Morgunblaðið - 23.04.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.04.2018, Blaðsíða 18
Við hjá Mið- flokknum höfum bent á nú um nokkurt skeið að það þarf að stilla umferðarljós betur þannig að þau vinni saman sem heild. Árið 2006 var fjárfest í flottri ljósastýring- artölvu frá Siemens: Sitraffic Central, sem átti að samtengja allar ljósastýringar á svæð- inu. En það voru aðeins nokkur um- ferðarljós tengd við þessa tölvu og aldrei klárað að stilla kerfið þannig að það skilaði nokkrum árangri. Við hjá Miðflokknum höfum að und- anförnu hitt bæði séfræðinga í ljósastýringarmálum og starfsmenn borgarinnar sem hafa unnið í þess- um málum. Þeim ber saman um að það er hvergi nærri búið að sinna þessum málum nægilega vel. Samgöngumál borgarinnar hafa verið vanrækt á síðustu árum með vítaverðum hætti. Allt sem teljast mætti einkabílnum til tekna hefur verið hundsað eða markvisst ýtt til hliðar. Borgarstjórn gerði ásamt öðrum sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu árið 2012 samning við Vegagerð- ina um að slá stærri framkvæmdum á frest í 10 ár, svo sem Sunda- braut og tvöföldun á Reykjanesbraut. Við- hald gatna hefur einnig verið vanrækt og holur í malbiki hafa valdið gríðarlegu tjóni. En minna hefur verið talað um að umferð- arljósastýringu sé ábótavant. Þar til ný- lega að frétt birtist á RÚV þar sem Hrafnkell Proppé, sem fer fyrir stýrihóp um sam- göngur á höfuðborgarsvæðinu, lýsir þeirri skoðun að það vanti að stilla ljósin. Það er ágætt að Samtök sveitarfé- laganna á höfuðborgarsvæðinu séu búin að taka upp stefnu Miðflokks- ins í þessu máli. Við höfum talað fyr- ir því um nokkurt skeið að það þurfi að stilla ljósin og það strax. Það þarf að klára að tengja öll 131 ljósa- gatnamótin á höfuðborgarsvæðinu, þar af 116 í Reykjavík, við rándýra og fína kerfið sem var keypt og leggja vinnuna í að forrita kerfið þannig að það sé að gera eitthvert gagn. Forritun kerfisins er í raun mikilvægust í þessu öllu, að kerfið sé stillt rétt og reglulega. Því annars gerir það ekkert gagn eða jafnvel illt verra. Dæmi um áratugagamlar stillingar í borginni Í skýrslu sem Vegagerðin lét gera um málið kemur fram að það séu mörg dæmi um áratugagamlar still- ingar á ljósum á höfuðborgarsvæð- inu. Þar er umferðinni stýrt eins og hún var fyrir áratugum, en ekki eins og hún er í dag. Í skýrslu Vegagerð- arinnar segir líka að það þurfi að uppfæra stillingar á 3-5 ára fresti og oftar fyrir hverfi sem eru í örri þró- un. Þegar klárað var að tengja fyrsta áfanga af umferðarljósum við Siemens-kerfið var sett inn sams- konar forritun á ljósin eins og var á þeim fyrir. Þannig er í raun sama stillingin enn á þessum ljósum. Því aldrei var farið í bestun á stillingum, mögulega því að það kom efnahags- hrun fljótlega eftir þetta og áhuginn á verkefninu virðist hafa fjarað út. Dagur B. borgarstjóri skar köku sem leit út eins og umferðarljós þeg- ar tölvan var keypt, en þar með lauk afskiptum hans af málinu. Ábati umferðarljósabestunar talinn í milljörðum Rannsókn á vegum Federal Highway Administration í Banda- ríkjunum hefur metið ábata af ljósa- stýrikerfum vera allt að 40 á móti 1. Það er að hver króna sem er sett í þennan málaflokk geti skilað sér fjörtíufalt til baka í formi tímasparn- aðar og eldsneytissparnaðar. Þar er einnig sagt að slíkar fjárfestingar séu yfirleitt búnar að skila sér á inn- an við