Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 32
Í gagnrýni á skipan
dómsmálaráðherra á
fjórum dómurum í
Landsrétt sem ekki
hlutu náð fyrir augum
hæfnisnefndar hefur
útgangspunkturinn
verið sá að niðurstaða
nefndarinnar hafi verið
óskeikul og ótvíræð um
hæfni umsækjendanna.
Á þeim grunni hefur því jafnvel verið
haldið fram að ráðherrann hafi með
tilnefningum til Alþingis beinlínis
grafið undan sjálfstæði dómstólanna
með því að velja ekki þá „hæfustu“ í
starfið. Í slíkum staðhæfingum felst í
raun aðdróttun um að þeir landsrétt-
ardómarar sem þarna eiga í hlut
muni verða ósjálfstæðari gagnvart
ríkisvaldinu í störfum sínum en sam-
dómarar þeirra. Það er auðvitað
ómaklegt að halda slíku fram. Það
háttar svo til að þessir fjórir sem
ráðherrann gerði tillögu um voru all-
ir hæfir lögum samkvæmt til skip-
unar í landsrétt, höfðu verið héraðs-
dómarar um árabil og sumir í
áratugi. Þá leikur ekki vafi á um
heimild ráðherrans til þess að víkja
frá niðurstöðu nefndarinnar og
leggja til við Alþingi að aðrir hæfir
umsækjendur yrðu skipaðir í starfið.
Sjálfstæðir dómstólar
Sjálfstæðir, hlutlausir og óvilhallir
dómstólar eru einn af hornsteinum
lýðræðislegrar stjórnskipunar. Al-
mennt hljóta menn að vera sammála
um að dómarar skuli skipaðir á for-
sendum faglegrar hæfni og eigin
verðleika án ómálefnalegrar póli-
tískrar íhlutunar. Slík sjónarmið
kristallast raunar í ýmsum álykt-
unum alþjóðasamfélagsins svo sem
Evrópuráðsins og Sameinuðu Þjóð-
anna um málefni dómstóla. Evrópu-
samtök dómara hafa raunar ályktað
að skipan dómara sé best komin í
höndum þeirra sjálfra og skuli vera
óháð framkvæmda- og löggjaf-
arvaldinu. Um það má auðvitað deila
hvort eðlilegt sé að öðrum en lýð-
ræðislega kjörnum fulltrúum al-
mennings skuli veitt nánast óheft
vald til að skipa dómara. Þessi sjón-
armið hafa ratað inn i íslensk dóm-
stólalög fyrir tilstilli réttar-
farsnefndar, sem hefur í gegnum
tíðina einkum verið skipuð dómurum
og samið réttarfarslögin í landinu.
Nú hefur sérstök hæfnisnefnd það
hlutverk að velja dómara til starfa
með mjög takmarkaðri aðkomu
framkvæmda- og löggjafarvalds.
Sem er umdeilt.
Krafan um að skipan dómara án
atbeina framkvæmda- eða löggjaf-
arvalds tryggi betur
hlutleysi og sjálfstæði
dómstóla felur í sér þá
grundvallarforsendu að
val á dómurum fari
samkvæmt gagnsæjum
málefnalegum og fag-
legum aðferðum þar
sem öllum meg-
inreglum stjórnsýslu-
réttar við valið sé fylgt
til hlítar. Verðleikar og
hæfni umsækjenda ráði
því alfarið og eingöngu
för en ekki ómálefnaleg
sjónarmið og ógagnsæjar íhlutanir
sem ætlað er að gagnast sumum um-
sækjendum en ekki öðrum. En því
miður má færa rök fyrir því að þessi
forsenda sé ekki að öllu leyti virt á
Íslandi við val á dómurum.
Hver velur þann sem velur
dómara og hvernig?
