Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 54
Styrkþegar Pamela de Sensi, Árni Heimir Ingólfsson og Guðný Þorsteins- dóttir ásamt Jóhannesi Nordal við afhendingu styrkjanna í Seðlabankanum. Úthlutað hefur verið í sjöunda sinn úr menningarsjóði sem tengdur er nafni Jóhannesar Nordals, fyrrver- andi seðlabankastjóra. Markmiðið er að styðja viðleitni einstaklinga og hópa sem miðar að því að varðveita menningarverðmæti sem núverandi kynslóð hefur fengið í arf. Guðný Þorsteinsdóttir hlaut 1,5 milljóna króna styrk til verkefnisins Hulduheimur: Leikjabók um ís- lenskan þjóðararf fyrir spjaldtölvur en það er gagnvirk tölvuleikjabók sem fjallar um ævintýri tvíbura- systkinanna frá 19. öld. Auk Guð- nýjar taka Friðrik Magnússon for- ritari og Emil Hjörvar Petersen rithöfundur þátt í verkefninu. Árni Heimir Ingólfsson hlaut 1 milljónar króna styrk til útgáfu bókarinnar Ís- lensk nótnahandrit frá 1100 til 1800 í samstarfi við bókaforlagið Crymo- gea. Mörg hundruð nótnahandrit frá árunum 1100 til 1800 munu verða að- gengileg almenningi með útgáfu bókarinnar. Og Pamela de Sensi, í samstarfi við Tónlistarsafn Íslands, hlaut hálfrar milljónar króna styrk til verkefnisins Ferðast um full- veldið – sögur af fullvalda börnum sem er bók, hljómdiskur og tón- leikar í tilefni 100 ára fullveldis Ís- lands, en þemað er sögur af atburð- um í lífi barna á fullveldistímanum 1918 til 2018. Sögurnar eru samdar af Þórarni Eldjárn en Heiða Rafns- dóttir myndskreytir bókina og Elín Gunnlaugsdóttir semur tónlist. Þrjú verkefni styrkt 54 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár grunnsýning Þjóðminjasafnsins David Barreiro – Langa blokkin í Efra Breiðholti í Myndasal Karl Jeppesen – Fornar verstöðvar á Vegg Prýðileg reiðtygi í Bogasal Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú grunnsýning Safnahússins Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög, ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira Krossfestingarmynd á skinnblaði frá 14. öld Spegill samfélagsins 1770 - Almúgi og embættismenn skrifa Danakonungi Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali Julia&Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210 www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/ Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17 ELINA BROTHERUS LEIKREGLUR – 16.2. - 24.6.2018 KORRIRÓ OG DILLIDÓ Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar – 2.2. - 29.4.2018 FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR – Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019 SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is. Listasafn Íslands er opið alla daga kl. 11-17 nema mánudaga. LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON 21.10.2017 - 7.10.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Kaffistofa – heimabakað meðlæti SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA – 2.10.2016 - 29.04.2018 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Samsýningin Fullveldið endur- skoðað verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, í dag, laug- ardag, klukkan 15. Um er að ræða útisýningu með verkum eftir tíu ólíka listamenn og eru þau sett upp á ýmsum stöðum í miðbæ Akureyrar. Verkin eru öll gerð sérstaklega í tilefni af aldarafmæli fullveldis Ís- lands. Markmiðið er að sýna nýja hlið á stöðu fullveldisins á okkar tím- um og fá áhorfendur til að velta fyrir sér hugmyndum, útfærslum og fjöl- breyttum sjónarhornum því tengd- um. Höfundar verkanna eru lista- mennirnir Guðmundur Ármann Sig- urjónsson, Gunnar Kr. Jónasson, Hrefna Harðardóttir, Jón Laxdal Halldórsson, Jónína Björg Helga- dóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Libia Castro og Ólafur Ólafsson, Re- bekka Kühnis, Samúel Jóhannsson og Snorri Ásmundsson. Sýningin hlaut styrk úr sjóði afmælisárs full- veldis Íslands og sýningarstjórar eru þau Guðrún Pálína Guðmunds- dóttir og Hlynur Hallsson. Í formi upplýsingaskilta Hlynur, sem er forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri, segir þau hafa velt því talsvert fyrir sér hvert ætti að vera framlag safnsins til af- mælisfagnaðar fullveldisins. „Okkur þótti tilvalið að setja upp sýningu ut- andyra og buðum til samstarfs tíu nokkuð ólíkum listamönnum, sem birta sína sýn á hundrað ára full- veldi. Þeim var vitaskuld frjálst að túlka það hver á sinn hátt.