Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Vöxtur Airbnb og annarrar sam-
bærilegrar heimagistingar var um
25% á síðasta ári, samkvæmt gögn-
um Hagstofunnar. Vöxtur hafði
mælst mun meiri samkvæmt gögn-
um vefskröpunarfyrirtækisins
Airdna sem birtur er á Mælaborði
ferðaþjónustunnar. Þar var reiknað
með um tvöföldun á milli ára. Aftur á
móti vanmat Airdna vöxtinn um árin
2015 og 2016, samkvæmt athugun
Morgunblaðsins.
„Við höfum verið að vinna að því
að mæla heimagistingu betur og telj-
um okkur gera það nokkuð vel nú.
Hagstofur allra landa á Norðurlönd-
um eru í sama verkefni en þar jafnt
og hér hefur vöxtur Airbnb verið
mjög mikill,“ segir Böðvar Þórisson,
skrifstofustjóri fyrirtækjatölfræði
Hagstofunnar.
Airbnb greiðir virðisaukaskatt
„Við byggjum þessar niðurstöður
á landamærarannsókn sem fram-
kvæmd er í Leifsstöð við brottför,
virðisaukaskattsgögnum, gistinátta-
tölfræði sem framleidd er og vefs-
kröpun. Gestgjafar greiða Airbnb
fyrir bókunarþjónustu 3% af verði
gistingar og samkvæmt lögum ber
Airbnb að innheimta virðisaukaskatt
af þeirri sölu. Þessar upplýsingar
nýtum við til að meta umfang Airbnb
á Íslandi, en hagstofur á hinum nor-
rænu löndunum eru að hefja fram-
leiðslu á tölfræði um heimagistingu
og Airbnb með svipuðum hætti og
við gerum hér,“ segir Böðvar
Hlutfall Airbnb og annarra slíkra
af heildinni hefur farið vaxandi und-
anfarin ár. Það hefur aukist úr 5%
2014 í 16% árið 2017, samkvæmt
greiningu Hagstofunnar. Ferða-
menn keyptu ríflega 1,9 milljónir
gistinátta í gegnum vefsíður á borð
við Airbnb árið 2017.
5,2% gistu í húsbílum
utan tjaldsvæða
Hagstofan hefur nú birt í fyrsta
skipti hlutfall þeirra erlendu ferða-
manna sem gista í húsbílum og
erlendra ferðamanna sem greiða
ekki fyrir gistingu, heldur t.d. hafa
gert húsaskipti eða gista hjá vina-
fólki. Hlutfall erlendra ferðamanna
sem gista í húsbíl utan tjaldstæða
var 5,2% í fyrra og 3,3% gistu á
heimili annarra án þess að greiða
fyrir, að sögn Hjörvars Péturssonar,
sérfræðings á Hagstofunni.
Gistinætur í bílum utan tjald-
svæða eru áætlaðar um 520 þúsund á
síðasta ári og ríflega 330 þúsund
gistinætur hjá vinum og ættingjum, í
gegnum húsaskipti eða á öðrum
stöðum þar sem ekki var greitt sér-
staklega fyrir gistingu.
Hjörvar bendir á að stundum gisti
fólk í húsbílum á tjaldsvæðum, þær
nætur myndu ekki falla undir þessa
skilgreiningu, og stundum gistir
sama fólk í sömu ferð annars staðar,
t.d. á bílastæði.
„Gögnin eru unnin upp úr landa-
mærarannsókn Hagstofunnar á
Keflavíkurflugvelli. Sú rannsókn
hófst um mitt síðasta ár. Við byggj-
um tölurnar einnig á gögnum um
fjölda gistinátta frá hótelum og gisti-
húsum,“ segir hann.
Vöxtur Airbnb minni í
fyrra en talið hefur verið
Morgunblaðið/Eggert
Gisting Um 3% ferðamanna höfðu haft húsaskipti eða gist hjá vinafólki.
Virðisaukaskattsskil Airbnb benda til 25% vaxtar Gistinætur í bílum 520 þúsund
Virðisaukaskattsskyld velta í gististarfsemi
100
75
50
25
0
milljarðar kr. Velta leigusala sem nota Airbnb*
Velta hótela og gistiheimila
2014 2015 2016 2017
*Velta er að hluta meðtalin í veltu hótela og
gistiheimila en óljóst er að hve miklu leyti
Heimild: Hagstofa Íslands
2,5
51,9
62,5
11,8
85,2
14,7
94,3
5,5
36%
veltu-
aukning
20%
veltu-
aukning
121%
114% 25%
11%
veltu-
aukning
● Vísitala neysluverðs hefur hækkað
um 2,3% síðastliðna 12 mánuði sam-
kvæmt nýjustu mælingu Hagstofunnar.