Á árinu 2010 var dómstólalögum
breytt á þá leið að niðurstaða hæfn-
isnefndar, sem falið var að meta
hæfni umsækjenda um dómarastörf,
skyldi vera bindandi fyrir ráðherra
dómsmála við skipan í dóm-
arastöður. Þessa nefnd skipuðu þá
fimm menn, tveir tilnefndir af
Hæstarétti og skyldi annar þeirra
vera formaður nefndarinnar. Hinir
þrír voru skipaðir af lögmannafélag-
inu, dómstólaráði og Alþingi. Aug-
ljóst er að sjónarmið Hæstaréttar
hlutu að vega þungt enda rétturinn
með tvo fulltrúa í nefndinni af fimm.
Það er hins vegar fremur ógagnsætt
ferli hvernig menn eru valdir til setu
í þessari nefnd sem hefur nánast
óheft ákvörðunarvald um það hvern-
ig skipað er í dómstóla landsins.
Engar reglur gilda um val í nefndina
eða þá aðrar slíkar nefndir sem
gegna mikilvægu hlutverki við
rekstur réttarvörslukerfisins í land-
inu. Oft er það sama fólkið sem skip-
ar þessar nefndir. Nú síðast sátu í
nefndinni einn karl og fjórar konur
sem samrýmist vart jafnréttislögum.
Ekki er óeðlilegt að krefjast þess að
val í jafn valdamikla hæfnisnefnd
eigi sér stað í opnu og gagnsæju
ferli. Ella er hætta á að kunn-
ingjagæska ráði við val í þessa og
fleiri slíkar nefndir.
Samkvæmt dómstólalögum er
óheimilt að skipa annan umsækj-
anda en þann sem hæfnisnefndin
hefur talið hæfastan og er því álit
nefndarinnar bindandi fyrir veit-
ingavaldið, ráðherrann. Það þýðir í
raun að dómaravalið er í höndum
nefndarinnar sjálfrar sem þó hefur
auðvitað ekki neitt stjórnskipulagt
vald til þess að skipa dómara til
starfa. Ráðherra, sem fer með hið
eiginlega skipunarvald, hefur þá
ekkert svigrúm til að velja úr hópi
annars hæfra umsækjenda og verð-
ur að lúta vilja nefndarinnar. Þó er
ráðherra heimilt að víkja frá nið-
urstöðu hennar varðandi umsækj-
anda sem fullnægir almennum hæf-
isskilyrðum til að hljóta skipun enda
leggi ráðherrann tillögu sína fyrir
Alþingi sem tekur þá formlega
ákvörðun um hvern skuli skipa til
starfans. Við slíkar aðstæður væri
nærtækast að álykta að sú skylda
falli þá á alþingismenn að meta sjálf-
stætt hæfi þeirra dómaraefna sem
ráðherra vill skipa þvert á vilja
nefndarinnar. Önnur getur ætlunin
með atbeina Alþingis að skipaninni
vart verið enda er mælt fyrir um eft-
irlitshlutverk Alþingi og einstakra
alþingismanna með ráðherrum í lög-
um um þingsköp.
Af þessu leiðir að ráðherra hefur
ekkert lagalegt svigrúm til þess að
skipa annan einstakling til dómara-
starfa en þann sem uppfyllir almenn
hæfisskilyrði laga til að gegna slíku
starfi og sem Alþingi samþykkir til
starfans. Það er því ekki svo að hér-
aðsdómararnir fjórir sem voru skip-
aðir á svig við niðurstöðu nefnd-
arinnar hafi ekki uppfyllt
hæfisskilyrði til að vera landsrétt-
ardómarar. Þeir uppfylltu skilyrðin
án nokkurs vafa. Það er mikilvægt
að þetta sé haft í huga, ekki síst þeg-
ar menn halda því fram að umræddir
fjórir landsréttardómarar séu „van-
hæfir“ til setu í réttinum, eins og
orðfærið er. Augljóst er, sé sjálf-
stæði dómstólanna í íslenskri stjórn-
skipan haft til hliðsjónar, að dómara
sem fengið hefur skipun í starf verð-
ur ekki vikið úr því embætti nema
hann uppfylli ekki lengur hæfisskil-
yrði eða brjóti af sér í starfi.
