Morgunblaðið - 28.04.2018, Page 41
öllum sem voru í leikskólanum
þegar hún var þar í vinnu. Um-
hyggjan og hlýjan einkenndi allt
hennar tal um börnin sín, sem öll
kölluðu hana ömmu. Það voru for-
réttindi að fá að vinna með henni,
konunni sem tók þátt í að móta
uppvaxtarár mín. Ég kveð hana
með hlýju í huga og votta öllum af-
komendum hennar innilega sam-
úð. Hvíl í friði.
Sigríður Herdís Pálsdóttir.
Vetri hallar, vorsins blær
vermir hjalla og rinda.
Geislar falla, grundin hlær,
glóir á fjalla tinda.
(Magnús Finnsson)
Já, nú glóir sólin á „Strákana“
hennar Dísu. Þeir standa keikir í
fjallinu fyrir ofan bæinn hennar
Skallabúðir. Og þegar vorar hugs-
ar maður um sól og Dísu og sé ég
hana þá fyrir mér í garðinum sín-
um rótast í moldinni, hreinsa beð-
in og hlúa að blómunum. Líta svo
á kindurnar sínar, það styttist jú í
sauðburðinn, sinna öllum vorverk-
unum. En þannig var hún sístarf-
andi og lék allt í höndum hennar.
Ég var svo heppin að fá að þekkja
hana í rúm 40 ár og þar kynntist
ég traustri og góðri konu. Urðum
við með árunum góðar vinkonur
og var ætíð gott að leita til hennar
með stórt og smátt og alltaf gott
að koma að Skallabúðum. Í gegn-
um árin höfum við líka brasað ým-
islegt, lent í spaugilegum ævintýr-
um, en þau gerðust aðallega á leið
til vinnu í Hraðfrystihúsinu þar
sem við unnum saman um skeið.
Eitt sinn vorum við að fara til
vinnu á laugardagsmorgni og
lögðum af stað á fjórhjóli, senni-
lega engir bílar á lausu þann dag-
inn, en við lögðum af stað með
miklum rykkjum og skrykkjum,
stundum úti í kanti en oftast á
veginum. Svo kom bíll úr
Grundarfirði á móti okkur og við
náðum til vinnu næstum því á rétt-
um tíma. En eitthvað hefur verk-
stjóranum okkar þótt þetta fynd-
ið, „sveitakellingar“ á fjórhjóli, því
hann var glottandi allan daginn
yfir þessu.
Svo vorum við að festa okkur í
snjó og verða veðurtepptar í roki.
En allt blessaðist þetta nú.
Við Dísa störfuðum saman í
Kvenfélaginu frá 1986 og vorum
saman í stjórn í þrjú ár frá 1990.
Stjórnarfundir voru oft haldnir á
Skallabúðum, „það var eitthvað
svo notalegt að koma í sveitina“
sögðu hinar stjórnarkonurnar.
Þetta var skemmtilegur og lær-
dómsríkur tími og unnum við vel
saman.
Einu sinni sem oftar vorum við
að steikja kleinur fyrir sjómanna-
dagskaffið og gerðum við það hjá
mér; „betri eldavél“ sagði hún.
Verkaskiptingin var skýr. Hún
hnoðaði deigið, flatti út og skar, ég
sneri og steikti. Þegar við svo
smökkuðum dásemdina voru þær
allt of saltar því í öllu masinu fór of
mikið salt í uppskriftina, en æ,
þetta gerir ekkert til, „hann Stjáni
borðar þær bara“, og gerðum við
svo bara aðrar betri. Við gerðum
þetta í nokkur ár, að hittast og
steikja kleinur, og voru það
skemmtilegar stundir. Við rædd-
um líka um lífið og tilveruna og
margan fróðleik fékk ég hjá henni
því hún vissi svo margt. Dísa
kvartaði ekki oft en hafði nú samt
á orði eitt sinn að hún þyrfti senni-
lega að fá heimilishjálp við þrifin.
Sagði ég þá við hana að ég ég
skyldi bara koma til hennar og
hjálpa henni. Það varð úr og var
ég hjá þeim vikulega í um átta ár,
þar til þau fóru á Fellaskjól. Var
það mjög góður tími og þegar þrif-
um lauk á daginn horfðum við
saman á Leiðarljós. Mátti alls ekki
missa af því.
