Morgunblaðið - 28.04.2018, Page 34

Morgunblaðið - 28.04.2018, Page 34
34 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Í langflestum til- vikum byrja krakkar í íþróttum vegna þess að þeim finnst gaman að stunda íþróttina, fannst gaman að vera með vinum/vinkonum á æfingum og gaman að fara í íþróttaferðalög. Því miður gerist það með tímanum að þegar auknu kröfurnar koma frá þjálfara/íþrótta- félaginu, foreldrum og ein- staklingnum sjálfum um að „sigra“, þá breytist upplifunin. Oft bitnar það á gleðinni og ánægjunni sem þau tengdust upphaflega. Þau fara að hafa áhyggjur af úrslitum og fara að hafa áhyggjur af samanburði við aðra. Nú er ég ekki að halda því fram að gleðin deyi um leið og það kemur keppni, alls ekki, en keppni breytir upplifun einstaklinga, sumir hafa gaman af því að keppa, aðrir minna og enn aðrir vilja helst alls ekki keppa. Fyrir íþróttamenn er hug- arþjálfun sú aðferð að nota aðferðir og fræði íþróttasálfræði, til að und- irbúa sig andlega fyrir æfingar og keppnir. Krakkar og unglingar myndu græða gífurlega á því kynnast hug- arþjálfun og stunda hana reglulega ásamt líkamlegu æfingunum. Íþróttafélögin og að- standendur leikmanna vilja eðlilega að þeirra einstaklingar læri að takast á við álag, hafi stjórn á áhyggjum, kvíða, og nái að sýna sitt rétta andlit í keppnum. Nú er ég ekki að halda því fram að íþrótta- félög séu á engan hátt að huga að andlegri líðan sinna iðkenda, en ég velti því fyrir mér hversu mikið sé hugað að þessum þætti og hvort það séu einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda í þessum efnum, sem íþróttafélögin vita einfaldlega ekki af, t.d. sökum fjölda iðkenda. Hugarþjálfun tæklar meðal ann- ars eftirfarandi hindr- anir þegar íþróttamað- ur:  Er yfirleitt betri á æfingum en í keppnum  Á erfitt með að framkalla sinn besta leik þegar aðrir eru að horfa á  Hefur litla trú á eigin getu í keppnum  Hugsar of mikið um álit annarra  Þjáist af kvíða/ áhyggjum fyrir keppn- ir og einnig í keppnum  Upplifir minnkandi áhugahvöt  Glímir við lágt sjálfsálit  Tengir sjálfsálit sitt beint við keppnisárangur  Missir einbeitingu í keppnum  Lætur utanaðkomandi truflanir hafa of mikil áhrif á sig í keppnum  Á erfitt með að stjórna tilfinn- ingum sínum  Á erfitt með að ná sömu frammistöðu á æfingum og/eða í keppnum þó svo að líkaminn sé kominn í lag eftir meiðsli  Setur of mikla pressu á sig í keppnum  Er með neikvætt sjálfstal  Hefur óraunhæf markmið  Óttast mistök  Þjáist af fullkomnunaráráttu Það virðist oft gleymast hversu mik- ið álag er á börnum og unglingum í dag sem eru að æfa í keppnishópi (og stundum meira en eina íþrótt). Fyrir ut- an hið mikla lík- amlega álag sem fylgir stífum æfing- um, þá er einnig and- legt álag sem fylgir kröfum og væntingum. Það gleymist hversu stressandi það er fyrir ungt íþrótta- fólk þegar þau færast upp um styrk- leikaflokk innan síns félags (t.d. úr B-flokki upp í A-flokk eða úr A- flokki upp í Meistaraflokk). Þetta er eitthvað sem ungir íþróttamenn geta hæglega lent í miklum erf- iðleikum með bæði á æfingum og í keppnum. Fyrir utan álagið sem fylgir breyttum aðstæðum, þá upplifa krakkar