Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 39

Morgunblaðið - 28.04.2018, Side 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 ✝ Sveinn Guð-brandsson fæddist í Unhól í Þykkvabæ 28. febr- úar 1962. Hann lést 16. apríl 2018. Foreldrar hans eru Guðbrandur Sveinsson, f. 28. maí 1920, d. 15. júní 2010, og Sigurfinna Pálmarsdóttir, f. 16. ágúst 1925. Systkini Sveins eru: 1) Pálína Svanhvít, f. 21. nóvember 1951, maki Birgir Óskarsson, f. 8. september 1950, börn þeirra eru Guðrún Ósk, Guðfinna Björk og Sveinbjörn Már. Barnabörn þeirra eru 9. 2) Pálmar Hörður, f. 19. april 1953, maki Jóna E. Sverrisdóttir, f. 16. mars 1955, börn þeirra eru Sigmar Freyr, Sverrir, Sigurfinna og Aldís Harpa, barnabörn þeirra eru 6. 3) Heiðrún Björk, f. 10. júní 1955, maki Kristján Hilmarsson, f. 25. október 1955, börn þeirra eru Hilmar, Sigurfinna og Jón- ína Margrét, barna- börn þeirra eru 9, og eiga þau eitt langömmu/afa barn. 4) Sigríð- ur, f. 11. janúnar 1958, maki Valtýr Georgsson, f. 19. apríl 1956, d. 10. mars 2018, synir þeirra eru Sindri og Reynir. Sveinn var ókvæntur og barn- laus. Útför hans fer fram frá Þykkvabæjarkirkju í dag, 28. apríl 2018, klukkan 13. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margt að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Far þú í friði friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Mamma. Það er með sorg í hjarta og með söknuði sem við systkinin minnumst Svenna frænda okkar sem lést þann 16. apríl sl., langt fyrir aldur fram. Svenna minnumst við sem yndislegs frænda sem ávallt var okkur svo góður. Hann var hæglátur, hjarta- hlýr, barngóður, stríðinn, hafði góðan húmor, var handlaginn og hafði mikið dálæti á gömlum Massey Ferguson dráttavélum og hafði gert upp nokkrar af ein- stakri nákvæmni og vandvirkni. Elsku Svenni, takk fyrir sam- fylgdina sem var allt of stutt . Elsku amma, mamma, Pálmar, Heiðrún, Sigga og allir aðstand- endur. Missir okkar er mikill en minningarnar um Svenna er okk- ar fjársjóður og gott er að hafa þær til að ylja sér við í sorginni. Ég held hér út á veginn mín hugsunin er sú Í sætinu við hlið mér Það situr enginn þú. Hve vont það er að vakna og hve veröldin er aum Ég sit því einn og sakna og syrgi gamlan draum. Skýin virðast sár, af himnum falla tár Þar til að storminn hefur lægt. Á veginum er bleyta, vatn í augum mér regn mun engu breyta Þótt rigni eins hjá þér. Ég gæti beðið forláts en mér finnst það blekking stór en hvort er betra að vera nú eða vera sá sem fór. Skýin virðast sár, af himnum falla tár Þar til að storminn hefur lægt. Þótt himinn sé grár gefum þessu ár. Þar til að storminn hefur lægt. Hvar endar þessi akstur? Er það hér og nú? Verður kannski aftur á vegi mínum þú? (Calm after the storm. ísl. texti Sævar Sigurgeirsson) Guðrún Ósk, Guðfinna Björk og Sveinbjörn Már. Elsku Svenni, nú hefur þú kvatt þennan heim allt of fljótt og ert floginn á vit nýrra ævintýra. Það er stutt stórra högga á milli, það er rétt rúmur mánuður síðan að þú fylgdir mági þínum, honum Valtý Georgssyni, til hinstu hvílu og svo kom annað áfall, þú kvaddir. Þú varst frekar hæglátur mað- ur en þegar maður náði þér á spjall gátum við talað um allt. Þú varst góður frændi og vinur, snyrtimenni mikið, hjálpsamur og handlaginn sem sást best á öll- um traktorunum sem þú varst búinn að gera upp og voru þeir sem nýir þegar þú varst búinn með þá, það var þitt áhugamál. Margar minningar koma upp í hugann, Bronco-ferðir, traktors- ferðir og heyskapur, þá var sleg- ist um að fá að sitja hjá þér inni í traktor og stundum fengum við að stýra en með þinni hjálp, kart- öfluupptaka