Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 25

Morgunblaðið - 23.04.2018, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óvenjumikil viðkvæmni í loft- inu í dag og því hætt við deilum og sár- indum. Mundu að virða skoðanir annarra, líka þótt þú sért ekki sammála þeim. 20. apríl - 20. maí  Naut Tíminn er dýrmætur og þú hefur eng- an tíma til þess að sökkva þér niður í eigin hugsanir. Þér berast nýjar upplýsingar úr óvæntri átt. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að biðja um hjálp eða veita hana kallar fram samstöðu sem er galdri líkust. Mundu að hóf er best á hverjum hlut og treystu innsæi þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert upp á þitt besta og getur nánast samið um hvað sem er því þú færð fólk svo auðveldlega á þitt band. Spilaðu málin eftir eyranu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Menn líta til þín um lausn mála, sem reynast öðrum ofviða. Fólk er tilbúið að hlusta á það sem þú hefur að segja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Dagurinn hentar því vel til viðræðna um það sem skiptir þig máli. Léttu af þér áhyggjunum með því að leita til fagfólks sem getur gefið þér góð ráð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það vantar ekki mikið upp á að þér tak- ist að ljúka því verkefni sem þér hefur verið falið. Þetta er góður dagur til að setja fram langtímaáætlun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað stórt er handan við hornið og þú ert farinn að finna fyrir nær- veru þess. Það hefur ekkert upp á sig að flýja erfiðleikana þeir bara vaxa við það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Einmitt þegar þú varst að koma þér vel fyrir, leistu upp og sást eitthvað nýtt og spennandi við sjóndeildarhring. Óvæntir atburðir á fjármálasviðinu koma þér á óvart. 22. des. - 19. janúar Steingeit Takturinn í lífi þínu verður hraðari á næstunni og á næstu vikum getur þú átt von á meira annríki en venjulega. Mundu að hláturinn lengir lífið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Láttu það ekki hvarfla að þér að kasta til höndunum við verk þín því þú færð þau bara í hausinn aftur. Þú verður að bretta upp ermarnar og ganga í þau verk sem bíða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður fyrst að gera upp þinn hug áður en þú getur farið að sannfæra aðra um ágæti skoðana þinna. Farðu því ekki að snúa út úr einföldum spurningum þótt þú sért illa upplagður. Skyldu einhverjir vera í sömusporum og Víkverji sem hefur glatað yfirsýn yfir helstu viðburði líðandi stundar? Streymi upplýsinga er nú orðið slíkt að aðeins er hægt að nema brot af öllum þeim upplýs- ingum, fréttum og áhugaverðu efni sem flýtur um á öldum ljósvaka, á netinu og í dagblöðum. Sennilega var hægt að fylgjast með flestu og fá að minnsta kosti heildarmynd þess sem gerðist á innlendum vettvangi þar til fyrir um tíu árum. Það var haustið 2008 sem Íslendingar stimpluðu sig í þúsundatali inn á Facebook, sömu dagana og þjóð- félagið var í rústum eftir bankahrun- ið með öllum þeim tilfinningahita og yfirlýsingagleði sem því fylgdi. Flóð- gáttir brustu með félagsmiðlunum og fjölmiðlunin breyttist. x x x Auðvitað er lyginni líkast að getahvar sem er í veröldinni lesið dagblöðin á símanum sínum eða með einföldu forriti haft aðgang að öllum íslenskum útvarpsstöðvum. En svo er þetta með augu og eyru; frétt- irnar koma inn um annað og