Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 1

Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 1
Handtekinn Sindri Þór er nú í haldi lögreglunnar í Amsterdam. Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu á Sogni í síðustu viku, var handtekinn í miðborg Amster- dam í Hollandi í gær. Þetta staðfesti Rob van der Veen, talsmaður lög- reglunnar í Amsterdam, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Hann sagði lögregluna í Amster- dam ekki vilja tjá sig frekar um kringumstæður handtökunnar að svo stöddu, en sagði jafnframt að málið væri nú hjá héraðssaksóknara í Amsterdam og yrði haft samband við íslensk yfirvöld um framhaldið. Ólafur Helgi Kjartansson, lög- reglustjóri á Suðurnesjum, staðfesti einnig handtöku Sindra Þórs, en sagðist ekki geta tjáð sig um næstu skref þegar mbl.is ræddi við hann seint í gærkvöldi. Lögmaður Sindra Þórs, Þorgils Þorgilsson, sagði við mbl.is í gær- kvöldi að hann hefði ekki heyrt af handtökunni annað en það sem kom- ið hefði fram í fjölmiðlum. Sindri Þór laumaðist út um glugga aðfaranótt þriðjudags á með- an hann var vistaður í fangelsinu á Sogni. Áður en það uppgötvaðist komst hann um borð í flugvél Ice- landair til Stokkhólms í Svíþjóð. Sindri handtekinn í Amsterdam  Næstu skref liggja ekki fyrir M Á N U D A G U R 2 3. A P R Í L 2 0 1 8 Stofnað 1913  94. tölublað  106. árgangur  MARGFALDUR MEISTARI Í FRJÁLSUM FLJÓTUR AÐ HLAUPA 5 KM LISTAHÁTÍÐ ER HÁTÍÐ ALLRA LANDSMANNA HLYNUR ANDRÉSSON ÍÞRÓTTIR VIGDÍS JAKOBSDÓTTIR 26 Geðfatlaður og býr í bíl  Hefur ekki tölu á þeim fundum sem hún hefur farið á vegna vanda föður síns  965 á biðlista eftir félagslegu húsnæði í borginni  Meðalbið lengri en þrjú ár verið til um 120 viðtakenda; þing- manna, ráðherra, borgarstjórans í Reykjavík og yfirmanna velferðar- mála. Steindór Einarsson, faðir Aldísar, er geðfatlaður, hann hefur verið hús- næðislaus í um tvö ár og þrátt fyrir að hafa verið efstur á biðlista í marga mánuði eftir félagslegu húsnæði hjá þeirri þjónustumiðstöð borgarinnar sem fer með hans mál fær hann ekk- ert húsnæði úthlutað. Hann heldur nú að mestu leyti til í bifreið sinni. Aldís er talsmaður föður síns og segist ekki hafa tölu á öllum þeim fundum sem hún hefur farið á vegna húsnæðisvanda hans. „Ég finn til með öllum þeim sem eru í sömu spor- um og pabbi og eru ekki með neinn til að tala fyrir sig,“ segir hún. Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Með því að segja frá aðstæðum Steindórs í opnu bréfi vonar fjöl- skyldan að hver sá sem les þetta geti á einhvern hátt aðstoðað fjölskyld- una við að koma Steindóri í öruggt viðeigandi frambúðarhúsnæði.“ Á þessum orðum endar opið bréf sem Aldís Steindórsdóttir sendi ný- Biðin langa » 965 bíða eftir félagslegu húsnæði í borginni. » Meðalbiðtími í fyrra var 38 mánuðir. » Það er meira en tvöfalt lengri bið en árið 2010. MBúin að tæma » … 11 Sólin hellti hlýjum geislum sínum yfir landið um helgina og í borginni mátti víða sjá bros á andliti fólks. Í Árbæjarsafni, á síðasta degi Barnamenn- ingarhátíðar, var boðið í ýmsa leiki sem vant fólk stjórnaði og hentuðu börnum sem full- orðnum. Var meðal annars farið í boltaleiki, pokahlaup, hafnabolta og stultugöngu og syst- urnar ungu fóru í lystireisu um safnlóðina á baki föður síns. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Systurnar bornar á baki föður síns Líf og fjör í Árbæjarsafni á síðasta degi Barnamenningarhátíðar í Reykjavík Nýr samningur Sjúkratrygginga Íslands við ljósmæður í heimaþjón- ustu sem starfa sem verktakar ligg- ur ósamþykktur í ráðuneytinu og hefur verið þar frá því fyrir páska. Svandís segist ekki hafa heyrt frá ljósmæðrum og hún hafi fyrst heyrt af aðgerðunm í fjölmiðlum. „Það voru tilteknir þættir í þess- um samningsdrögum sem þörfnuð- ust viðbragða frá Landspítalanum og sjúkrahúsinu á Akureyri,“ segir hún. Svar sjúkrahússins á Akureyri barst ráðuneytinu 6. apríl sl. en enn er beðið viðbragða Landspítalans. „Ég mun funda um þetta mál í ráðu- neytinu í fyrramálið,“ segir Svan- dís. Miklar líkur eru á því að álag á Landspítalann aukist næstu daga, en ljósmæður á Landspítala mega ekki ganga í störf heimaljósmæðra. »2 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra segir að aðgerðir ljós- mæðra í heimaþjónustu hafi komið á óvart, en minnst 60 af 95 ljós- mæðrum í heimaþjónustu leggja niður störf í dag vegna óánægju með kjaramál sín. „Það kemur mér á óvart að þetta skuli koma fyrst fram í fréttum með sólarhrings- fyrirvara, ég hef ekki heyrt í ljós- mæðrum sjálf,“ segir Svandís. Undrast aðgerðir ljósmæðra  60 ljósmæður leggja niður störf  Bíða svara Landspítala Sá fjöldi fram- boða sem nú er kominn fram fyr- ir borgarstjórn- arkosningarnar í Reykjavík í næsta mánuði leiðir til þess að athygli fjölmiðla dreifist. „Grund- völlur lýðræð- isins er sá að þegar við greiðum at- kvæði sé það upplýst ákvörðun enda höfum við áður kynnt okkur um hvað er að velja,“ segir Birgir Guðmundsson stjórnmálafræð- ingur og dósent við Háskólann á Akureyri. Birgir segir að 90% frambjóð- enda telji að mikilvægt sé að vera á Facebook til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri. »6 Facebook er mikil- vægt í kosningunum Birgir Guðmundsson ÁRNÝ HEIÐARSDÓTTIR 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.