Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Hverfaskiptingin er mjög athyglis-
verð, en þetta er ekki ný þróun,“
segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
í stjórnmálafræði, um niðurstöður
könnunar Félagsvísindastofnunar,
sem gerð var dagana 23.-25. apríl
fyrir Morgunblaðið og greint frá í
gær. Nokkuð skýr munur er á fylgi
flokkanna eftir hverfum, á þann veg
að meirihlutaflokkarnir þrír, Sam-
fylking, Vinstrihreyfingin – grænt
framboð og Píratar sækja fremur
stuðning sinn til Miðbæjar og Vest-
urbæjar, á meðan Sjálfstæð-
isflokkur, Miðflokkurinn og Flokkur
fólksins höfða frekar til kjósenda í
úthverfunum.
„Vesturbæjaríhaldið“ útdautt?
Þannig hugðust 38,4% þeirra
kjósenda sem bjuggu í Miðbæ og
Vesturbæ kjósa Samfylkinguna, en
einungis 19,6% Sjálfstæðisflokkinn.
Fylgi þessara tveggja flokka snýst
hins vegar við eftir því sem austar er
farið í borginni. Fylgi Miðflokksins
vex að sama skapi eftir því sem farið
er lengra til austurs, þar sem ein-
ungis 3% kjósenda í Mið- og Vest-
urbæ hyggjast kjósa flokkinn, en
hann nýtur stuðnings um 11,4%
kjósenda í Grafarvogi, Grafarholti,
Úlfarsárdal og á Kjalarnesi.
Ólafur segir þessa þróun hafa ver-
ið að koma fram með skýrari hætti
síðustu árin. Niðurstöðurnar nú
staðfesti til dæmis þá þróun sem síð-
asta könnun Félagsvísindastofn-
unar, sem unnin var í lok marsmán-
aðar hafi gefið til kynna. „Það sem
okkur gamla fólkinu finnst hins veg-
ar athyglisverðast er að gamla
„Vesturbæjaríhaldið“ virðist útdautt
og gengur miklu verr en KR!“ segir
Ólafur kíminn.
Hann segir eina hugsanlega skýr-
ingu á því hvers vegna úthverfin
mælist svo á skjön við Mið- og Vest-
urbæ Reykjavíkur sé að þar sé fólk
pirraðra yfir vandræðum í sam-
göngumálum og þeim umferðar-
töfum sem nú séu daglegt brauð í
Reykjavík, jafnvel þó að þær þyki
smávægilegar á mælikvarða ann-
arra ríkja.
„Hin skýringin er að það sem hef-
ur verið einkennandi fyrir Reykja-
vík og nágrenni, alveg frá 1994 en þó
miklu meira á þessari öld, er að í
kjarna Reykjavíkur vinna vinstri-
flokkarnir á. Þetta er mynstur sem
við sjáum í mörgum borgum víðs
vegar um Evrópu,“ segir Ólafur og
bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn
hafi farið úr þeirri stöðu að stefna
alltaf að því að fá meirihluta í borg-
inni og niður í um 25-30% fylgi.
„Þetta er mikil breyting, en á sama
tíma hefur hann haldið sínu í Krag-
anum, í Garðabæ, á Seltjarnarnesi
og í Mosfellsbæ, haldið tiltölulega
sterkri stöðu í Hafnarfirði og Kópa-
vogi, þannig að þessi vinstribylgja
síðustu tvo áratugi í kjarna Reykja-
víkur hefur ekki átt sér stað í bæj-
unum í kring.“ Ólafur tekur fram að
ekki sé hægt að fullyrða um neitt án
frekari rannsókna, en engu að síður
sé sá möguleiki fyrir hendi að íbú-
arnir í ytri hverfum Reykjavíkur séu
að þessu leyti keimlíkari nágranna-
sveitarfélögunum en miðbænum og
Vesturbænum.
Aldursdreifingin áhugaverð
Þegar rýnt er í aldursdreifingu
fylgis flokkanna sést að Samfylk-
ingin nýtur sterkrar stöðu meðal
allra aldurshópa, en fær þó sýnu
mest meðal fólks á aldrinum 18-29
ára, eða um 35%. Bæði Píratar og
VG njóta hins vegar mun meiri
stuðnings á aldursbilunum 18-29 ára
og 30-44 ára á meðan Sjálfstæð-
isflokkur og Miðflokkur höfða áber-
andi meir til eldri kjósenda.
