Morgunblaðið - 23.04.2018, Side 12

Morgunblaðið - 23.04.2018, Side 12
Elja Árný er byrjuð að æfa frjálsar og lætur aldurinn ekki stöðva sig. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Ég var eiginlega hætt ener samt byrjuð að spriklaaftur,“ segir Árný Heið-arsdóttir, Eyjamær og margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari í frjálsum íþrótt- um, sem komist hefur fjórum sinn- um á pall á heimsmeistaramótum í flokki öldunga. „Ég byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Pabbi minn var þjálfari í frjálsum og tók okkur systkinin með en við erum sjö, fimm stelpur og tveir strákar,“ segir Árný. Hún segist hafa hætt að æfa frjálsar 16 ára. „Ég komst í unglingalandsliðið en áhuginn fyrir því að skoða strák- ana og þræða göturnar eins og ungt fólk gerir stundum var meiri en að taka þátt í landsliðsæfingum og ég hætti að æfa í mikilli óþökk pabba,“ segir Árný og bætir við að stráka- leitin hafi skilað árangri og hún kynnst á þessum tíma núverandi eiginmanni sínum, Ólafi Guðjónssyni skipstjóra. Saman eiga þau þrjú börn og sjö barnabörn. Öll börn Árnýjar hafa orðið Ís- landsmeistarar í fjálsum íþróttum og barnabörnin eru farin að æfa frjálsar. „Þegar ég var 28 ára var ekkert um að vera í frjálsum íþróttum í Eyjum. Anna Día Erlingsdóttir íþróttakennari var fengin til þess að Margfaldur Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumeistari Árný Heiðarsdóttir byrjaði 14 ára að æfa frjálsar íþróttir. Tveimur árum síðar hætti hún þrátt fyrir að hafa átt þess kost að æfa með landsliðinu í frjálsum. Strákarnir og unglingalífið heilluðu meira. Árný byrjaði aftur æfingar 28 ára gömul og 30 ára keppti hún á fyrsta Íslandsmótinu. Árný keppti þar til hún lenti í meiðslum fimmtug. Eftir viðburðaríkan feril er Árný aftur farin að æfa frjálsar. Garpar Þrír ættliðir, Árný, sonur- inn Árni Óli og dóttir hans Elíana. Ferðalangur Árný ferðast meira eftir að hún hætti rekstri gistiheimilisins. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! Það er að detta í vor á Íslandi,orðið bjart snemma á morgn-ana, lóan mætt, sumardagur- inn fyrsti liðinn og bara nokkrir dagar í að Íslandsmótin í fótbolta hefjist. Þrátt fyrir að knattspyrnuhallir af ýmsum stærðum og gerðum spretti upp eins og gorkúlur víða um land er fótbolti fyrst og síðast útiíþrótt. Börn, unglingar, fullorðnir og gamalmenni á besta aldri spila fótbolta reglulega. Ég hef gaman af því að fylgjast með skipulögðum keppnum, horfi á alla landsleiki og mæti á völlinn til að fylgj- ast með mínum liðum hvort sem það er í sjöunda flokki, þriðja flokki eða meistaraflokki. En ég hef enn meira gaman af fótbolta sem óskipulagðri fjölskylduhreyfingu. Fótbolti er ein- föld íþrótt sem allir geta tekið þátt í. Leikurinn gengur bara út á að sparka í bolta og koma honum í mark andstæð- inganna. Ég á margar góðar minn- ingar um skemmtilega leiki sem hvorki KSÍ né FIFA skipulögðu. Leik- skólakennarar á Birkibæ áttu til dæm- is stórleik á móti elstu börnunum á vorhátíð leikskólans árið 2004. Þær unnu leikinn eftir mikla baráttu við krakkana sem gáfu þeim reyndar lítið eftir. Leikur milli foreldra 6. flokks liða Aftureldingar og Fylkis sem fór fram tveimur árum síðar, var sömuleiðis stórskemmtilegur. Bæði fyrir foreldr- ana og fyrir krakkana sem fannst frá- bært að skipta einu sinni um hlutverk við foreldra sína og fá að hvetja þá til dáða af hliðarlínunni. Foreldrar 3. flokks Aftureldingar áttu sömuleiðis stórleik gegn ungu atvinnumönnunum sínum á fótboltamaraþoni flokksins í fyrra. Mömmur og pabbar sýndu þar óvænta takta og komu sonum sínum í opna skjöldu með yfirvegun og útsjón- arsemi. Svo er upplagt að tengja fót- bolta við ferðalög, við fjölskyldan brut- um upp fyrir nokkrum árum ferðalag frá Bjarnafirði á Ströndum í Mosfells- bæ með því að stoppa á öllum batta- völlum á leiðinni og spila stuttan leik. Hólmavík, Búðardalur, Bifröst, Borg- arnes, Kjalarnes, Mosfellsbær voru leikstaðirnir í mjög eftirminnilegri ferð. En sá leikur sem ég man hvað mest eftir þegar ég hugsa um fótbolta sem fjölskylduíþrótt var leikur inn- flytjendafjölskyldu í Danmörku. Þau voru fjögur. Pabbi og dóttir á móti mömmu og syni. Ólínustrikaður leik- völlur í Munkemose-garðinum í Óðins- véum. Glampasól. Brosandi andlit. Leikgleði á hæsta stigi. Við konan mín vorum barnlaus á þessum tíma, en ég man eftir því að hafa hugsað að þetta ætlaði ég sko að gera þegar við mynd- um eignast börn. Njótum ferðalagsins! Gaui. Hugleiðingar um heilsu og hamingju Morgunblaðið/Eggert Gaman saman Fótbolti er einföld íþrótt sem allir geta tekið þátt í. Leikgleðin er málið Njóttu ferðalagsins Guðjón Svansson gudjon@njottuferdalagsins.is Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi, sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Félagar úr Sunnukórnum og nem- endur Tónlistarskóla Ísafjarðar ásamt fleirum taka þátt í nemenda- óperu Söngskólans í Reykjavík á óperettunni Leðurblökunni eftir Jo- hann Strauss í Edinborgarsalnum í kvöld. Nemendaópera Söngskólans setur árlega upp sýningar þar sem nem- endur fá að spreyta sig á hinum ýmsu hlutverkum óperutónbókmenntanna auk þess sem þeir öðlast reynslu við að koma fram og starfa í leikhús- umhverfi. Sögusvið óperettunnar Leðurblök- unnar er Vínarborg um áramótin 1874-1875. Söguþráður er á þá leið að það er á allra vörum og í öllum blöðum að Eisenstein sé á leiðinni í fangelsi. Fyrsti þátturinn gerist heima hjá hjónunum Eisenstein og Rosalinde. Annar þátturinn er veisla heima hjá rússneskum prinsi, þar sem Eisenstein fellur fyrir Adele. Þriðji og síðasti þátturinn gerist í fangelsinu, þar sem framhjáhaldið kemur í ljós. Óperettan hefst kl. 19.30. Frítt er fyrir börn yngri en 7 ára og 7 til 14 ára greiða hálft gjald. Miðasala er við innganginn og á midi.is. Menning á Vestfjörðum Syngja Leðurblökuna á Ísafirði Óperetta Engum ætti að leiðast á Leðurblökunni í Edinborg á Ísafirði í kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.