og unglingar stundum þá tilfinningu að þurfa að ná árangri í keppnum til að fá hrós og/eða við- urkenningu foreldra. Sú hugsun að þurfa að „réttlæta“ útgjöld foreldra getur líka komið upp, þar sem það er langt því frá ókeypis að vera í keppnishópi með tilheyrandi kostn- aði (æfingagjöld, útbúnaður, keppn- isgjöld og ferðalög). Við verðum að hafa hugfast að ungt íþróttafólk er með mjög tak- markaða reynslu og er mjög mis- munandi hvað varðar andlega hörku. Það er því gríðarlega mik- ilvægt fyrir foreldra/aðstandendur og þjálfara að bjóða upp á andlegan stuðning til að takast á við álagið og hjálpa því að ná fram sínu besta bæði á æfingum og í keppnum. Það verður ekki gert eingöngu með því að taka fleiri armbeygjur, hraðari spretti, og hærri hopp á æfingum. Einstaklingar þurfa að geta tekist á við mistök/ósigra til að nota þau sem stökkpall til að ná árangri. Einn helsti munurinn (en að sjálf- sögðu ekki sá eini) milli þeirra íþróttamanna sem ná árangri og þeirra sem ná ekki árangri, er and- legi þátturinn. Hvernig bregst við- komandi við álagi (á æfingum og/eða í keppnum)? Tekur viðkomandi gagnrýni vel? Hvernig er andlegi undirbúningurinn fyrir keppni? Er ótti/kvíði/spenna/tilhlökkun? Hvern- ig er markmiðasetningin, bæði skammtíma og langtíma?? Öll þessi atriði eru tekin fyrir í hugarþjálfun og tel ég að flestir einstaklingar í íþróttum og þá sérstaklega krakkar og unglingar, þurfi að íhuga hvort sá þjálfunarþáttur sé jafn sterkur og hann gæti verið. Vannstu? Eftir Ástvald Frí- mann Heiðarsson Ástvaldur Frímann Heiðarsson »Krakkar og unglingar í keppnishópum eru að glíma við mikið meira álag en margir gera sér grein fyrir. Höfundur er íþróttasálfræðiráðgjafi. afrekpsych@gmail.com Afstaða sérhvers manns til tilverunnar er einstök líkt og fingrafar og gena- mengi. En í árþús- undir hafa ein- staklingar með nægilega líka afstöðu bundist samtökum í lífsskoðunar-, trúar- eða stjórnmálahópum til þess að auka vægi skoðana sinna í krafti fjöldans. Í lýðræðissamfélagi nútímans eru allir jafnir og hverjum og ein- um tryggð mannréttindi, m.a. réttur til stjórnmálaþátttöku. Sagt er að tímarnir breytist og mennirnir með og líklega á þetta ekki síst við um undanfarin ár og áratugi. En á sama tíma og holl- usta íslenskra kjósenda við hefð- bundna stjórnmálaflokka hefur al- mennt minnkað og hreyfanleiki kjörfylgis aukist vekur það athygli að kjarnafylgi Sjálfstæðisflokksins hefur lengi haldist nokkuð stöð- ugt, líklega um 25%. Því er eðlilegt að spurt sé hvaða öfl nái að sameina svo mikinn fjölda einstaklinga undir eina stjórnmálastefnu, sem eðlilega krefst þó mikilla málamiðlana af verulegum hluta þessa stóra hóps. Spurningunni verður ekki svar- að hér en þess í stað vakin athygli á alvarlegu misgengi í skipulagi og uppbyggingu Sjálfstæðisflokks- ins, misgengi sem áratugum sam- an hefur haft mjög neikvæð sam- legðaráhrif á íslenskt samfélag ásamt viðvarandi misvægi at- kvæða í kosningum til Alþingis. Frá 1944 hefur Sjálfstæðisflokk- urinn átt aðild að ríkisstjórnum í um 80% lýðveldistímans og þar af átt forsætisráðherra í um 57% tímabilsins. Á sama tíma hefur flokkurinn