Morgunblaðið - 28.04.2018, Qupperneq 40
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
✝ Vigdís Gunn-arsdóttir hús-
freyja, frá Skalla-
búðum í Eyrar-
sveit, fæddist á
Efri-Hlíð í Helga-
fellssveit 21.
nóvember 1929.
Hún lést 12. apríl
2018 á dvalarheim-
ilinu Fellaskjóli í
Grundarfirði.
Foreldrar Vig-
dísar voru Gunnar Hannesson
og Soffía Guðmundsdóttir frá
Efri-Hlíð í Helgafellssveit.
Systkini Vigdísar voru Njáll, Jó-
Guðrún Hildur Hafsteinsdóttir.
3) Óskírður, f. 19.12. 1959, d. 5.4.
1960. 4) Ásthildur Elva, f. 13.5.
1965, maki Jóhann Jón Ísleifs-
son. 5) Árni Bjarki, f. 9.9. 1968,
maki Maria Louise Johanson. 6)
Oddur Hlynur, f. 9.9. 1968, maki
Guðrún Margrét Hjaltadóttir.
Barnabörn eru 18,
barnabarnabörn eru 16 og
barnabarnabarnabarn er eitt.
Vigdís starfaði lengst af við
bústörf en starfaði einnig við
ýmis önnur störf svo sem hjá
fiskvinnslustöðvum Grundar-
fjarðar og einnig í þvottahúsinu
hjá Hraðfrystihúsi Grundar-
fjarðar. Síðasti vinnustaður
hennar var svo Leikskólinn Sól-
völlum í Grundarfirði árin 1994-
1999.
Vigdís verður jarðsungin frá
Grundarfjarðarkirkju í dag, 28.
apríl 2018, klukkan 11.
hanna Þórunn,
Ragnhildur, Hann-
es og Áskell. Hann-
es og Ragnhildur
eru tvö eftirlifandi
systkina.
Maki Vigdísar
var Kristján Torfa-
son, f. 2. júní 1927 á
Garðsenda í Eyr-
arsveit, d.18. júlí
2009.
Vigdís og Krist-
ján eignuðust sex börn: 1) Gunn-
ar, f. 27.10. 1950, maki Jóhanna
Hallgerður Halldórsdóttir. 2)
Torfi Rúnar, f. 13.1. 1954, maki
Elsku amma mín er búin að fá
hvíldina eftir tæp 89 ár á þessari
jörð.
Margar eru minningarnar og
allar eru þær góðar en þær sem
standa upp úr eru öll sumrin sem
ég dvaldi í sveitinni sem barn. Þar
hjálpaði ég ömmu meðal annars í
garðinum við að vökva öll fallegu
blómin sem hún var með og taka
upp kartöflur og rabarbara. Við
fórum í fjöruferðir og tíndum fal-
lega steina, gáfum heimalningun-
um pela, sóttum egg til hænsn-
anna og kíktum á hestana. Við
amma brölluðum nefnilega margt
saman og hún hafði alltaf þolin-
mæði til að gera eitthvað með
mér. Við fórum stundum í leik
sem ég mun alltaf muna eftir, en
þá lék ég póstmanninn sem var að
koma með póstinn og amma lék
með og bauð póstmanninum inn
og gaf honum kaffi og sykurmola
og við spjölluðum um allt á milli
himins og jarðar á meðan. Á laug-
ardagsmorgnum gerðum við sam-
an leikfimiæfingar sem við hlust-
uðum á í útvarpinu og hreinsuðum
svo æðardún eða gerðum kleinur
eða hrísmjölsgraut, amma gerði
nefnilega besta hrísmjölsgraut í
heimi. Það er svo margt sem ég
get talið upp í viðbót en ég læt
þetta duga að sinni.
Elsku amma, ég mun sakna þín
alla daga en ég veit að þú ert kom-
in á betri stað og ætla ég því að
gleðjast yfir tímanum sem við
fengum saman í staðinn fyrir að
syrgja það að þú sért ekki lengur
hér, því það er akkúrat það sem
þú vildir.
