Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.04.2018, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2018 Afmælishátíð Konubókastofu verð- ur haldin á morgun, 29. apríl, kl. 14 í Rauða Húsinu á Eyrarbakka. Ásta Stefánsdóttir, bæjarstjóri Árborg- ar, segir nokkur orð og prófessor Dagný Kristjánsdóttir mun fjalla um Ragnheiði Jónsdóttur sem fæddist á Stokkseyri 1895. Þá mun Brynhildur Heiðar og Ómarsdóttir segja frá Fjöruverðlaununum, bók- menntaverðlaunum kvenna og handhafar Fjöruverðlauna og Ís- lensku Bókmenntaverðlaunanna 2018 munu fjalla um verk sín, þær Unnur Jökulsdóttir, Kristín Eiríks- dóttir og Margrét Tryggvadóttir, sem fékk Fjöruverðlaunin í flokki unglinga og barnabóka 2017 ásamt Lindu Ólafsdóttir, kemur einnig og segir frá sinni bók. Konubókastofa er fræðslu- og varðveislusafn tileinkað íslenskum kvenrithöfundum og verkum þeirra og var formlega stofnuð í apríl 2013, fyrir fimm árum. Markmið Konubókastofu er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar kon- ur hafa skrifað í gegnum tíðina og kynna höfundana og verk þeirra innanlands sem utan, að því er fram kemur í tilkynningu. Morgunblaðið/Hari Verðlaunahafi Kristín Eiríksdóttir hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin 2018 fyrir skáldsöguna Elín, ýmislegt. Afmæli Konubókastofu fagnað tímaljóðskáld eyjanna. Tónlistin er einhvers staðar á milli djass og þjóðlagatónlistar en ljóðin syngur Kári Sverrisson, leiðtogi sveit- arinnar. Eini tilgangur þessara skrifa er í raun sá að hvetja þig, tón- listarunnandi góður, til að hlusta á verkið og nema þá snilld sem þar er að finna (platan er á Spotify en einn- ig er hægt að kaupa hana frá Tutl eða á Amazon). Þessi plata er ein- faldlega á einverju öðru plani, snert af almættinu ef svo má segja. Söng- ur Kára er ólýsanlegur, svo ótrú- lega fallegur og næmur að mann setur hljóðan. Líkt er með spila- mennskuna og upptakan er svo hljóðbær að maður heyrir skrjáfið í stólunum. Punkturinn yfir i-ið eru svo nístandi ljóð Djurhuus sem fara inn að kjarna hins mannlega; full af fegurð, von og birtu en einnig von- leysi og myrkri. Það er allt rófið þarna. Algerlega ótrúlegt verk og í raun ekki hægt að koma orðum að kynngimagninu þarna, þó hér fari aum tilraun til þess. Enekk Sveitin er leidd af Kára Sverrissyni, sem er fyrir miðju. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Við fögnum vorinu með þessum góða kokteil sem er mjög hlust- endavænn,“ segir Rakel Edda Guð- mundsdóttir sópran um tónleika Barbörukórsins sem haldnir verða í Hásölum, Hafnarfirði, í dag kl. 17 undir yfirskriftinni „Sunnan yfir sæ- inn breiða“. Tónlistin er öll sungin án undirleiks og tónleikarnir eru án hlés. „Okkur fannst gaman að bjóða upp á lög sem margir þekkja og flétt- um saman lög sem tengjast vorinu annars vegar og fullveldinu hins veg- ar, enda fannst okkur upplagt að heiðra hundrað ára fullveldisafmælið með þessum hætti. Á efnisskránni er því blanda af ættjarðarlögum sem öllum þykir vænt um, perlur á borð við „Hver á sér fegra föðurland“ og „Smávinir fagrir“. Einnig flytjum við indæl, sumarleg og upplífgandi kór- lög úr Fjárlögunum. Í bland við þetta ákváðum við að hafa lög sem kalla mætti þjóðlög samtímans. Það eru lög sem hafa fangað hug og hjörtu þjóðarinnar hin seinni ár,“ segir Rakel og nefnir í því samhengi „Tvær stjörnur“ eftir Megas, „Orðin þín“ eftir Braga Valdimar Skúlason og „Bæn einstæðingsins“ eftir Gísla frá Uppsölum við tónlist Ómars Ragnarssonar. „Texti Gísla frá Upp- sölum er ekki sé mest upplífgandi á allri efnisskránni, en þetta er engu að síður hjartnæmt og þjóðlegt. Ég fer sjálf alltaf næstum að skæla þeg- ar ég syng þetta,“ segir Rakel. Allir menntaðir í söng Barbörukórinn er kammerkór, stofnaður vorið 2007 af Guðmundi Sigurðssyni og nokkrum lærðum hafnfirskum söngvurum og fagnar því 11 ára afmæli um þessar mundir. „Kórinn kennir sig við heilaga Bar- böru en stytta af dýrlingnum fannst árið 1950 við uppgröft í fornri kap- ellu í Kapelluhrauni í Hafnarfirði,“ segir Rakel og bendir á að kórinn hafi sterk tengsl við Hafnarfjörð og nefnir sem dæmi að hann komi reglulega fram við helgihald Hafnar- fjarðarkirkju auk tónleikahalds og söngs við útfarir þar og víðar. „Að jafnaði erum við um fjögur í hverri rödd, en það er auðvitað breytilegt eftir verkefnum hverju sinni,“ segir Rakel og tekur fram að allir kórfélagar séu tónlistarmennt- aðir. „Allir eru menntaðir í söng, hafa ýmist lokið burtfararprófi hér- lendis eða námi erlendis. Auk þess eru margir með annan tónlistarbak- grunn, starfa við tónlistarkennslu og kórstjórn eða sem tónmenntakenn- arar og hljóðfæraleikarar. Við erum því öll að fást við tónlist.