Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 35

Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 35
MINNINGAR 35Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 ✝ Sigurður Árna-son fæddist á Ísafirði 5. maí 1926. Hann lést á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund 16. apríl 2018. Foreldrar hans voru Árni Jón Árna- son bankaritari, f. 17.5. 1894, d. 13.7. 1939, og Guðbjörg Tómasdóttir hús- móðir, f. 6.12. 1898, d. 23.4. 1960. Systkini hans voru Theodór Árnason verkfræðingur, f. 11.1. 1924, d. 27.3. 2013, Svanhildur Árnadóttir hús- móðir, f. 25.2. 1929, d. 15.7. 2016, og Árni Jón Árnason verka- maður, sammæðra, f. 2.7. 1945. Sigurður verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, 27. apríl 2018, klukkan 15. Þessar greinar eru endurbirtar í dag þar sem röng mynd birtist með greinunum í gær. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á mistökunum. Siggi bróðir lét ekki lífið vefj- ast fyrir sér frekar en dauðann. Lausnin var að fresta engu til morguns sem hægt er að gera í dag. Tímaskynið var óbrigðult og hvergi lausir endar. Þannig lifði hann lífinu og þannig dó hann. Hann gaf sér rétt tíma til að kveðja, svo var hann farinn. Engir vafningar, ekkert vesen. Siggi var lítillátur maður með sterkar skoðanir en hann hélt þeim fyrir sig, eins og hefð er fyrir í ættinni. Þegar ég kom til sögunnar hafði hann munstrað sig á skútu, sem hélt honum við efnið til starfsloka við góðan orðstír. Siggi í Fossberg var af- greiðslumaður af lífi og sál. En lífinu fylgja áskoranir og þeim fékk hann snemma að kynnast. Hann þurfti ungur að flytjast frá fæðingarbæ sínum Ísafirði til Reykjavíkur vegna atvinnu föður síns, sem innan fárra ára lést af slysförum. Það var mikið áfall eins og gefur að skilja. Hann tjáði sig lítið um það, sagði bara að faðir sinn hefði verið mjög góður maður. Stað- festa og æðruleysi einkenndi Sigga alla tíð og þeir eiginleikar komu að góðum notum. Hann sem alltaf hafði verið hraustur og laus við kvilla þurfti upp úr miðjum aldri að glíma við mörg heilsufarsleg áföll en þau hristi hann jafnan af sér og átti góða kafla inn á milli. Glíman við Elli kerlingu var snörp og leikslokin fyrirséð. Upprunaleg hreysti hans og jafnaðargeð dugðu þó lengi vel. Systkini okkar voru mikið atgervisfólk og fóru sínar eigin leiðir. Svanhildur fór norð- ur í land og fann þar afbragðs- mann, Kristján Benediktsson á Þverá í Öxarfirði, og eignaðist með honum átta börn en fyrir átti hún son. Theodór var ein- hleypur eins og við hinir strák- arnir en einn okkar systkinanna gekk hann menntaveginn og gerðist verkfræðingur og vann sér mikið traust og álit í þeim fræðum. Ættfræði stundaði hann líka af mikilli einurð. Einurð Svan- hildar var ekki síðri. Þegar skyldum hins stóra og erilssama heimilis var af henni létt og heilsa tekin að hnigna sýndi hún enn hvað í henni bjó og einhenti sér í listina, sem hafði reyndar lengi blundað með henni. Árang- urinn sést meðal annars á því að heimilli okkar Sigga er beinlínis betrekkt með fögrum og fjöl- breyttum málverkum. Siggi vann ekki stór afrek eins og áðurnefnd systkini hans en einurð átti hann í ríkum mæli. Mér veitti hann alltaf tak- markalausa þolmæði og stuðn- ing. Einurð hans var líka fólgin í því að standa af sér allar rast- irnar og stórsjóina sem lífs- róðurinn bauð upp á og komast loksins í gegnum brimgarðinn sjálfan. Þar sem sandfjara fyr- irheitna landsins tekur við mjúk undir il. Blessuð sé minning hans. Árni Jón Árnason. Í dag kveð ég kæran frænda sem reyndist mér ákaflega vel og gaman var að heimsækja, sem ég gerði um áratugaskeið. Þegar ég var á vertíð í Grinda- vík á áttunda áratugnum var á vísan að róa að heimsækja þá bræður Sigga og Árna. Þeir voru alltaf á sínum stað og tóku mér opnum örmum. Ég óska að góður guð gefi Sigga góða heim- komu. Tómas M. Guðgeirsson. Við Sigurður