Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Þrátt fyrir glæsilegan sigurFabiano Caruana á áskor-endamótinu í Berlín semlauk í síðasta mánuði virð- ast ekki margir hafa trú á því að honum takist að velta Magnús Carl- sen heimsmeistara úr sessi í heims- meistaraeinvígi þeirra sem hefst í London þann 9. nóvember nk. Sigur hans á Grenke-mótinu breytir þar litlu um. Caruana varð vinningi á undan Carlsen, hlaut 6 ½ v. af níu mögulegum. Ferill Magnúsar og fyrri skákir hans við Caruana eiga sennilega stærstan þátt í þessari vantrú á möguleikum Bandaríkja- mannsins. Sé litið til sögu heimsmeist- araeinvíga síðustu 100 árin kemur hinsvegar í ljós að „áskorandinn“ virðist oftast hafa meðbyr þegar í stóra slaginn er komið. Úrslit fyrri viðureigna sem grundvöllur fyrir spádómi um úrslit hafa reynst óá- reiðanlegt viðmið. Emanuel Lasker var heimsmeist- ari í 27 ár en þegar hann háði einvígi sitt við Capablanca í Havana á Kúbu árið 1921 tapaði hann án þess að vinna eina einustu skák. Capablanca bar höfuð og herðar yfir helstu and- stæðinga sína á næstu árum og var jafn öruggur og aðrir um sigur í ein- víginu við Aljékín í Buenos Aires ár- ið 1927. Aljékín vann einn óvæntasta sigur skáksögunnar, 6:3 með 25 jafnteflum. Hann varði titil sinn gegn óverðugum áskorenda, Efim Bogoljubov, sem gat hinsvegar tryggt nægt verðlaunafé sem var hlutverk áskorandans á þessum ár- um. Árið 1935 var áskorandinn Max Euwe og vann 15½ : 14½. Tveim ár- um síðar tefldu þeir aftur og Aljékín endurheimti titilinn með öruggum sigri, 15½ : 9½. Aljékín lést árið 1946 og og nýr handhafi krúnunnar var Sovétmað- urinn Mikhael Botvinnik. Hann hélt titlinum á jöfnu, 12:12 í einvígi við Bronstein árið 1951 og einnig gegn Smyslov þrem árum síðar. En árið 1957 varð Smyslov heimsmeistari með öruggum sigri, 12½ : 9½. Botv- innik nýtti sér réttinn til annars ein- vígis og endurheimti titilinn árið 1958. Á sömu leið fór þegar hann tefldi tvisvar við Mikhael Tal sem vann 12½ : 8½ árið 1960 en tapaði svo ári síðar, 8:13. Þessi réttur Botv- inniks var afnuminn og hann tapaði fyrir Tigran Petrosjan 9½ : 12½ árið 1963. Hann mætti Boris Spasskí árið 1966 og vann 12½ : 11½. Armeninn er því einn fárra sem náð hafa að verja heimsmeistaratitilinn. Aftur bankaði Spasskí á dyr þrem árum síðar og vann, 12½ : 10½. Bobby Fischer vann 12½ : 8½ í „einvígi aldarinnar“ í Reykjavík sumarið 1972. Hann afsalaði sér „FIDE-heimsmeistaratitlinum“ og Anatolí Karpov, sem var krýndur vorið 1975 varði titilinn í einvígum við Kortsnoj árin 1978 og 1981. Allir vissu á hvaða ferð Garrí Kasparov var er hann vann áskor- endakeppnina 1983-́84. Fyrsta ein- vígi hans af fimm gegn Karpov 1984-́ 84 lauk án niðurstöðu eins og frægt varð en ákveðið að þeir myndu tefla aftur og Kasparov vann haustið 1985 í 24 skáka einvígi, 13:11. Við- ureignum hans við Karpov var ekki lokið; þeir tefldu í London og Len- ingrad, í Sevilla á Spáni og loks í New York og Lyon. Kasparov stóðst allar atlögur. Árið 1993 varð klofningur í skák- heiminum og tveir heimsmeist- aratitlar í „umferð“. Þrettán árum síðar vann Kramnik Topalov í „sam- einingareinvígi“ en ári síðar náði Indverjinn Anand titlinum og vann Topalov og Gelfand á næstum árum. Svo kom Magnús Carlsen kom til skjalanna. Hann telst sextándi heimsmeistari sögunnar. Áskorandinn hefur alltaf meðbyr Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Chessbase Einbeittir Carlsen og Caruana við taflið á Grenke-mótinu. Einhvern næstu daga verður lögð fram á Alþingi tillaga um að lögfesta svokallaðan þriðja áfanga innri orkumarkaðar ESB. Slík lögfesting var ný- lega samþykkt í norska Stórþinginu gegn háværum mót- mælum meiri hluta norsku þjóðarinnar, þar sem borið var við framsali valds yfir auðlindum og stjórnarskrárbroti. Svipuð rök hafa verið borin á borð hér heima og svar þeirra stjórnvalda sem mæla fyrir samþykktinni eru öll á þá leið, að um slíkt sé ekki að ræða. Það sé algerlega hættulaust að samþykkja þessi lög svo fremi rafstrengur til Evrópu verði ekki lagður. Það eina sem standi til að gera sé að útvíkka Orkustofnun, en hún muni ekki setja neinar reglugerðir sem snerti einstaklinga. Helst er á þessum stjórnvöldum að skilja, að þessi nýja Orkustofnun eigi ekkert að gera. Talandi um aumar afsakanir, þá hafa menn hér úrval, en önnur rök hafa ekki verið uppi á borðum. Það þarf engan að undra, að stjörnulögfræðingar ESB kunni sitt fag eftir að hafa fengist áratug- um saman við að skrifa lög sem seilast æ lengra eftir valdheim- ildum til handa stofnunum ESB í kringum stjórnarskrár EFTA