Morgunblaðið - 23.04.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 23.04.2018, Síða 2
Ljósmynd/Aðsend Maraþonhlaupari Helga Erlingsdóttir ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Briem. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Helga Erlingsdóttir hlaupakona var meðal rúmlega 40 þúsund hlaupara sem tóku þátt í Lundúnamaraþon- inu í gær. Afar heitt var í London í gær, hitinn mældist 24,1 stig og hef- ur maraþonið aldrei verið hlaupið í jafnmiklum hita. „Þetta er náttúrlega alveg ótrúleg upplifun að hlaupa hérna. Það var bara svakaleg stemning alla leiðina, frá upphafspunkti og út á enda, fullt af fólki meðfram allri brautinni,“ sagði Helga í gær að hlaupinu loknu. Um aðstæðurnar sagði hún að það hefði verið fremur heitt. „Mér skilst að það hafi ekki verið svona heitt í þessu hlaupi áður. Það var alveg óhemju heitt í dag [í gær], það var búið að setja upp eitthvað af auka- sturtum þannig að hlauparar gátu hlaupið í gegnum þær. Það var bætt við vatnsbirgðum, það var vatn, gel og orkudrykkir.“ Að sögn Helgu var vel að hlaup- inu staðið og skipulagið til fyrir- myndar. Hún staðhæfði að þrátt fyrir mikinn fjölda þátttakenda og áhorfenda „gekk þetta alveg eins og í sögu“. „Hlaupararnir voru rosalega mik- ið að hjálpa hver öðrum alls staðar. Ef einhver datt eða var alveg ör- magna studdu hlaupararnir hver annan. Löbbuðu bara að þessum og hinum þótt þeir væru kannski að keppa að einhverjum tíma sjálfir. Þetta fannst mér alveg ótrúlega flott, alveg meiriháttar,“ sagði Helga. Hún bætti við að gríðarlega góður andi hefði verið í maraþoninu, bæði meðal hlaupara og áhorfenda. Ánægð með árangurinn Helga sagði að sér hefði gengið ágætlega. „Ég náði nú ekki mínu markmiði, ég fékk einhvern hlaupa- sting þegar ég var komin 20 kíló- metra og þurfti að hægja á mér. Það hafði gengið mjög vel fram að því. Svo þegar ég var komin 30 kíló- metra var ég komin með stein- steypu í lærin þannig að þetta var svolítið öðruvísi en ég hafði hugsað mér.“ Helga kom í mark á tímanum 03:43:37 og sagðist mjög sátt við árangurinn. „Ég er bara ánægð að hafa komið mér í mark. Það voru nú sumir komnir 40 kílómetra og áttu tvo eftir og komust bara ekki lengra.“ Helga hljóp í hlýjasta Lund- únamaraþoninu frá upphafi  Hlaupið í gegnum sturtur  Hitamet slegið  Svakaleg stemning og hjálpsemi AFP London Um 40 þúsund hlauparar tóku þátt í Lundúnamaraþoninu í gær. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Unnið er að því að setja upp eftirlits- myndavélar í Kópavogi um þessar mundir. Vélarnar verða settar upp á Fífuhvammsvegi og við Skógar- lind. Samningur hefur verið und- irritaður milli Kópavogsbæjar, Neyðarlínunnar og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja að einungis lögreglan hafi aðgang að efni vélanna. „Þetta er verkefni sem var sett inn í íbúakosningu að ósk íbúa í Lindahverfi í verkefninu Okkar Kópavogur,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, um myndavélarnar en umrædd kosning fór fram í janúar og febrúar síðast- liðnum. Ármann segir hugmyndina að verkefninu hafa komið frá íbúa vegna hárrar innbrotatíðni í Kópa- vogi fyrir um tveimur árum og að fyrirmyndin hafi verið sambærilegt myndavélakerfi í Hveragerði. „Ég hafði á sínum tíma samband við sveitarstjórnarfulltrúa í Hveragerði og hann taldi að þetta hefði fæling- armátt. Það er þó erfitt að mæla hvort þetta hefur komið í veg fyrir innbrot eða ekki.