og atvikið við hænsnakofann þar sem þú greipst okkur Simma frænda glóðvolg við að brjóta egg sem var verið að reyna að láta klekj- ast út. Ekki varstu að æsa þig yf- ir því en þú tókst í buxnastreng- inn hjá okkur og hélst á okkur upp á hlað, en okkur var fyrirgef- ið. En nú sit ég hér og mér finnst svo óraunverulegt að þú sért far- inn frá okkur og hvarflaði það ekki að mér að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn fyrir mánuði síð- an. En ég veit að þú ert á góðum stað í faðmi frelsarans og þangað til við hittumst á ný þá mun ég geyma minningar um góðan frænda í hjarta mínu. Ég bið góðan guð að styrkja ömmu, systkini Svenna og fjöl- skylduna í þessari miklu sorg. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Þín frænka Sigurfinna. Ég á eina minning , sem er mér kær í morgundýrð er vafinn okkar bær og á stéttinni stendur hann hljóður, hann horfiir til austur þar ársól rís, nú er mín sveit eins og Paradís. Ó, hvað þú, Guð ert góður. Ég á þessa minning, hún er mér kær. Og ennþá er vor og þekjan grær og ilmar á leiðinu lága. Ég veit að hjá honum er blítt og bjart og bærinn hans færður í vorsins skart í eilífðar himninum bláa. (Oddný Kristjánsdóttir) Elsku frændi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín frændsystkini í Unuhóli, Sigmar Freyr, Sverrir, Sigurfinna og Aldís. Sveinn Guðbrandsson HINSTA KVEÐJA Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig, einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn lýstu mér, svo lífsins veg ég finni, láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Gísli á Uppsölum) Pálína, Birgir, Pálmar, Jóna, Heiðrún, Kristján og Sigríður. Ella Þóra kom vestur til Ísafjarðar til að leysa af í dönskukennslu fyr- ir fjórum árum og starfaði eftir það í Grunnskólanum á Ísafirði. Okkur samstarfsfólkinu varð strax ljóst að þar var á ferðinni manneskja sem ekki batt bagga sína neinum venjulegum bönd- um. Margar sögur sem hún sagði og orðatiltæki sem hún hafði á reiðum höndum hafa verið end- urtekin á kaffistofunni í grunn- skólanum síðustu daga. Þessar skemmtisögur voru oftast á kostnað hennar sjálfrar enda kunni hún að setja aðstæður sín- ar fram undir skemmtilegu sjón- arhorni. Hún gerði líka óspart grín að ráðamönnum og þjóðmál- unum og hafði þar ákveðnar skoðanir sem hún setti fram á sinn kúnstuga hátt þannig að ekki var annað hægt en hlæja með henni. Ella mætti alltaf fyrst á morgnana í vinnuna og var búin að laga kaffi þegar húsvörðurinn kom til að opna, hún var líka já- kvæð og viljug og alltaf tilbúin að Elín Þóra Friðfinnsdóttir ✝ Elín Þóra Frið-finnsdóttir fæddist 13. október 1956. Hún lést 9. apríl 2018. Útför Ellu Þóru fór fram 24. apríl 2018. taka forfallakennslu ef á þurfti að halda. Krökkunum fannst hún sniðug og hún leyfði þeim ýmislegt sem öðrum datt ekki í hug að leyfa, eins og að búa til „túttubyssur“ í myndmenntinni, það taldi hún vera nauðsynlega þekk- ingu fyrir öll börn. Ella var hæfileikarík kona sem var endalaust að læra og bæta við sig þekkingu á ólíkum svið- um. Við minnumst glaðrar konu sem alltaf var tilbúin í glens og grín með okkur og jók á fjöl- breytnina í samfélaginu í kring- um sig. Fjölskyldu og vinum vottum við samúð. Fyrir hönd starfsfólks GÍ, Jóna Benediktsdóttir. Dáin, farin. Harmafregn. Enn er höggvið skarð í hópinn. Ella Þóra, vinkona mín, var svo fynd- in og skemmtileg að það vildi gleymast hvað hún var eiturklár. Og þó: gat einhverjum leynst þvílík greind gat leynst á bak við snjöllustu, fyndnustu tilsvörin? Leiðir okkar lágu saman fyrst haustið 1986, og síðan á tveimur vinnustöðum næsta hálfan annan áratuginn. Oftar