Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Veitingamaðurinn Hafsteinn Egils- son verður með opið hús á Rauða ljóninu á Eiðistorgi frá klukkan 17 á þriðjudaginn í tilefni þess að þá verða 50 ár síðan hann hóf störf sem þjónn. „Ég er orðinn löglegt gamalmenni og á þessum tímamótum ætla ég að leggja þjónsslaufuna á hilluna og býð samferðamönnum að njóta stundar- innar með mér,“ segir hann. Þegar Hafsteinn var 17 ára var hann aðstoðarrótari og vann á dekkjaverkstæði bifreiðastöðvar Steindórs. Þáverandi kærasta hans var ófrísk að Níels, hann fann til ábyrgðar og sagði við móður sína að hann þyrfti að finna sér almennilega vinnu. Hún minnti hann þá á að eitt sinn, þegar hann hefði komið heim úr sundi, hefði hann sagt henni að hann vildi vinna við það sama og maðurinn sem ætti heima nálægt sundlauginni og væri alltaf í sundi þegar hann væri í sundi. „Hann á flott hús, flotta bíla og vinnur ekki neitt,“ sagði ég við hana, en áttaði mig ekki á því að um- ræddur maður, Daníel Stefánsson, barþjónn á Hótel Sögu, vann á kvöld- in, þegar ég var sofandi.“ Hafsteinn segir að ábending móð- urinnar hafi ráðið úrslitum um fram- haldið. „Ég hafði ekki hugmynd um út í hvað ég var að fara, hafði aldrei komið inn á veitingastað fyrir utan Hressó og hvað þá hótel. Ég mætti því algjörlega blautur á bak við eyr- un út á Sögu klukkan tvö 1. maí 1968. Mér var uppálagt að mæta í svörtum buxum, svörtum skóm, svörtum sokkum og hvítri skyrtu með svarta slaufu. Það varð mér til happs að það var til slaufa á heimilinu því Siggi bróðir var nýfermdur. Ég fór því með fermingarslaufuna hans í vinn- una.“ Þjónsstarfið reyndist vera sem sniðið fyrir Hafstein. „Það var gott að lenda ungur í höndunum á Konráð Guðmundssyni hótelstjóra, því hann var góður leiðbeinandi og mótaði mig til lífstíðar.“ Hann segir að Konráð hafi verið strangur og rifjar upp að hann hafi snemma lært að mæta aldrei of seint. Morgunvaktin byrjaði klukkan hálf átta og eitt sinn mætti samstarfsmaður hans tíu mínútum of seint. „Hann bauð góðan daginn en þá svaraði Konráð: „Hér segjum við bara góðan daginn á morgnana.““ Ekki skemmdi fyrir að þjónar voru alltaf flottir í tauinu. „Ég var fatafrík og skömmu áður en ég byrjaði í þjón- inum létum við vinirnir Colin Porter sérsauma á okkur jakkaföt frekar en að byrja að reykja og drekka. Ég hef aldrei reykt og ekki drukkið áfengi undanfarin rúm 17 ár.“ Fyrst þjónustuorða Vigdísar Hafsteinn lærði í Grillinu á Hótel Sögu og vann þar í 13 ár. Þegar veit- ingastaðurinn Broadway byrjaði leit- aði hugurinn þangað en Konráð bauð honum þá að vera einn þriggja þjóna í Átthagasalnum með Trausta Víg- lundssyni og Sveini Sveinssyni. „Ég vann með þeim í fimm til sex ár og það var góður tími,“ rifjar Hafsteinn upp. „Ég hafði aldrei unnið í stór- veislum áður og lærði því mikið af þeim.“ Í kjölfarið var hann veit- ingastjóri í Súlnasalnum í um átta ár. „Það var bilun að taka þeirri áskorun því ég var á vernduðum vinnustað og á góðum launum, en þetta var mikið ævintýri.“ Hann bendir á að skemmtikvöldin með Ladda hafi þá verið að byrja í Súlnasalnum og fullt hafi verið út úr dyrum allar helgar. „Ég kann dagskrána enn utanbókar og sagði einhvern tíma við Ladda að ef hann veiktist gæti ég hlaupið í skarðið, ég kynni þetta örugglega betur en hann!“ Hafsteinn segir að vinnan í Súlna- salnum hafi verið eins og á vertíð á skuttogara. Allir hefðu haft sitt hlut- verk, góð stemning hefði ríkt og mik- ið gaman. „Það var heldur ekki leið- inlegt að fá að stjórna kóngaveislum og öðrum opinberum veislum,“ legg- ur Hafsteinn áherslu á. „Ég fékk fyrstu þjónustuorðuna sem Vigdís Finnbogadóttir veitti sem forseti og síðan fékk ég til dæmis orður frá Frakklandsforseta, forseta Ítalíu, Danadrottningu og Svíakonungi. Þetta þykir kannski ekki merkilegt en í mínum augum var þetta mikil upphefð og það var sérstök upplifun að fá að taka þátt í því að undirbúa þessar veislur og sjá til þess að ekk- ert færi úrskeiðis.