ríkjanna. Það er því til lítils fyrir venjulega menn að leita slíkra dæma. Ný Orkustofnun Hin nýja Orkustofnun skal skip- uð samkvæmt tilskipun nr. 72 frá 2009, en þar segir í grein 35, að sér- hvert ríki skuli skipa eina stofnun með reglugerðarvald sem lands- stofnun. Nú fjalla þessi lög um fleiri lönd en Ísland og íslenski textinn liggur ekki fyrir svo hér verður enska orðið „regulator“ þýtt sem reglari. Á Íslandi mun hin nýja Orkustofnun verða landsreglari. Það vekur fyrst athygli hvað reglarinn skal vera óháður öllum stjórnvöldum og stofnunum, jafnt opinberum sem einka. Starfsfólk reglarans má hvorki leita eftir eða þiggja fyrirmæli frá öðrum um neitt það er við kemur valdi hans eða beitingu þess. Þá er langur kafli um stefnumörkun, sem eink- um gengur út á, að reglarinn fylgi stefnu ESB í einu og öllu í nánu samstarfi við ACER, Orkustofnun Evrópu. Hann á til dæmis að sjá til þess, að efla tengingar milli landa, þróa virka svæðisbundna sam- keppnismarkaði, að kerfisstjórar hafi hæf- lega hvata til að bæta virkni kerfisins og fleira. Þó svo, að landsreglarinn stjórni með því að setja öðr- um reglurum reglur, þá munu gerðir hans vissulega snerta einka- aðila. Þar fór sú afsök- unin. Grein 37 telur síðan upp skyldur reglaranna, sem eru auðvitað fyrst þær að hafa samráð við og hlýða stofn- unum ESB, með öðrum orðum fara að lögum ESB. Eitt dæmið er að viðhafa baunatalningu á hest- aflafjölda nýrra aflstöðva í því skyni að tryggja afhendingarör- yggi. Þetta dæmi, sem og dæmið um að hér skuli koma á virkum samkeppnismarkaði með rafmagn, lýsir algerri vanþekkingu á að- stæðum hér hjá hverjum þeim sem lætur sér detta í hug að fara eftir þessu. Auðlindin Hvarvetna á byggðu bóli, þar sem menn sækja verðmæti frá auð- lindum taka þeir fyrst það sem náman býður upp á og setja í geymslu. Náman, sú starfsemi sem þar á sér stað og geymslan hafa sameiginlega sitt lagaumhverfi. Þegar menn taka úr geymslunni og setja á markað, þá skiptir um laga- umhverfi og markaðslögin taka við. Svo verður einnig að gilda um vatn- ið. Það verður að vera hægt að setja reglur um það hvernig vatn er tekið úr lónum og þær reglur verða að standa framar reglum landsregl- arans. Til þessa liggja nokkrar vel þekktar ástæður, en fleiri geta komið til. Miðlunarlónum þarf að stýra þannig, að þau fylgist að þegar lækkar í þeim í samræmi við þá áhættu sem við blasir ef lón tæmist. Það verður með öðrum orðum, af þjóðhagslegum ástæðum að stýra þeim eftir samræmdu áhættumati. Slíkt mundi jafngilda markaðs- misnotkun á sérhverjum sam- keppnismarkaði. Vegna aðstæðna getur þurft að takmarka vatnsborðssveiflur miðl- unarlóna við þröng mörk. Dæmi um slíkt hér á landi er Þingvallavatn. Vegna aðstæðna getur þurft að takmarka mjög sveiflur í vatns- rennsli frá miðlunarlónum. Bæði getur það ógnað lífi veiðimanna og skaðað lífríkið í ánni. Hraðar breyt- ingar á markaðsverði mundu auka mjög tilhneigingu til að fara út í slíkar sveiflur. Allar þessar ástæður eiga við vatnsorkuver og eru í andstöðu við frjálsan samkeppnismarkað að vilja ESB. Augljóst er, að hvorki Orku- stofnun, vegna sambands síns við ACER og ESB né aðrir reglarar sem stafa eftir hennar reglugerðum mega hafa vald til að véla um þessa hluti. Þeir gætu jafnvel í vissum málum þurft að ganga gegn hags- munum þjóðar sinnar. Að lokum Ef þessum og fleiri atriðum tengdum auðlindum okkar er ekki gefinn hæfilegur forgangur getur reynst skaðlegt að reyna að koma hér á samkeppnismarkaði eins og landsreglarinn á að hafa sem eitt meginmarkmiðið. Það væri því í anda við málflutning stjórnvalda að fresta lögfestingu þriðja áfangans þar til semja þarf um sæstreng og semja þá um þriðja áfangann í leið- inni. Í sannleika sagt, þá er ekkert vit í öðru. Ef sæstrengur kemur er samkeppnisstöðu alls okkar iðnaðar hætt, nema helst stóriðju sem get- ur varið sig einhvern tíma. Samn- ingar um sæstreng eru hreint út sagt óðs manns æði hafandi lögfest- ingu þriðja áfangans á bakinu. Á að stofna nýja Orkustofnun til að gera ekkert? Eftir Elías Elíasson » Það sé algerlega hættulaust að samþykkja þessi lög svo fremi rafstrengur til Evrópu verði ekki lagður. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is Atvinna Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og mangan í hreinu íslensku vatni. Repair er sérstaklega hannað og þróað fyrir uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t. liðbönd, liðþófar og krossbönd. Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS VANTAR ÞIG PÍPARA?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.