Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur hefur hafnað umsókn um gisti- leyfi í 38 íbúðum í nýjum íbúðaturni í Bríetartúni 9-11. Málið bíður endan- legrar afgreiðslu byggingarfulltrúa. Umsóknin hefur vakið athygli. Það er enda líklegt að aldrei hafi jafn margar íbúðir verið fráteknar í ný- byggingu með skammtímaleigu til ferðamanna í huga. Á vissan hátt hefði starfsemin verið framhald af Fosshótelsturninum sem er norður af íbúðaturninum á Höfðatorgi. Buðu hótelum samstarf Samkvæmt sölulista Höfðatorgs var samanlagt verð þessara 38 íbúða um tveir milljarðar króna. Heimildir blaðsins herma að hóp- ur fjárfesta sé að baki umsókninni og að hluti þeirra hafi boðið eigendum hótela að sjá um rekstur hótelíbúða. Mun áhuginn hafa verið mismikill. Þá munu fjárfestar hafa horft til þess að borgaryfirvöld vilji dreifa skammtímaleigu víðar um borgina. Við Höfðatorg væru næg bílastæði. Hjálmar Sveinsson, formaður um- hverfis- og skipulagsráðs, telur að- spurður ólíklegt að byggingarfulltrúi muni snúa ákvörðuninni við. Gististaður í flokki 2 Félagið Höfðaíbúðir lagði fram umsóknina. Það er tengt fast- eignaþróunarfélaginu Eykt. Fólst umsóknin í að „breyta skil- greiningu á íbúðum á 1.-8. hæð, 38 íbúðum, [svo þær flokkist undir] gististað í flokki II“. Undir þessa skilgreiningu heyra gististaðir án veitingasölu. Hjálmar rifjar upp þró- un skipulags á Höfðatorgi: „Á fundi umhverfis- og skipulags- ráðs var lögð fram umsögn skipu- lagsfulltrúa sem er fagmaður hjá okkur. Þar er sagan rakin.“ Tæplega 200 íbúðir „Í upphaflegu deiliskipulagi er heimilt að byggja 250 íbúðir á svæð- inu. Í aðalskipulaginu, sem kannski tekur mið af þessum ákvæðum í deiliskipulagi, er líka gert ráð fyrir ákveðnum íbúðafjölda. Mig minnir að það séu tæplega 200 íbúðir. Í allri skipulagsvinnunni hefur verið lögð áhersla á að þetta verði blandað hverfi. Að þarna geti verið atvinnu- húsnæði, skrifstofur og íbúðir. Nú er þegar búið að byggja mikinn hluta af reitnum og það er eingöngu atvinnu- húsnæði; skrifstofur og stærsta hótel landsins. Þannig að í umsögn sviðsins kom fram að miðað við stöðu mála væri ekki hægt að taka jákvætt í þetta erindi. Það var þessi umsögn sem við sem pólitískt ráð samþykkt- um,“ segir Hjálmar Sveinsson. Þegar framkvæmdum við Bríetar- tún 9-11 lýkur verður einn turn óbyggður á Höfðatorgi. Sú bygging kallar m.a. á niðurrif bygginga sem WOW Air hefur haft afnot af. Þar undir verður bílakjallari. Synjað um gistileyfi í 38 íbúðum  Umhverfisráð Reykjavíkurborgar tók neikvætt í umsókn fjárfesta um gistileyfi í nýjum íbúðaturni  Leigja átti 38 íbúðir af 94 í nýjum turni á Höfðatorgi til ferðamanna  Fjárfestar leituðu til hótela Teikning/PKdM Arkitektar Bríetartún 9-11 Fjárfestar tóku frá hæðir 1-8 í vinstri hluta turnsins. Skipulagsstofnun gerði at- hugasemdir við rammaskipulag Borgartúns 24. Á umræddum reit stendur til að byggja allt að 65 íbúðir og atvinnuhúsnæði. Taldi stofnunin annmarka á skipulaginu. Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir tíðinda að vænta. „Okkar fagfólk, lögfræðingar sviðsins og aðrir, eru að skoða þetta mál. Það er að velta því fyrir sér hvernig hægt er að bregðast við og hvaða leiðir eru færar. Við gerum ráð fyrir að þeirra niðurstaða liggi fyrir í næstu viku,“ segir Hjálmar. Íbúar í nálægum götum hafa mótmælt þessum áformum. Mun skýrast í næstu viku BORGARTÚN 24 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er bæði ánægður og stoltur. Þessir samningur tryggir í mínum huga mjög stórt skref í þá átt að Herjólfur verði viðurkenndur sem þjóðvegur og þjónusta og gjöld taki mið af því. Það hefur verið keppikefli okkar heimamanna í