Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 42

Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 ✝ Halla Jóhanns-dóttir fæddist 20. nóvember 1923 í Reykjavík. Hún lést 8. apríl 2018. Foreldrar henn- ar voru Jóhann Ár- mann Jónasson, úr- smiður í Reykjavík, f. 2. janúar 1877, og kona hans Ólöf Jónsdóttir hús- móðir, fædd 1. októ- ber 1883. Föðurforeldrar: Jónas Kjartansson, bóndi og sjómaður í Drangshlíð undir Eyjafjöllum, og Þuríður Björnsdóttir, húsfreyja. Móðurforeldrar: Jón Oddsson, bóndi á Álftanesi á Mýrum, og Marta María Níelsdóttir hús- freyja. Halla var yngst sjö syst- kina sem öll eru nú látin. Halla nam við Kvennaskólann í Reykjavík og vann síðan við skrifstofustörf hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur í nokkur ár. Halla giftist 9. júlí 1949 Karli Bergmanni Guðmundssyni geirsdóttir, f. 16. október 1997. Dóttir Rúnars er Vera Sif, f. 5. júní 1993, í sambúð með Ágústi Ásbjörnssyni, þeirra dóttir er Indía Nótt, f. 12. janúar 2016, sonur Rúnars er Frosti, f. 11. des- ember 2005. 1.3) Karl Bergmann myndlistarmaður, f. 6. júní 1975, kvæntur Hye Joung Park mynd- listarmanni. Þeirra sonur er Breki, f. 28. júní 2008. 2) Þor- móður myndlistarmaður, f. 29. desember 1958, d. 2. mars 2000. 3) Auður, leikskólakennari í Vestmannaeyjum, f. 4. janúar 1963, gift Sigurði Þór Hafsteins- syni, stýrimanni í Vest- mannaeyjum. Þeirra dætur eru 3.1) Ólöf Halla, f. 2. apríl 1995, í sambúð með Guðmundi Jóni Magnússyni, þeirra dóttir er Haf- dís Helga, f. 22. júní 2015, og 3.2) Jóhanna Helga, f. 17. febrúar 1998, í sambúð með Darra Gunn- arssyni. Dætur Sigurðar eru: Ásta Rut, f. 1. október 1985, og Vala Dögg, f. 10. febrúar 1988. 4) Jóhann Ármann, lögfræðingur og framkv.stj. á Spáni, f. 18. júní 1964, kvæntur Mariu Jose Juan Valero lækni. Þeirra börn eru: 4.1) Carlos, f. 9. júní 2004, og 4.2) Yasmin, f. 2. febrúar 2006. Útför Höllu fór fram í kyrrþey 20. apríl 2018. bankamanni, f. 12. nóvember 1919, d. 4. júlí 2008. For- eldrar Karls: Guð- mundur Björnsson, vélsmiður á Siglu- firði, f. 24. maí 1876, og Anna Pálína Loftsdóttir, hús- freyja á Vegamót- um, Seltjarnarnesi, f. 7. maí 1900. Börn Höllu og Karls: 1) Anna, bankamaður, f. 20. júlí 1950, gift Ómari Hannessyni raf- verktaka. Börn þeirra eru 1.1) Hildur, forstöðumaður hjá Ice- landair hótelum, f. 10. júlí 1968, gift Pétri Péturssyni, framkv.stj. hjá Valitor. Þeirra synir eru: Ari Karl, f. 29. ágúst 2001, og Davíð, f. 27. júlí 2007. Sonur Péturs er Arnar Már, f. 21. júní.1993. 1.2) Rúnar, markaðsráðgjafi, f. 30. júlí 1970, í sambúð með Ástu Sig- ríði Kristjánsdóttur ljósmyndara, þeirra sonur er Atlas, f. 21. mars 2011. Dóttir Ástu er Jasmin Sig- Það var fyrir um það bil 50 ár- um sem ég kom á Sæbrautina í foreldrahús Önnu í fyrsta sinn. Mér var strax mjög vel tekið af þeim hjónum Höllu og Karli og fljótlega varð ég eins og einn af fjölskyldunni. Bygging innviða hússins stóð yfir og fór ég fljót- lega að vinna með Karli, því eins og þá tíðkaðist unnu menn sjálfir að sínum húsbyggingum. Halla stjórnaði öllu húshaldi af mynd- arskap og sá til þess að ég fengi nóg að borða, því heldur fannst henni tilvonandi