Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 8

Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 8
8 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Endurvinnsla er óumdeild. Allirvilja minnka sóun og nýta gæði jarðar eins vel og hægt er. Þess vegna hafa allir flokkar á stefnuskrá sinni að endurvinna.    Sumir gangalengra og end- urvinna jafnvel sjálfa stefnuskrána. Það er auðvitað ekki síður til fyr- irmyndar, því að um leið og það kemur í veg fyrir að prenta þurfi nýja kosningabæklinga spar- ar þetta kjósendum tíma. Þeir þurfa ekki að kynna sér nýjar áherslur, þær gömlu halda gildi sínu.    Þetta sást vel um helgina þegarSamfylkingin kynnti stefnu sína fyrir borgarstjórnarkosning- arnar sem fram fara eftir rúman mánuð.    Á kynningarfundinum sagðiDagur oddviti að húsnæðismál væru megináskorun stjórnar borg- arinnar og lofaði að byggja fjölda íbúða á næsta kjörtímabili.    Fyrir fjórum árum sagði samiDagur líka að húsnæðismálin væru eitt af helstu málunum. Og þá lofaði hann byggingu 3.000 íbúða.    Síðan hefur Dagur verið borgar-stjóri og hann hefur, minnugur mikilvægis endurvinnslunnar, gætt þess vel að ekki yrði staðið við þetta mikilvæga kosningaloforð á kjör- tímabilinu.    Hann vissi að brátt kæmu nýjarkosningar og þá væri vissara að eiga gott kosningaloforð uppi í erminni sem hægt væri að endur- vinna svo eftir yrði tekið. Dagur B. Eggertsson Getur endurvinnsla gengið of langt? STAKSTEINAR Veður víða um heim 22.4., kl. 18.00 Reykjavík 10 léttskýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 5 skýjað Nuuk 2 léttskýjað Þórshöfn 8 skúrir Ósló 6 heiðskírt Kaupmannahöfn 14 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 4 rigning Lúxemborg 24 heiðskírt Brussel 24 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 12 alskýjað London 20 léttskýjað París 25 heiðskírt Amsterdam 20 þoka Hamborg 20 heiðskírt Berlín 22 heiðskírt Vín 25 léttskýjað Moskva 2 snjóél Algarve 19 léttskýjað Madríd 22 heiðskírt Barcelona 22 heiðskírt Mallorca 24 heiðskírt Róm 21 heiðskírt Aþena 22 heiðskírt Winnipeg 13 skýjað Montreal 0 heiðskírt New York 8 heiðskírt Chicago 13 skýjað Orlando 24 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 23. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:27 21:26 ÍSAFJÖRÐUR 5:20 21:43 SIGLUFJÖRÐUR 5:03 21:26 DJÚPIVOGUR 4:54 20:58 Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fatnaður fyrir fagfólk Holuhraunsgos og Skaftáreldar af sömu rótinni  Háfjallakvöld í Háskólabíói á morgun „Sterk rök eru fyrir því að Skaftár- eldar, eitt allra stærsta eldgos Ís- landssögunnar og orsök Móðuharð- indanna 1783-84, hafi orðið samfara öskjusigi í Gríms- vötnum inni í miðjum Vatna- jökli,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur og prófessor við Háskóla Ís- lands. „Þetta skýrir stærð gossins og hve einsleit kvik- an sem upp kom var. Eldgosið í Holu- hrauni og öskjusigið í Bárðarbungu samfara því haustið og veturinn 2014 til 2015 urðu með þessum hætti og vörpuðu þannig nýju ljósi á Skaftár- elda.“ Magnús Tumi verður meðal frum- mælenda á svonefndu Háfjallakvöldi sem haldið verður á morgun í Há- skólabíói í Reykjavík. Að því standa Vinir Vatnajökuls og Ferðafélag Ís- lands í samstarfi við Félag íslenskra fjallalækna og hefst samkoman kl. 20. Vatnajökull verður í brennidepli, en hann hefur verið mikið í sviðsljósinu vegna jarðhræringa í Öræfajökli og Bárðarbungu og vegna umsóknar um skráningu Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá UNESCO. Aðalfyrirlesari kvöldsins er Norð- maðurinn Børge Ousland, einn þekkt- asti núlifandi pólfarinn. Hann þveraði fyrstur norður- og suðurpólinn einn síns liðs. Hann hefur þverað Græn- landsjökul og Vatnajökul frá vestri til austurs og mun hann segja frá því og fleiru. Einnig verða sýndar myndir úr flugferðum Ragnars Axelssonar, ljós- myndara Morgunblaðsins, og Tómas- ar Guðbjartssonar læknis yfir Vatna- jökul. Þá sýna Tómas og Ólafur Már Björnsson augnlæknir, sem eru for- sprakkar FÍFL og áhugamenn um útivist og náttúruvernd, ljósmyndir og stutt myndbönd úr ferðum sínum um Vatnajökulsþjóðgarð. Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti styrkjum til uppbyggingar Vatnajökuls- þjóðgarði. sbs@mbl.is Magnús Tumi Guðmundssson Morgunblaðið/RAX Holuhraun Eldgosið stóð lengi og glóandi elfurin flæmdist um stórt svæði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.