En nú er hún vinkona mín farin
í Sumarlandið að sinna blómum og
ragast í fénu sínu. Það styttist í
sauðburð.
Ég vil þakka henni fyrir hlýja
og trausta vináttu í gegnum árin
Ættingjum sendi ég mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Sigríður Diljá, Nýjubúð.
MINNINGAR 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
✝ Ingólfur RúnarSigurz fæddist
í Reykjavík 3. júlí
1977. Hann lést á
heimili sínu 26.
mars 2018.
Foreldrar hans
eru Ingunn Þóra
Jóhannsdóttir, f.
10. apríl 1951, og
Skúli E. Sigurz, f.
18. desember 1951.
Systkini Ingólfs
eru: Berglind, f. 6. október 1970,
eiginmaður hennar er Sigurður
Valtýsson, f. 15. ágúst 1967,
Dagmar, f. 27. júlí 1971, eigin-
maður hennar er Hjalti Ein-
arsson, f. 8. janúar 1971, Mar-
grét, f. 10. apríl 1973,
eiginmaður hennar
er Kristján Gunnar
Ríkharðsson, f. 25.
nóvember 1971.
Ingólfur eign-
aðist tvö börn með
Önnu Maríu Ingv-
eldi Larsen, f. 22.
maí 1982. Börnin
eru: Kristín Rán, f.
5. september 2000,
og Alexander
Breki, f. 25. ágúst
2004.
Ingólfur ólst upp í Breiðholt-
inu og sótti þar skóla og víðar.
Hann vann ýmis verkamanna-
störf.
Útför Ingólfs fór fram frá Bú-
staðakirkju 4. apríl 2018.
Elsku Ingó minn. Það erfitt að
hugsa til þess að þú sért farinn frá
okkur. Þó svo að veikindi þín hafi
verið mikil síðasta ár þá var alltaf
trú um batnandi kraftaverk. Sam-
bandið milli okkar var sumum al-
veg óskiljanlegt.
Það var stormasamt mikið eins
og hún vinkona mín orðar það. Við
eignuðumst tvö yndisleg börn
saman sem þú varst ávallt svo
montinn af. Þó svo að lífið hafi oft
á tíðum verið erfitt reyndum við
alltaf að vera vinir.
Við vorum dugleg að skrifa
hvort öðru og elskuðum að fá fal-
leg skilaboð og ljóð. Það var pínu
okkar og stutt er síðan þú sendir
mér svo fallegt ljóð og þakkaðir
mér fyrir að varðveita elsku börn-
in okkar svona vel, þegar þú gast
það ekki vegna veikinda þinna. Ég
mun gera það enn og segja þeim
sögur af þér og við munum halda
minningu þinni á lofti.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Þín
Anna María.
Elsku pabbi minn er dáinn. Það
stingur mig í hjartað, það er svo
vont að hugsa til þess að sjá þig
ekki aftur, heyra hláturinn þinn
og hlæja með þér. Við vorum svo
góðir vinir og þú treystir mér fyrir
öllu og sagðir mér alltaf þín leynd-
armál. Leyndarmálin sem þú
treystir ekki öðrum fyrir. Mér
þótti vænt um það.
Þegar ég var lítil varstu alltaf
til í að leika við mig þótt það væri
barbíleikur. Ég byrjaði í fótbolta
fjögurra ára gömul og var eina
stelpan í hópnum. Þú dressaðir
mig upp.
Keyptir á mig Manchester-
galla, mættir með mér á æfingar
með risa myndavél og tókst af
mér myndbönd.
Þú spilaðir mikið með mér fót-
bolta og ég man hvað mér fannst
þú góður.
Ég hélt í alvöru að þú hefðir
verið atvinnumaður í boltanum.
Þetta gaf mér mikið sjálfstraust
og strákarnir höfðu ekkert í mig.
Þú hafðir rétt fyrir þér, því ári
seinna vildi þjálfarinn færa mig í
hóp með eldri krökkum. Ég var nú
ekkert spennt fyrir því. Mér leið
vel með þessum hóp. Þú varst allt-
af stoltur af mér sama hvað, hvort
sem ég fékk 3, 8 eða 10 í einkunn.