ári. Í Osló og Eindhoven var gerð könnun á ferðatíma fyrir og eftir slíkar stillingar og var munurinn 15% í Osló og 17% í Eindhoven. Í útreikningum sem birtust á síðu Stjórnarráðsins í janúar 2008 í tengslum við hið nýja kerfi var áætl- að að hver prósenta í styttingu ferðatíma myndi spara ökumönnum um 143 milljónir í eldsneyti og tíma. Þannig að ef árangur yrði samskon- ar eins og í Eindhoven væru það 2.436 milljónir á ári (tölurnar allar á núvirði). Inni í þessum tölum er auð- vitað ekki sá þjóðhagslegi ávinn- ingur sem felst í því að fækka slys- um né gerð tilraun til að verðmeta þau auknu lífsgæði sem felast í styttri ferðatíma. Svo fyrir utan að þetta gæti hreinlega bjargað manns- lífum með því að liðka fyrir akstri neyðarþjónustu. Ég hef hér útskýrt hvernig þetta virkar á mjög einfaldaðan máta og bent á að reynsla og rannsóknir sýni hagkvæmnina í bestun umferðar- ljósa. En nú er spurning hvort borg- armeirihluti vilji nokkuð gera til að greiða fyrir umferð akandi. Þeir hafa ekki sýnt neina tilburði í þá veru sl. 12 ár sem Dagur B. hefur verið ýmist borgarstjóri eða í meiri- hluta. Það ætti vitanlega að setja sem langtímamarkmið að fækka þessum ljósastýringum verulega. En þangað til þá er gríðarlega ábatasamt að láta stilla ljósin og klára tengingu við hið miðlæga kerfi sem gerir stillingu og samræmingu enn auðveldari. Það er ekki eftir neinu að bíða að fara í þá vinnu strax eftir kosningar og það ætlum við í Miðflokknum að gera fáum við um- boð ykkar til þess. Bestun ljósa sparar milljarða Eftir Viðar Frey Guðmundsson » Allt sem teljast mætti einkabílnum til tekna hefur verið hundsað eða markvisst ýtt til hliðar. Viðar Freyr Guðmundsson Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í Reykjavík vidarfreyrgudmundsson@gmail.com 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Sjúkraliðafélag Ís- lands verður með ráð- stefnu um réttindi aldr- aðra þann 26. apríl nk. á Hótel Natura og eru allir velkomnir. Line Miriam Sandberg, ráðuneytisstjóri í nýju ráðuneyti Norðmanna sem sinnir öldruðum og lýðheilsu, mun þar m.a. fara yfir stefnu Norð- manna. Einnig munu sérfræðingar í öldrunarlækningum, hjúkrun og félagsþjónustu fjalla um stöðu aldraðra. Samstarfsnefnd á vegum heilbrigðisráðuneytisins Samstarfsnefnd um málefni aldr- aðra starfar á grundvelli 4. gr. laga um málefni aldraðra, nr. 125/1999, með síðari breytingum, en sam- kvæmt ákvæðinu skipar ráðherra fimm manna samstarfsnefnd eftir hverjar almennar alþingiskosningar. Nefndin skal skv. 5. gr. laganna vera ráðherra og ríkisstjórn til ráðuneytis um málefni aldraðra og vera tengilið- ur milli ráðuneyta, stofnana og sam- taka sem starfa að málaflokknum. Heilbrigðisráðherra skipaði verk- efnisstjórn árið 2015 til að greina stöðu heilbrigðishluta þjónustu við aldraða og setja fram tillögur að mót- un nýrrar stefnu í málaflokknum í þjónustu við aldraða. Verkefnis- stjórnin skilaði tillögum til heilbrigð- isráðherra í mars 2016. Samstarfs- nefndin lagði áherslu á mikilvægi þess að stefna í þjónustu við aldraða endurspeglaði samfellu og gráum svæðum í verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga á sviði velferð- arþjónustu yrði fækkað. Hugað yrði að samþættingu mismunandi þjón- ustuþátta með það að markmiði að auka gæði þjónustunnar og lífsgæði þeirra einstaklinga sem hennar njóta. Margt gott má segja um tillög- urnar