Árnason vorum vinnufélagar hjá GJ Fossberg vélaverzlun í rúman áratug þangað til hann lét af störfum vegna aldurs, sem ég hygg að hafi verið árið 1995. Og í raun- inni höfðum við verið vinnu- félagar lengur, því ég vann þar öll sumur frá 1973 á meðan ég var í námi. Starfsævi Sigurðar hjá Fossberg var þó miklu lengri, því hann hóf þar störf á fimmta áratug 20. aldar. Af- greiðslustörf í vélaverzlun Foss- berg urðu því ævistarf hans og stóðu í um 50 ár. Hann mundi eftir móðurafa mínum og stofn- anda fyrirtækisins, Gunnlaugi J. Fossberg, sem féll frá árið 1949. Sigurður var aðeins á fimm- tugsaldri þegar hann varð fyrir heilsuáfalli og átti dálítið erfitt með mál eftir það. En Sigurður stóð sig eins og hetja. Það er ekki alltaf auðvelt að afgreiða í verslun, því getur fylgt mikið álag og miklar kröfur eru gerðar til afgreiðslufólks. Vinnudagur- inn langur, fyrst í kjallaranum á Vesturgötu 3 og síðan í stórhýs- inu sem Fossberg reisti á Skúla- götu 63 (nú Bríetartún 13). En Sigurður gaf aldrei eftir og náði meira að segja að kom- ast í ljósmyndabók hjá þekktum ljósmyndara þar sem hann sést standa í sloppnum fyrir innan búðarborðið. Ljóst má vera að frumkvæðið að þeirri mynda- töku hefur komið frá ljósmynd- aranum, sem sá þar gott mynd- efni. Samgangur okkar Sigurðar var ekki mikill síðustu árin. Þó hitti ég hann og Árna bróður hans fyrir einu og hálfu ári og hef ég grun um að Árni hafi reynst honum vel. Ég vil fyrir mína hönd og gamalla vinnufélaga þakka Sig- urði öll árin hjá Fossberg. Guð blessi minningu Sigurðar Árna- sonar. Einar Örn Thorlacius, fyrrv. forstjóri GJ Fossberg vélaverzlunar. Sigurður Árnason AKUREYRARKIRKJA | Aðalsafn- aðarfundur Akureyrarsóknar í fundar- sal Safnaðarheimilisins kl. 11. Venju- leg aðalfundarstörf. Sunnudagaskóli í Akureyrarkirkju kl. 11. Umsjón Sindri Geir Óskarsson og Hjalti Jónsson. Hljóðfæramessa í Akureyrarkirkju kl. 20. Prestur er Guðmundur Guðmunds- son. Gert-Ott Kuldpärg leikur á saxó- fón. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. AKURINN kristið samfélag | Sam- koma í Núpalind 1, Kópavogi, kl. 14. Biblíufræðsla, söngur og bæn. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Árbæjarkirkju syngur og Kjartan Sigurjónsson er org- anisti. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimili í umsjá Önnu Sigríðar Helgadóttur og Aðalheiðar Þorsteins- dóttur. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14 þar sem félagar úr Átthagafélagi Sléttu- hrepps taka þátt. Ræðumaður verður Ingvi Stígsson, ættaður frá Horni í Hornvík. Sigurður Jónsson sókn- arprestur þjónar fyrir altari. Kór Ás- kirkju syngur, organisti Bjartur Logi Guðnason. Kaffisala Átthagafélagsins í Ási, safnaðarheimili Áskirkju, að guðsþjónustu lokinni. Breyttur messu- tími. BESSASTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Umsjón hafa Þórarinn Ólafsson og sr. Hans Guðberg. Messa í Bessastaðakirkju kl. 17. Lærisveinar Hans leika undir söng- inn undir stjórn Ástvaldar organista, sr. Hans Guðberg prédikar og þjónar fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Lok vetrar- starfsins hjá sunnudagaskólanum, í 6-9 ára starfinu og TTT. Eftir guðsþjón- ustuna grillum við pylsur og leikum okkur inni eða úti eftir veðri. Séra Magnús Björn Björnsson og Steinunn Þorbergsdóttir sjá um stundina ásamt Erni Magnússyni organista. Tómasar- messa kl. 20. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Hreiðar Zoëga og Jónas Þórir sjá um stundina. Falleg stund fyrir alla fjöl- skylduna. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Séra Arnaldur Bárðarson þjónar og predikar. Félagar úr kammerkór Bú- staðakirkju syngja undir stjórn Jónasar Þóris kantors. Molasopi eftir messu í safnaðarsal. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestar Bára Friðriksdóttir og Gunnar Sigurjónsson. Veitingar í safnaðarsal að messu lokinni. Dómkirkja Krists konungs, Landa- koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar og þjónar. Síðasti sunnudagaskólinn fyrir sumarfrí á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi. FELLA- og Hólakirkja | Messa kl. 11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Norðurljósin syngja. Með- hjálpari Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Ferming- armessa kl. 14. Séra Gunnar Matt- híasson þjónar fyrir altari. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunn- arssyni organista. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garð- arsson þjónar ásamt Sunnu Kristrúnu djákna. Tónlistarstjóri Margrét Árna- dóttir ásamt æskulýðskórum kirkj- unnar. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir préd- ikar og þjónar. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifs- son. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hafa Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR - KIRKJUSELIÐ Í SPÖNG | Selmessa kl. 13. Séra Grét- ar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Vox Populi leiðir söng og organ- isti er Hilmar Örn Agnarsson. Þetta er síðasta Selmessan fyrir sumarfrí og af því tilefni heldur Vox Populi litla tón- leika fyrir messuna frá kl. 12.30. GRENSÁSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli, Daníel Ágúst, Ásta og Sóley taka á móti börnunum í mess- unni sem hefst kl. 11 og svo fara þau í sitt starf. Í messunni þjónar sr. María Ágústsdóttir ásamt messuþjónum. Samskot til Gideonfélagsins. Organisti er Ásta Haraldsdóttir og félagar úr kirkjukór Grensáskirkju syngja. Kaffi- sopi á undan og eftir messu. Bæna- stund kl. 10.15. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Prestur Leifur Ragnar Jónsson, organ- isti Hrönn Helgadóttir og kvennakór Guðríðarkirkju syngur. Meðhjálpari Guðný Aradóttir og kirkjuvörður Lovísa Guðmundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Afmæl- isárgangar 50, 60 og 70 ára ferming- arbarna taka þátt í messunn og snæða saman á eftir. Prestar kirkj- unnar, Jón Helgi og Þórhildur, þjóna og félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Erla og Hjördís leiða sunnudagaskólann. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur og sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Messuþjónar að- stoða. Barna- og unglingakór Hall- grímskirkju syngur undir stjórn Ásu Val- gerðar Sigurðardóttur. Kammerkórinn Bel Canto frá Finnlandi syngur undir stjórn Dan Lönnqvist. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón með barna- starfi Ragnheiður Bjarnadóttir og Rósa Hrönn Árnadóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HAUKADALSKIRKJA | Fermingar- messa kl. 11. Prestur Egill Hall- grímsson. Organisti Jón Bjarnason. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Ingibjörg Fríða Helga- dóttir syngur og talar til barnanna. Org- anisti Steinar Logi Helgason. Prestur er Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Lokahá- tíð barnastarfsins og sunnudagaskól- ans kl. 11. Börn úr kórskóla kirkjunnar synjga undir stjórn Guðnýjar Ein- arsdóttur organista og Jóhönnu Hall- dórsdóttur. Um stundina sjá Markús, Heiðbjört og sr. Sunna Dóra Möller. Að lokinni samveru er pylsupartí í safn- aðarheimilinu. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into Engl- ish. Samkoma á spænsku kl. 13. Reu- niónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Barna- kirkja kl. 13 í aldursskiptum hópum og almenn samkoma með lofgjörð og prédikun. Ólafur H. Knútsson prédikar og sér um brauðsbrotningu. Eftir stundina verður samfélag og kaffi. KEFLAVÍKURKIRKJA | Stopp- leikhópurinn með leiksýninguna Ósýni- legi vinurinn kl. 11. Messa kl. 20 með Vox Felix. Arnór organisti og sr. Erla leiða stundina. KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkj- unnar. Pamela de Sensi leikur einleik á þverflautu. