Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
Reykjavík og flest
sveitarfélög hafa á
undanförnum árum
hvatt foreldra til að
beina börnum sínum í
íþróttir með því að
greiða hluta kostnaðar
barnanna til viðkom-
andi íþróttafélags en
það dugar skammt fyr-
ir barnmargar fjöl-
skyldur, einkum ef
börnin hafa áhuga á
fleiri en einni íþróttagrein. Mið-
flokkurinn vill að Reykjavik og öll
önnur sveitarfélög tvöfaldi Frí-
stundakort með hverju barni svo
börn geti iðkað gjaldfrjálst eina
íþróttagrein eða æft fleiri greinar.
Þá þarf að koma á sérstökum styrk-
veitingum til foreldra í erfiðleikum
svo börn þeirra geti stundað íþróttir
og tekið þátt í skóla- og íþróttaferð-
um. Þá verða börn innflytjenda
hvött sérstaklega til að taka þátt í
íþróttum í samstarfi skóla og við-
komandi íþróttafélaga. Markvisst
verður farið í uppbyggingarvinnu og
forvarnarstarf með íþróttafélögum.
Íþróttafélög um allt land hafa með
aðstoð sveitarfélaga, fyrirtækja og
sjálfboðaliða kappkostað að byggja
keppnisvelli og íþróttahús en samt
þarf stórátak í þessum málum svo
þessi félög geti boðið iðkendum sín-
um upp á þátttöku í fleiri íþrótta-
greinum. Starfsemi ÍR í Breiðholts-
hverfinu er dæmi um virkilega góða
og markvissa starfsemi. Miðflokk-
urinn mun styðja að Reykjavík-
urborg standi við loforð sín um
hraða uppbyggingu betri aðstöðu á
ÍR svæðinu svo og bæta aðstöðu
allra annarra íþróttafélaga í borg-
inni og fjölga spark-, handbolta- og
körfuboltavöllum um alla borg.
Þjóðarleikvangar
Miðflokkurinn styður hugmyndir
ÍSÍ og sérsambanda um að byggja
framtíðar yfirbyggðan fjölnota þjóð-
arleikvang í Laugardal einkum fyrir
knattspyrnu og eftir
það byggingu veg-
legrar fjölnota íþrótta-
hallar fyrir handbolta,
körfubolta, fimleika,
frjálsar, o.fl. íþrótta-
greinar. Einnig þarf að
rísa veglegur frjáls-
íþróttavöllur, t.d. í
samstarfi við ÍR, FRÍ
og öll frjálsíþróttafélög
höfuðborgarsvæðisins.
Leita þarf leiða til að
fjármagna þessi nýju
íþróttamannvirki í
samstarfi Reykjavík-
urborgar og annarra sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu með stuðningi
ríkissjóðs, stórfyrirtækja og al-
þjóðlegra sérsambanda. Þá er lagt
til að ÍSÍ ræði við Íslenska Getspá
um að koma á fót nýjum alþjóð-
legum Lottóleik til að fjármagna
hluta þessara mannvirkja svo og
rekstur þeirra. Ljóst er að verulegar
tekjur skapast með þessum mann-
virkjum vegna „íþróttatengdrar
ferðaþjónustu“ vegna komu er-
lendra áhorfenda til landsins og í
þessu sambandi má einnig benda á
aukna og ódýra landkynningu vegna
alþjóðlegra sjónvarpssendinga frá
kappleikjunum eins og eftir HM í
handbolta á Íslandi 1995 þá jókst
ferðamannastraumur frá Frakk-
landi, Spáni og Þýskalandi vel yfir
25% næsta ár.
Heilsumál
Hreyfingarleysi barna og ofþyngd
er eitt stærsta heilsufarsvandamál á
Íslandi og meðal flestra vestrænna
þjóða. Rannsóknir sýna að virk þátt-
taka í skipulögðu íþrótta- og æsku-
lýðsstarfi skilar miklum árangri í
forvarnarstarfi til að bæta andlega
og líkamlega heilsu barna og ung-
linga svo og námsárangur þeirra.
Þátttaka barna og unglinga í íþrótt-
um er því mikilvæg til að bæta lýð-
heilsu landsmanna. Eins og gefur að
skilja er rekstur og skipulag fag-
legrar íþróttastarfsemi íþrótta-
félögum um allt land kostnaðarsamt.