Þú kenndir mér að prumpa
með höndunum, haha, við vorum
með sama húmor. Manstu þegar
við lágum í 20 mínútna í kasti yfir
því hvað þú varst búinn að fitna
mikið. Ég held þú sért sá eini sem
hlær yfir því að vera orðinn feitur.
Þú varst alltaf hlæjandi og ég
mun aldrei gleyma hlátrinum þín-
um. Alltaf þegar við hittumst þá
sagðirðu mér hversu fullkomin ég
væri, fallegust í heimi. Þú varst
besti vinur minn.
Þegar þú varst nývaknaður á
gjörgæslunni, manstu – ég og
mamma sátum hjá þér og þú áttir
í miklum erfiðleikum með að tala
en þú horfðir á mig og hélst í hönd
mína og sagðir að ég ætti að taka
þátt í fegurðarsamkeppni. Svo
hlógum við öll.
Elsku pabbi
Þrjóska og stolt var ætíð þín brynja
Uns tilvera þín á jörðu byrjaði að hrynja
Ófétin hófu líkamann að kvelja
þar til ekkert var eftir nema að kveðja
Ó, elsku pabbi hve sárt það er
að horfa á eftir þér
Ég er svo stolt, þú stóðst sem hetja.
Í þessari lífsbaráttu þurfti varla að
hvetja.
Sama hversu lífið lék okkur grátt,
í öllum sársaukanum gastu ávallt hlegið
dátt.
Nú ertu farinn úr þessum heimi
eða ert hér einhverstaðar á sveimi.
Kannski lítill þröstur á grein sem fylgist
með í leyni.
En hvar sem þú ert, ég þér aldrei
gleymi.
Ó hversu oft ég mun hugsa til þín.
Ég verð alltaf litla pabbastelpan þín.
(ÓMM)
Einu sinni var ég engillinn
þinn,
núna ert þú minn.
Ég elska þig alltaf
Þín
Kristín Rán.
Elsku vinur, elsku fjölskyldu-
vinur minn. Að kveðja þig var
virkilega erfitt. Börnin þín eru
pínu börnin mín líka. Við Anna
María höfum alltaf verið svo nán-
ar og þar af leiðandi kynntist ég
þér vel. Ég var ekki nema 15 ára
þegar ég eyddi jólum með ykkur
fjölskyldunni.
Ég og þáverandi kærasti vor-
um alltaf velkomin til ykkar og oft
vældi ég í ykkur um að fá að passa
hana Kristínu og dröslaðist með
hana um allt eins og hún væri mín.
Við vorum alltaf vinir og þú varst
alltaf einn af fjölskyldunni. Ég
kom oft með Önnu Maríu upp á
spítala og vorum við duglegar að
færa þér sjeik og öll þau sætindi
sem þú vildir. Ég sá þig batna og
hafði fulla trú á að þú kæmist út úr
veikindunum. En því miður kom
símtalið um að fíknin sigraði að
lokum. Er ég þakklát fyrir að hafa
fengið að hitta þig ekki fyrir svo
löngu og fengið faðmlagið frá þér.
Hvíldu í friði, elsku vinur.
Sjáumst þegar minn tími kem-
ur.
Guðrún Alda.
Stundum er svo erfitt að skilja
lífið. Það er svo sárt að sjá á eftir
þér, elsku Ingó, ég hélt alltaf í von,
ég sleppti henni aldrei enda viss-
irðu það að ég hafði altlaf trú á þér
og þess vegna áttum við alltaf ein-
stakt vinasamband.
Fyrst þegar ég hitti þig var ég
14 ára, við Anna María kynntumst
þér á sama tíma, við urðum vin-
konur þínar og þú vinur okkar.
Það sást strax að þú varst sannur
út í gegn enda sóttu margir í að
vera í kringum þig.
Þú varst alltaf brosandi og
glaður, í kringum þig var allt eitt-
hvað svo skemmtilegt og ef eitt-
hvað var ekki skemmtilegt þá
gerðir þú það skemmtilegt.
Nokkrum árum seinna fóruð
þið Anna María að vera saman, til
seinasta dags elskaðir þú Önnu
Maríu, hún var alltaf ástin í þínu
lífi og þér leið aldrei betur en þeg-
ar þú varst í kringum hana og
börnin þín.