“ Á hestbaki í Súlnasalnum Ein fyrsta ráðstefnan í Súlnasaln- um er eftirminnileg.Hún var á vegum þýska fyrirtækisins IBM og séð var fyrir öllu. Þjóðverjarnir sögðu að for- stjórinn vildi koma ríðandi á hesti inn í salinn og Hafsteinn sagði það ekk- ert mál, vinnufélögum sínum til mik- illar furðu. „„Hvernig ætlar þú að bjarga þessu,“ spurði einn að loknum undirbúningsfundinum. Ég finn út úr því, svaraði ég og þar með var það af- greitt. Ég hringdi síðan í Póra í Lax- nesi og sagði að mig vantaði gamla bikkju sem hægt væri að koma upp stiga. Hann sagði að ég væri klikk- aður en auðvitað myndi hann bjarga þessu ef ég útvegaði lopasokka á hestinn. Þetta gekk upp og þegar forstjórinn reið inn á sviðið, þar sem hægt var að hækka það, lyftum við því upp og hann flutti ræðuna á hest- baki.“ Hafsteinn hefur marga fjöruna sopið og lífið var erfiðast á tíunda áratugnum, þegar hann og Hörður Sigurjónsson fóru með Naustið í þrot eftir að hafa keypt það 1991 og rekið með sóma í um fimm ár. „Haukur Morthens kom í síðasta sinn fram hjá okkur og Raggi Bjarna tók við af honum,“ segir Hafsteinn um besta tímann í Naustinu. Hann bætir við að ónefndur maður hafi náð húsinu frá þeim, hækkað leiguna og þá hafi fljótt hallað undan fæti. Áfeng- isneyslan hafi verið í óhófi í nið- ursveiflunni. „Ég kalla þetta tímabil týndu helgina, en Örn Garðarsson, sem rak Hótel Borg, kom mér aftur á fætur, réð mig sem veitinga- og sölu- stjóra og ég er honum þakklátur fyr- ir það. Ég hætti að drekka 1. janúar 2001, fór þá í meðferð og hef verið edrú í rúm 17 ár.“ Golf og sund Þegar KR Sport keypti Rauða ljónið var Hafsteinn ráðinn þangað en hann segir að reksturinn hafi ekki gengið og þá hafi hann farið aftur á Hótel Sögu. Í hruninu keypti fjöl- skyldan Rauða ljónið og segist Haf- steinn víða hafa fengið bágt fyrir. „Við höfum nú rekið staðinn í átta ár auk þess sem við rekum Steikhúsið,“ segir hann. „Reksturinn gengur vel og ég get því farið að slaka á, stunda golfið og sundið, en fjölskyldan held- ur áfram með staðina. Drengirnir kalla mig ambassadorinn og ég má mæta og rífa kjaft þegar mér dettur í hug, en reksturinn er þeirra og eig- inkonunnar.“ Ljósmynd/Úr einkasafni Á Astrabar Hjónin Hafsteinn og María með Herði Sigurjónssyni. Þeir sáu um Astrabar á Hótel Sögu í nokkur ár og eftir að Hörður hafði starfað á Broadway í Breiðholti lágu leiðir þeirra aftur saman á Naustinu. Ljósmynd/Úr einkasafni Íslandsmeistarakeppni barþjóna 1979 Hafsteinn Egilsson á Sögu, sigur- vegari fyrir miðju, Kristján Runólfsson á Borginni til vinstri með 2. verð- laun og Símon Sigurjónsson á Naustinu til hægri í 3. sæti. Þjónninn leggur slaufuna á hilluna  Hafsteinn Egilsson rifjar upp skemmtileg atvik í vinnunni á hálfrar aldar ferli sem þjónn  Bíður samferðamönnum í 50 ár í opið hús á Rauða ljóninu 1. maí  Fjölskyldan heldur rekstrinum áfram Morgunblaðið/RAX Fjölskyldan á Rauða ljóninu Eyjólfur Gestur Ingólfsson, fyrir miðju, á fyrirtækið með fjölskyldunni. Til vinstri eru bræðurnir samfeðra Níels Hafsteinsson og Hilmar Hafsteinsson og hjónin María Hilmarsdóttir og Hafsteinn Egilsson til hægri. Trausti Hafsteinsson, þriðji bróðirinn, er fararstjóri á Tenerife. Ljósmynd/Úr einkasafni Orðuhafar Vígdísar Finnbogadóttur Frá vinstri: Hafsteinn, Halldór Skaftason, Konráð Guðmundsson og Jónas Hvannberg. Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.