Ég elska þig,
þín
Heiðdís Björk Jónsdóttir.
Elsku amma.
Upp kom þá sá dagur að þú
kvaddir þessa jarðvist. Það hafði
verið okkur systrum erfitt að
horfa upp á þig í veikindum þínum
síðastliðin ár. Þú sem hafðir alltaf
verið svo sjálfstæð og áttir erfitt
með að þiggja aðstoð varst allt í
einu orðin upp á aðra komin með
allt. Það vissum við að væri þér
erfitt og þess vegna teljum við að
þú hafir alveg verið tilbúin að
kveðja. Við trúum því að þín hafi
beðið betri staður, þar sem þú nýt-
ur þín umvafin blómum, dýrum og
gleði.
Þegar við horfum til baka yfir
þann tíma sem við áttum með þér
er margt sem kemur upp í hug-
ann. Við systur vörðum allar mikl-
um tíma hjá þér og afa á Skalla-
búðum. Vegna aldursmunar
okkar vorum við aldrei þar á sama
tíma, engu að síður eigum við allar
sömu minningar þaðan. Það sem
er okkur efst í huga er leikgleði
þín, hversu auðvelt var að fá þig
með í alls kyns leiki og hversu
frjálsar við fengum að vera í leikj-
um okkar, í klettunum í fjörunni,
uppi á húsþökum og í hlöðunni.
Við fengum skýr fyrirmæli um að
fara varlega, en að öðru leyti voru
okkur engar hömlur settar. Við
bjuggum til hús úr sófapúðunum í
stofunni, fundum skeljar og
kepptum í því hvaða skel væri
sterkust, leyfðum ungunum sem
við fundum í fjörunni að svamla í
baðkarinu, hoppuðum í heyinu í
hlöðunni og margt fleira. Best var
samt að fá að fara á hestbak og
það máttum við oft gera, við þurft-
um bara að ná hestunum sjálfar
þar sem þeir voru á beit, það var
nú lítið mál.
Í sveitinni lærðum við að vinna,
því allar höfðum við skyldum að
gegna, það þurfti að raða stein-
unum í kringum blómabeðin,
reyta arfa, slíta gras og svo þurfti
að gefa kindunum og hænunum,
„og munið að passa ykkur á han-
anum!“ Í minningunni var alltaf
mannýgur hani í hænsnakofanum
svo amma kom nánast alltaf með
til að gefa hænunum, það gerði
ekki svo mikið til þó að hann réðist
á hana, að henni fannst, sem gerð-
ist að við höldum oftar en einu
sinni. Svo fengum við að tína jarð-
arber og taka upp rabarbara,
hugsa um heimalningana og taka
þátt í sauðburði.
Í eldhúsinu á Skallabúðum átt-
um við margar góðar stundir, þar
voru heimsmálin rædd, eða mest
samt fréttir úr sveitinni og veðrið,
það var alltaf kvöldkaffi fyrir
svefninn, haframjöl með nesquick
og sykri á morgnana, franskbrauð
með rabarbarasultu og eplasafi
með, að ógleymdu sódastream-
tækinu með öllum bragðefnunum,
það var sko veisla!
Amma hafði mjög gaman af
skemmtunum og gleðskap og á
þeim stundum var mikið hlegið og
mikið gaman. Hún hafði líka mjög
gaman af spilamennsku, en á
sama tíma mikið keppnisskap sem
einhverjar okkar, nefnum engin
nöfn, hafa erft. Það gilda ákveðnar
reglur í spilamennskunni, við
skulum bara hafa það á hreinu.
Það er margs að minnast og
margs að sakna, hlýja þín, hlátur,
styrkur þinn og þolinmæði. Þú
hafðir marga frábæra eiginleika
og varst okkur fyrirmynd á mörg-
um sviðum. Við þökkum þér fyrir
allt það sem þú hefur kennt okkur,
þær dýrmætu minningar sem þú
gafst okkur. Við trúum því að leið-
ir okkar muni liggja saman að
nýju og þá verður glatt á hjalla.
