Morgunblaðið - 28.04.2018, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018
islenska.is
Fjármálastjóri
á skapandi vinnustað
Íslenska auglýsingastofan auglýsir eftir hæfileikaríkum
og kraftmiklum fjármálastjóra til starfa.
Íslenska hefur verið í fremstu röð auglýsingastofa á Íslandi um árabil og starfar fyrir mörg
af öflugustu fyrirtækjum og vörumerkjum landsins. Stofan hefur unnið til fjölda verðlauna
og viðurkenninga hér heima og erlendis og hefur verið í hópi Framúrskarandi fyrirtækja á
Íslandi mörg undanfarin ár.
Íslenska veitir viðskiptavinum sínum heildarþjónustu á sviði markaðsmála. Þar starfa nú
um 50 manns í skapandi, krefjandi og umfram allt skemmtilegu umhverfi.
Starfssvið
• Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi og fjárreiðum félagsins
• Gerð og eftirfylgni fjárhags- og rekstraráætlana
• Ábyrgð á mánaðar-, árshluta- og ársuppgjöri
• Undirbúningur gagna fyrir stjórnarfundi og aðalfund félagsins
• Greining og úrvinnsla tölulegra upplýsinga fyrir stjórnendur og viðskiptavini
• Gerð ársreikninga í samstarfi við endurskoðanda
• Samningar við birgja og aðra samstarfsaðila
• Skattaleg uppgjör og skil á gögnum til yfirvalda
• Önnur tilfallandi verkefni
Menntun og hæfniskröfur
• Viðskiptafræðimenntun eða sambærileg menntun
• Góð tölvukunnátta og þekking á Excel
• Góð þekking á Navision fjárhagskerfinu
• Færni í mannlegum samskiptum og metnaður til að ná árangri
• Frumkvæði, jákvæðni og sjálfstæði í starfi
• Reynsla af sambærilegum störfum skilyrði
• Þekking á rekstrarumhverfi t.d. verkfræði-, arkitekta- eða auglýsingastofa er kostur
• Áhugi á skapandi greinum
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem – sverrir@hagvangur.is
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is og er umsóknarfrestur til og með 9. maí 2018.
Leikskóli Fjallabyggðar
auglýsir eftirfarandi stöður
Staða aðstoðarskólastjóra
Um er að ræða tímabundna ráðningu í 100% stöðu vegna
námsleyfis frá 1. september 2018 – 30. apríl 2019.
Aðstoðarskólastjóri kemur að starfi á báðum starfsstöðvum
skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Vinnur með skólastjóra að stjórnun leikskólans og er
staðgengill hans.
• Fagleg forysta.
• Dagleg stjórnun á þeirri starfsstöð sem hann starfar á
hverju sinni.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leikskólakennaramenntun og kennslureynsla í leikskóla.
• Menntun og reynsla í stjórnun æskileg.
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
Laun greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og KÍ vegna Félags stjórnenda í leikskóla (FSL)
Stöður deildarstjóra og
almennra leikskólakennara
Um er að ræða ótímabundnar ráðningar.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leikskólakennaramenntun.
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
Leikskóli Fjallabyggðar er 8 deilda leikskóli með
starfsstöðvar í Ólafsfirði og á Siglufirði. Nemendur næsta
skólaár verða um 110. Lögð er áhersla á kennslu gegnum
leik. Kennsluaðferðinni Leikur að læra er beitt markvisst
og unnið er með námsefnið Hljóðasmiðja Lubba. Þá vinnur
skólinn samkvæmt Uppeldi til ábyrgðar. Nánari upplýsingar
um Leikskóla Fjallabyggðar er að finna á heimasíðum skólans
http://leikskalar.leikskolinn.is/ og http://leikholar.leikskolinn.is/
Í Fjallabyggð búa 2000 íbúar. Nánari upplýsingar um
Fjallabyggð er að finna á heimasíðunni www.fjallabyggd.is
Gildi skólasamfélagsins í Fjallabyggð eru:
Kraftur - Sköpun - Lífsgleði
Umsóknarfrestur er til 11. maí nk.
Upplýsingar veitir Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla
Fjallabyggðar í síma 464 9242 og 848 7905 eða í gegnum
netfangið olga@fjallaskolar.is og Kristín María Hlökk
Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar
í síma 464 9145 og 847 4011 eða gegnum netfangið
kristinm@fjallaskolar.is
Skurðhjúkrunarfræðingur
Handlæknastöðin Glæsibæ, óskar eftir að ráða
skurðhjúkrunarfræðinga til starfa. Fullt starf
eða hlutastarf kemur til greina.
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á netfangið
atvinna@handlaeknastodin.is fyrir 15. maí nk.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún Einarsdóttir
deildarstjóri á gudrun@handlaeknastodin.is
Handlæknastöðin hefur starfrækt skurðstofur
frá árinu 1984. Við stöðina starfa um 40 læknar
ásamt 16 manna starfsliði skipað hjúkrunar-
fræðingum, sjúkraliðum og aðstoðarfólki.
Árlega eru rúmlega 7.000 skurðaðgerðir
framkvæmdar á Handlæknastöðinni.
Handlæknastöðin · Álfheimar 74
104 Reykjavík · sími: 5356800
www.handlaeknastodin.is
Hótel Húsafell Restaurant
leitar að starfsfólki í eftirfarandi störf:
Kokkanemar
• Hafa áhuga á matreiðslu
• Skipulagshæfni, jákvæðni, vandvirkni,
frumkvæði og metnaður
Þjónanemar
• Hafa áhuga á framreiðslu
• Mjög góð íslensku og ensku kunnátta
• Skipulagshæfni, jákvæðni, vandvirkni,
frumkvæði og metnaður
Vaktstjóri í sal á Hótel Húsafell Restaurant
Hæfniskröfur og eiginleikar sem við sækjumst eftir:
• Sveinspróf í framreiðslu • Reynsla sem vaktstjóri
• Mjög góð íslensku og ensku kunnátta
• Skipulagshæfni, jákvæðni, vandvirkni, frumkvæði og metnaður
Vaktstjóri í sal á Húsafell Bistró
Hæfniskröfur og eiginleikar sem við sækjumst eftir:
• Reynsla sem vaktstjóri • Mjög góð íslensku og ensku kunnátta
• Skipulagshæfni, jákvæðni, vandvirkni, frumkvæði og metnaður
Gistiaðstaða er á svæðinu. Ferilskrá ásamt umsókn sendist á netfangið restaurant@husafell.is
Umsóknarfrestur er til 15 .maí 2018.