Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.04.2018, Qupperneq 32
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 113. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Hataði kynlífsatriðin 2. Fíknin yfirtók allt 3. Mættu með 140 króna lasagna … 4. Þurftu að afhenda fimmtíu … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Brasilíski söngvarinn og gítarleik- arinn Ife Tolentino heldur tónleika með Óskari Guðjónssyni saxófónleik- ara í Mengi í kvöld kl. 21. Leiðir þeirra lágu saman í London þegar Óskar var þar búsettur. Saman munu þeir leika tónlist í stíl bossanova og samba en þeir hafa gefið út eina hljómplötu í sameiningu, Você passou aqui. Tolentino og Óskar leika saman í Mengi  Mads Mouritz, Teitur Magnússon, Kraftgalli & IDK IDA með Ingibjörgu Elsu Turchi, Arnljótur, Árni Guð- jónsson og Hreiðar Már koma saman á tónleikum á Húrra í Tryggvagötu annað kvöld kl. 20. Mouritz er danskur lagasmiður og tónlist- arframleiðandi og setti hann saman dagskrá kvöldsins með blöndu íslenskra og danskra lista- manna. Danskir og íslenskir listamenn á Húrra  Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík flytur óperettuna Leður- blökuna eftir Jo- hann Strauss II í Edinborgarhúsinu í kvöld kl. 19.30 í samvinnu við Tónlistarskóla Ísafjarð- ar. Heimamenn munu taka þátt í sýn- ingunni, þ.á m. félagar úr Sunnu- kórnum, Leikfélagi MÍ, nemendur úr Tónlistarskóla Bolungarvíkur og nem- endur söngdeildar Tónlistarskóla Ísa- fjarðar. Leðurblakan í Edinborgarhúsinu Á þriðjudag og miðvikudag Norðlæg átt 5-10 m/s, en hægari um landið sunnanvert. Skúrir um landið sunnanvert og hiti 4 til 9 stig, en stöku él fyrir norðan og hiti 0 til 4 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi og úrkomu í dag. Áfram bjart sunnan heiða framan af degi, en skúrir sunn- anlands seinnipartinn. VEÐUR Leikmenn Tindastóls ráku af sér slyðruorðið í annarri viðureign sinni við KR um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla í gær- kvöldi. Eftir skell á heima- velli á föstudagskvöldið sneru Tindastólsmenn við blaðinu á heimavelli KR í gær og unnu öruggan sigur, 98:70, í leik þar sem vopnin snerust svo sannarlega í höndum Íslandsmeistara síðustu fjögurra ára. »5 Tindastólsmenn bitu frá sér Vilja leika hratt og skemmtilegt íshokkí Eygló Ósk Gústafsdóttir átti besta af- rekið á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Ásgeirs- bikarinn, sem gefinn er í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi forseta, fór til Eyglóar en hann hlýtur sá keppandi sem vinnur besta afrekið samkvæmt stigatöflu alþjóðasund- sambandsins. »2 Eygló Ósk hlaut Ásgeirsbikarinn ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Andri Wilberg Orrason læknir er þessa dagana staddur í Suður- Afríku til að ljúka við verklega hlutann af fjarnámi sínu í köf- unarlækningum. Hann hefur síð- ustu tvö ár verið í skurðlækn- ingum á Landspítalanum og stefnir í haust á að fara utan í sér- nám í þvagfæraskurðlækningum. „Þessi hugmynd kom fyrir svona tveimur árum og ég ætlaði alltaf að skella mér í þetta. Núna kom þannig tímabil í náminu hjá mér að ég hafði tíma til að fara og ég ákvað að skrá mig á þetta nám- skeið,“ segir Andri aðspurður hvernig það hafi komið til að hann ákvað að leggja stund á köfunar- lækningar. Hann segir greinina tengjast öllum þeim sjúkdómum eða slysum sem geta orðið neðansjávar. „Þetta er aðallega í tengslum við atvinnuköfun. Fólk sem starfar á olíuborpöllum, í demantanámu- vinnslu eða í rannsóknarleið- öngrum úti á miðju hafi og er að kafa mjög djúpt. Þar kemur inn þessi köfunarveikispæling en þeg- ar djúpt er kafað og andað að sér lofti undir miklum þrýstingi leysist niturgas í meira magni í blóðinu. Þar af leiðandi þarf maður að fara hægt upp til að fá ekki köfunar- veiki.“ Í sex daga fjarlægð frá lækni Atvinnukafarar á olíuborpöllum eru allt að 28 daga í senn í þrýsti- hylkjum neðansjávar. Til að forð- ast köfunarveiki getur tekið allt að sex daga fyrir þá að komast upp á yfirborðið og því er afar langt í læknishjálp ef eitthvað kemur upp á. „Oft á tíðum eru læknar á bor- pöllunum og stundum er það þann- ig að einhver fær t.d. botnlanga- kast og þá þarf skurðlæknir að fara inn í þrýstiklefann og fram- kvæma aðgerðina þar inni,“ segir Andri sem hefur hug á því í fram- tíðinni að taka að sér slík tíma- bundin verkefni, að loknu sérnámi sínu í þvagfæraskurðlækningum. Atvinnukafarar þurfa einnig að fara í læknisskoðun árlega og sér köfunarlæknir um slíka skoðun. „Vinnuveitandi þeirra gerir þá kröfu að þeir séu líkamlega hæfir til að kafa og vinna nauðsynleg verkefni í kafi og það verður að vera köfunarlæknir sem gefur út það vottorð. Þeir þurfa að vera hraustir til að geta verið svona lengi í kafi og þá þarf öll færni, lungu og hjarta að vera í lagi,“ segir Andri. Í köfunarlækningum í S-Afríku  Sameinaði tvö áhugamál; lækn- isfræði og köfun Á leið í kaf Hluti af verklega náminu hjá Andra er að geta kafað sjálfur. Hefur hópurinn stundað köfun við strendur Höfðaborgar í Suður-Afríku. Á námskeiðinu voru nemendur meðal annars settir í þrýsti- klefa þar sem líkt var eftir þrýstingi eins og á 50 m dýpi. Þar fengu þeir að upplifa áhrifin sem slíkur þrýstingur getur haft á líkamann og var myndin að ofan tekin við það tækifæri. „Þarna safnast nit- urgasið fyrir í blóðinu og við fengum svokallaða niturgas- eitrun þar sem maður verður í rauninni hálfruglaður. Það er eins og maður sé fullur og geti ekki hætt að hlæja. Rödd- in verður eins og maður hafi andað að sér helíum úr blöðru og svo verða líka miklar hita- breytingar í svona þrýstingi. Það er stórmerkilegt að finna fyrir þessu,“ segir Andri en nauðsynlegt er að upplifa slík- ar aðstæður ef gera á læknis- fræðilegar aðgerðir í miklum þrýstingi í framtíðinni. Upplifðu niturgas- eitrun UNDIR MIKLUM ÞRÝSTINGI Í þrýstiklefanum Andri og náms- félagar inni í þrýstiklefa í S-Afríku. „Auðvitað viljum við vinna alla leiki og spila hratt og gott hokkí. Það verður hins vegar erfitt því andstæð- ingarnir eru með góð lið. Við munum reyna okkar besta og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Vladimír Kolak, landsliðsþjálfari karla í íshokkíi, en íslenska landsliðið leikur sinn fyrsta leik í 2. deild heimsmeistaramótsins í Tilburg í Hollandi í dag. »1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.