en ekki var dóttirin Eva Bergþóra skammt undan með sama fallega hlátur- inn, húmorinn og brosið. Á öllum vinnustöðum eru prímadonnur, en ólíkt öðrum vinnustöðum eru allir príma- donnur á sjónvarpsstöðvum. Og þá er gott að hafa konu eins og Ellu Þóru til að skjóta menn nið- ur þegar þeir eru við það að verða sér að voða, svífandi á þöndum vængjum sjálfumgleð- innar. Einu sinni sagði Ella Þóra við dóttur sína og samstarfskonu, örugg í þeirri vissu að ég væri innan kallfæris: „Svona svona Eva mín, þetta gæti verið verra, þú gætir verið gift Árna Snæv- arr!“ Ef maður hafði ekki húmor fyrir svona trakteringum og þar með sjálfum sér var ekki annað að gera en að finna sér annan starfsvettvang. Þegar maður horfir yfir farinn veg sýtir maður stundum að maður hafi ekki farið einföldustu leiðina til fjár og frama, gerst útrásarvíkingur, framsóknarmaður eða eitthvað þaðan af verra, en þá hugsar maður til litríkra kvenna og karla eins og Ellu Þóru og veit að þetta var ekki alvitlaust. Þegar við vorum að kynnast var gjarnan hlustað á fyrstu plötu Robbies Robertsons. Þar söng hann af mikilli tilfinningu um „snarvitlaus ár“ og um „fall- inn engil“, sem varð hallur úr heimi því hann „fann of mikið til“. Við hittumst aftur fallni eng- illinn minn, „somewhere down the crazy river“. Guð blessi minningu Elínar Þóru Friðfinnsdóttur. Ég votta dætrum hennar Evu Bergþóru, Hildigunni og Sölku Sól og þeirra fólki, systkinum hennar, frændum og vinum innilega sam- úð mína. Árni Snævarr. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN THEODÓRSSON, Boðaþingi 1, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 30. apríl klukkan 13. Kristín Hlín Þorsteinsdóttir Morten Praem Sigurður Þorsteinsson Guðrún Guðbjörnsdóttir Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Sigurður Andrésson Theodóra S. Þorsteinsdóttir Ólafur Viggósson barnabörn og barnabarnabörn Móðir okkar, HELGA JÓNSDÓTTIR THORARENSEN, Helluvaði, lést á dvalarheimilinu Lundi þriðjudaginn 24. apríl. Jarðsungið verður frá Háteigskirkju fimmtudaginn 3. maí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hinnar látnu Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ANDRÉSSON bóndi, Húsagarði, Landsveit, lést á gjörgæsludeild Landspítalans laugardaginn 14. apríl. Útförin fer fram frá Skarðskirkju, Landsveit, laugardaginn 5. maí klukkan 14. Ólafía Sveinsdóttir Dýrfinna Björk Ólafsdóttir Markús Óskarsson Gunnlaugur Sveinn Ólafsson Ingunn Björg Arnardóttir Andrés Guðmundur Ólafss. Kristín Sveinsdóttir Ragnheiður Árbjörg Ólafsd. Eiríkur Ari Valdimarsson barnabörn og barnabarnabörn Frænka okkar, DR. ÞURÍÐUR J. KRISTJÁNSDÓTTIR, Aflagranda 40, sem lést á Droplaugarstöðum miðvikudaginn 18. apríl, verður jarðsungin miðvikudaginn 2. maí, í Neskirkju. Athöfnin hefst klukkan 15. Systkinabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR ÓLAFSSON, Grænumörk 5, Selfossi, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju fimmtudaginn 3. maí klukkan 14. Margrét Elísabet Ólafsdóttir Ágúst Þór Árnason Laufey Þóra Ólafsdóttir Þórður Björn Pálsson Eva Ólafsdóttir Kristín Pétursdóttir Geir Grétar Pétursson Dagný Pétursdóttir Héðinn Sigurjónsson Díana Pétursdóttir og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, AXEL JÓHANNESSON húsgagnasmiður, áður til heimilis að Ægisgötu 15, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. maí klukkan 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ásdís A. Colbe Anker Colbe Björn Þröstur Axelsson Anna Halldóra Karlsdóttir Steingerður Axelsdóttir Jóhannes Axelsson Sigrún Arnsteinsdóttir Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.