“ Hann segir enga tilviljun að lista- menn eins og Libia og Ólafur séu í hópnum, þar sem þau hafa í verkum sínum til að mynda fjallað um stjórn- arskrá Íslands en þetta sé allt ólíkt fólk með ólíka sýn. „Þetta eru tíu verk og sýningin er sett upp í formi upplýsingaskilta sem eru á átta stöðum og mynda stutta gönguleið í miðbænum. Eitt skiltið er við Torfunefsbryggju, þá má ganga í átt að Hofi og sjá annað, það eru skilti á Ráðhústorginu og í göngugötunni, fyrir framan Lista- safnið á leiðinni upp gilið og síðasta skiltið er hjá sundlauginni,“ segir Hlynur. Skiltin vísa hvert á annað og þá hefur verið gert kort sem fólk getur fengið og sýnir hvar skiltin eru. „Á öllum skiltunum er texti á ís- lensku og ensku um hugmyndina að hverju verki, yfirlýsing frá lista- manninum og upplýsingar um hann – og svo vitaskuld verkið sjálft.“ Sýningin mun standa til 19. ágúst og Hlynur segir að líklega verði er- lendir ferðamenn í meirihluta þeirra sem sjá verkin, á sumrin séu útlend- ingar áttatíu prósent gesta í Lista- safninu. „Verkin eru mjög ólík. Sum eru gagnrýnin en önnur fagurfræðileg. Við sjáum textaverk, málverk, nokk- ur ljósmyndaverk og samsetta hluti. Þá eru þarna verk sem kunnugir munu ekki endilega tengja við lista- mennina við fyrstu sýn en önnur tengir maður strax við höfundinn.“ Leiðsögn á sýningartímanum Hlynur segir að þau Guðrún Pál- ína hafi í upphafi ákveðið að hafa listamennina tíu og hafi verið erfitt að velja. Niðurstaðan var sú að nokkuð margir heimamenn taka þátt, ólíkt fólk á ólíkum aldri og af báðum kynjum. Á sýningartímanum verður boðið upp á leiðsögn með listamönnunum þar sem gengið verður á milli verkanna og þau rædd. Umfangsmikil stækkun á húsnæði Listasafnsins stendur yfir. Til stóð að opna safnið eftir breytingar á þjóðhátíðardaginn 17. júní en því hefur verið frestað fram að Akureyr- arvöku í lok ágúst en þá verður hald- ið upp á 25 ára afmæli safnsins. Þá verða öll hin nýju og breyttu rými til, og tengibygging að Ketilhúsi. Verk um stöðu fullveldis  Tíu ólíkir listamenn eiga verk á sýningunni Fullveldið end- urskoðað sem verður opnuð í dag í miðbæ Akureyrar Ljósmynd/Hlynur F. Þormóðsson Útisýning Einu af tíu verkum sýningarinnar í miðbæ Akureyrar komið fyrir framan við Ketilhúsið. Það er eftir Hrefnu Harðardóttur og heitir Rauðbuxur og grænsokkur. Í því vísar Hrefna til kvenfrelsisbaráttu liðinnar aldar. TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Vel heppnuð heimsókn til Færeyja á dögunum æsti upp í mér margs kon- ar nálganir við tónlistarlífið þar, sem er bæði líkt og ólíkt því ís- lenska. Þetta er fjórði pist- illinn sem ég rita upp úr þessari bústnu helg- arreisu og sá síðasti. Í bili. Ég hef stund- um furðað mig á tiltölulega litlu tónlistarlegu flæði milli þessara bræðra- og systraþjóða en samt er þó eins og straumurinn sé að verða greiðari í báðar áttir. Og vert að geta þess að Kristian Blak, tónlist- argúru eyjanna, heldur einmitt tón- leika í kvöld í Norræna húsinu með Yggdrasil, fjölsnærðu verkefni sínu sem tekur á sig ýmsar myndir. Í kvöld leika með honum hin síber- íska Vera Kondrateva, okkar eigin Guðni Franzson og svo landi hans Heðin Ziska Davidsen. En ég ætlaði ekki að skrifa um Blak hér (gerði það fyrir nokkrum vikum) heldur aðra færeyska sveit sem er ekki síður virt og dáð. Þjóð- lagasveitin Enekk gaf út nokkrar plötur og ólíkar á tíunda áratugnum og þeim fyrsta. Eyjarnar fóru á hausinn árið 1992, sex þúsund manns flúðu land og bölmóður og volæði fylgdi eðlilega í kjölfarið. En – svo fór listalífið í gang, betur en nokkurn tímann fyrr. Myndlistar- menn blómstruðu og tónlistin hrein- lega streymdi úr fólkinu. Enekk var hluti af þessari bylgju, söng á fær- eysku og átti eftir að hafa mikil áhrif á yngri tónlistarmenn sem áttu eftir að umbylta tónlistarmenn- ingunni þar um og uppúr 2000. Ver sterk mín sál er ein þess- ara platna, plata sem ég hef lofað í ræðu og riti allt frá því ég heyrði verkið fyrst en komst að því, eftir heimsóknina, að ég hef aldrei skrif- að um hana á opinberum vettvangi fyrr. Platan inniheldur lög við ljóð Janus Djurhuus, sem var fyrsta nú- Fegurðin ein Ver sterk mín sál með færeysku sveitinni Enekk er eitt mesta tónlistarafrek sem unnið hefur verið í eyjunum. » Platan inniheldurlög við ljóð Janus Djurhuus, sem var fyrsta nútímaljóðskáld eyjanna. Tónlistin er einhvers staðar á milli djass og þjóðlagatón- listar en ljóðin syngur Kári Sverrisson, leiðtogi sveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.