Verðbólgan er því aftur komin niður fyr-
ir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabanka
Íslands, en hún mældist 2,8% í síðasta
mánuði.
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,04% milli mars og apríl sem er minna
en greiningaraðilar höfðu spáð. Hag-
fræðideild Landsbankans segir að eink-
um tvennt hafi komið á óvart að þessu
sinni, annars vegar lækkun á reiknaðri
húsaleigu og hins vegar hækkun á
bensíni og dísilolíu. Íslandsbanki segir
útlit fyrir að verðbólga verði áfram við
markmið Seðlabankans fram eftir ári.
Verðbólgan aftur niður
fyrir verðbólgumarkmið
28. apríl 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 101.16 101.64 101.4
Sterlingspund 139.42 140.1 139.76
Kanadadalur 78.52 78.98 78.75
Dönsk króna 16.408 16.504 16.456
Norsk króna 12.64 12.714 12.677
Sænsk króna 11.612 11.68 11.646
Svissn. franki 102.13 102.71 102.42
Japanskt jen 0.9247 0.9301 0.9274
SDR 145.37 146.23 145.8
Evra 122.26 122.94 122.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.0172
Hrávöruverð
Gull 1321.9 ($/únsa)
Ál 2203.5 ($/tonn) LME
Hráolía 74.23 ($/fatið) Brent
Skúli Mogensen,
forstjóri WOW
air, vill í samtali
við Morgunblaðið
ekki tjá sig um
það hvort meðal-
tekjur á hvern
farþega hafi
dregist saman
milli ára, en á
fréttavefnum Túristi.is er áætlað að
tekjur af hverjum farþega hafi dreg-
ist saman um 20% hjá félaginu í
fyrra. Skúli bendir á að ársreikn-
ingur félagsins hafi ekki verið birtur.
Túristi.is byggir áætlun sína á far-
þegatölum WOW air sem eru birtar
með reglubundnum hætti og um-
mælum Skúla í frétt á mbl.is um að
tekjur flugfélagsins hafi numið 50
milljörðum króna í fyrra. Árið 2016
hafi meðaltekjur dregist saman um
4,3% en aukist um 6,9% árið 2015.
Segir farþega
skila minna
Skúli Mogensen
Forstjóri WOW tjáir
sig ekki um málið
● ORF líftækni hagn-
aðist um 38 milljónir
króna á síðasta ári.
Þetta er fjórða árið í
röð sem fyrirtækið
skilar jákvæðri
afkomu. Heildartekjur
námu 1.239 milljónum
og fóru í fyrsta sinn
yfir milljarð króna.
Tekjuvöxtur á síðasta
ári var 32%. „Við höfum fjárfest mikið í
markaðsstarfi, þróun og innviðum á
undanförnum misserum og teljum okk-
ur vel í stakk búin til að skapa áfram-
haldandi vöxt hjá fyrirtækinu,“ segir
Frosti Ólafsson forstjóri í tilkynningu.
Tekjur ORF líftækni fóru
yfir milljarð í fyrra
Frosti
Ólafsson
STUTT
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Fjölgun erlendra ferðamanna á
fyrsta ársfjórðungi var með
minnsta móti, sé miðað við
tímabilið frá því fyrir uppsveiflu
í ferðaþjónustu, að því er segir í
Hagsjá Landsbankans. Aukn-
ingin nam 6,3%. Ef litið er á
fyrstu þrjá mánuði ársins kemur
í ljós að fjölgun ferðamanna fer
minnkandi. Í janúar nam fjölg-
unin 8,5% á milli ára, var 7,9% í
febrúar og 3,1% í mars, sem er
að sögn Landsbankans minnsti
vöxtur frá því í mars 2011,
fyrsta ári uppsveiflunnar.
Mögulega er fjöldi erlendra
ferðamanna ofmetinn, að
minnsta kosti þeir sem taldir
eru koma frá Póllandi. Vísbend-
ingar eru um að stór hluti þeirra
Pólverja sem taldir eru inn í
landið hafi hér fasta búsetu eða
komi hingað sem tímabundnir
starfsmenn og séu því ekki
ferðamenn. Þegar litið er fram
hjá Pólverjum þegar ferðamenn
eru taldir inn í landið fjölgaði
ferðamönnum einungis um
0,9%. Í Hagsjá Landsbankans
er sagt að mögulega gefi sá
mælikvarði raunsærri mynd af
fjölgun ferðamanna vegna
þeirrar skekkju sem er í tölum
um Pólverja.
Pólverjar
skekkja
myndina
STARFA MARGIR Á ÍSLANDI