stjórnað Reykjavík- urborg í um 75% lýðveldistímans. Hann er því langöflugasta mót- unarafl í nútímasögu Íslendinga, hvort heldur er til góðs eða ills. Landsfundir Sjálfstæðisflokks- ins móta stefnuna. Í skipulags- reglum flokksins (sjá heimasíðuna xd.is) segir m.a. í 9. gr.: „Landsfundur skal í aðalatriðum skipaður í samræmi við tölu sjálfstæðiskjósenda í kjördæmum lands- ins …“ Þannig fái hvert kjördæmi þrjá fulltrúa fyrir hverja 200 kjósendur flokks- ins og hvert sjálfstæð- isfélag þrjá fulltrúa. Landsbyggðaröfl tóku í sínar hendur allt vald á landsfundum á síðari hluta 20. ald- ar með því einfaldlega að fjölga sjálfstæðisfélögum á landsbyggð- inni. Þau eru nú a.m.k. 127 á móti 39 félögum á höfuðborgarsvæðinu, sem þar með eru í raun áhrifalaus. Þannig var farið á svig við helstu skipulagsreglu Sjálfstæð- isflokksins og þá sjálfsögðu meg- inreglu lýðræðisins að kjörfylgi í kjördæmum landsins ráði alfarið skipan í helstu valdastofnun flokksins. Vegna áhrifaleysis hefur lands- fundarsókn höfuðborgarbúa auk þess verið dræm en landsbyggð- arbúar á hinn bóginn duglegir að mæta enda líta margir þeirra á landsfund flokksins sem eins kon- ar uppskeruhátíð. Landsbyggðaröfl ráða því öllu um stefnumótun á landsfundum þótt 65% atkvæða flokksins falli að jafnaði á höfuðborgarsvæðinu. Ákvarðanir landsfunda eru bind- andi fyrir ríkisstjórnir, þingmenn og borgarfulltrúa flokksins. Þetta skýrir ekki eingöngu borgarfjandsamlega afstöðu Sjálf- stæðisflokksins í svokölluðu flug- vallarmáli og afstöðu til fjárveit- inga á höfuðborgarsvæðinu heldur t.d. einnig heimóttarlega stefnu hans í Evrópumálum, sbr. nýlegan klofning Viðreisnar (Brexit-Trump Syndrome). Annaðhvort hefur stjórn Sjálf- stæðisflokksins áratugum saman flotið sofandi að feigðarósi ásamt sjálfstæðiskjósendum á höfuðborg- arsvæðinu eða vísvitandi vanrækt að tryggja að landsfundur sé skip- aður í samræmi við tölu sjálfstæð- iskjósenda í kjördæmum landsins. Líklega gera mjög fáir sjálf- stæðiskjósendur á höfuðborg- arsvæðinu sér grein fyrir þessum kerfisgalla og þeim afleiðingum hans að flokkurinn þeirra vinnur sjálfkrafa og kerfisbundið gegn víðtækum almannahagsmunum íbúa á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í skipulags- og samgöngumálum. Á Landsfundi 2001 bar greinar- höfundur upp tillögu til sam- þykktar um brotthvarf flug- starfsemi úr Vatnsmýri. Þá risu landsbyggðarfulltrúar, meirihluti landsfundarfulltrúa, úr sætum og þokuðust ógnandi nær sviðinu í Laugardalshöll. Þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins bjargaði flutningsmanni úr pontu og krafð- ist þess að fallið yrði frá tillögunni því flokksstjórn tæki málið til um- fjöllunar. Það gerðist að sjálf- sögðu ekki og í kjölfarið gekk greinarhöfundur úr flokknum. Með hliðsjón af víðtækum og langvarandi áhrifum á stefnu og stjórnun íslenska ríkisins og höf- uðborgar Íslands er ljóst að inn- byggður kerfisgalli í stefnumót- unar- og ákvarðanakerfi Sjálfstæðisflokksins er ekki einka- mál flokksmanna og kjósenda hans. Að mati greinarhöfundar væri það vel til fundið hjá hugsandi sjálfstæðiskjósendum á höfuðborg- arsvæðinu að gefa flokknum