Anna María varð ung ófrísk að
Kristínu Rán, þú tókst föðurhlut-
verkið mjög alvarlega og ég man
svo vel hvað þú varst duglegur að
gefa Kristínu tíma. Fjórum árum
seinna fæddist Alexander og það
var eins; þú gerðir allt til að vera
sem mest í kringum börnin þín og
varst eins duglegur að gefa hon-
um tíma og Kristínu.
Þú varst svo stoltur af þeim, þú
elskaðir þau svo mikið og það var
svo fallegt að sjá það. Þú þráðir
ekkert meira en að eiga fjöl-
skyldu, lifa lífi með Önnu Maríu
og börnunum þínum og þannig
þekki ég þig og mun alltaf þekkja
þig.
Þú hafðir svo góða persónu að
geyma, varst duglegur að byggja
fólk upp, hrósa og gleðja aðra. Ég
mun alltaf muna þig sem Ingó og
ég mun aldrei hugsa til þín öðru-
vísi en með hlýju, kærleika og fal-
legum hug.
Elsku Ingó, sofðu rótt.
Anna María, Kristín, Alexand-
er og Jóhann, ég votta ykkur sam-
úð mína og vona að góður Guð gefi
ykkur styrk í þessari miklu sorg.
Alma Rut.
Ingólfur Rúnar
Sigurz
HINSTA KVEÐJA
Elsku pabbi minn, hvíldu
í friði með þínum ástkæru
vinum.
Elska þig og sakna þín
alltaf.
Þinn
Alexander Breki.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stutt-
nefni undir greinunum.
Minningargreinar
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, elsku og vináttu við andlát og útför
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og
langafa,
GUÐJÓNS ARNARS
KRISTJÁNSSONAR,
skipstjóra og fv. alþingismanns
frá Ísafirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameinsdeildar og
líknardeildar Landspítalans.
Þökkum öllum aðstoðina við útförina.
Minning Adda Kitta Gau lifir.
Marianna Barbara Kristjánsson
Guðrún Ásta Guðjónsdóttir
Ingibjörg Guðrún Guðjónsdóttir
Kristján Andri Guðjónsson
Kolbeinn Már Guðjónsson
Arnar Bergur Guðjónsson
Margrét María Guðjónsdóttir
Jerzy Brjánn Guðjónsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær bróðir okkar og frændi,
KRISTINN HARÐARSON,
lést á heimili sínu laugardaginn 14. apríl.
Útförin hefur farið fram.
Sigurður Harðarson
Ingibjörg Sigurðardóttir
Auður Harðardóttir
Heiðbjört Harðardóttir
Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
STEINUNNAR SIGURBJARGAR
ÚLFARSDÓTTUR
og heiðruðu minningu hennar.
Börn, tengdadætur,
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
AÐALBJÖRN HALLDÓRSSON,
Bugðulæk 9,
lést mánudaginn 16. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Maríanna Bjarnadóttir
Vilhjálmur Kjartansson Elín Dóra Þórarinsdóttir
og barnabörn
Innilegar þakkir fyrir hlýjar og fallegar
kveðjur vegna fráfalls
INGÓLFS RÚNARS SIGURZ.
Kristín Rán Sigurz
Alexander Breki Sigurz
Ingunn Þ. Jóhannsdóttir, Skúli E. Sigurz
og aðrir aðstandendur
Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
JÓN RAFN JÓHANNSSON
landmælingamaður,
kortagerðarmaður og þýðandi,
Strikinu 3, Garðabæ,
sem lést 13. apríl, var jarðsunginn frá
Landakotskirkju miðvikudaginn 18. apríl.
Kolbrún Jónsdóttir Steingrímur Sigfússon
Bjarni Jónsson Arna Víf Hlynsdóttir
Eva Dögg Steingrímsdóttir Brynjar Daði Kolbrúnarson
Kristín Freyja Óskarsdóttir Sindri Leó Árnason
Sarah Komarek Anna María Steingrímsdóttir
Steingrímur Steingrímsson Ester Anna Jóhannsdóttir
Örn Byström Jóhannsson Hjördís Sverrisdóttir