Of margir foreldrar, t.d. einstæðir
með mörg börn, geta átt erfitt með
að bjóða börnum sínum að taka þátt
í skipulögðu íþróttastarfi vegna
kostnaðar sem því fylgir, en miklu
skiptir að börn efnaminni foreldra
geti einnig tileinkað sér þann heppi-
lega lífsstíl að stunda íþróttir. Tvö-
földun Frístundakorts skiptir miklu
máli þó að fjárfesting Reykjavík-
urborgar aukist um 700 milljónir ár-
lega því það margborgar sig í bættri
lýðheilsu.
Flestir stjórnmálamenn hafa átt-
að sig á mikilvægi íþrótta- og æsku-
lýðsstarfs sem forvarna í þágu lýð-
heilsu. Miðflokkurinn ætlar að
leggja aukinn kraft og fjármuni í
forvarnir í samstarfi við íþrótta-
hreyfinguna og önnur frjáls fé-
lagasamtök og vill eiga samvinnu við
sveitarfélög um allt land, skóla og
foreldra til að auðvelda foreldrum
þátttöku barna sinna og unglinga í
skipulögðu íþróttastarfi. Ferða-
kostnaður innanlands dregur allt of
mikið úr íþróttaiðkun barna og ung-
linga, sérstaklega á landsbyggðinni.
Við því þurfa stjórnvöld að bregðast
með því að auka verulega framlag
sitt til Ferðasjóðs íþróttafélaganna.
Miðflokkurinn fagnar því að aðrir
stjórnmálaflokkar styðji það mik-
ilvæga forvarna- og lýðheilsustarf
sem íþróttir eru til að bæta heilsu
barna okkar og unglinga, þeim og
foreldrum þeirra til mikillar ánægju
og lífsgleði. Hvað finnst þér, lesandi
góður?
Tvöföldun Frístundakorts
auðveldar þátttöku í íþróttum
Eftir Jón Hjaltalín
Magnússon » Tvöföldun
Frístundakorts
skiptir miklu máli þó að
fjárfesting Reykjavík-
urborgar aukist um
700 milljónir árlega
því það margborgar
sig í bættri lýðheilsu.
Jón Hjaltalín
Magnússon
Höfundur er verkfræðingur
og frambjóðandi Miðflokksins
í Reykjavík. jhm@simnet.is
Auðvitað eru til ýms-
ar skilgreiningar á
þjóð, svo sem landið,
þar sem hún býr,
kannske trúin sem hún
ástundar, o.s.frv., en
langsterkasta skil-
greiningin á því, hvaða
fólk myndar með sér
þjóð, er tungumálið
sem fólkið talar. Við Ís-
lendingar erum því Ís-
lendingar fyrst og fremst vegna þess
að við tölum íslenzku.
Ég var í burtu í 27 ár. Auðvitað er
það nokkuð langur tími, en mér
krossbrá við heimkomuna, þegar ég
heyrði, hvernig tungan hafði breyzt,
ekki bara orðalag og
málfar, heldur líka
framburður og áherzl-
ur í talmáli.
Sem betur fer hafa
prentmiðlarnir staðið
sig mest vel í því að
vernda og viðhalda
þeirri íslenzku sem ég
þekkti og fór frá, og
eru þar greinilega vel-
menntaðir og færir rit-
stjórar, blaðamenn og
prófarkalesarar að
verki, en fjölmiðlar
hins talaða orðs, sjón-
varps og útvarps, hafa greinilega
sofið nokkuð á verðinum.
Þó að starfsmenn þessara fjöl-
miðla séu margir vandir að orðavali
og tali sínu, leyfast gestum og við-
mælendum alls konar slettur, mest á
ensku, og virðast sumir jafnvel halda
að þetta sé fínt og flott; yfir móð-
urmálið hafið.
Skemmtileg keppni íslenzkra
söngkóra fór fram á Stöð 2 á síðast-
liðnum vetri. Var illt að hlusta á þær
enskuslettur og þá hörmulegu „ís-
lenzku“ sem dómnefndin viðhafði á
köflum. Annaðhvort kann þetta fólk
ekki íslenzku, sem þó býr yfir litrík-
um og margvíslegum lýsingar-
orðum, eða það telur að ensku-
sletturnar séu flottari og á „hærri le-
vel“, svo að notað sé orðalag úr
keppninni.
