Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Atvinnuauglýsingar Interviews will be held in Reykjavík in May. For details contact: Tel.:+ 36 209 430 492 Fax:+ 36 52 792 381 E-mail: omer@hu.inter.net internet: http://www.meddenpha.com Study Medicine and Dentistry In Hungary “2018” Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu vinnustofunni okkar kl. 9, leikfimi í KR kl. 10.30 þar sem hann Guðjón sjúkraþjálfari sér um leik- fimina. Rútan sækir fyrir leikfimina á Vesturgötu kl. 10.10 og á Afla- granda kl. 10.15. Útskurður og myndlist kl. 13 í hreyfisalnum og félagsvist kl. 13 í matsalnum. Jóga kl. 18. Hlökkum til að sjá ykkur. Boðinn Bingó kl. 13. Myndlist kl. 13. Spjallhópur Boðans kl. 15. Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Opin handverks- stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir! Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30, bókabíllinn á svæðinu kl. 10-10.30, hjúkrunarfræðingur með viðveru kl. 10-12.30, handaband, vinnustofa í handverki með textílhönnuðum, ókeypis þátttaka og öllum opin frá kl. 10-12.30. Handavinna kl. 13-15, bókband kl. 13-17, söngstund við píanóið kl. 13.30-14.15, kaffiveitingar kl. 14.30- 15.30. Handavinnuhópur hittist í handverksstofu kl. 15-19. Verið öll velkomin til okkar á Vitatorg, síminn er 411 9450. Furugerði 1 Vinnustofa opin frá kl. 12-16. Sitjandi leikfimi og önd- unaræfingar kl. 11. Klukkan 13 er farið í göngu. Botsía í innri sal kl. 14. Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Útskurður með leið- beinanda kl. 9-16. Línudans kl. 13-14. Kóræfing kl. 14.30-16.30. Leik- fimi Helgu Ben kl. 11.15-11.45. Allir velkomnir. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía , kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postuslínshópur kl. 9. Jóga k.l 9.30. Ganga kl 10. Handa- vinna / brids kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Opin handavinna kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Jóga kl. 10.10–11.10. Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, leikfimi kl. 9 hjá Carynu, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu, hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, spilað brids kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga kl. 16 hjá Ragnheiði. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-12, línudansnámskeið kl. 10, ganga kl. 10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zophoníasdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411 2790. Korpúlfar Hugleiðsla kl. 9 í Borgum. Ganga kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju, félagsvist kl. 13 í Borgum. Prjónað til góðs kl. 13 í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum og kóræfing Korpu- systkina kl. 16.30 í Borgum. Allir velkomnir. Norðubrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 411 2760. Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin. Helgistund kl. 10.10 á sléttum vikum. Hádegisverður er kl. 11.30-12.15 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari upplýs- ingar hjá Maríu Helenu í síma 568 2586. Seltjarnarnes Gler á neðri hæð félagsheimilisins Suðurströnd kl. 9 og 13. Leir á Skólabraut kl. 9. Billjard í Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga í salnum, Skólabraut kl. 11. Handavinna á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Zumba kl. 10.30, undir stjórn Tanyu. Bókmenntahópur