Hæstiréttur „Ad Hoc“
Í gagnrýni á embættisfærslu
dómsmálaráðherrans hefur einatt
verið vitnað til þess að Hæstiréttur
hafi dæmt ráðherrann brotlegan við
lög er hún tilnefndi fjórmenningana
til dómarastarfa. Hæstiréttur í því
máli var hins vegar ekki skipaður
reglulegum dómurum réttarins sem
hlotið hafa skipan til starfans, heldur
aðeins varadómurum ef frá er talinn
forseti réttarins. Rétturinn var því
sem kallað er á lagamáli skipaður
„Ad Hoc“ eða tilfallandi. Engar regl-
ur munu vera til um það hvernig
varadómarar í Hæstarétti eru valdir.
Það hefur löngum verið á hendi for-
seta Hæstaréttar að velja þá að eigin
geðþótta, að því er virðist. Enginn
varadómaranna í þessu máli hefur
farið í gegnum mat hæfnisnefndar á
grundvelli laga og reglna frá 2010 til
setu í Hæstarétti heldur uppfylla
þeir hin almennu hæfisskilyrði laga,
líkt og þeir fjórir sem skipaðir voru í
Landsrétt án stuðnings frá nefnd-
inni.
Þannig skipaður taldi Hæstiréttur
að þrátt fyrir lögbundna aðkomu Al-
þingis að þeirri ákvörðun að tilnefna
dómara til skipunar í landsrétt og
lögbundið eftirlitshlutverk sitt með
ráðherrum og framkvæmdavaldi,
hefði Alþingi þó engar skyldur í
þeirri ákvörðun heldur bæri ráð-
herrann ein ábyrgð á valinu. Til
hvers var þá verið að blanda Alþingi
í málið? gæti einhver spurt. Augljóst
er að lögfræðilegar skoðanir eru
skiptar um þýðingu þátttöku Alþing-
is í þessu sambandi.
Í málinu kvað rétturinn upp úr
með að ráðherrann hefði ekki sinnt
rannsóknarskyldu sinni samkvæmt
stjórnsýslulögum þar sem hún hefði
ekki fært fram fullnægjandi rök-
stuðning fyrir því að leggja tilnefn-
ingu um fjórmenningana fyrir Al-
þingi. Taldi rétturinn að ráðherra
hefði borið að reisa ákvörðun sína á
frekari rannsókn sem byggðist á
sambærilegri sérþekkingu og hæfn-
isnefndin. Þetta sjónarmið virðist þó
ekki samrýmast umsögn í grein-
argerð með dómstólalögum en þar
segir að ekki sé gert ráð fyrir því að
ráðherra leiti eftir afstöðu umsækj-
enda þar sem nefndin hafi veitt um-
sækjendum andmælarétt áður en
hún hafi tekið endanlega ákvörðun í
málinu. Lögin byggjast því á að
hæfnisnefndin hafi rannsakað alla
þætti nægjanlega þegar hæfnismati
er skilað til ráðherra. Vandséð er
hvernig ráðherra hefði getað rann-
sakað málið frekar á eigin spýtur og
byggt á nýrri niðurstöðu án þess að
gæta að þessari meginreglu stjórn-
sýslulaga. Sömuleiðis mælir það
gegn ítarlegri rannsókn af hálfu ráð-
herra að honum ber að leggja tillög-
una fyrir Alþingi innan tveggja
vikna frá því honum berst niðurstaða
hæfnisnefndarinnar. Þar sem nefnd-
arálitið byggist bæði á hlutlægu og
huglægu mati er því nærtækast að
álykta að ráðherra skuli gera Alþingi
grein fyrir þeim huglægu mats-
þáttum sem hann telur réttlæta að
vikið sé frá tillögu nefndarinnar og
leggja þá undir mat Alþingis. Í því
tilviki sem hér um ræðir vísaði ráð-
herrann einkum til þess að dómara-
reynsla hefði ekki verið nægilega
metin auk þess sem kynjahlutföll
munu hafa skipt máli í því sambandi,
þar sem sumir þingmenn lýstu yfir
að jafna yrði þau ef ráðherrann ætl-
aði sér stuðning þeirra. Áður hafa
slík afmörkuð sjónarmið verið
grundvöllur undir mat Hæstaréttar
sjálfs á hæfni umsækjenda um dóm-
arastöður við réttinn, þegar það fyr-
irkomulag var við lýði. Að mati hins
tilfallandi Hæstaréttar var það hins
vegar ekki talið nægjanlegur rök-
stuðningur af hálfu ráðherra og með
því að hlutverk Alþingis virðist hafa
samkvæmt dómnum ekki hafa verið
neitt í raun, þá var ráðherrann ein
talin hafa borið ábyrgð á því að
stjórnsýslulögum var ekki fylgt að
mati réttarins.