Viðtal var við söngkonu í útvarp-
inu. Talaði hún þar um „aðra per-
formera“, þegar hún var að tala um
starfsfélaga sína, aðra söngvara eða
tónlistarfólk. Mikil fátækt eða fífla-
tízka það.
Talað var við fyrrverandi ráð-
herra í sjónvarpi og sagði hann (hún)
þá þetta: „Ég kann ekki við þegar
fólk talar heilbrigðiskerfið niður.“
Hafði þessi ágæta kona aldrei heyrt
um „að gera lítið úr“, „lítillækka“,
„rakka niður“, „hallmæla“ o.s.frv.
Sama kona beitti orðalaginu að
„tækla“ í blaðagrein. Komst hún, þó
ótrúlegt sé, upp með það. Kannske
átti þetta að vera fínna en „leysa“,
„ráða fram úr“, „finna lausn á“
o.s.frv.
Gamalkunn og vinsæl sjónvarps-
kona átti fyrir nokkru sjónvarps-
viðtal við innanhússarkitekt eða inn-
anhússhönnuð, konu. Sú ágæta kona
notaði „trend“ um allt, þar sem
„tízka“ eða „hönn-
unarstefna“ hefði átt
við. Sjónvarpskonan
vildi fara eitthvað ofan
í hönnunarmál fyrri
áratuga, og sagði þá „in
the Fifties and Six-
ties“. Það var greini-
lega ekki nógu mikið
púður í „sjötta ára-
tugnum“ eða „sjöunda
áratugnum“.
Í íþróttum og fót-
bolta eru enskuslettur
einna mestar, að
undanskildum kannske popptónlist
og annarri tónlistarstarfsemi:
„Hann tók niður manninn“, er sagt,
þegar meint er „hann felldi mann-
inn“, „hann brá manninum“, „hann
hrinti manninum niður“ o.s.frv. Hér
gildir líka „að tækla“,
sem auðvitað heitir á
íslenzku „að leika á“,
„að beita leikfléttu“,
„að spila á eða
framhjá“.
Varðandi íþróttatal
er þó ein fín og ánægju-
leg undantekning;
Formúla 1: Hér hafa
fréttamenn eða ís-
lenzkufræðingar
Stöðvar 2 búið til ný og
góð íslenzk orð fyrir
það helzta, eins og
„ráspól“, „þjónustuhlé“
o.s.frv. Gott framtak það.
Einn alvarlegur viðbótarvandi er
að unga fólkið virðist lítið eða ekkert
lesa lengur. Gott mál dagblaða og
tímarita kemst því ekki til skila. Hér
þurfa foreldrar, eldri ættingjar og
vinir, auk skólanna auðvitað, að
grípa inn í.
Við verðum að ná unga fólkinu aft-
ur inn í íslenzkuna með öllum ráð-
um. Það sama gildir um beygingar
orða; það er ekki hægt að hlusta á
„mig hlakkar“, „þá hlakkar“, „mér
langar“, „henni langar“ o.s.frv. án
þess að þetta sé leiðrétt.
Hugmyndir um að meðtaka og
leyfa þágufallssýki og nefna slíkt
„þróun málsins“ er veikleiki, rugl-
andi og skaðlegt fyrir tunguna og út
í hött.
Í mínum huga ættu forráðamenn
sjónvarps og útvarps að setja það
skilyrði fyrir viðtölum og umræðum,
að menn forðist enskuslettur og mál-
villur og haldi sér við hreina ís-
lenzku. Margt sem gerist í sjónvarpi
telst fínt og til fyrirmyndar, og gæti
átak þessara fjölmiðla til að end-
urvekja hreint og gott íslenzkt mál
því haft góð áhrif.
Á Alþingi verður vitaskuld að
banna útlendar slettur, og ætti for-
seti Alþingis að ganga í það, hafi það
þá ekki þegar verið gert.
