem
alla tíð var við hestaheilsu með fulla
starfsorku, væri kvaddur á brott
svo skyndilega. Þetta varð öllum
mikið áfall og er hugur okkar og
samúð hjá Heddý og fjölskyldunni
allri. Þau hjónin voru nýhætt að
vinna og farin að njóta efri áranna.
Með ferðalög í farvatninu og bjarta
framtíðardrauma. En enginn veit
sína ævina fyrr en öll er.
Elsku Heddý, Jónas, Fjóla,
Guðmundur, Hrönn og fjölskyldur,
það er skarð fyrir skildi hjá ykkur
öllum.
Megi guð og góðar vættir veita
ykkur styrk á erfiðum tíma.
Systkinin frá Dalsmynni,
Eygló, Ágúst, Ástdís,
Svandís, Margrét, Svanur,
Kristján, Tryggvi, Sigrún
og Skarphéðinn.
Minn kæri Reynir.
Nú er komið að kveðjustund,
mér finnst það bara ekki geta verið
en svo er það víst.
Á svona stund sér maður hve
dýrmætar minningar eru og á ég
þær margar. Árshátíðir, þorrablót,
réttir og lengi mætti telja og eiga
þær allar það sameiginlegt að vera
fullar af hlátri, gleði og væntum-
þykju, ein af mínum dýrmætustu
minningum er þegar þú og Birgir
frændi fóruð með okkur krakkana í
göngu upp á Bíldhólsfellið og man
ég hvað mér þótti merkilegt að fá
að fara með og hef líklegast talað
alla leiðina upp og líka niður gæti
ég trúað.
Það sem er mér líka dýrmætt er
að börnin mín fengu að kynnast
þér og eiga sínar minningar um
þig.
Ég vil bara þakka þér, kæri
Reynir, fyrir allar góðu stundirnar.
Elsku Heddý, Jónas, Fjóla,
Guðmundur, Hrönn og fjölskyldur,
ég sendi ykkur mínar óskir um
að guðs englar og góðar vættir vaki
yfir ykkur alla tíð
Eva María Jóelsdóttir.
Guðmundur Reyn-
ir Guðmundsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Ég vil ekki gera upp á
milli afa minna, en ég get
sagt það að þú hefðir ekki
getað verið betri afi fyrir
mér. Þú varst svo góður að
vilja nánast alltaf fara út að
leika með mér, Tómasi og
Reyni. Þú varst líka góður
á margan annan hátt.
Ef ég ætti eina ósk
myndi ég óska mér að þú
værir ennþá á lífi og að ekk-
ert af þessu hefði gerst. Ég
gleymi þér aldrei.
Þín
Emma.
Fleiri minningargreinar
um Guðmund Reyni Guðmunds-
son bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.