tengdasonur holdlítill. Umhyggja þeirra fyrir velferð annarra var aðdáunarverð og nutum við þess í ríkum mæli þegar við Anna byrjuðum búskap á neðri hæð hússins. Eftir að börn okkar fæddust áttu þau alltaf at- hvarf hjá ömmu og afa. Óhætt er að segja að í húsi tengdaforeldra minna hafi ég lært að meta klass- íska tónlist, sem þau spiluðu gjarnan af hljómplötum eða disk- um. Halla sat þá gjarnan í stof- unni og prjónaði litlar barnapeys- ur, því alltaf voru að fæðast börn í stórfjölskyldunni og fengu þau gjarnan slíka gjöf frá henni. Hún hafði einlægan áhuga á því hvern- ig fjölskyldumeðlimum vegnaði og ef einhver fór til útlanda fletti hún upp í stóra Atlasinum og fylgdist með ferðalaginu. Við átt- um því láni að fagna að ferðast með þeim bæði innanlands og ut- an. Karl fór þá oft með kvæði, því hann kunni þau mörg utan að og Halla benti á fjöll og dali og sagði okkur heiti þeirra. Húsið á Sæbrautinni var sann- kallað fjölskylduhús, þar voru börn skírð, hjónavígslur fóru fram í fjöruborðinu og fermingarveisl- ur voru haldnar. Þar var Halla í essinu sínu og stjórnaði af mynd- arskap. Þakklæti fyrir fólkið sitt var henni ofarlega í huga og lét hún það oft í ljósi. Ég tek tengda- móður mína mér til fyrirmyndar og þakka henni samfylgdina, minning um góða konu lifir. Ómar Hannesson. „Halla fékk þig eiginlega í tví- tugsafmælisgjöf,“ sagði mamma mér þegar ég var lítil stúlka og mikið var ég stolt af að heyra þetta. Mér fannst ég eiginlega mun merkilegri fyrir að vera svona tengd Höllu föðursystur. Ég ólst upp á efri hæðinni á Skólavörðustíg 17b, í skjóli ömmu og afa sem bjuggu á neðri hæð- inni. Þrjár dætur þeirra, föður- systur mínar, voru enn í föður- garði og Halla yngst þeirra. Fyrrnefndan afmælisdag Höllu tók mamma léttasótt og búist var við barninu, sem var hennar sjötta barn, um kvöldið. Það lét hins vegar á sér standa og kom ekki í heiminn fyrr en næsta morgun. Alla tíð síðan hefur því verið tuttugu ára og eins dags ald- ursmunur á okkur Höllu frænku samkvæmt skráðu tímatali. Svo er það nafnið: Pabbi valdi á mig Höllunafnið og stóð þar við loforð sem hann gaf langömmu sinni Höllu Jónsdóttur húsfreyju á Álftanesi á Mýrum þegar hann var lítill drengur. Halla föðursyst- ir mín var skírð eftir þessari sömu langömmu sinni en hún var þá var nýlátin í hárri elli. Þetta tvennt, afmælisdagarnir og nafnið, hefur ávallt verið eins og leynileg taug frá mér til föðursystur minnar og nöfnu. Halla hafði alla tíð sterkar skoðanir á þjóðmálum en segja má að hún hafi ekki síst borið hag barna fyrir brjósti, bæði aðbúnað þeirra og samvistir við foreldra sína sem og skólagöngu þeirra og menntun. Á unglingsárum mínum fannst mér hún stundum full dóm- hörð í minn garð en ég átti eftir að sjá að það var eingöngu vegna þess hve henni var umhugað um mig. Hún lét sig líka varða börnin í stórfjölskyldunni og stóð árum saman fyrir hófi um jólin fyrir alla afkomendur foreldra sinna og þar sátu vitaskuld börnin í öndvegi. Halla var með afbrigðum fáguð kona, hún var einmuna hög í höndunum og einkar glæsileg á velli. Hún átti svo sem ekki langt að sækja þetta enda gilti það sama um föður hennar, Jóhann Ármann Jónasson úrsmíðameist- ara. Að honum gengnum mátti lesa um hann í minningargrein: „Jóhann var dverghagur smiður, hann var jafnvígur á tré sem málma.