Morgunblaðið - 20.04.2018, Síða 36
FÖSTUDAGUR 20. APRÍL 110. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Gamalt bankaútibú verður heimili
2. Ólafur Elíasson selur … glæsihús
3. Grunur um að Sindri sé á Spáni
4. Mengunarvörn fannst …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hrafnhildur Arnardóttir/Shoplifter
er annar myndlistarmaðurinn sem
ræðst inn í Listasafn Reykjavíkur –
Ásmundarsafn í öðrum innrásarlið
sýningarinnar List fyrir fólkið og
verður sýning hennar opnuð í safninu
á morgun kl. 16. Hrafnhildur tekst á
við verk myndhöggvarans Ásmundar
Sveinssonar og bygginguna sjálfa, en
hún er þekkt fyrir stórar og litríkar
innsetningar sem unnar eru úr hári.
Morgunblaðið/Golli
Innrás Shoplifter
Söngsveitin Ægisif heldur tónleika
í Langholtskirkju
á morgun kl. 17 og
syngur á þeim
kórverkið Bjöll-
urnar ásamt völd-
um perlum úr
Náttsöngvunum
eftir Sergej
Rachmaninoff.
Kórsinfóníuna
Bjöllurnar samdi
Rachmaninoff árið 1913 og hefur
verkið ekki verið flutt áður hér á
landi. Einsöngvarar verða Lilja Dögg
Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson,
Hrafnhildur Árnadóttir og Fjölnir
Ólafsson. Píanóleikari er Anna Guðný
Guðmundsdóttir.
Bjöllur frumfluttar
Kammersveitin Stelkur heldur út-
gáfutónleika annað kvöld kl. 20 í Ár-
bæjarsafni vegna plöt-
unnar Stórval sem
inniheldur samnefnt
verk Charles Ross
sem er tileinkað og
byggt á verkum
myndlistar-
mannsins
Stórvals.
Stelkur fagnar
útgáfu Stórvals
Á laugardag Hæg austlæg átt og skýjað með köflum en austan 5-
13 m/s um kvöldið og yfirleitt þurrt en dálítil rigning SA-lands. Hiti
2 til 9 stig, hlýjast SV-lands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Lítils-
háttar væta norðan heiða, en stöku skúrir syðra. Hiti 4 til 12 stig,
hlýjast sunnanlands.
VEÐUR
Ég held að við séum að fara fá
svakalega viðureign á milli
Tindastóls og KR. Stólarnir
pökkuðu KR eftirminnilega í
bikarúrslitaleiknum. Það að
vinna titil fær menn til að vilja
vinna fleiri titla. Að vinna titla
er eins og kynlíf, segir Bene-
dikt Guðmundsson
um rimmu KR og
Tindastól um Ís-
landsmeistaratit-
ilinn í körfuknatt-
leik karla. »4
Að vinna titla er
eins og kynlíf
Hann var ekki æsispennandi, fyrsti
leikur úrslitaeinvígis úrvalsdeildar
kvenna í körfuknattleik á Ásvöllum í
gærkvöldi. Haukar sigruðu Valskonur
á mjög sannfærandi hátt, 85:68, og
tóku forystuna í rimmunni en vinna
þarf þrjá leiki til að hreppa
Íslandsmeistaratitilinn.
Haukar réðu ferðinni
allan tímann og eru nú
1:0 yfir í einvíginu.
Liðin mætast næst
á Hlíðarenda á
morgun. »2
Haukar unnu mjög
sannfærandi sigur
„Stjarnan er metnaðarfullt félag sem
áratugum saman hefur átt kvenna-
handboltalið í allra fremstu röð hér á
landi. Mér finnst það fyrst og fremst
vera heiður að fá að vinna fyrir félag-
ið og um leið að standa í baráttu um
titla,“ segir Sebastian Alexandersson
sem í gær var ráðinn þjálfari kvenna-
liðs Stjörnunnar í handknattleik
ásamt Rakel Dögg Bragadóttur. »4
Fyrst og fremst heiður
að vinna fyrir Stjörnuna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Ég vil leggja allt í að komast vel
frá því sem ég geri. Ná því besta
sem hægt er út úr hrossinu,“ segir
Gunnhildur Birna Björnsdóttir,
nemandi á Hvanneyri, sem vann
Morgunblaðsskeifuna í ár. Verð-
launin eru veitt á skeifudegi Land-
búnaðarháskóla Íslands og Hesta-
mannafélagsins Grana á Hvanneyri
en skeifudagurinn er ávallt sum-
ardagurinn fyrsti.