Íhlutun dómara í skipunarferlið
Það er svo sérstakt skoðunarefni
af hverju Hæstiréttur þurfti að velja
inn fjóra varadómara í réttinn til að
dæma um embættisfærslur ráð-
herrans. Ástæðan er sú að velflestir
hæstaréttardómarar veittu ýmsum
umsækjendum um Landsrétt með-
mælabréf til starfans. Af þeim
ástæðum mátu þeir sig vanhæfa til
að dæma í málinu gegn ríkinu út af
dómaraveitingunni. Líklega hefur
það komið ýmsum á óvart að ein-
stakir hæstaréttardómarar skuli
hafa veitt sumum umsækjendum í
landsréttarstöður skrifleg meðmæli
til að styrkja stöðu þeirri í hæfn-
ismati sem framkvæmt er af nefnd
sem meðal annars er tilnefnd af
Hæstarétti. Hvers eiga þeir að
gjalda sem ekki hafa slík meðmæli í
farteskinu? Engar sérstakar reglur
gilda um meðmæli af þessu tagi eða
um forsendur þess að einstakir
hæstaréttardómarar blandi sér inn í
ráðningarferli með þessu hætti. Hér
er því um að ræða eina birting-
armynd kunningjasamfélagsins sem
mátast illa við sjónarmið um faglega
stjórnsýslu.
Slík íhlutun hæstaréttardómara,
eða eftir atvikum annarra tilnefning-
araðila í hæfnisnefndina, er til þess
fallin að draga óhlutdrægni nefnd-
armanna í efa gagnvart þeim sem
ekki njóta sambærilegra meðmæla.
Þegar við bætist að umsækjendur
um dómarastöður hafa engin úrræði
til að skjóta mati nefndarinnar til
þriðja aðila til endurskoðunar, ef
þeir telja hallað á sig í matsferlinu,
verður þessi íhlutun einstakra
hæstaréttardómara í matsferlið enn
ófaglegri.
Það virðist því vera að sitthvað
fleira megi ræða í sambandi við skip-
anina í dómarastöður við Landsrétt
annað en það hvort dómsmálaráð-
herra skuli taka pokann sinn.
Stjórnsýsla við dómaraval
Eftir Hróbjart
Jónatansson »Ráðherra hefur ekk-
ert lagalegt svigrúm
til þess að skipa annan
einstakling til dómara-
starfa en þann sem upp-
fyllir almenn hæfisskil-
yrði laga til að gegna
slíku starfi og sem Al-
þingi samþykkir til
starfans.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Hróbjartur Jónatansson
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Fyrir nokkru ritaði
danskur þingmaður
grein í Morgunblaðið
þar sem hann sagði
frá miður góðri
reynslu sinni við ör-
yggiseftirlit hér á
landi. Alltaf er dálítið
erfitt að ferðast til
útlanda ef maður er
að einhverju leyti
eitthvað öðruvísi en
flestir aðrir. Konan mín er með
gerviliði rétt eins og danski þing-
maðurinn og ég er með stóma.
Það er mjög mikilvægt að í starfs-
liði þeirra sem sinna öryggis-
málum séu starfsmenn sem þekkja
fötlun af ýmsu tagi og sýni hlut-
aðeigandi fyllstu nærgætni við að
sinna störfum sínum. Mikilvægt er
að þessi störf séu unnin af öryggi
gagnvart þeim viðfangsefnum sem
ber að hafa eftirlit með.
Mjög misjafnt er hvernig starfs-
menn við örygg-
isgæslu eru meðvitaðir
og upplýstir um fötlun
eða einhverjar lík-
amlegar takmarkanir.
