Morgunblaðið - 23.04.2018, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018
Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • 595 0570 • Parki.is
Margar gerðir
af innihurðum
Hjá Parka færðu gullfallegar
innihurðir frá Grauthoff.
Mikið úrval, sjón er sögu ríkari!
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig!
Margar gerðir
af innihurðum
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Að minnsta kosti 57 létust og 119
særðust í sjálfsmorðsárás í Kabúl,
höfuðborg Afganistans, í gær. Frá
þessu er greint á fréttasíðum AFP,
CNN og Washington Post. Árásin
var gerð á skrifstofu þar sem Afgan-
ar komu saman til að sækja um skil-
ríki til að komast á kjörskrá fyrir
kosningar sem verða haldnar í októ-
ber. Að sögn Dawoods Amins, lög-
reglustjóra í Kabúl, sprakk sprengj-
an við inngang kosningaskrifstof-
unnar.
Óöryggi í aðdraganda kosninga
Hryðjuverkasamtökin sem kenna
sig við íslamskt ríki hafa lýst yfir
ábyrgð á árásinni. Ashraf Ghani, for-
seti Pakistans, fordæmdi árásina og
sagði að slíkar árásir „villimanns-
legra hryðjuverkamanna“ myndu
„aldrei draga úr áræði og vilja fólks-
ins okkar til að auka þátttöku í lýð-
ræðislegu ferli“. Abdullah Abdullah,
leiðtogi afganska framkvæmda-
valdsins, fordæmdi árásina einnig á
Twitter og sagðist standa með fórn-
arlömbum þessarar „huglausu árás-
ar“. Jafnframt sagði hann að „áræði
okkar til frjálsra og gegnsærra kosn-
inga [héldi] áfram og hryðjuverka-
menn [myndu] ekki vinna gegn vilja
afgönsku þjóðarinnar“.
„Þetta tilgangslausa ofbeldi sýnir
fram á hugleysi og ómennsku óvina
lýðræðis og friðar í Afganistan,“
sagði John Bass, sendiherra Banda-
ríkjanna í landinu.
Aðrar árásir hafa verið gerðar á
kosningaskrifstofur og embættis-
menn síðan skráningarferlið hófst
fyrir rúmri viku en árásin á sunnu-
dag var sú mannskæðasta til þessa.
Önnur árás var einnig gerð á sunnu-
daginn þar sem sex manns létust í
sprengingu í héraðinu Baghlan í
norðurhluta landsins. Síðasta meiri-
háttar árásin í Kabúl var gerð 21.
mars þegar vígamaður íslamska rík-
isins sprengdi sig upp á miðri pers-
neskri nýárshátíð og drap að
minnsta kosti þrjátíu og þrjá.
Afgönum sem hafa skráð sig á
kjörskrá hefur fækkað talsvert í ár
og útlit er fyrir að áhugi á kosning-
unum sé lítill vegna meints kosn-
ingasvindls og svikinna loforða af
hálfu stjórnmálamanna. Kosning-
arnar átti í upphafi að halda vorið
2015 en þeim var frestað vegna lé-
legrar öryggisgæslu og skipulags-
leysis. Í fyrstu var þeim frestað fram
í júlí 2018 og síðan fram í október.
Friðarviðræður við talibana
Afganskir embættismenn hafa
viðurkennt að öryggisgæsla sé
áhyggjuefni í framkvæmd kosning-
anna þar sem talibanar og aðrir
skæruliðahópar stjórna enn stórum
hlutum landsins. Hermönnum og
lögreglumönnum hefur verið falið að
standa vörð um kjörstaði.
Ghani forseti bauð talibönum frið-
arsáttmála í janúar sem myndi gefa
þeim leyfi til að starfa sem lögmætur
stjórnmálahópur í afganska lýðveld-
inu. Svar talibana hefur verið í dauf-
ari kantinum og óvíst að neitt verði
úr hugmyndum forsetans um frið.
John Nicholson hershöfðingi, foringi
herliðs Bandaríkjamanna og Atl-
antshafsbandalagsins í Afganistan,
sagði sjónvarpsstöðinni Tolo í síð-
asta mánuði að hann byggist við því
að talibanar myndu gera fleiri sjálfs-
morðsárásir seinna á árinu.
