Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 1
L A U G A R D A G U R 2 8. A P R Í L 2 0 1 8
Stofnað 1913 99. tölublað 106. árgangur
KÍNVERSKUR
ÍSLENSKUKENN-
ARI Í PEKING
SLAUFAN Á HILLUNA
HAFSTEINN ÞJÓNN Í HÁLFA ÖLD 16LÆRÐI Á ÍSLANDI 12
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Kjósendur í Reykjavík munu einkum
láta velferðar- og jafnréttismál ann-
ars vegar og samgöngumál hins veg-
ar ráða mestu um það hvaða flokk
þeir munu kjósa í borgarstjórnar-
kosningunum, sem fram fara 26. maí
næstkomandi, ef marka má niður-
stöður könnunar Félagsvísinda-
stofnunar, sem gerð var fyrir Morg-
unblaðið dagana 23.-25. apríl.
Þátttakendur voru spurðir hverja
af eftirtöldum málaflokkum þeir
teldu að myndu ráða mestu um
hvaða flokk þeir kysu, og sögðu
24,5% þeirra sem afstöðu tóku vel-
ferðar- og jafnréttismál. Um 23,6%
nefndu samgöngumál á meðan 21%
sagði að húsnæðismálin myndu ráða
mestu um það hvert atkvæði sitt
færi. 13,6% nefndu fjármál borgar-
innar og 10,9% sögðu að skólamálin
myndu ráða sinni afstöðu.
Athygli vekur að stuðningsmenn
núverandi meirihlutaflokka nefndu
sjaldnast fjármál borgarinnar, á
meðan um þriðjungur stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokksins nefndi
þau sem það atriði sem myndi ráða
mestu um sitt atkvæði. Þannig sögðu
46,4% kjósenda vinstri grænna að
velferðar- og jafnréttismál myndu
ráða mestu um atkvæði sitt, en ein-
ungis 0,5% þeirra nefndu fjármál
borgarinnar. 31,8% stuðningsmanna
Pírata nefndu húsnæðismálin en ein-
ungis 0,7% þeirra nefndu fjármálin.
Þá nefndu 28,8% stuðningsmanna
Samfylkingar velferðarmál en ein-
ungis um 4,7% fjármál borgarinnar.
Ólík sýn á fjármál borgar
Velferðar- og jafnréttismál og samgöngumál sögð ráða mestu um það hvert
atkvæðið fer Fjármál borgarinnar ráða mestu um atkvæði sjálfstæðismanna
MStaðfesting á fyrri þróun »4
Arómat, Ora-fiskibollur í bleikri
sósu, hangikjöt og íslenskt vatn í
tuga lítra tali er meðal þess sem rat-
aði í ferðatöskur Íslendinga þegar
þeir héldu í sínar fyrstu sólar-
landaferðir. Þess eru dæmi að enn
hafi Íslendingar með sér lambalæri
til Krítar. Í Sunnudagsblaði Morg-
unblaðsins er farið yfir fyrstu sum-
arfrí Íslendinga og hvernig þau hafa
þróast. Sem dæmi um breytingar
auglýsti Eimskip stórkostlega nýj-
ung fyrir fyrstu Íslendingana sem
gátu tekið sumarfrí og farið til út-
landa á 4. áratugnum, svokallaða
„hraðferð“, sem var ætluð þeim sem
höfðu lítinn tíma. Hraðferð sú tók þó
17 daga, þar af 9 daga siglingu.
Það var ekki sjálfsagt að Íslend-
ingar gætu ferðast um landið á eigin
bifreiðum fyrr en á 7. áratugnum og
fólk sameinaðist um þær bifreiðar
sem aðgengilegar voru. Sæti var
auglýst laust í „ágætri 5 manna bif-
reið í 10 daga ferð til Norðurlands“.
Íslendingar tóku sumarfrí sín
mjög hátíðlega þegar þeir fóru að
komast til útlanda, heimasaumuðu
handklæði í ferðina og ferðaföt fyrir
flugið.
Arómat til Spánar
Margir taka matvæli með í ferðina
Landsmót Samtaka íslenskra skólalúðrasveita fyrir A- og B-
sveitir stendur yfir í Breiðholti um helgina. Áætlað er að um
700 gestir verði á landsmótinu og lýkur því með tónleikum í
íþróttahúsinu Austurbergi kl. 13 á sunnudaginn. Landsmótið
hófst í gær með móttöku í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og
Hólabrekkuskóla og var formleg mótssetning haldin um kvöld-
ið í íþróttahúsinu Austurbergi. Æfingar lúðrasveitanna fara
fram víðsvegar um Breiðholtið þ.á m. í Fellaskóla, Tónskóla
Sigursveins, Hólabrekkuskóla, Gerðubergi og Leiknishúsinu.
Skólalúðrasveitir blésu til landsmóts í Breiðholti
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ríkisendurskoðun gagnrýnir í nýrri
skýrslu til Alþingis, það sem stofn-
unin nefnir gerviverktöku lækna á
landsbyggðinni, þar sem þeir geri
verktökusamninga til langs tíma við
heilbrigðisstofnanir, en starfi í raun
eins og hverjir aðrir launþegar.
Guðjón Hauksson, forstjóri Heil-
brigðisstofnunar Austurlands, sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að
stofnunin hefði áður gert langtíma-
verktökusamninga við lækna, en
ekki lengur. „Ég fagna þessari
skýrslu um heilsugæsluna á lands-
byggðinni og tek undir allar þær
ábendingar sem þar koma fram. Hjá
Heilbrigðisstofnun Austurlands ger-
um við ekki lengur langtímaverk-
tökusamninga við lækna,“ sagði
Guðjón.
Guðjón telur að mikið skorti á að
fullnægjandi leiðbeiningar séu fyrir
hendi frá hinu opinbera um hvernig
heilbrigðisstofnanir úti á landi eigi
að standa að gerð verktökusamninga
við lækna og aðra. »21
Gagnrýnir gervi-
verktöku lækna
Morgunblaðið/Eggert
Heilsa Ríkisendurskoðun gerir
athugasemdir við stöðuna.
Viðræður hafa
farið fram um
sameiningu fjög-
urra sveitarfé-
laganna í A-
Húnavatnssýslu;
Blönduóss,
Skagastrandar,
Skagabyggðar
og Húnavatns-
hrepps. Sex íbúafundir hafa verið
haldnir til að kynna þessi áform og
þar hafa komið fram mjög skiptar
skoðanir meðal íbúa.
Andstaða við sameiningu tengist
einkum skólamálum, að því er fram
kemur í umfjöllun blaðsins í dag um
Norðurland vestra. »22-23
Húnvetningar deila
um sameiningar