Morgunblaðsskeifan er veitt þeim
nemanda sem náð hefur bestum
samanlögðum árangri í reið-
mennskuhluta knapamerkis 3. Allir
nemendur starfsmenntabrauta og
háskóladeilda Landbúnaðarháskól-
ans sem ekki hafa tekið þátt í
skeifukeppni áður hafa þátttöku-
rétt.
Gunnhildur hefur unnið á hesta-
búinu á Skáney og telur hún að
reynslan þaðan hafi hjálpað sér í
skeifukeppninni í vetur. Hún sér nú
á eftir trippinu sem hún tamdi í vet-
ur í sláturhúsið vegna þess að það
er bæklað og ekki hægt að nota það.
Framtíðin óráðin
Gunnhildur ólst upp á Snartar-
stöðum í Lundarreykjadal í Borgar-
firði og býr nú í Bæ í Bæjarsveit.
Hún segist ekki hafa alist upp við
hestamennsku. Hún hafi hins vegar
fengið áhugann þegar hún kynntist
hestum og hestamennsku hjá Ólöfu
Kolbrúnu Guðbrandsdóttur í Nýja-
bæ. „Olla er hestaamma mín,“ segir
hún. Hún bætir því við að móðir
hennar, Gro Jorunn Hansen sem er
norsk að uppruna hafi komið hingað
til lands vegna áhuga á íslenskum
hestum. Faðir hennar er Björn
Björnsson sem var bóndi á Snartar-
stöðum.
Framtíðin er óráðin hjá Gunn-
hildi. Hún segist ekki hafa ákveðið
hvað hún tekur sér fyrir hendur að
loknu búfræðináminu á Hvanneyri.
Hún telur þó að hestar muni verða
hluti af hennar lífi áfram. Hún lærði
hestanudd í Noregi og hefur fengist
við það eftir því sem tími hefur gef-
ist til. Þá hefur hún mikinn áhuga á
ljósmyndun og landbúnaði almennt.
„Það er fínt að blanda öllu þessu
saman,“ segir hún.
Gunnhildur segir að hópurinn í
hestafræðinni hafi verið góður í vet-
ur og allir duglegir að temja og
hugsa um hestana sína.
Morgunblaðið hefur veitt Morg-
unblaðsskeifuna til nemenda á
Hvanneyri samfellt frá árinu 1957.
Upphaflega var það að frumkvæði
Gunnars Bjarnasonar, kennara við
Bændaskólann á Hvanneyri og
hrossaræktarráðunautar Búnaðar-
félags Íslands. Vildi Morgunblaðið
með þessu framtaki sýna hug sinn
til þessarar fornu og göfugu
íþróttar, hestamennskunnar. Gunn-
hildur Birna er 61. skeifuhafinn.
Olla er hestaamman mín
Gunnhildur er 61.
handhafi Morgun-
blaðsskeifunnar
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Fimm efstu Ágúst Gestur Guðbjargarson varð í 5. sæti Skeifukeppninnar, lengst til vinstri á myndinni, Dagrún
Kristinsdóttir í 4. sæti, Heiðar Árni Baldursson í 3. sæti, Hólmfríður Ruth Guðmundsdóttir varð önnur og Gunn-
hildur Birna Björnsdóttir sigraði. Lengst til hægri er reiðkennarinn, Heiða Dís Fjeldsted.
Fjöldi viðurkenninga er veittur á
skeifudaginn, auk Morgunblaðs-
skeifunnar. Heiðar Árni Bald-
ursson sigraði í fjórkeppni nem-
enda og fékk Gunnarsbikarinn
sem gefinn var til minningar um
Gunnar Bjarnason, fyrrverandi
hrossaræktarráðunaut og kenn-
ara. Heiðar vann einnig reið-
mennskuverðlaun Félags tamn-
ingamanna. Daníel Atli
Stefánsson fékk framfarabikar
Reynis fyrir góða ástundum og
framfarir í náminu en bikarinn er
gefinn til minningar um Reyni
Aðalsteinsson, tamningameistara
og reiðkennara. Rebekka Rún
Helgadóttir fékk Eiðfaxabikarinn
fyrir bestu einkunn í bóklegum
áfanga hestafræðinnar. Þá kepptu
nemendur úr námskeiðsröðinni
reiðmanninum í gangtegunda- og
fimikeppni sem Reynir Aðal-
steinsson útfærði upphaflega.
Sigurður Halldórsson sigraði og
fékk Reynisbikarinn.
Fóru heim með bikarana
FJÖLDI VIÐURKENNINGA AFHENTUR
Sigurvegari Gunnhildur Birna
Björnsdóttir með verðlaunin.