“ Aðspurð segir Rakel að Barböru- kórinn leggi sérstaka áherslu á ís- lenskan tónlistararf. „Við höfum ein- beitt okkur að íslenskum tónverkum, bæði nýjum og gömlum. Það kom meðal annars til vegna þess að við vorum í samstarfi við Smára Ólason, sem er tónlistarsagnfræðingur og mikill grúskari og hefur grafið upp perlur úr íslenska tónlistararfinum og útsett sérstaklega fyrir kórinn, oft á tíðum í fornum stíl. Þá efnis- skrá gáfum við út á geisladiski sem nefnist Syngið Drottni nýjan söng,“ segir Rakel og rifjar upp að disk- urinn hafi hlotið góðar viðtökur og mikið lof gagnrýnenda. „Sumarið 2015 kom kórinn fram á tónleikum í Marienkirche í Berlín og við messu í Berliner Dom. Við bæði tækifæri var flutt íslensk kirkjutónlist eftir nokk- ur af fremstu tónskáldum Íslend- inga,“ segir Rakel og rifjar upp að haustið 2016 hafi kórinn verið valinn sem fulltrúi Íslands á Norrænt kirkjutónlistarmót í Gautaborg þar sem kórinn flutti íslenska kirkju- tónlist á tónleikum í Vasa-kirkjunni þar í borg við mjög góðar und- irtektir. Verkefni kórsins hafa verið fjöl- breytt á liðnum árum. Sem dæmi má nefna að í desember kom kórinn fram í Hörpu með djasspíanistanum Jan Lundgren þar sem fluttar voru endurreisnarmótettur við spuna Lundgrens. Ljósmynd/Gassi Fögnuður Barbörukórinn ásamt stjórnanda sínum, Guðmundi Sigurðssyni (annar frá hægri fremst). Rakel Edda Guðmundsdóttir sópran stendur við vinstri hlið stjórnandans. Kórinn heldur tónleika í Hafnarfirði í dag. Fagna vorinu með söng  Vortónleikar Barbörukórsins í Hásölum í dag kl. 17  Syngja ættjarðarlög og þjóðlög frá ýmsum tímum Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Sun 3/6 kl. 20:00 48. s Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Mið 6/6 kl. 20:00 49. s Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fim 7/6 kl. 20:00 50. s Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Fös 8/6 kl. 20:00 51. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Lau 9/6 kl. 20:00 52. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Sun 10/6 kl. 20:00 53. s Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 31/8 kl. 20:00 139. s Sun 9/9 kl. 20:00 142. s Sun 16/9 kl. 20:00 145. s Lau 1/9 kl. 20:00 140. s Mið 12/9 kl. 20:00 143. s Lau 22/9 kl. 20:00 146. s Fös 7/9 kl. 20:00 141. s Fim 13/9 kl. 20:00 144. s Sun 23/9 kl. 20:00 147. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 28/4 kl. 20:00 22. s Fös 4/5 kl. 20:00 26. s Fös 11/5 kl. 20:00 30. s Sun 29/4 kl. 20:00 23. s Lau 5/5 kl. 20:00 27. s Fim 17/5 kl. 20:00 31. s Mið 2/5 kl. 20:00 24. s Sun 6/5 kl. 20:00 28. s Fös 18/5 kl. 20:00 32. s Fim 3/5 kl. 20:00 25. s Fim 10/5 kl. 20:00 29. s Lau 19/5 kl. 20:00 33. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Lau 28/4 kl. 20:30 9. s Lau 5/5 kl. 20:30 13. s Sun 13/5 kl. 20:00 22. s Sun 29/4 kl. 20:30 10. s Sun 6/5 kl. 20:30 14. s Mið 16/5 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:30 11. s Mið 9/5 kl. 20:30 15. s Fim 17/5 kl. 20:00 23. s Fim 3/5 kl. 20:30 aukas. Fim 10/5 kl. 20:30 aukas. Fös 18/5 kl. 20:00 24. s Fös 4/5 kl. 20:30 12. s Fös 11/5 kl. 20:30 16. s Lau 19/5 kl. 20:00 aukas. Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Hin lánsömu (Stóra sviðið) Sun 29/4 kl. 20:00 2. s Sun 13/5 kl. 20:00 4. s Fim 10/5 kl. 20:00 3. s Mið 16/5 kl. 20:00 5. s Kraftmikil og kómísk saga 8 systkina sem lifa velmegunarlífi Slá í gegn (Stóra sviðið) Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Sun 10/6 kl. 19:30 34.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 31.sýn Fim 14/6 kl. 19:30 35.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 3/6 kl. 19:30 32.sýn Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Lau 9/6 kl. 19:30 33.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 6.sýn Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 7.sýn Heillandi verk um óvæntu möguleikana í lífinu Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Faðirinn (Kassinn) Sun 29/4 kl. 19:30 48.sýn Sun 6/5 kl. 19:30 49.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Aðfaranótt (Kassinn) Fös 11/5 kl. 19:30 Frums Fös 18/5 kl. 19:30 5.sýn Fös 25/5 kl. 19:30 9.sýn Lau 12/5 kl. 19:30 2.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 6.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 10.sýn Mið 16/5 kl. 19:30 3.sýn Mið 23/5 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/5 kl. 19:30 4.sýn Fim 24/5 kl. 19:30 8.sýn Lokaverkefni leikarabrautar sviðslistadeildar LHÍ Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 2/5 kl. 20:00 Mið 9/5 kl. 20:00 Mið 16/5 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.