Forráðamenn allra ráðuneyta, op-
inberra stofnana og fyrirtækja ættu
líka að brýna fyrir starfsmönnum
sínum að þeir beittu aðeins góðri og
eftir föngum réttri íslenzku í ræðu
og riti. Það sama gildir og um öll fyr-
irtæki, lítil og stór, sem tilfinningu
hafa fyrir tungu okkar og þjóðerni.
Eftir Ole Anton
Bieltvedt
»… gestum og
viðmælend-
um leyfast alls
konar slettur,
mest á ensku, og
virðast sumir
jafnvel halda að
þetta sé fínt og
flott; yfir móð-
urmálið hafið
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Tungan gerir
þjóð að þjóð
Það virðist vera ein
allsherjarlausn allra
mála að tala um upp-
byggingu innviða og
svo sem ágætt í sjálfu
sér. Okkur finnst hins
vegar vanta upp á að
átta sig á umfangi
þessara innviða og
hverjir þeir nákvæm-
lega eru. Okkar skoð-
un er sú að innviðir
hvers samfélags sé fólkið sjálft og
þá fyrst og síðast spurningin um
það hvernig fólk hefur það almennt,
og forskriftin sé sú að fólk hafi
bærilega í sig og á eins og sagt var
í gamla daga og þá má bæta við
þaki yfir höfuðið svo það sé örugg-
lega með. Auðvitað kemur upp-
bygging samfélagsins víða við og
innviðirnir margir sem líta þarf til
og flestir koma fólkinu í landinu til
góða á einn og annan veg svo sem
þegar litið er til heilbrigðismála,
félagslegrar uppbyggingar svo og
að horft sé til samgöngumála á
þann hátt að allir íbúar landsins
hafi þokkalegt aðgengi til að fara
klakklaust að heiman og heim.
Öllu þessu gerum við okkur grein
fyrir að þurfi að huga að. En af-
koma allra, ekki sumra, snýst öðru
fremur um að fólkið hafi það vel
þokkalegt að minnsta kosti. Mis-
skipting lífsins gæða æpir alls stað-
ar á okkur, ömurleikinn blasir alltof
víða við, sumt kann að vera sjálf-
skaparvíti og þar er neyzla áfengis
og annarra eiturefna svo áberandi
skelfileg að dag hvern má segja að
dregnar séu upp hryllingsmyndir af
afleiðingunum. Og gleymum því
ekki að þarna er á ferð fólk eins og
við, þú og ég, sem er ekki lengur
frjálst heldur glímir við óvin sem
alinn er af spilltu auðvaldi og látinn
að mestu óátalinn, jafnvel boðað, að
enn meiri og greiðari aðgangur
skuli vera að þessum bölvöldum. En
svo eru líka alltof margir af þessum
sönnu innviðum samfélagsins fólk
undir fátæktarmörkum, fólk sem
býr við ósæmilegar aðstæður, ekki
mönnum bjóðandi í raun. Einhverju
sinni þegar verið var að berjast fyr-
ir því að lífsframfæri þessa fólks
væri í samræmi við eðlileg kjör
sagði ákveðinn ráðamaður eitthvað
á þá leið að þau væru svo mörg að
erfitt væri úr að bæta. Og vissulega
eru þau mörg en því meiri ástæða
til að taka til hendinni. Við frænd-
urnir, sem höfum stutt Vinstri
græna frá upphafi þess flokks,
skorum á forsætisráðherra okkar
að taka til hendi að byggja upp
þessa innviði samfélagsins.
Við viljum mega trúa því að þar
verði ekki viðkvæðið að þau séu
alltof mörg sem þurfa hjálp. Ef
ekki hún og hennar liðsmenn,
hverjir þá? spyrjum við. Og rétt í
leiðinni skorum við á sama foringja
okkar að sjá til þess að ljós-
mæðradeilan leysist ljósmæðrum í
fyllsta hag.
Innviðir samfélagsins
– fólkið sjálft
Eftir Helga Seljan og
Björn G. Eiríksson
Helgi Seljan
Helgi er fyrrverandi þingmaður og
Björn er sérkennari.
Björn G. Eiríksson
» Við frændurnir,
sem höfum stutt
Vinstri græna frá upp-
hafi þess flokks, skorum
á forsætisráðherra
okkar að taka til hendi
að byggja upp þessa
innviði samfélagsins.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.