en spurning er hvort eitthvað af því sé komið til fram- kvæmda. Hægt er að fullyrða að mikið sé óunnið af þeim áherslum sem nefndin gaf álit sitt á, þó svo að eitthvað hafi verið káfað í sumum málum. Eftir- farandi eru megin- áherslur nefndarinnar: Almannatrygg- ingakerfið verði einfaldað og réttindi aldraðra betur skilgreind Mikið vantar á að greining á stöðu aldraðra hafi verið nægjanlega vel unnin þegar almannatryggingakerfið var endurskoðað. Má þar nefna skatta sem á aldraða eru lagðir með krónu á móti krónu skerðingu. Stað- an er sú að þó svo að aldraður ein- staklingur sjái sér fært að vinna eitt- hvað með tilliti til heilsu, er honum refsað með því að leggja á hann þyngri skatt. Heilsuefling og virkni aldraðra Þessi flokkur hefur ekki virkað sem skyldi þar sem heilbrigðiskerfið er í molum og biðlisti er eftir aðgerð- um og endurhæfingu. Sum sveitar- félög eiga þó hrós skilið fyrir viðleitni þeirra til þess að eldri borgarar þurfi ekki að leggja út í mikinn kostnað af því að fara í sund og annað sem að gagni gæti komið. Réttur aldraðra til sjálfstæðrar búsetu og sjálfræðis Þessi réttur hefur alls ekki verið virtur. Heilbrigðisyfirvöld hafa ekki byggt upp upp nægjanlega mörg hjúkrunarrými og hafa jafnvel að- skilið hjón með því að senda hinn sjúka langar leiðir til búsetu í önnur sveitarfélög og koma þar með í veg fyrir að þeir nánustu geti heimsótt maka sinn og ástvin. Gæðaviðmið Ráðstefna Sjúkraliðafélags Íslands kallar eftir að sýnt verði fram á að gæðaviðmið séu til staðar og þau síð- an virt. Stöðugleiki og aukin hæfni starfsfólks Um þennan þátt er hægt að skrifa langan doðrant. Landlæknisembættið hefur fylgt málum eftir með því að gera úttekt á stöðu hjúkrunarheimila og birta á heimasíðu embættisins. Form. Sjúkraliðafélags Íslands hefur gagnrýnt þessar úttektir. Í þeim er ekkert rætt um stöðu ann- arra fagstétta en lækna og hjúkr- unarfræðinga. Þetta er miður og ekki til þess fallið að auka gæði þjónust- unnar eða traust á skýrsluhöfundum. Það er vont að vita til þess að Emb- ætti landlæknis telji enga þörf á að líta út fyrir rammann „læknar/ hjúkrunarfræðingar“ í eftirliti sínu. Allir sem þurfa á þjónustunni að halda hafa áttað sig á að öll starfsem- in er ein heild sem lítið getur veitt ef eitt tannhjólið klikkar. Það eru því þjónustuþegarnir sem verða fyrir skaðanum. Heilabilun Hanna Steinsson, félagsráðgjafi, hefur látið að sér kveða í greiningu á stöðu heilabilaðra á Norðurlöndum. Á ráðstefnunni mun hún fjalla um stefnu Dana og Svía í öldrunarþjón- ustu og mun koma inn á málefni heilabilaðra, en það er eitt meg- ininntak umræddrar skýrslu frá 2016. Upplýsingavefur um öldrun og aldraða Jákvætt ef eitthvað hefur gerst í þessum málum, en mér er ekki kunn- ugt um að svo sé. Réttindagæsla aldraðra Á tímabili var mikið rætt og ritað um að koma þyrfti á fót umboðs- manni aldraðra, enda eitt af því sem nefndin leggur til í þessum hluta nefndarálitsins. Enn bólar ekkert á því embætti. Óljóst ábyrgðarsvið þjónustuað- ila – „grá svæði“ í þjónustu við aldraða og notendasamráð Við undirbúning ráðstefnunnar kom m.a. fram að óljós skil eru á því hverjir eiga að svara fyrir eftirlit með þjónustu við aldraða eftir því hvort um beina heilbrigðisþjónustu eða vel- ferðarþjónustu sveitarfélaganna er að ræða. Svo ljóst er að mikið vantar upp á að unnið hafi verið með þetta nefndarálit. Að lokum