57 létust í sjálfsmorðsárás í Kabúl
Árás íslamska ríkisins skekur Afganistan í aðdraganda þingkosninga Ghani forseti segir hryðju-
verk „aldrei [munu] draga úr áræði og vilja fólksins okkar til að auka þátttöku í lýðræðislegu ferli“
AFP
Sjúkrahús Særð afgönsk kona er flutt inn á Isteqlal-sjúkrahúsi í Kabúl eftir sjálfsmorðsárás hinn 22. apríl. 119
særðust í árásinni auk 57 sem létu lífið. Sprengingin var ein margra árása í aðdraganda þingkosninga í haust.
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Rúmlega tuttugu manns eru látnir
eftir átök milli lögreglu og mótmæl-
enda í Níkaragva. Frá þessu er sagt
á fréttasíðum AFP og The Guardian.
Mótmælin brutust út á miðvikudag-
inn vegna áætlana Daniels Ortega,
forseta landsins, um að koma á um-
bótum í lífeyriskerfi Níkaragva.
Kerfisbreytingarnar setja fimm pró-
senta skatt á lífeyri aldraðra og
bæklaðra og auka greiðsluhlutfall
vinnuveitenda og vinnuþega í lífeyr-
inum.
Meðal hinna látnu er Ángel Ga-
hona, fréttamaður sem var skotinn
til bana á meðan hann fór fyrir
beinni útsendingu af mótmælunum í
bænum Bluefields. Fréttamenn hafa
orðið fyrir árásum, verið fangelsaðir
og sviptir útbúnaði sínum síðan mót-
mælin hófust.
Til að róa mótmælendurna féllst
Daniel Ortega á að ræða við einka-
geira landsins um velferðarumbæt-
ur. Stéttarleiðtogar athafnamanna í
Níkaragva hafa hins vegar neitað að
tala við forsetann nema ríkisstjórnin
hætti umsvifalaust valdbeitingu lög-
reglunnar gegn mótmælendum.
Frans páfi, fyrsti páfinn frá róm-
önsku Ameríku, ávarpaði Níkaragva
í sunnudagsmessu sinni og hvatti
stjórnvöld landsins til að „forðast til-
gangslausar blóðsúthellingar“.
Íbúar Níkaragva mótmæla
breytingum á lífeyriskerfi
AFP
Mótmæli Háskólanemar í átökum við lögreglu í Managua, höfuðborg Ník-
aragva, hinn 21. apríl, stutt frá tækniháskóla borgarinnar.
Um tuttugu
látnir í átökum
við lögregluna
Nikol Pashinyan, leiðtogi armensku
stjórnarandstöðunnar, hefur verið
hnepptur í varðhald í miðjum fjölda-
mótmælum gegn ríkisstjórn lands-
ins. Frá þessu er sagt á fréttavef The
Guardian.
Mótmæli hafa staðið yfir í tíu daga
gegn Serzh Sarksyan, forsætisráð-
herra og fyrrverandi forseta Armen-
íu. Sarksyan var útnefndur forsætis-
ráðherra hinn 17. apríl eftir að hafa
setið sem forseti landsins í tíu ár. Í
forsetatíð Sarksyans var stjórnar-
skrá Armeníu breytt og þingræði
komið á í stað forsetaræðis. Sarks-
yan hafði lofað að hann myndi ekki
halda í völd með því að gerast for-
sætisráðherra eftir að forsetatíð
hans lyki. Mótmælin brutust út eftir
að hann braut það loforð. Pashinyan
hafði krafist afsagnar hans.
Forsætisráðherra
Armeníu mótmælt
AFP
Armenar Serzh Sarksyan (t.v.) og
Nikol Pashinyan.
Andrea Nahles
hefur verið kjör-
in formaður
þýska Jafn-
aðarflokksins.
Frá þessu er
greint á fréttavef
The Guardian.
Nahles er fyrsta
konan sem hefur
leitt flokkinn í
155 ára sögu
hans. „Við erum að brjótast í gegn-
um glerþak Jafnaðarflokksins,“
sagði Nahles á flokksfundi í
Wiesbaden, „og þakið verður opið
áfram.“ Nahles var atvinnumála-
ráðherra í síðustu ríkisstjórn
Þýskalands og bar meðal annars
ábyrgð á upptöku lágmarkslauna.
ÞÝSKALAND
Jafnaðarmenn kusu
nýjan formann
Andrea Nahles,
nýr formaður SDP.