áratugi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum. Bæjarstjórn sam- þykkti í gær samning við Vegagerð- ina um að bærinn taki við rekstri Herjólfs í haust, þegar nýtt skip sem verið er að smíða hefur siglingar. Rekstur nýja Herjólfs verður í sjálfstæðu félagi í eigu Vestmanna- eyjabæjar og verður því óháður öðr- um rekstri sveitarfélagsins. Samn- ingurinn gildir í tvö ár. Í honum eru ákvæði sem tryggja munu betri þjónustu með fleiri ferðum. Elliði segir að ferðum muni fjölga að lág- marki um nærri 600 á ári því skipið muni sigla frá klukkan hálfsjö á morgnana til miðnættis, alla daga ársins, þar með taldar stórhátíðir. Heimamenn fá meiri afslátt en verið hefur. Þá er ætlunin að endur- skoða bókunarkerfið og auka upplýs- ingagjöf til notenda. Tíminn að renna út Stýrihópur sem verið hefur Vest- mannaeyjabæ til ráðgjafar við samn- ingsgerðina lagði eindregið til að bæjarstjórn samþykkti samninginn í þessari viku. Ríkið myndi líta á allar tafir og fyrirvara sem höfnun á samningsdrögunum og það myndi leiða til þess að reksturinn yrði boð- inn út. Elliði segir að ekki hafi falist neinar hótanir í þessari ráðgjöf. Mik- il tímapressa væri á málinu. Ef samningar við sveitarfélagið tækjust ekki yrði Vegagerðin að bjóða rekst- urinn út. Það þyrfti sinn aðdraganda auk þess sem nauðsynlegt væri að senda starfsfólk út til þjálfunar. Tíminn hafi verið að renna út. Hefðu viljað íbúafund Samningurinn var samþykktur með atkvæðum allra bæjarfulltrúa á fundinum í gær. Fulltrúar E-listans sem er í minnihluta létu bóka að æskilegra hefði verið að samningur- inn væri kynntur bæjarbúum og bor- inn undir atkvæði þeirra, áður en hann væri borinn upp í bæjarstjórn. Vegna tímapressunnar sem var á málinu drógu þeir til baka tillögu þessa efnis. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins tóku undir þau orð minnihlutans að betra hefði verið að hafa rýmri tíma til úrvinnslu málsins. Þeir minntu þó á að ákvörðun um yfirtöku á rekstri Herjólfs hefði verið tekin á íbúafundi sem hátt í 500 manns sátu og samþykkt þar einróma. Morgunblaðið/Óskar P. Friðriksson Kynning Oddvitar flokkanna í bæjarstjórn og ráðgjafarnefnd bæjarins kynntu samningana um Herjólf á íbúafundi í Höllinni í gær. Elliði Vignisson bæjarstjóri er í pontu. Til vinstri á myndinni eru Stefán Jónasson, Grímur Gíslason og Lúðvík Bergvinsson en hægra megin þeir Yngvi Harðarson og Páll Guðmundsson. Viðurkenna Herjólf sem þjóðveg til Eyja  Vestmannaeyjabær tekur að sér rekstur nýja Herjólfs Örnefnanefnd mælir með nafninu Útnesjabyggð á sameinað sveitarfé- lag Garðs og Sandgerðis. Meðal ann- ars er vísað til þess að íbúarnir hafi verið kallaðir Útnesjamenn. Nafna- nefnd og undirbúningsstjórn sam- einingar sveitarfélaganna hefur ákveðið að greiða atkvæði um fimm nöfn. Auk Útnesjabyggðar eru það nöfnin Heiðarbyggð, Nesjabyggð, Suðurbyggð og Ystabyggð. Þótt Ör- nefnanefnd mæli sérstaklega með Útnesjabyggð leggst hún ekki gegn hinum nöfnunum en þykir þó Suð- urbyggð og Nesjabyggð ekki sér- kennandi fyrir byggðarlagið. Fyrirfram var ákveðið að nöfn sem hafa tilvísun í eldri heiti sveitar- félaganna koma ekki til greina. Atkvæðagreiðsla um nöfnin fimm verður rafræn og hefst í byrjun maí. Aftur verður kosið á milli þeirra tveggja nafna sem flest atkvæði fá og er gert ráð fyrir að henni ljúki 18. maí. Atkvæðagreiðslan er ráðgef- andi því það verður hlutverk sveit- arstjórnar hins nýja sveitarfélags að ákveða nafn á sveitarfélagið. Mælt með Útnesjabyggð  Kosið um nafn á sveitarfélagið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útnes Sandgerði og Garður verða eitt sveitarfélag eftir kosningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.