vor 2018. Síðasta samveran í Stangarhyln- um á þessum vetri, fimmtudagur 26. apríl kl. 14–16. Vilborg Davíðs- dóttir rithöfundur kemur í heimsókn, heldur fyrirlestur og sýnir mynd- ir. Félag eldri borgara í Reykjavík og Karlakórinn Kátir karlar halda tónleika í Grensáskirkju föstudaginn 27. apríl kl. 17. Stjórnandi er Gylfi Gunnarsson. Smáauglýsingar 569 1100 Atvinnuhúsnæði Til Leigu atvinnuhúsnæði 100 fm atvinnuhúsnæði á Granda (Fiskislóð 31) til leigu. Sérinngangur á jarðhæð með 5,5 metra lofthæð og mikla möguleika fyrir verslun, skrif- stofur, lager eða aðra starfsemi. Lítið eldhús og klósett innan rýmis. Björn, sími 897-084 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bátar      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Bílar Til sölu Mazda MPV Árg. 2005 Ekinn 73.323 mílur, bremsur þarfnast smá viðgerðar. Tilboð. Uppl. í síma 861-9344. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Hjólbarðar Rýmingarsala á sumar og heilsárdekkjum Fólksbíla-, sendibíla- og vörubíladekkkjum. Opið laugardag. 10-15. Kaldasel ehf., s. 5444333, kaldasel@islandia.is Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Atvinnublað alla laugardaga Sendu pöntun á augl@mbl.is eða hafðu samband í síma 569-1100 Allar auglýsingar birtast bæði í Mogganum og á mbl.is ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN Á BESTA STAÐ? Minningar ✝ Stefnir Helga-son fæddist í Reykjavík 9. nóv- ember 1930. Hann lést 10. apríl 2018. Foreldrar hans voru Helgi Guð- mundsson kirkju- garðsvörður, f. 1889, d. 1961, og Engilborg Helga Sigurðardóttir hús- freyja, f. 1896, d. 1957. Systkini Stefnis eru: Þóra Sigríður, f. 1918, Sigurður Jó- hann, f. 1923, Guðfinna, f. 1925, Hörður, f. 1927, Helgi Hrafn, f. 1928, og Atli f. 1930. Guðfinna er ein eftirlifandi af þeim systk- inum. Stefnir kvæntist 9. október 1954 Grímu Sveinbjörnsdóttur, f. 4. janúar 1931. Gríma lést 28. nóvember 2005. Foreldrar henn- ar voru Elínborg K. Stefáns- dóttir, f. 1904, d. 1996, og Svein- björn Benediktsson, f. 1895, d. 1948. Börn Stefnis og Grímu eru 1) Birna, f. 1955, maki Aðalsteinn Steinþórsson. 2) Brynja Sif, f. 1957, maki Agnar Strandberg. Börn þeirra eru a) Stefnir Ingi, í sambúð með Gígju Hrönn Árnadóttur og eiga þau soninn Aron b) Silja Katrín, í sambúð með Pálmari Péturssyni og eiga þau börnin Sólveigu Ölbu og Viktor c) Elva 3) Sigurður Hrafn, f. 1963, maki Hekla Ív- arsdóttir. Synir þeirra eru Helgi Garðar og Stefán Grímur en áð- ur átti Sigurður dótturina Steinunni Helgu og er sam- býlismaður hennar Viktor Kristinn Atlason, sonur þeirra er Ragnar Helgi. Stefnir var fædd- ur í vesturbæ Reykjavíkur og ólst upp á Hofsvalla- götu. Hann lauk námi frá Sam- vinnuskólanum 1951 og þar kynnist hann eiginkonu sinni. Þau reistu sér heimili við Hlíð- arveg í Kópavogi. Stefnir starfaði á yngri árum hjá Tryggingastofnun ríkisins, Gefjun Iðunn og á Keflavíkur- flugvelli. Þau hjónin stofnuðu umboðs- og heildverslunina Falur hf. 1958 og störfuðu þau þar saman þar til þau hættu vegna aldurs. Þau fluttu inn og voru með um- boð fyrir ýmsar byggingavörur. Stefnir sat í bæjarstjórn Kóp- vogs 1974-1978 fyrir Sjálfstæð- isflokkinn og var formaður fé- lagsmálaráðs. Þá var hann í sóknarnefnd Digranessafnaðar og stjórn Félags eldri borgara í Kópavogi. Hann var í Lions- klúbbi Kópavogs árum saman og var m.a. formaður, umdæm- isritari og svæðisstjóri. Stefnir