Þegar rýnt er í fylgi Sjálfstæð-
isflokks og Viðreisnar eftir aldri
kemur í ljós að á aldursbilinu 30-44
ára nýtur Sjálfstæðisflokkurinn ein-
ungis stuðnings um 17,8% á meðan
Viðreisn fær þar stuðning 8,9% kjós-
enda. Er það ekki síður athyglisvert
þegar fylgi flokkanna meðal kjós-
enda á aldrinum 18-29 er skoðað, en
þar er Sjálfstæðisflokkurinn með
21% og Viðreisn 6,4% fylgi. Ólafur
segir þetta athyglisvert. „Hugs-
anlega þarf að skoða aldursskipt-
ingu á viðhorfum fólks til Evrópu-
sambandsins, hvort þau séu
jákvæðari [á aldursbilinu 30-44], því
það er annað af tvennu sem skilur á
milli Viðreisnar og Sjálfstæð-
isflokksins í þessum kosningum,“
segir Ólafur, en það hafi sýnt sig að
stefna flokkanna í landsmálum
skipti oft heilmiklu máli í sveit-
arstjórnarkosningum, jafnvel þó að
ekki sé beint kosið um landsmálin.
„Svo hefur Viðreisn haft allt aðra
sýn á framtíð borgarinnar en Sjálf-
stæðisflokkurinn og Miðflokkurinn,
og er í nálgun sinni á borgarmálin
miklu nær núverandi meirihluta,“
segir Ólafur. Hann segir hins vegar
enga leið að vita hvort Viðreisn
myndi velja að fara í samstarf með
núverandi meirihlutaflokkum ef til
flokksins yrði leitað, en að það verði
að telja það líklegra en hitt.
Staðfesting á fyrri þróun
Meirihlutaflokkarnir sækja fylgi sitt frekar til innri hverfa Reykjavíkur en minnihlutinn til
úthverfanna Spurning hvort úthverfin séu líkari nágrannasveitarfélögunum en Miðbænum
Stuðningsmenn flokkanna í borginni
Hvern vill fólk sjá sem borgarstjóra
Viðreisn
47% búa í Austurbæ* og 22% í
Árbæ og Breiðholti***
Málaflokkar: Samgöngu-
mál (32%), Skólamál
(13%)****
Píratar
34% búa í Miðbæ og Vest-
urbæ og 30% í Austurbæ*
Málaflokkar: Húsnæð-
ismál (32%), fjármál
borgarinnar
(0,7%)****
Samfylkingin
36% búa í Austurbæ* og 28%
í Miðbæ og Vesturbæ
Málaflokkar: Velferð-
ar- og jafnréttismál
(29%), fjármál
borgarinnar
(4,7%)****
Miðflokkurinn
30% búa í Grafarvogi** og
29% í Árbæ og Breiðholti***
Málaflokkar: Fjármál borg-
arinnar (28%),
Skólamál
(3%)****
Flokkur fólksins
47% búa í Árbæ
og Breiðholti*** og 38% í
Austurbæ*
Málaflokkar: Velferðar-
og jafnréttismál (39%),
skólamál (9%)****
Sjálfstæðis-
flokkur
30% búa í Austurbæ* og 28%
búa í Grafarvogi**
Málaflokkar: Fjármál
borgarinnar (33%),
skólamál (7,6%)****
Vinstrihreyfingin
– grænt framboð
38% búa í Austurbæ* og
26% í Miðbæ og Vesturbæ
Málaflokkar: Velferðar-
og jafnréttismál (46%),
fjármál borgarinnar
(0,5%)****
Heimild: Skoðanakönnun Félags-
vísindastofnunar Háskóla Íslands
fyrir Morgunblaðið dagana 21. til 27.
mars sl.
*Hlíðar, Laugardalur, Háaleiti og Bú-
staðahverfi. **Grafarvogur, Grafarholt,
Úlfarsárdalur og Kjalarnes. ***Árbær,
Norðlingaholt og Breiðholt.