sín- um frí uns tekist hefur að ráða bót á umræddum kerfisgalla. Kæru sjálfstæðismenn Eftir Örn Sigurðsson Örn Sigurðsson » Það væri vel til fund- ið hjá hugsandi sjálf- stæðiskjósendum á höf- uðborgarsvæðinu að gefa flokknum frí uns ráðin hefur verið bót á umræddum kerfisgalla. Höfundur er arkitekt og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð. arkorn@simnet.is Yfirgengilegt magn af plastúrgangi og öðru rusli fýkur óheft og athugasemdalítið frá fyrirtækjum og einstaklingum um höfuðborgarsvæðið, stefnir til hafs sem plastmengun og ógnar lífríkinu. Enginn þarf lengur að efast um þann skaða sem plastmengun í hafi veldur. Samtök á borð við Landvernd og Bláa herinn o.fl. hafa lengi barist gegn plastmengun en hins vegar hef- ur mengunin aukist ár frá ári og aldr- ei verið eins mikil og nú. En hvaðan kemur þetta plast og aftur plast sem öllu venjulegu fólki blöskrar að sjá úti á víðavangi, vafið utan um tré og gróður, liggjandi í fjörum eða í hvalsmaga? Fyrst má nefna starfsemi fyrir- tækja sem ekki virðast hafa neinn hvata til bættrar umgengni og ábyrgðar með því að hefta fok á sorpi frá starfsstöðum sínum. Dæmigert er að ógnarstórar plasteðjur fjúki óhindrað frá lóðum fyrirtækja – og ekki er að sjá að stjórnendur þessara fyrirtækja þurfi að fara eftir neinum ákveðnum reglum sem hindra þessa mengun. Í öðru lagi er það sorp frá almenningi sem á sömuleiðis greiða leið úr yfirfullum sorptunnum þegar hvessir. Þegar allt þetta sorp sleppur frá fyrirtækjum og almenningi vaxa verkefnin fyrir nýja grasrót hér- lendis, plokkara, sem hafa tínt rusl úr borgarlandi og náttúru í tonnatali að undanförnu. Það magn sem fólki tekst að krækja í er þó aðeins brot af því sem sleppur og endar sem meng- un í lífríkinu, okkur öllum til tjóns. Plokkbylgjan er frábært sjálfsprottið fyrirbæri, en án mótframlags frá ríki og sveitarfélögum sem miðar mark- visst að því að breyta hegðun almenn- ings og fyrirtækja gagnvart umhverf- inu verða plokkararnir aldrei annað en Don Kíkótar nútímans. Nauðsyn- legt er að koma í veg fyrir fok á sorpi og hér þarf að setja skýrar reglur um frágang á sorpílátum þannig að ekki geti stafað af þeim mengun. Einnig þarf að setja byggingar- og þjónustu- iðnaði reglur sem miða að sama marki. Í þessum reglum þurfa að vera sektarúrræði og virk eftirfylgni með þeim. Ekki síst verður ríkið að marka stefnu gegn framleiðslu á sorpi, eink- um plastúrgangi. Staðreynd er að framleiðsla plasts hefur aukist og hana þarf markvisst að minnka – og helst stöðva. Við sætum alvarlegri mengunar- árás og það er stjórnvalda að setja lög og reglur til að vernda okkur gegn henni. Eigi síðar en núna. Eftir Björgu Fríði Elíasdóttur og Örlyg Stein Sigurjónsson Rusl Ártúnshöfðinn mengaður plasti er ekkert einsdæmi í borgarlandinu. »Nauðsynlegt er að koma í veg fyrir fok á sorpi og hér þarf að setja skýrar reglur um frágang á sorpílátum þannig að ekki geti staf- að af þeim mengun. Höfundar eru leiðsögumenn. happors@gmail.com Örlygur Steinn Sigurjónsson Björg Fríður Elíasdóttir Stöðvið þessa mengunarárás Ljósmynd/Björg Fríður Elíasdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.