verður jarðsunginn frá Digraneskirkju í dag, 23. apríl 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Stefnir tengdafaðir minn kvaddi mig með þeim orðum að ég mætti engu breyta í ferðalagi erlendis um páskana þó hann færi á spítala. Hann var jákvæð- ur og sanngjarn maður sem vildi ekki láta hafa fyrir sér og vildi börnunum sínum það besta. Að breyta ferðaplönum hans vegna var ekki inni í myndinni hjá hon- um. Sjálfur hafði hann ferðast innanlands og um allan heim með Grímu, besta vini sínum og fé- laga. Þau voru samrýndustu hjón sem ég hef kynnst og það var honum þungt áfall þegar hún lést úr krabbameini árið 2005. Stefnir var hamingjusamur að hafa átt góða foreldra og systkini. Lífsbaráttan gat verið hörð á æskuárunum en kröfurnar voru ekki miklar. Stefnir var alla tíð nægjusamur, glaðlyndur með gott skopskyn, góður og um- hyggjusamur við sína nánustu. Hann starfaði ungur hjá Gefj- un Iðunni en honum fannst Sam- vinnuhreyfingin stór og svifasein og það hentaði honum ekki. Upp úr því var heildverslunin Falur stofnuð, en þau hjónin áttu og störfuðu við hana það sem eftir var starfsævinnar. Erlend sam- skipti og ferðalög voru hluti starfsins og þar var Stefnir á heimavelli, tungumálamaður með frábæra samskiptahæfileika. Stefnir var frumkvöðull og óhræddur að prófa innflutning á nýjum vörum og kynna þær á Ís- landi. Einkum flutti hann inn byggingavörur. Stefnir og Gríma byggðu sér ung hús að Hlíðarvegi 8 í Kópa- vogi og bjuggu þar í yfir 50 ár og þar var miðpunktur fjölskyldu- boða og gleðin var ríkjandi. Hann var sannur talsmaður og baráttu- maður fyrir hagsmunum Kópa- vogs. Hann starfaði um árabil að bæjarmálunum og eins og í öðr- um verkum var hann fylginn sér, atorkusamur og duglegur í bæj- arpólitíkinni. Hann entist samt ekki lengi í framlínunni í pólitísk- um störfum, hann sagði mér að hlutirnir tækju of langan tíma á þeim vettvangi. Stefni féll ekki verk úr hendi og honum líkaði vel að fá að vera í starfi iðnaðarmannsins þegar eitthvað þurfti að endurnýja eða laga. Flísalögn var uppáhald hjá Stefni og Grímu og þá voru þau sem einn snillingur við verkið. Nákvæmni og skipulag var hans aðalsmerki. Í bílskúrnum var allt í röð og reglu og skrúfur og allir smáhlutir flokkaðar í hólf eftir stærð og verkfærin á vísum stað. Sama nákvæmni var í möppunum á skrifstofunni og líka í myndaal- búnum sem nálgast annað hundr- aðið af fjölskyldunni og ferðalög- um þeirra, en Stefnir var mikill áhugamaður um ljósmyndun. Stefnir og Gríma voru heims- borgarar. Ítalía var uppáhalds- landið enda aðalviðskiptaland þeirra og allt ítalskt var „uppá- halds“, hvort sem það var vínið, maturinn eða bílarnir. Stefnir var einstaklega minn- ugur og góður sögumaður. Frá- sagnir hans af margs konar spaugilegum atvikum og sam- ferðafólki í lífinu voru bráðfyndn- ar og áheyrilegar. Hann var fróð- ur um allt mögulegt og kunnugur á ólíklegustu stöðum. Það var best að vera með honum í liði í spurningakeppni jólaspilanna, þá var sigurinn vís. Hann kunni allt- af svörin, hvort sem spurt var um landafræði, sagnfræði, trúar- brögð, menningu, kvikmyndir eða stjórnmál. Ég kveð tengdaföður minn með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast honum og fjölskyldu hans. Hvíldu í friði, kæri Stefnir. Aðalsteinn. Stefnir Helgason  Fleiri minningargreinar um Stefni Helgason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.