Þínar sonardætur,
Dagfríður Ósk, Vigdís
og Jóhanna Þórunn.
Í dag verður tengdamóðir mín
Vigdís Gunnarsdóttir frá Skalla-
búðum jarðsungin.
Ég kom fyrst að Skallabúðum
átján ára gömul. Þá var þar hefð-
bundinn búskapur á lítilli búðjörð
í Eyrarsveit. Íbúðarhúsið var ekki
stórt á þeim tíma en þar bjó þó sjö
manna fjölskylda og alltaf var
pláss fyrir næturgesti. Undir Eyr-
arfjallinu gat verið mikið veðra-
víti, sem var nokkuð sem ég hafði
aldrei upplifað áður. Þrátt fyrir
það tókst Vigdísi að rækta blóma-
garð á sjávarbakkanum, sem var
einstaklega fallegur. Hún notaði
steina úr fjörunni til skrauts og til
að afmarka beðin. Erfiðlega gekk
að rækta skjólgarð við þessi vind-
asömu og sjávarsöltu skilyrði, en
nokkrum árangri náði hún þó.
Vigdís kunni betur við að vera úti-
við en innandyra. Hún var mikill
dýravinur og þekkti flestar jurtir í
íslenskri náttúru.
Það var nokkuð annar bragur á
heimilishaldinu á Skallabúðum en
ég átti að venjast og það tók tíma
að venjast því. Þar kom þó að ég
lærði að meta ný viðhorf og for-
gangsröðun hluta. Mér eru minn-
isstæð fyrstu jólin mín á Skalla-
búðum, nítján ára með ungt barn.
Það var margt eftir að gera þegar
við komum nokkrum dögum fyrir
jól og ég var við það að fá tauga-
áfall þegar hún var enn að skúra
eldhúsgólfið á hnjánum þegar jól-
in voru hringd inn klukkan sex.
En loksins þegar fjölskyldan var
tilbúin að halda jól voru jólin kom-
in og ekkert annað komst að. Þar
var meiri jólaandi og gleði öll jólin
en ég hafði áður kynnst.
Vigdís kenndi mér að meta
kirkjur á ferðalögum okkar um
landið, þekkja jurtir, njóta lífsins á
annan hátt en ég þekkti. Hún var
jákvæð og alltaf til í allt, ekki síst
að skemmta sér, ferðast og spila.
Ekki er hægt að minnast hennar
nema geta þess hversu góð móðir
og amma hún var. Börnin voru
alltaf í fyrsta sæti hjá henni og allt
annað sat á hakanum, þegar þau
þörfnuðust athygli hennar.
Ég vil þakka Vigdísi fyrir sam-
fylgdina, alla hjálpina, ekki síst
austur í Lækjarbotnum, og allt
það sem hún hefur kennt mér. Það
er dýrmætt að hafa kynnst svo
góðri fyrirmynd og sterkri konu
sem Vigdís var. Minningin um
hana mun ætíð veita mér leiðsögn
og innblástur.
Kveðja,
Hildur.
Undir hinu litfagra Drápuhlíð-
arfjalli í Helgafellssveit stóð eitt
sinn lítið kot, Efri-Hlíð. Þar ólst
hún Dísa föðursystir mín upp.
Þriðja elst, sex systkina. Hún var
fimm ára þegar faðirinn dó og eft-
ir stóð móðir hennar með barna-
hópinn, það elsta tíu ára og yngst-
ir voru ársgamlir tvíburar. Á
þessum tíma var algengt að börn-
um væri dreift á bæina í fóstur
þegar foreldri féll frá. En ömmu
tókst að halda fjölskyldunni sam-
an, með stuðningi foreldra sinna
og nágranna.
Börnin fóru snemma að taka til
hendinni í búskapnum og ung fór
Dísa að bera mikla ábyrgð, þegar
tvö eldri systkinin voru farin að
heiman. Pabbi minnist hennar
sem óhemjuduglegrar, strax á
unga aldri og alla tíð.