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Kaffisala eftir messu á vegum Graduale Futuri sem leiðir messusöng undir stjórn Rósu Jó- hannesdóttur, organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson, Guðbjörg Jóhannes- dóttir sóknarprestur þjónar auk Hafdís- ar Davíðsdóttur, Söru Grímsdóttur og messuþjóna. LAUGARNESKIRKJA | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir altari. Mag.Theol. Hjalti Jón Sverrisson flytur hugvekju. Ungt tónlistarfólk. Kaffi og samvera á eftir. Börn úr æskulýðsstarfinu selja veitingar til styrktar hjálparstarfi kirkj- unnar. Miðvikudagur 2. maí. Helgistund kl. 14 félagsmiðstöðinni Dalbraut 18-20. Fimmtudagur 3. maí. Vorferð eldri borgara til Vestmannaeyja. Brottför frá Laugarneskirkju kl. 7. Helgistund kl. 16 Hásalnum Hátúni 10 með Hjalta Jóni og Davíð Þór. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Bíó- sunnudagaskóli kl. 11. Boðið upp á popp og kók og rifjaðir upp nokkrir þættir með Hafdísi og Klemma frá því í vetur. Guðsþjónusta kl. 20. Ung- lingagospelkór syngur undir stjórn Ás- laugar Helgu Hálfdánardóttur og við pí- anóleik Óskars Einarssonar. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. MOSFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Þórðar Sigurðssonar org- anista. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur Skúli S. Ólafsson. Umsjón sunnudagaskóla Ása Laufey, Katrín, Heba og Ari. Kaffi- sopi og samfélag eftir messu á Torg- inu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri- Njarðvík | Guðsþjónusta kl. 11. Á eftir verður aðalfundur Njarðvíkurkirkju haldinn. Dagskrá: venjuleg aðalfundar- störf. SALT kristið samfélag | Sameigin- legar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Banda- rískir prestar koma í heimsókn. Barna- starf. Túlkað á íslensku. SELJAKIRKJA | Síðasta barnaguðs- þjónusta vetrarins kl. 11. Góð stund fyrir alla fjölskylduna. Pylsuveisla að lokinni athöfn. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predik- ar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Tómas Guðni Eggertsson. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predik- ar og Tómas Guðni leikur á orgelið. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Erindi um frið í heiminum og friðarhugtakið. Sr. Bjarni Þór Bjarnason talar. Fjölskylduhátíð kl. 11. Lok sunnudagaskólans. Leiðtogar sjá um stundina ásamt sóknarpresti og organista. Mikill söngur. Pylsuveisla og samfélag eftir athöfn. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. Kristján Valur Ingólfsson Skál- holtsbiskup annast prestsþjónustuna. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víði- staðasóknar syngur undir stjórn Krist- ínar Jóhannesdóttur. Prestur Jakob Ágúst Hjálmarsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Hressing í safnaðarsalnum eftir guðsþjónustur. Orð dagsins: Send- ing heilags anda. (Jóh. 16) Morgunblaðið/Einar Falur Þorlákshafnarkirkja. FALLEGIR LEGSTEINAR Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Ástkær systir, mágkona og frænka, ÓLÖF M. EINARSDÓTTIR HAGGERTY Lalla, lést í New York í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum. Fyrir hönd ættingja, Einar Stefán Einarsson JÓHANNA KARLSDÓTTIR, Víðihlíð 15, Sauðárkróki, lést miðvikudaginn 25. apríl á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Karl Bjarnason Grétar, Annika, Hanna Maja Reynhildur og aðrir aðstandendur Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BENEDIKTSDÓTTIR, áður Grænumörk 5, Selfossi, lést á Dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 26. apríl. Útförin verður auglýst síðar. Sigurður K. Eggertsson Jórunn Sigurðardóttir Benedikt G. Eggertsson Unnsteinn B. Eggertsson Vilhelmína Roysdóttir Ásgeir Eggertsson Brynhildur Valdórsdóttir Ari Blöndal Eggertsson Ragnar Halldór Blöndal barnabörn og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.