“ Um er að ræða 12 myndavélar, þar af fjórar sem taka myndir af bílnúmerum og átta yfirlitsvélar. Kostnaður er fjórar milljónir króna í þessum áfanga. thorgrimur@mbl.is Eftirlits- vélar í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson  Þær eiga að greina númeraplötur bíla Höfuðborgarlistinn ætlar á kom- andi kjörtímabili að standa fyrir byggingu 10.000 nýrra íbúða í Reykjavík, í efri byggðum borg- arinnar. Íbúðirnar verða sérstak- lega fyrir einstaklinga og ungt fólk sem er að kaupa sína fyrstu eign. Þetta kom fram á blaðamannafundi í gær þar sem stefnuskrá framboðs- ins var kynnt. Höfuðborgarlistinn ætlar að hreinsa borgina og halda mengun ávallt undir viðmiðunarmörkum. Fjölga á hringtengingum í stofn- kerfinu, bæta við undirgöngum og byggja mislæg gatnamót til að létta álagi af umferðarþyngstu vegum og gatnamótum borgarinnar. Sundabraut verður sett í algjöran forgang, auk þess sem tenging Skerjafjarðar, Kársness og Álfta- ness verður útbúin á kostnað Kópa- vogs og Garðabæjar. sbs@mbl.is Ætla að byggja 10 þúsund nýjar íbúðir Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Líklegt er að álag aukist til muna á meðgöngu- og sængurlegudeild Landspítalans á næstu dögum, en að minnsta kosti sextíu ljósmæður á landsvísu sem sinna heimaþjónustu leggja niður störf í dag til að sýna óánægju sína með kjaramál sín í verki. Nýr samningur þeirra við Sjúkratryggingar Íslands hefur leg- ið ósamþykktur hjá heilbrigðis- ráðuneytinu frá því fyrir páska. 95 ljósmæður eru skráðar í kerfi heimaljós- mæðra, en um helgina skráðu 60 þeirra sig út úr því. „Væntanlega koma hinar í kjöl- farið,“ segir Ellen Bára Valgerðar- dóttir, ljósmóðir á Landspítala og sjálfstætt starfandi ljósmóðir í heimaþjónustu, en hún segir að nýbakaðir foreldrar muni að líkindum þurfa að dvelja lengur á spítalanum og fjöldinn safnast sam- ann, ekki síst frumbyrjur. Að hennar sögn eru líkur á því að einhverjar þeirra kvenna sem liggja á meðgöngu- og sængurlegudeild muni missa rétt til heimaþjónustu, en þær eiga rétt á fimm til sjö vitj- unum sem þær verða að nýta innan tíu daga. Aðrar ljósmæður geta ekki gengið í störf utan spítala í ljósi þess að leyfi þarf frá landlækni, tilteknar tryggingar sem verktaki í heilbrigð- isþjónustu og samning við Sjúkra- tryggingar. „Þetta er því miður eina leiðin sem við getum farið til að bregðast við þessu,“ segir Ellen Bára og nefnir að hópurinn sé sá lægst launaði á Ís- landi í hópi verktaka. Yfirvöldum var tilkynnt um aðgerðirnar í gær. Sinna margs konar eftirliti Spurð hve margar mæður verði fyrir áhrifum segir hún að erfitt sé að fullyrða um það, en bendir á að níu fæðingar að meðaltali séu á Landspítalanum á degi hverjum. Einnig sé erfitt sé segja til um hvort hætta skapist af aðgerðunum. „Konur hafa auðvitað aðgang að Landspítalanum, bæði meðgöngu- og sængurlegudeild og svo bráða- móttöku barna. Það er samt okkar hlutverk að fylgjast með nýburun- um, gulu, þyngdaraukningu, brjósta- gjöf o.fl. Margar konur eru líka veik- ari nú en áður, sumar þeirra hafa háan blóðþrýsting, meðgöngusykur- sýki og annað sem við höfum eftirlit með. Þær standa dálítið einar.“ Ljósmæður leggja niður störf í dag  Ljósmæður í heimaþjónustu þrýsta á ráðherra  Fjölgun nýbakaðra foreldra á spítalanum viðbúin Ellen Bára Valgerðardóttir Vegna hitastigsins í gær voru hlauparar sérstaklega varaðir við þar sem malbikið var sagt hafa safnað í sig hita og mikill fjöldi þátttakenda gæti skapað erfiðar aðstæður. Mikil hefð er fyrir því að hlaupa í búningum af ýmsum toga í hlaupinu, en hlauparar voru beðnir að hugsa sig tvisvar um áður en ákvarðanir yrðu teknar um klæðaburð þar sem fyrirferðarmiklir búningar gætu skapað hættu. Árið 2007 lést einn hlaupari og 73 voru sendir á sjúkrahús til aðhlynn- ingar vegna hita. Í ár sögðust skipuleggjendur hafa undirbúið sig vel vegna hitans og var fjórum og hálfum lítra af vatni dreift á hvern þátttak- anda, meira magni en dreift hefur verið á nokkrum sambærilegum við- burði. Þrátt fyrir þessa miklu vatnsdreifingu kláraðist vatnið á þremur drykkjarstöðvum. Sagt að huga að klæðaburði FJÓRIR OG HÁLFUR LÍTRI AF VATNI Á HVERN HLAUPARA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.