Dísa var ættmóðir. Ekki aðeins
í þeim skilningi að hún skilur eftir
sig stóran hóp afkomenda sem
bera þeim Stjána fagurt vitni.
Heldur líka vegna þess að hún sá
til þess að ættingjarnir hittust
reglulega. Meðan þau bjuggu á
Skallabúðum buðu þau stórfjöl-
skyldunni heim á þrettándanum.
Þar komu saman þrjár kynslóðir
og var setið lengi fram eftir við að
spila Pítró. Alltaf var boðið upp á
hangikjöt og gott með kaffinu.
Þegar illa viðraði kom fyrir að allir
þurftu að gista og þá var búið um
fólk í rúmum og á gólfum í litla
húsinu. Þar var alltaf nóg pláss,
því hjartarýmið var stórt og heim-
sóknin varð bara enn minnisstæð-
ari fyrir vikið.
Dísa var traust. Þess vegna var
svo undurgott að eiga hana að
þegar þau Stjáni heimsóttu mig á
Egilsstaði. Það hittist þannig á að
ég hafði deginum áður dottið illa
af hestbaki og var talsvert fram-
lág, með skurði og mar í andliti.
Þá var ómetanlegt að fá að njóta
umhyggju Dísu.
Dísa var húmoristi. „Hvernig
hefurðu það?“ spurði ég eitt sinn
þegar heilsan hennar var farin að
bila. „O, ég skrölti þetta,“ sagði
hún titrandi og tinandi af einkenn-
um sem líktust Parkinson, en voru
víst einhver annar taugasjúkdóm-
ur.
Dísa var æðrulaus. Þegar ég
spurði hana hvað hún teldi mik-
ilvægast í lífinu var svarið stutt og
laggott; „þolinmæði“.
Dísa var glaðlynd. Hún tók
hvorki sjálfa sig né lífið allt of há-
tíðlega. Þess vegna voru það
dásamlegar stundir að heimsækja
hana á gamlársdag síðustu árin og
þá bauð hún upp á sérrí og við
skáluðum fyrir lífinu.
Dísa var skáldmælt. Í nokkur
ár skiptust þau pabbi á ljóðabréf-
um. Honum finnst miklu meira til
vísnanna hennar koma en sinna. Í
einu bréfanna var þessi vísa:
Þó eigi til stórskálda enn sé ég talin
er efalaust neistinn í brjósti mér falinn
og þó hann sé bæði kraminn og kvalinn
hann kálast þó ei, fyrr en hníg ég í
valinn.
Hún er nú hnigin í valinn og
ekki verða ljóðin hennar fleiri. En
við sem fengum að njóta návistar
hennar og gjafa kveðjum full
þakklætis.
Ég flyt fjölskyldunni samúðar-
kveðjur frá okkur Inga Hans og
pabba.
Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Hún Vigdís Gunnarsdóttir á
Skallabúðum er dáin. Hún var
fædd 21. nóvember 1929 í Efri-
Hlíð í Helgafellsveit, mamma
æskuvinkonu minnar og frænku.
Hún var gift Kristjáni föðurbróð-
ur mínum. Ég ólst upp á Naust-
um, næsta bæ. Það er stutt á milli
og var ég oft á Skallabúðum. Það
var alltaf notalegt að hitta Dísu,
eins og við kölluðum hana þegar
ég var lítil. Hún var róleg og alltaf
að stússa eitthvað. Garðurinn hjá
henni var fallegur og það var
hennar líf og yndi að hlúa að hon-
um. Þegar ég varð fullorðin og var
í garðvinnu varð mér oft hugsað til
hennar og hversu vel henni gekk
að hafa garðinn sinn fallegan.
Ég var svo heppin að þegar ég
varð leikskólastjóri í Grundarfirði
kom hún til mín og sótti um vinnu.
Það hvarflaði aldrei annað að mér
en að ráða hana því ég vissi að hún
yrði tryggur starfsmaður. Sem
hún var, og þá var hún 65 ára göm-
ul.