“ Sömuleiðis: „Nákvæmni hans um ytra útlit og framkomu alla var á þann veg að lengra varð naumast komist og hans innri maður var sannur spegill af þeim ytri, prúðmennska og mann- göfgi.“ Halla föðursystir mín hefur verið ein af kjölfestunum í lífi mínu, ekki síst eftir að báðir for- eldrar mínir voru fallnir frá. Með árunum gaf aldursmunur okkar tímatalinu langt nef og snarm- innkaði. Við áttum samleið á nýj- an, einstakan og djúpan hátt sem jafningjar og trúnaðarvinkonur. Margt af því sem hún sagði mér geymi ég í hjarta mínu fyrir mig eina en annað mun ég ekki þreyt- ast á að rifja upp með öðrum: Til dæmis hvað hún talaði fallega um mömmu mína og hve mikil gleði hefði fylgt henni þegar þau pabbi fluttu í fjölskylduhúsið á Skóla- vörðustíg. Halla átti því láni að fagna að halda að mestu andlegu og líkam- legu atgervi fram undir það síð- asta. Hún var að nálgast nírætt þegar við sóttum námskeið í Fær- eyingasögu og fórum í framhaldi af því í nokkurra daga ferð til Færeyja. Mér er minnisstætt eitt kvöldið í þeirri ferð þegar hún tók þátt í færeyskum hringdansi eins og ung stúlka en ég sat á hliðarlín- unni eins og illa gerður hlutur. Þannig mun ég minnast hennar, sem lífsglaðrar, heilsteyptrar konu sem ég hef tekið mér til fyr- irmyndar um svo margt – fyrir ut- an dansinn að vísu. Kristín Halla. „Mikið er þetta blessað líf fljótt að líða þegar litið er til baka,“ sagði Halla frænka mín þegar ég leit við hjá henni fyrir nokkru. Samt hafði hún náð 94 ára aldri og bar aldurinn lengst af ótrúlega vel. Hún var jákvæð og velviljuð og talaði oft um hvað hún væri þakklát fyrir hvað lífið hefði verið henni gott, hve hún hefði átt góða að bæði í uppvexti og síðan með eiginmanni og börnum. Ekki var líf hennar þó áfallalaust, Þormóð- ur sonur hennar varð fyrir fólsku- legri árás á götu í New York þeg- ar hann hafði nýlokið meist- aranámi í myndlist og lá eftir það nokkrar vikur meðvitundarlaus á sjúkrahúsi. Hann hélt lífi, en hafði orðið fyrir miklum heilaskaða, varð aldrei samur og lést nokkr- um árum síðar. Halla var mjög hjálpsöm og fór ég svo sannarlega ekki varhluta af því. Ég var áhyggjufull að leita að dagmömmu fyrir fjögurra mán- aða gamla dóttur mína, Ingi- björgu Jónu, þegar kom að því að fara að vinna að loknu fæðingar- orlofi, sem var þrír mánuðir í þá daga, en sumarfrí geymt til við- bótar. Þá hringdi Halla og bauðst til að gæta hennar, því hún væri allt of lítil til að fara til vanda- lausra. Stúlkan hafði fæðst fyrir tímann og var því mun minni en aldur sagði til um. Hún var síðan í góðu yfirlæti í daggæslu hjá Höllu frænku fram að eins árs aldri og mynduðust með þeim sérstök tengsl. Halla var sérlega gestrisin og segja má að hún hafi haldið stór- fjölskyldunni saman. Hún var yngst sjö systkina, þar sem faðir minn var elstur. Lengi vel héldu hún og Karl maður hennar stór- veislur á hverjum jólum, þar sem afkomendum afa og ömmu og fleira frændfólki var boðið ásamt skyldfólki Karls. Almennt var gestkvæmt á heimili