skal vakin at- hygli á að hægt er að skrá sig á ráð- stefnuna á heimasíðu Sjúkraliða- félagsins, slfi.is, á meðan húsrúm leyfir. Eftir Kristínu Á. Guðmundsdóttur »Mikið vantar upp á að unnið hafi verið með álit samstarfs- nefndar um málefni aldraðra. Kristín Á. Guðmundsdóttir Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Lítið ágengt í málefnum aldraðra á Íslandi Í Morgunblaðinu gaf að líta tilfinninga- þrungna grein á mið- opnu 3. apríl 2018. Þar kveður Miðflokks- þingmaður Alþingi þurfa að vera vel upp- lýst um stöðu og þróun mála og taka hlutverk sitt alvarlega. Er það vel. Þingmenn ættu að kynna sér þau mál sem þeir fjalla um. Það er sorglegt til þess að vita, að á þingi eigi sæti menn sem eru jafn ófróðir um nýlega sögu Evrópu og greinarhöfundurinn heiftúðugi. „Innrásir“ Rússa „Ráðamenn í Kreml“ eiga að hafa hafið blóðugt stríð við Japani árið 1903 í því skyni að hefja byltingu. Þá var Rússlandi stjórnað af keisara sem sat í Pétursborg en ekki í Kreml og hafði varla byltingu í hyggju. Tétsnía er lýðveldi í Rússneska sambandsríkinu og hefur verið hluti Rússaveldis síðan á keisaratíma. Það voru Georgíumenn sem hófu átökin við Rússa með innrás 8. ágúst 2008, undir stjórn Mikhails Saaka- shvilis. Í Úkraínu var framið vopnað valda- rán í febrúar 2014 og rússneskumæl- andi íbúar í austurhéruðum landsins kröfðust sjálfstjórnar; valdaráns- stjórnin í Kænugarði svaraði með mannskæðu stríði á hendur löndum sinum í Donbas, sem njóta stuðnings Rússa. Krímverjar kusu í almennum kosningum, í samræmi við samþykktir SÞ um sjálfsákvörðunarrétt smá- þjóða, að gerast aftur hérað í Rúss- neska sambandsríkinu. Þar með var komið í veg fyrir að árásarstríð Kænugarðsstjórnarinnar næði einnig til Krímskagans. Frá 2011 hafa staðið linnulaus stríðsátök í Sýrlandi og vesturveldin hafa magnað þau í því skyni að koma lögmætri stjórn frá. Rússar réðust ekki inn í Sýrland heldur komu lög- mætum stjórnvöldum til aðstoðar að beiðni þeirra. Dvöl rússneska hersins þar er því í samræmi við alþjóðalög. Rökleysa Yfirlýsing Bandaríkja- manna, Þjóðverja, Frakka og Breta, sem sjálfur framkvæmda- stjóri NATO samsinnir, á að sanna að rússnesk stjórnvöld beri ábyrgð á ódæðinu í Salisbury, þótt þau taki því víðs fjarri. Rússum er harðneitað um upplýsingar sem þeir krefjast. Er það „sambland af áróðri og kúg- un“ og „harðstjórn og spillingu“ sem varð þess valdandi að Bjarni Bene- diktsson var kosinn formaður Sjálf- stæðisflokksins með 97% atkvæða, sama daginn og Pútín fékk ekki nema 77%? Hvaðan hefur greinarhöfundur upplýsingar um innanlandsástand i Rússlandi og sætaskipan í Dúmunni? Í Dúmunni er öflug stjórnarandstaða, m.a. kommúnistar. Ef ekki eru allir á einu máli innan NATO og ESB, þá er það Rússum að kenna! Ef Hollendingar samþykkja ekki viðskiptasamning ESB við Úkraínu, þá hafa þeir orðið fyrir barðinu á Rússum! Ógnun Ef eitthvað er ógnun við frið og ör- yggi í Evrópu, þá er það sá einstreng- ingslegi ofstopi og það glórulausa Rússahatur, byggt á vanþekkingu, sem greinarhöfundurinn heiftúðugi er haldinn. Og því miður miklu fleiri. Stríðsæsingar Eftir Hauk Jóhannsson Haukur Jóhannsson »Ef eitthvað er ógnun við frið og öryggi í Evrópu, þá er það sá einstrengingslegi of- stopi og glórulaust Rússahatur, byggt á vanþekkingu. Höfundur er lífeyrisþegi. haujo@simnet.is Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.