Börnin féllu fyrir henni og hún
var alltaf kölluð amma hjá okkur
eða Vigdís amma. Þegar ég var að
tala við starfsfólkið mitt í leikskól-
anum um hversu mikilvægt það
væri að vera með börnunum í leik
og setjast hjá þeim á gólfið gat ég
alltaf vitnað í það að ef Vigdís gæti
það ættu ungir starfmenn líka að
geta það. Að hafa hana í vinnu
kenndi mér margt, sérstaklega
virðingu fyrir eldra og reyndara
starfsfólki. Þó að ég væri með
mína menntun var svo margt sem
hún var fróðari um.
Fyrir fimm árum, í fermingu
barnabarns Vigdísar nöfnu henn-
ar, var hún samferða okkur frá
Hvolsvelli til Ásthildar dóttur
sinnar í Mosfellsbæ.
Þá rifjuðum við upp tímann
sem við unnum saman. Það var
mjög gaman hvað hún mundi eftir
Vigdís
Gunnarsdóttir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
mér samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns,
MAGNÚSAR SIGURÐSSONAR
frá Úlfsstöðum.
Sigríður Magnea Ólafsdóttir
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR KARL JÓNATANSSON
blikksmíðameistari,
Keldulandi 13, Reykjavík,
lést á Landspítala við Hringbraut föstu-
daginn 20. apríl eftir skammvinn veikindi.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn 2. maí
klukkan 15.
Guðmundur Alfreð Guðmundsson
Rósa Guðmundsdóttir Jón Fannar Karlsson Taylor
V. Auður Karlsdóttir
barnabörn og langafabörnin
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGURLÍNU JÓDÍSAR
HANNESDÓTTUR,
Hraunbæ 3, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks 4A á Landspítalanum í Fossvogi
fyrir góða umönnun.
Aðalbjörg Úlfarsdóttir Arnór Hannesson
Jóhanna Úlfarsdóttir Gísli Hafþór Jónsson
Jón Smári Úlfarsson Hjördís Hendriksdóttir
Þórdís Úlfarsdóttir Guðni Ingvar Guðnason
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vináttu við andlát og útför elsku mömmu
okkar, tengdamömmu, ömmu og
langömmu,
ÖNNU SIGURLÍNU
STEINGRÍMSDÓTTUR,
Álftamýri 52, 108 Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landakoti deild L2 fyrir góða
umönnun og velvilja í hennar garð.
Guðrún S. Guðmundsdóttir Valdimar Gíslason
Magnús Örn Guðmundsson Sigrún Hjörleifsdóttir
Grettir Ingi Guðmundsson Hrönn Harðardóttir
Óðinn Ari Guðmundsson Iðunn Lárusdóttir
Halldór Þór Guðmundsson Sigrún Þóranna Friðgeirsdóttir
Rebekka Rós Guðmundsd. Kristján Róbert Walsh
barnabörn og langömmubörn
Ástkær bróðir okkar,
ÞRÁINN HLEINAR KRISTJÁNSSON
frá Neskoti, Fljótum,
lést á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð,
Reykhólum, þriðjudaginn 17. apríl.
Útförin fer fram frá Barðskirkju, Fljótum,
Skagafirði, miðvikudaginn 2. maí klukkan 14.
Stefanía Kristjánsdóttir
Björk Kristjánsdóttir
Sigurlaug Jakobsdóttir
Lára Kristjánsdóttir
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir,
VALDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR,
Lækjargötu 32, Hafnarfirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Hömrum
þriðjudaginn 24. apríl. Útför fer fram frá
Dómkirkjunni miðvikudaginn 2. maí
klukkan 13.
Heba Magnúsdóttir
Linda Björk Magnúsdóttir Guðmundur Rúnar Ólafsson
Magnús, Heiða Dís, Elísabet, Björgvin,
Gylfi Freyr, Hjalti Þór, Birgir Snær, Andri Fannar
og aðrir aðstandendur