þeirra og hluti fjölskyldunnar bjó þar oft lengri eða skemmri tíma í íbúð á neðri hæð hússins og kunni Halla því vel. Þegar hún tók þá ákvörð- un fyrir nokkrum árum að selja það hús og kaupa sér litla þjón- ustuíbúð á Skólabraut á Seltjarn- arnesi var hún ánægð með það val. Samt saknaði hún erils og margmennis og talaði stundum um að það væri erfitt að vera orð- in einskis nýt. Það var þó fjarri sanni. Þrátt fyrir að hún sinnti ekki lengur eldamennsku og öðr- um húsverkum var hún góð heim að sækja. Hún sáði fræjum lífs- visku og velvildar og maður fór alltaf fróðari og ögn betri af henn- ar fundi. Hún kvaðst frá unga aldri hafa tamið sér að þakka dag- lega fyrir allt það góða í lífinu. Þegar henni fannst einhvern tíma lífið óvægið þá kvaðst hún hafa hugsað með sér að allir yrðu fyrir áföllum og þetta væri áminning um hvað hún hefði að öðru leyti átt gott líf. Á sl. ári þegar heilsan var farin að gefa sig og hún komin á hjúkrunarheimili barst talið ein- hverju sinni að samvistum mis- munandi kynslóða, sem okkur þótti báðum æskilegt. Þá sagði Halla: „Það þarf bara að gæta þess að setja ákveðin mörk, því annars verður ergelsi og lífið er of stutt fyrir það.“ Nú er vor í lofti og gróandinn á fullu. Vonandi ná fræin hennar Höllu með lífsvisku og velvild að spíra, dafna og bera ávöxt. Hún hefur skilað góðu dagsverki, blessuð sé minning hennar. Þorbjörg Kjartansdóttir. Halla Jóhannsdóttir Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Til sölu Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, 235x235, 235x217, 217x174, 8 hyrnd lok. Lokin þola 1000 kg jafnarðarþunga af snjó. Vel ein- angruð og koma með 10 cm svuntu. Sterkustu lokin á markaðnum. Litir: Brúnt eða grátt. Opnarar til þess að auðvelda opnun á loki. www.heitirpottar.is Sími 777 2000 Haffi og 777 2001 Grétar Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt PL Crystal Line, heitustu úrin í París Með SWAROVSKI kristalsskífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heima- landinu; 16 til 23.000,-. GÞ Bankastræti, s. 5514007 ERNA Skipholti 3, s. 5520775 www.erna.is Veiði Grásleppuveiðimenn Sumarið er tíminn Net fyrir nálfellingu. Net á pípum, löng og stutt fyrir handfellingu. Blýtóg, flottóg, felligarn o.m.fl. Heimavík ehf S. 892 8655 • heimavik.is Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 696 0042, Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Þú finnur allt á FINNA.IS Vantar þig pípara? Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS ALEXANDERSSONAR frá Suðureyri við Súgandafjörð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Nesvalla fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót. Guðrún Anna Jóhannsdóttir Kristján G. Gunnarsson Margrét H. Jóhannsdóttir Sævar Vatnsdal Rafnsson afa- og langafabörn Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ARNAR PÁLSSONAR, Strandvegi 13. Sérstakar þakkir sendum við öllum þeim sem komið hafa að aðhlynningu hans í gegnum árin. Margrét Haraldsdóttir Auður Arnardóttir Ingi Rafn Össurarson Valdís Arnardóttir Þorlákur Runólfsson Haraldur Arnarson Erla María Andrésdóttir og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.