flæða út um hitt. Fátt situr eftir í vitund og huga eða verður til þess að maður fari að pæla betur í málum, leita sér ítarlegri upplýsinga, rökræða við næsta mann og svo framvegis. Mannfólkið ranglar um í einskonar upplýsingaeyðimörk og ákvörð- unarstaðurinn er óþekktur. x x x Fréttir líðandi stundar eru eins ogvatnið sem rennur endalaust undir brúna. Sumt ef ekki flest eru dægurmál sem skipta litlu í hinu stóra samhengi. En hvaða tíðindi eða atburðir marka skil? Formúlan er í huga Víkverja sú í mjög einfald- aðri mynd að þú manst enn frásögn- ina og myndina af síðum Morg- unblaðsins eða heyrir í huga þér þegar Broddi Broddason les fréttina í Ríkisútvarpinu. Ef fennir yfir þetta tvennt hefur málið verið léttvægt og mátt skola út. Við munum hins vegar miklu frekar atvik og stundir í lífi fjölskyldunnar og samveru með ást- vinum. Í því felast þá auðvitað þau skilaboð hvað er þýðingarmest í líf- inu þegar öllu er á botninn hvolft. vikverji@mbl.is Víkverji Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga. (Jóh: 10.9) Sigurlín Hermannsdóttir óskaðileirverjum gleðilegs sumars í frekar hráslagalegu veðri: Lítil verður sólarsýn á sumardaginn fyrsta. Kveðju sendir Sigurlín sólar- nokkuð þyrsta. Ingólfur Ómar sendi þessa „Sumarkveðju á leir“: Brosa hlíðar grund og gil grænka víða rindar. Sólin býður birtu og yl blása þíðir vindar. „Sjaldan hef ég flotinu neitað,“ segir Helgi R. Einarsson og bætir við: Blaðið það var brotið er bóndinn seldi kotið og komst í frí til Kanarí, en þar kláraðist víst flotið. En hér sér hann „ljósan punkt“: Eitt sinn við Ásu var reynt, sem ekki vildi það beint. Sagði: „Ég vil ei þig þótt þú viljir mig, en þetta’ er samt fallega meint.“ Páll Imsland tala um „margræð strönd í fleirtölu“ og heilsar leirliði á meðan sólin er hátt á lofti. – „Það er annars merkilegt hve einfalt mál getur orðið flókið, ekki síst þegar tafsað er,“ bætir hann við. Við Suðurlandsströndina ströndum og ströndum á ströndum og gröndum. Lang er því best og bjargar oss mest, báta’ alla að hafa á löndum. Ármann Þorgrímsson undir yfir- skriftinni „Einhver afgangur“ seg- ir: „Kvartar undan of háum álög- um á sjávarútveginn en virðist samt hafa einhverja trú á þessu. Kaupir í Granda fyrir 21,7 millj- arða“: Eitthvað fiskar enn úr sjó ekki af baki dottinn. Mér líður eins og lambi í kró á leið í steikarpottinn. „Ad Augustum“ er yfirskrift þessarar vísu Stephans G. Steph- anssonar: Í norðri sumir segja mér að sólin hnigi eigi; en það er ei nóg því nú hjá þér nóttin varð að degi. Þessa vísu á síra Guðmundur Torfason á Torfastöðum að hafa ort átta ára um kvenfólkið á heim- ilinu: Það skal vera æ mín iðja ykkur stugga við; því andskotann er betra að biðja en – bölvað kvenfólkið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af sólarþorsta, ást og tafsi „NEI, ÉG MUN EKKI FARA TIL BAKA OG BIÐJA UM MEIRA SVIGRÚM.“ „ÉG ER SVO STOLT AF ÞÉR! Á MORGUN MUNTU HAFA VERIÐ Á ÞESSUM MEGRUNARKÚR Í HEILA VIKU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að trufla hana ekki þegar hún er að vinna að heiman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GENGURÐU UM MEÐ BINDI, GRETTIR? JÁ ÉG FANN ÞAÐ Í MJÖG FLOTTUM RUSLAGÁMI NEÐAR Í GÖTUNNI NÆÆÆS! VERTU FYRIR AFTAN MIG, HEPPNI EDDI! ÉG SKAL VERJA LÍF ÞITT! MYNDIRÐU GERA ÞAÐ FYRIR MIG? ÉG NEYÐIST TIL ÞESS! ÞÚ SKULDAR MÉR PENING! ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.