Við sem höfum t.d.
stóma verðum að vera
viðbúin að þurfa að
geta skipt um með
stuttum fyrirvara og
þess vegna um allt
saman hvar og undir
hvaða kringumstæðum
og hvenær sem er. Við
getum ekki sem
venjulegt fólk stjórnað hægðum
okkar og haldið í okkur. Hægð-
irnar hjá okkur fara sínar leiðir
gegnum ristilinn og rata oftast
beina leið í stómapokann sem
aldrei má fyllast því þá fer allt í
vitleysu. Þær geta verið bæði
kröftugar, þunnar sem þykkar,
stöðugar sem stígandi.
Stómað er endi ristilsins sem
komið hefur verið fyrir á kviði
rétt hjá nafla, oftast vinstra meg-
in. Festa þarf sérstaka plastplötu
við húðina umhverfis strjúpann.
Síðan kemur stómapokinn sem
unnt er að skipta um þess vegna
nokkrum sinnum á sólarhring án
þess að plötuna næst húðinni þurfi
að endurnýja. Venjulega þarf að
skipta um allt tvívegis og jafnvel
þrívegis í viku.
Við þurfum þess vegna að hafa
ætíð í handfarangri n.k. „vara-
hluti“ sem þarf stundum án mikils
undanfara að skipta um að hluta
eða að jafnvel að öllu leyti, ekki
aðeins pokann heldur jafnvel einn-
ig losa eldri plastplötuna af lík-
amanum sem ekki gengur lengur
nægjanlega vel hlutverki sínu. Þá
þarf að hreinsa vel og klippa gatið
um stómað til að allt falli sem best
að og valdi hvorki óþægindum né
meiðslum. Og þá þurfum við að
nota sérstök skæri til þess að
klippa og forma plastplötuna sem
er fest á líkamann kringum stóm-
að sem hentar hverju sinni. Þessi
skæri hafa tollverðir litið horn-
auga þó útilokað sé að nota þau
sem vopn sökum þess hve lítil þau
eru. En þeir vísa í reglur sem
þeim ber eðlilega að framfylgja í
einu og öllu.
Eitt sinn lenti eg í því að toll-
verðir í Frankfurt vildu gera upp-
tæka í handfarangri mínum of-
urlitla handhæga sprautubrúsa
sem innihalda efni til að uppleysa
lím eftir gamlan stómabúnað og
eins með efni sem er til þess að
mynda varnarhúð milli húð-
arinnar og plastplötunnar. Það er
nauðsynlegt til að stómað valdi
ekki óþægindum á húðinni. Eg
varð að útskýra fyrir þessum
starfsmönnum nánast allt um
stóma og sýna þeim fram á að
þarna væri ekki um nein hættuleg
efni að ræða. Þeir komu gjör-
samlega af fjöllum og virtust ekki
hafa minnstu hugmyndir um
þetta læknisfræðilega tækniundur
sem gefur tækifæri fyrir okkur
stómaþega að lifa sem næst eðli-
legu lífi.
Öryggisverðir mega ekki vera of
uppteknir við að skoða og velta
vöngum yfir misjafnlega fötluðum
einstaklingum. Þeir eiga að vinna
sín störf með fagleg markmið í
huga og án minnsta hiks að greina
á milli þess sem er ekki at-
hugavert og þess sem betur þarf
að huga að. Sú staða gæti komið
upp að öryggisverðir eyði of mikl-
um tíma og athygli að því sem í
raun eru í lagi og að á sama tíma
gætu þeir sloppið fram hjá eftirliti
sem jafnvel meiri ástæða er til að
fylgjast betur með.
Það ætti að vera mikilsvert
markmið þeirra sem ábyrgð bera
á öryggiseftirliti að starfsfólk sé í
sem bestri þjálfun og það sé vel
meðvitað um öryggi og velferð
farþega.
Öryggiseftirlit á flugvöllum
Eftir Guðjón
Jensson
Guðjón Jensson
»Dálítil umhugsun
vegna reynslu
danska þingmannsins.
Höfundur er eldri borgari og
leiðsögumaður.
arnartangi43@gmail.com