****Spurt var um málaflokka sem
ráða mestu um hvaða flokk viðkom-
andi kýs. Þessir tveir málaflokkar voru
oftast og sjaldnast nefndir.
62%
58%
57%
98%
35%
95%
52%
79%
19%
Dagur B.
Eggertsson
Eyþór
Arnalds
Líf Magneudóttir
Vigdís
Hauksdóttir
Stétt með stétt!
V E R K A LÝ Ð S R Á Ð S J Á L F S TÆ Ð I S F L O K K S I N S
1. maí kaffi
Verkalýðsráðs
1. maí vöfflukaffi Verkalýðsráðs
Sjálfstæðisflokksins verður haldið
í Valhöll við Háaleitisbraut 1,
þriðjudaginn 1. maí, kl 15.00-17.00
að lokinni kröfugöngu og útifundi.
Kristinn Karl Brynjarsson,
varaformaður Verkalýðsráðs
býður gesti velkomna og
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni
Sjálfstæðisflokksins flytur stutt
ávarp í tilefni dagsins.
Allir velkomnir!
„Það var einfaldlega nauðsynlegt að
stíga inn með leiðir til lausnar og það
tókst. Með samningsvilja sjálfstætt
starfandi ljósmæðra og fulltrúa
Sjúkratrygginga og með þessu inn-
spili frá ráðuneytinu tókst að bræða
þetta saman sem skipti miklu máli,“
segir Svandís Svavarsdóttir heil-
brigðisráðherra við mbl.is í gær-
kvöldi.
Þá höfðu tekist samningar á milli
sjálfstætt starfandi ljósmæðra í
heimaþjónustu og Sjúkratrygginga
Íslands um fyrirkomulag þjónust-
unnar en ráðherra hjó á hnútinn
með auknu fjármagni sem tryggir
óbreytta þjónustu og hærri
greiðslur til ljósmæðranna.
„Ljósmæður gleðjast bara og
hlakka til að geta sinnt sínum skjól-
stæðingum. Þetta er mikill léttir,“
sagði Arney Þórarinsdóttir, ljós-
móðir og framkvæmdastjóri Bjark-
arinnar, þegar niðurstaða lá fyrir.
„Ég vona auðvitað líka að þetta
hjálpi líka til við að losa hnútinn í
heildarmyndinni,“ sagði Svandís og
vísaði þar til kjaradeilu Ljósmæðra-
félags Íslands við ríkið.
Ráðherra
hjó á
hnútinn
Samið við sjálfstætt
starfandi ljósmæður
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Fjölmennt var í Ísafjarðarbíói þegar
læknarnir Tómas Guðbjartsson og
Ólafur Már Björnsson héldu fyr-
irlestur um ósnortin víðerni á Ís-
landi. Þeir sýndu þar m.a. ljós-
myndir og drónaskot af fossum og
víðernum upp af Ófeigsfirði á
Ströndum, sem yrðu undir að sögn
Tómasar ef áform um Hvalárvirkjun
verða að veruleika. „Við hefðum
kannski viljað sjá aðeins fleiri yngri
Ísfirðinga, ekki það að við værum
ekki þakklátir fyrir þá sem mættu.
Það kom aðeins á óvart líka að þeir
hafa verið stóryrtir í okkar garð,
bæjarstjórnarfulltrúar og þingmenn
en enginn af þeim lét sjá sig,“ segir
Tómas spurður út í fyrirlesturinn.
Hann segir að umræður hafi verið
líflegar í lok fundarins og þó að
margir fundarmenn hefðu verið
sammála þeim létu þeir sem voru
ósammála þeim í sér heyra. „Þó að
þorri fólks hafi verið okkur sam-
mála voru margir mjög ósammála
og létu okkur alveg heyra það. Það
er bara gaman að því. Þarna voru al-
vöru Vestfirðingar sem kalla ekki
allt ömmu sína.“ mhj@mbl.is
Ljósmynd/Ásgeir Helgi Þrastarson
Ísland Tómas og Ólafur sýndu myndir frá ferðalögum sínum um landið.
Fjölsóttur fundur
um náttúruvernd
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018