Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is • Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratuga
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Einnig getum við úvegað
startara og alternatora
í allskonar smávélar
frá Ameríku
Rafstilling ehf er sérhæft verkstæði
í alternator og startaraviðgerðum.
Við höfum áratuga reynslu í
viðgerðum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki.
Verkstæðið er með öll nauðsynleg
tæki og tól til þessara verka.
Allir viðgerðir hlutir eru prófaðir í
prufubekk til að tryggja að allt sé
í lagi. Þeim er einnig skilað
hreinum og máluðum.
„Starfið ber allt merki mikillar natni,
umhyggju fyrir landinu og metnaði í
uppgræðslustarfinu,“ sagði Gústav
M. Ásbjörnsson, sviðsstjóri land-
verndarsviðs Landgræðslunnar,
þegar hann kynnti viðurkenninguna.
Hugsjónastarf ævinnar
Ólafur Arnalds, doktor í jarðvegs-
fræðum og prófessor við Landbún-
aðarháskóla Íslands, hefur fengist
við rannsóknir á íslenskum jarðvegi
um áratuga skeið, þar á meðal rann-
sóknir á eðli jarðvegsrofs og sand-
foks sem er óvíða meira en hér og
hefur mótandi áhrif á vistkerfi lands-
ins, eins og Árni Bragason land-
græðslustjóri tók til orða þegar hann
kynnti viðurkenninguna. Rifjuð voru
upp verk Ólafs og einnig umhverf-
isverðlaun Norðurlandaráðs sem
hann fékk árið 1998 fyrir vinnu að
kortlagningu jarðvegsrofs á Íslandi
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er mikil viðurkenning, fyrir
mikið starf, pælingar og þróun. Við
höfum rekið okkur á margt í þessu
ferli, bæði á svið tækni og umhverf-
is,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveit-
arstjóri Hrunamannahrepps, eftir að
hann tók við landgræðsluverðlaunum
fyrir brautryðjendastarf við að safna
seyru og nota til landgræðslu.
Landgræðslan veitti þrenn land-
græðsluverðlaun og afhenti Guð-
mundur Ingi Guðbrandsson um-
hverfisráðherra þau á ársfundi
Landgræðslu ríkisins í gær. Auk
Hrunamannahrepps voru Sigrún
Snorradóttir og Guðmundur Eiríks-
son, sauðfjárbændur á Starmýri í
Álftafirði, verðlaunuð fyrir upp-
græðslu. Ólafur Arnalds, prófessor
við Landbúnaðarháskóla Íslands, var
verðlaunaður fyrir rannsóknir á ís-
lenskum jarðvegi og baráttu fyrir
verndun hans.
Metnaður í uppgræðslustarfi
Bændur á Starmýrarbæjunum í
Álftafirði tóku sig saman á árinu 1995
og hófu uppgræðslu mela með kerf-
isbundnum hætti undir merkjum
verkefnisins Bændur græða landið.
Unnið hafi verið að verkefninu óslitið
síðan þó hin síðari ár hafi verkefnin
einskorðast við elju og áhuga Sigrún-
ar og Guðmundur á Starmýri 1 vegna
breyttra aðstæðna á hinum bæjun-
um.
Mest hefur verið unnið að upp-
græðslu á víðáttumiklum melum en
einnig hefur verið lögð áhersla á að
græða upp rofdíla og rofabörð.
og gerð fræðslu- og kennsluefnis um
það. „Ólafur hefur verið afar virkur í
umræðum um umhverfismál og ekki
síst verndum íslenskrar moldar.
Hann hefur hvergi dregið af sér í
þeirri baráttu. Slíkir baráttumenn
eru ekki alltaf allra og hljóta oft á tíð-
um meiri skammir en þakkir,“ sagði
Árni.
Ólafur sagði við þetta tækifæri að
verðlaunin væru sér afar kær. Land-
græðsla og endurheimt landgæða
hefði verið hugsjónastarf sitt mestan
hluta ævinnar. Jafnframt lagði hann
áherslu á mikilvægt hlutverk Land-
græðslunnar í framtíðinni. Nauðsyn-
legt væri að endurheimta birkiskóg-
ana, votlendi og stöðva
gróðureyðingu. Í því sambandi sagði
hann að nauðsynlegt væri að stöðva
nýtingu rofsvæða og auðna til beitar.
Landgræðslan og Hrunamanna-
hreppur hófu samstarf á árinu 2012
um þróunarverkefni um það hvernig
nýta mætti seyru til landgræðslu.
Verkefnið var í upphafi til þriggja
ára. Það fólst í því að sveitarfélagið
safnaði seyru úr rotþróm og dreifði
hennar á illa farið land á afrétti
Hrunamanna. Seyran var blönduð
með vatni og síðan felld niður í jarð-
veginn með þar til gerðum vélbúnaði.
Verkefni með framhaldslíf
Magnús H. Jóhannsson, sviðsstjóri
hjá Landgræðslunni, lét þess getið
við athöfnina að við gróðurmælingar
þremur árum eftir að verkefnið hófst
hafi sést að gróðurþekjan hafði auk-
ist úr 15 í 65%. Það verði að teljast
mjög góður árangur eftir einskiptis
landgræðsluaðgerð. „Það besta við
þetta þróunarverkefni er að það dó
ekki að þremur árum liðnum heldur
öðlaðist framhaldslíf. Sveitarfélagið
hóf þá samstarf við fjögur önnur
sveitarfélög, Bláskógabyggð, Gríms-
nes- og Grafningshrepp, Flóahrepp
og Skeiða- og Gnúpverjahrepp, um
nýtingu seyru til uppgræðslu og hafa
þau byggt upp sameiginlega að-
stöðu,“ sagði Magnús og lét þess get-
ið að sjötta sveitarfélagið, Ásahrepp-
ur, væri nú að bætast í hópinn.
Aðferðum hefur verið breytt þann-
ig að seyran er ekki lengur felld ofan í
jörðina heldur er kalki blandað í hana
og henni dreift á yfirborð landsins.
„Með þessu verkefni hefur verið
rudd braut til að nýta lífrænan úr-
gang sem fellur til í öllum sveitar-
félögum til uppgræðslu. Þannig hef-
ur efni sem áður var meðhöndlað sem
úrgangur sem þyrfti að farga, verið
breytt í verðmæta afurð. Þetta er
mikilvægt fordæmi fyrir önnur sveit-
arfélög og slíkt frumkvöðlastarf er
afar mikils virði,“ sagði Magnús Jó-
hannsson.
Safna seyru og nota til uppgræðslu
Hugsjónafólk og sveitarfélag fengu landgræðsluverðlaun Baráttumenn fá meiri skammir en þakkir
Morgunblaðið/Valli
Landgræðsluverðlaun Ólafur Arnalds með sín verðlaun við hlið Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverf-
isráðherra. Þá eru fulltrúar Hrunamannahrepps þau Bökur Brynjarsson, Hannibal Kjartansson, Halldóra
Hjörleifsdóttir og Jón G. Valgeirsson. Lengst til hægri er Árni Bragason landgræðslustjóri.
Bannið blautklúta!
» Þegar Jón G. Valgeirsson,
sveitarstjóri Hrunamanna-
hrepps, veitti verðlaununum
viðtöku hvatti hann umhverf-
isráðherra til að banna blaut-
klúta.
» Sagði hann frá því hvaða
erfiðleikum blautklútar,
smokkar, eyrnapinnar og slíkir
hlutir sem lenda í rotþróm en
leysast ekki upp valdi við notk-
un seyrunnar. Meðal annars
valda þeir bilun í tækjum.