Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsstofnun hefur í bréfi til skipulagsfulltrúa gert athugasemdir við að Reykjavíkurborg hafi birt auglýsingu í Stjórnartíðindum um samþykkt deiliskipulags fyrir lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs, svokölluðum Skúlagötureit. Þarna á að reisa átta hæða fjölbýlishús með atvinnustarfsemi á jarðhæð. Borgarstjórn samþykkti nýtt deiliskipulag í mars sl. gegn miklum mótmælum íbúa í nágrenninu. Þeir telja að byggingin muni skerða út- sýni frá nálægum íbúðum og varpa skugga á svalir og útisvæði næstu íbúða. Í bréfinu hvetur Skipulagsstofnun Reykjavíkurborg til að endurskoða ákvörðunina með hliðsjón af þeim markmiðum sem kynnt voru í lýs- ingu fyrir deiliskipulagsvinnuna árið 2014, framkomnum athugasemdum við áformaða uppbyggingu og stefnu aðalskipulags Reykjavíkur um sjón- ása, heildarsvip og hæðir húsa. Þá telur stofnunin ástæðu til að leita umsagnar Minjastofnunar Íslands um skipulagsáform í nálægð við frið- lýstan Lindargötuskólann, áður Franska spítalann. Ráðherra friðaði þetta merka hús árið 2008. Í lýsingu á fyrrnefndri skipulags- vinnu árið 2014 kemur m.a. fram að meginmarkmiðið sé að: ný byggð falli vel að núverandi byggð, útsýn- isskerðing frá núverandi byggð verði lágmörkuð, tryggt verði útsýni frá nýjum íbúðum, lögð verði áhersla á skjólmyndun, hugað verði sér- staklega að sjónás frá Frakkastíg niður að Sólfarinu og strandsvæði og góð umferðartengsl tryggð. Skipulagsstofnun telur umhverfis- mat deiliskipulagsbreytingarinnar og svör við framkomnum athuga- semdum ekki sýna fram á með trú- verðugum hætti að umrædd ný- bygging stuðli að jafnvægi í byggðamynstri svæðisins og sé til bóta fyrir heildarsvip byggðarinnar. Meðal annars verði byggingin öðru- vísi í formi og lit en aðliggjandi byggð. Þá er fundið að því að ekki hafi verið lagt mat á útsýnisskerðingu frá nálægum íbúðum. Athugasemd- um um þetta efni sé aðeins svarað með því að íbúar í borg geti alltaf átt von á breytingum sem geti haft í för með sér ýmsar skerðingar og að réttur íbúa til óbreytts útsýnis sé ekki bundinn í lög. Skuggavarps- myndir fylgdu tillögunni en einungis skuggavarp á jörð en ekki á veggi/ svalir, sem geti varðað hagsmuni íbúa nærliggjandi húsa. Fleiri at- hugasemdir gerir Skipulagsstofnun, sem ekki verða tíundaðar hér. Bréfið var tekið fyrir á síðasta fundi skipulagsfulltrúa og því var síðan vísað til meðferðar verkefn- isstjóra, skrifstofu sviðsstjóra og deildarstjóra aðalskipulags. Skipu- lagsstofnun minnir á í lok bréfsins að samkvæmt skipulagslögum skuli sveitarstjórn taka athugasemdir stofnunarinnar til umræðu. Meirihlutinn samþykkti Atkvæði um nýtt deiliskipulag fyrir Skúlagötureitinn féllu þannig í borgarstjórn að hún var samþykkt með tíu atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar fram- tíðar, Vinstri grænna, Pírata og Framsóknar og flugvallarvina gegn fimm atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Svein- bjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur, óháðs borgarfulltrúa. Þess má að lokum geta að borgin er þegar búin að ráðstafa lóðinni. Hún verður ein þriggja lóða sem taka þátt í verkefninu „Reinventing Cities“ á vegum C40. Þar er kallað eftir „framúrskarandi uppbygging- arverkefnum, bæði frá sjónarmiði borgarþróunar og loftslags- og um- hverfismála“. Vilja að skipulag verði endurskoðað  Skipulagsstofnun gerir margar athugasemdir við nýtt deiliskipulag á lóð á horni Skúlagötu og Frakkastígs  Þarna á að reisa átta hæða fjölbýlishús  Nágrannarnir mótmæltu kröftuglega Morgunblaðið/Golli Óheft útsýni til sjávar Svona var útsýnið frá Hallgrímskirkju niður eftir Frakkastígnum þegar þessi mynd var tekin árið 2002. Síðan hefur stórhýsi risið við Skúlagötuna og annað stórhýsi á að rísa hinum megin við götuna. „Augljóst er að átta hæða hús á þessum stað mun byrgja eða takmarka sýn til hafs og Esj- unnar. Það á við upp eftir Frakkastíg, við gatnamót við Hverfisgötu, Laugaveg, Grett- isgötu og jafnvel ofar í holtinu,“ segir m.a. í bréfinu. Fyrir nokkrum árum, þegar bygging háhýsis stóð fyrir dyr- um á sömu gatnamótum, vest- anmegin, var vakin athygli á þessari skerðingu á útsýni. Sögðu gagnrýnendur að sú bygging myndi skyggja á útsýn- ið frá Skólavörðuholtinu og nið- ur Frakkastíg að sjónum og um leið eyðileggja eina mikil- fenglegustu sjónlínu borgar- innar. Það voru hjónin Jon Kjell Seljeseth og Elín Ebba Ás- mundsdóttir sem vöktu fyrst at- hygli borgaryfirvalda á málinu í ársbyrjun 2008. Borgaryfirvöld sáu enga möguleika á því að færa íbúða- turninn til vesturs til að halda útsýninu. Verktakinn væri í full- um rétti og skaðabótaskylda möguleg. Sýn til hafs takmörkuð MIKILFENGLEG SJÓNLÍNA Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Hvort sem þú velur margverðlaunaðan KODIAQ eða glænýjan og snjallan KAROQ gerir þú hvorutveggja. Komdu og prófaðu jeppabræðurna frá ŠKODA. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN MEÐ KODIAQ OG KAROQ. KODIAQ OG KAROQ. FYRIR FÓLKIÐ ÞITT OG NÁTTÚRUNA. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. ŠKODA KODIAQ 4x4 frá: 5.590.000 kr.5á ra áb yr g ð fy lg ir fó lk sb ílu m H E K LU að up p fy llt um ák væ ð um áb yr g ð ar sk ilm ál a. Þ á er að fi nn a á w w w .h ek la .is /a b yr g d

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.